Þögnin er himinhrópandi afstaða Stígur Helgason skrifar 27. maí 2012 11:55 Evrópusambandið er stærsta mál í sögu íslenska lýðveldisins, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar . Hann telur að forsetinn eigi ekki bara fara í gönguferðir og hugsa. Stígur Helgason hitti hann í vikunni og spurði meðal annars um skuldavanda heimilanna.Það hefur verið dálítið óljóst hvað þú hyggst sitja lengi. Þú talar um að þú bjóðir þig fram til fjögurra ára en biður fólk líka að sýna því skilning ef þær aðstæður mundu skapast að þú mundir vilja stíga til hliðar. Hvað áttu nákvæmlega við með þessu? „Þessi áróður sem hefur gengið hér, að ég ætlaði bara að vera í tvö ár, er fyrst og fremst ættaður úr herbúðum andstæðinga. Hann var sá boðskapur sem Svavar [Halldórsson, eiginmaður Þóru Arnórsdóttur] reyndi að koma á framfæri í fréttum RÚV á sama tíma og verið var að mæla stuðning við Þóru og hún hafði veitt samþykki sitt til þess. Ég hef aldrei lýst því yfir að ég ætlaði bara að vera í tvö ár. Ég er að bjóða mig fram til fjögurra ára. Ég varð við óskum rúmlega þrjátíu þúsund Íslendinga sem töldu að á tímum mikillar óvissu á mörgum sviðum væri nauðsynlegt að hafa kjölfestu á Bessastöðum; ekki mætti varpa forsetaembættinu líka í þennan margbrotna pott óvissu sem því miður ríkir enn á mörgum sviðum. Þegar ég tilkynnti að ég ætlaði að verða við þessum óskum lýsti ég því jafnframt yfir að ef tækist á næstu árum að leiða öll þessi stóru mál farsællega í höfn, nýja stjórnarskrá, sambúð okkar við Evrópu, lausn á brýnum efnahagsmálum, stjórnarfar væri orðið stöðugt og fast í sessi, þá væri það mér ekki fast í hendi að sitja áfram sem forseti ef þjóðin vildi þá í krafti algjörlega nýrra aðstæðna velja sér forseta á grundvelli nýrrar stjórnarskrár. Það hafði ekkert með tvö ár að gera. Það var einfaldlega virðing fyrir vilja þjóðarinnar og í samræmi við meginröksemdir þeirra sem hvöttu mig til þess að standa vaktina með þjóðinni áfram." Mundir þú þá bara meta það sjálfur hvort þessar aðstæður hefðu skapast og stíga til hliðar, eða þyrftu að koma til áskoranir frá fólkinu í landinu? „Það er auðvitað eftir öðru að þetta skuli vera aðalmálið sem Fréttablaðið hefur áhuga á að ræða í þessu viðtali." Þetta er ekki aðalmálið, en við byrjum á þessu. „Ég er búinn að svara þessu, þetta er alveg skýrt. Ég er að bjóða mig fram til fjögurra ára og hef lýst því alveg afdráttarlaust yfir við fjölda tækifæra. Þetta tal um tvö árin er liður í áróðri." Ég ætla samt að fá að spyrja þig enn einu sinni. Ég er ekki að tala um þessi tvö ár, ég veit að þú talaðir aldrei um þau, en þú talaðir um að þær aðstæður gætu skapast að þú mundir víkja fyrr. „Það vita allir að það er til umræðu ný stjórnskipun í landinu, það eru tillögur um nýja stjórnarskrá, það eru tillögur á Alþingi um að það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla í haust til undirbúnings þeirri stjórnarskrá. Allir vita að Alþingi nýtur ekki mikils trausts, innan við tíu prósent treysta Alþingi. Mikil upplausn er í flokkakerfinu í landinu, nýir flokkar hafa komið til sögunnar og óvissa ríkir innan sumra þeirra sem fyrir eru á þingi. Það vita allir um óvissuna í málefnum Evrópu; það leikur allt á reiðiskjálfi og sumir boða nýja kreppu. Í ljósi þessarar margþættu óvissu samþykkti ég að verða við óskum að standa vaktina með þjóðinni. Ef það skapast skilyrði, sem enginn veit, einhvern tímann á næstu fjórum árum, að það ríki logn og lausn hafi fengist í öllum þessum málum, þá sagði ég einfaldlega að til greina kæmi, ef ríkur vilji væri á grundvelli nýs stöðugleika, farsæls stjórnarfars, nýrrar stjórnskipunar og festu í sambúð Íslands við aðrar þjóðir, að skipa málum á annan veg. Það er mjög ábyrg afstaða." Ertu þá að vísa til ríks vilja almennings í landinu? „Að sjálfsögðu. Ég hef alltaf fylgt þeirri reglu að forsetaembættið er fyrst og fremst þjónustustarf við fólkið í landinu. Það byggir á því að forsetinn hafi trúnað fólksins og verði við óskum þess. Þess vegna samþykkti ég kröfur tugþúsunda Íslendinga um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave, þótt ritstjórn Fréttablaðsins væri annarrar skoðunar, stjórnvöld í landinu væru annarrar skoðunar, allar ríkisstjórnir í Evrópusambandinu væru annarrar skoðunar sem og aðrir áhrifamiklir aðilar teldu að ég hefði átt að samþykkja Icesave-samninginn. Þar fylgdi ég vilja þjóðarinnar og nú blasir við að enginn vill halda því fram að það hafi verið röng ákvörðun að hafna Icesave 1. Þetta er skýrt dæmi um að forsetinn stendur vaktina með þjóðinni og er eina tryggingin sem hún hefur fyrir því að hún geti fengið málin í sínar hendur. Bessastaðir eru samkvæmt íslenskri stjórnskipun síðasta stoppistöðin sem þjóðin getur leitað til." Leiddi fram mestu einingu í Evrópu Þú vísar til þess að margir hafi skorað á þig að gefa kost á þér áfram. Að sama skapi hafa verið gerðar kannanir sem sýna að það er minnihluti þjóðarinnar sem vill að þú sitjir áfram. „Það fer allt eftir því hvaða kannanir þú skoðar. Það var könnun á Bylgjunni fyrir viku síðan, sem fjölmargir tóku þátt í." Þú veist það nú sjálfur sem fyrrverandi stjórnmálafræðiprófessor að það gildir annað um slíkar kannanir, sem er valkvætt að taka þátt í. „Ég ætla ekkert að fara að ræða við þig um einstakar kannanir. Ég er bara að benda á að það eru aðrar kannanir sem sýna annað. Í þeirri könnun kom í ljós að ég hafði um 57 prósenta fylgi og Þóra hafði 27 prósent. Könnun Félagsvísindastofnunar var netkönnun þar sem aðeins rúmur helmingur svaraði. Hún stóð yfir langt tímabil áður en ég hóf mína kosningabaráttu. Við skulum lúta dómi fólksins í landinu. Það er þjóðin sem ákveður þetta mál en hvorki Fréttablaðið né skoðanakannanir." En þér finnst þetta ekki benda til þess að meirihluti fólks sé óánægður með þær breytingar sem þú - óumdeilt - hefur verið að gera á eðli forsetaembættisins og ímynd þess? „Þjóðaratkvæðagreiðslurnar sýna annað. Fyrri þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave sýndi að rúmlega níutíu prósent þjóðarinnar felldi samninginn. Stundum er talað um að forsetinn eigi að stuðla að þjóðareiningu. Þó að ákvörðun mín um Icesave væri umdeild í upphafi sýndi niðurstaðan að hún leiddi fram mestu þjóðareiningu sem sést hefur í evrópsku ríki á síðari árum. Í seinni Icesave-atkvæðagreiðslunni felldi stór meirihluti þjóðarinnar samninginn. Í báðum þessum tilvikum hefur það sýnt sig, ekki með einhverjum skoðanakönnunum eða áliti fjölmiðlafólks, heldur í raunverulegri atkvæðagreiðslu fólksins í landinu, að meirihluti þjóðarinnar var ekki aðeins sammála ákvörðun forsetans heldur fagnaði því að fá þetta vald í sínar hendur. Það er ánægjulegt í aðdraganda þessara kosninga að nú vilja allir þessa Lilju kveðið hafa. Allir frambjóðendur eru á þeirri skoðun að það eigi að beita málskotsréttinum. Enginn býður sig fram til þessa embættis á þeirri forsendu að það eigi ekki að gera. Málskotsrétturinn er þess eðlis að stór örlög þjóðarinnar geta ráðist af því hvort honum er beitt eða ekki. Í öðru lagi sýnir saga lýðveldisins að þeir tímar geta komið að stjórnmálaflokkarnir í landinu ná ekki saman um myndun ríkisstjórnar. Í tíð Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárn gegndu forsetarnir veigamiklu hlutverki á upplausnartímum við myndun ríkisstjórna. Í þriðja lagi hefur það sýnt sig á síðustu árum, vegna hinnar alþjóðlegu fjölmiðlunar sem við búum við, að forsetinn getur verið, og þarf stundum að vera, öflugur málsvari Íslands á alþjóðlegum vettvangi í viðtölum við áhrifaríkustu fjölmiðla heims, hrekja þar ýmis falsrök sem beint er gegn Íslendingum og halda fram því sem er rétt og satt varðandi hinn íslenska málstað. Í fjórða lagi hefur það komið í ljós á undanförnum árum að forsetinn og forsetahjónin geta verið öflugir þátttakendur í að styrkja sókn einstaklinga, hópa, smáfyrirtækja og annarra fram á veg, til dæmis með því að styrkja listir, menningu, hönnun, íslenska matargerð, ferðaþjónustu - framganga Dorritar í þætti Mörthu Stewart hafði til dæmis gríðarleg áhrif - eða eins og ég hef gert á minni forsetatíð með því að leggja lið fjölmörgum fyrirtækjum, sem í upphafi voru lítil og vanmáttug. Það er langur listi, allt frá Latabæ, Marel, Össuri, CCP, Actavis, LS Retail, Marorku, Mentor og til fjölmargra annarra aðila. Þessir fjórir þættir eru allir stórmál í verkum og skyldum forsetans. Þess vegna er ég algjörlega ósammála því sem sumir halda fram í aðdraganda þessara kosninga, að forsetinn eigi fyrst og fremst að vera til hlés. Þegar menn eru farnir að leggja meiri áherslu á myndefni en efnisþætti máls og þá alvöru sem fylgir forsetakosningum þá missa þeir sjónar á því að forsetaembættið er eitt af þeim lykiltækjum sem Íslendingar eiga á 21. öldinni til að gæta hagsmuna sinna." Stærsta mál lýðveldissögunnar Þú hefur einmitt sagt að það væri óeðlilegt ef forsetinn lýsti ekki skoðun sinni á jafnstóru máli og Evrópusambandsmálinu. En þetta er nú dálítið nýtt - forveri þinn lýsti ekki skoðun sinni á EES-málinu til dæmis. Er þetta hluti af breytingunum sem þú hefur verið að gera á embættinu? „Nei, þetta er ekki nýtt. Ásgeir Ásgeirsson, til dæmis, talaði opinberlega í mikilvægum ræðum um nauðsyn varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna og beitti sér gegn stefnu ríkisstjórnar Hermanns Jónassonar um brottför bandaríska hersins. Þannig að það eru margvísleg dæmi um að forsetinn beiti sér í mikilvægum málum. Aðildin að Evrópusambandinu er stærsta mál Íslendinga frá lýðveldisstofnuninni á Þingvöllum 1944. Það snertir grundvallarþætti okkar stjórnskipunar og fullveldisstöðu þjóðarinnar. Það er ekkert mál sem hefur eins afgerandi áhrif. Ég tel fullkomlega óeðlilegt að forsetinn, æðsta tákn lýðveldisins og æðsti kjörni fulltrúi þess leyni þjóð sína skoðunum sínum á stærsta máli lýðveldisins frá stofnun þess." Framhaldið af viðtalinu við Ólaf getur þú lesið með því að smella hér. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Evrópusambandið er stærsta mál í sögu íslenska lýðveldisins, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar . Hann telur að forsetinn eigi ekki bara fara í gönguferðir og hugsa. Stígur Helgason hitti hann í vikunni og spurði meðal annars um skuldavanda heimilanna.Það hefur verið dálítið óljóst hvað þú hyggst sitja lengi. Þú talar um að þú bjóðir þig fram til fjögurra ára en biður fólk líka að sýna því skilning ef þær aðstæður mundu skapast að þú mundir vilja stíga til hliðar. Hvað áttu nákvæmlega við með þessu? „Þessi áróður sem hefur gengið hér, að ég ætlaði bara að vera í tvö ár, er fyrst og fremst ættaður úr herbúðum andstæðinga. Hann var sá boðskapur sem Svavar [Halldórsson, eiginmaður Þóru Arnórsdóttur] reyndi að koma á framfæri í fréttum RÚV á sama tíma og verið var að mæla stuðning við Þóru og hún hafði veitt samþykki sitt til þess. Ég hef aldrei lýst því yfir að ég ætlaði bara að vera í tvö ár. Ég er að bjóða mig fram til fjögurra ára. Ég varð við óskum rúmlega þrjátíu þúsund Íslendinga sem töldu að á tímum mikillar óvissu á mörgum sviðum væri nauðsynlegt að hafa kjölfestu á Bessastöðum; ekki mætti varpa forsetaembættinu líka í þennan margbrotna pott óvissu sem því miður ríkir enn á mörgum sviðum. Þegar ég tilkynnti að ég ætlaði að verða við þessum óskum lýsti ég því jafnframt yfir að ef tækist á næstu árum að leiða öll þessi stóru mál farsællega í höfn, nýja stjórnarskrá, sambúð okkar við Evrópu, lausn á brýnum efnahagsmálum, stjórnarfar væri orðið stöðugt og fast í sessi, þá væri það mér ekki fast í hendi að sitja áfram sem forseti ef þjóðin vildi þá í krafti algjörlega nýrra aðstæðna velja sér forseta á grundvelli nýrrar stjórnarskrár. Það hafði ekkert með tvö ár að gera. Það var einfaldlega virðing fyrir vilja þjóðarinnar og í samræmi við meginröksemdir þeirra sem hvöttu mig til þess að standa vaktina með þjóðinni áfram." Mundir þú þá bara meta það sjálfur hvort þessar aðstæður hefðu skapast og stíga til hliðar, eða þyrftu að koma til áskoranir frá fólkinu í landinu? „Það er auðvitað eftir öðru að þetta skuli vera aðalmálið sem Fréttablaðið hefur áhuga á að ræða í þessu viðtali." Þetta er ekki aðalmálið, en við byrjum á þessu. „Ég er búinn að svara þessu, þetta er alveg skýrt. Ég er að bjóða mig fram til fjögurra ára og hef lýst því alveg afdráttarlaust yfir við fjölda tækifæra. Þetta tal um tvö árin er liður í áróðri." Ég ætla samt að fá að spyrja þig enn einu sinni. Ég er ekki að tala um þessi tvö ár, ég veit að þú talaðir aldrei um þau, en þú talaðir um að þær aðstæður gætu skapast að þú mundir víkja fyrr. „Það vita allir að það er til umræðu ný stjórnskipun í landinu, það eru tillögur um nýja stjórnarskrá, það eru tillögur á Alþingi um að það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla í haust til undirbúnings þeirri stjórnarskrá. Allir vita að Alþingi nýtur ekki mikils trausts, innan við tíu prósent treysta Alþingi. Mikil upplausn er í flokkakerfinu í landinu, nýir flokkar hafa komið til sögunnar og óvissa ríkir innan sumra þeirra sem fyrir eru á þingi. Það vita allir um óvissuna í málefnum Evrópu; það leikur allt á reiðiskjálfi og sumir boða nýja kreppu. Í ljósi þessarar margþættu óvissu samþykkti ég að verða við óskum að standa vaktina með þjóðinni. Ef það skapast skilyrði, sem enginn veit, einhvern tímann á næstu fjórum árum, að það ríki logn og lausn hafi fengist í öllum þessum málum, þá sagði ég einfaldlega að til greina kæmi, ef ríkur vilji væri á grundvelli nýs stöðugleika, farsæls stjórnarfars, nýrrar stjórnskipunar og festu í sambúð Íslands við aðrar þjóðir, að skipa málum á annan veg. Það er mjög ábyrg afstaða." Ertu þá að vísa til ríks vilja almennings í landinu? „Að sjálfsögðu. Ég hef alltaf fylgt þeirri reglu að forsetaembættið er fyrst og fremst þjónustustarf við fólkið í landinu. Það byggir á því að forsetinn hafi trúnað fólksins og verði við óskum þess. Þess vegna samþykkti ég kröfur tugþúsunda Íslendinga um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave, þótt ritstjórn Fréttablaðsins væri annarrar skoðunar, stjórnvöld í landinu væru annarrar skoðunar, allar ríkisstjórnir í Evrópusambandinu væru annarrar skoðunar sem og aðrir áhrifamiklir aðilar teldu að ég hefði átt að samþykkja Icesave-samninginn. Þar fylgdi ég vilja þjóðarinnar og nú blasir við að enginn vill halda því fram að það hafi verið röng ákvörðun að hafna Icesave 1. Þetta er skýrt dæmi um að forsetinn stendur vaktina með þjóðinni og er eina tryggingin sem hún hefur fyrir því að hún geti fengið málin í sínar hendur. Bessastaðir eru samkvæmt íslenskri stjórnskipun síðasta stoppistöðin sem þjóðin getur leitað til." Leiddi fram mestu einingu í Evrópu Þú vísar til þess að margir hafi skorað á þig að gefa kost á þér áfram. Að sama skapi hafa verið gerðar kannanir sem sýna að það er minnihluti þjóðarinnar sem vill að þú sitjir áfram. „Það fer allt eftir því hvaða kannanir þú skoðar. Það var könnun á Bylgjunni fyrir viku síðan, sem fjölmargir tóku þátt í." Þú veist það nú sjálfur sem fyrrverandi stjórnmálafræðiprófessor að það gildir annað um slíkar kannanir, sem er valkvætt að taka þátt í. „Ég ætla ekkert að fara að ræða við þig um einstakar kannanir. Ég er bara að benda á að það eru aðrar kannanir sem sýna annað. Í þeirri könnun kom í ljós að ég hafði um 57 prósenta fylgi og Þóra hafði 27 prósent. Könnun Félagsvísindastofnunar var netkönnun þar sem aðeins rúmur helmingur svaraði. Hún stóð yfir langt tímabil áður en ég hóf mína kosningabaráttu. Við skulum lúta dómi fólksins í landinu. Það er þjóðin sem ákveður þetta mál en hvorki Fréttablaðið né skoðanakannanir." En þér finnst þetta ekki benda til þess að meirihluti fólks sé óánægður með þær breytingar sem þú - óumdeilt - hefur verið að gera á eðli forsetaembættisins og ímynd þess? „Þjóðaratkvæðagreiðslurnar sýna annað. Fyrri þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave sýndi að rúmlega níutíu prósent þjóðarinnar felldi samninginn. Stundum er talað um að forsetinn eigi að stuðla að þjóðareiningu. Þó að ákvörðun mín um Icesave væri umdeild í upphafi sýndi niðurstaðan að hún leiddi fram mestu þjóðareiningu sem sést hefur í evrópsku ríki á síðari árum. Í seinni Icesave-atkvæðagreiðslunni felldi stór meirihluti þjóðarinnar samninginn. Í báðum þessum tilvikum hefur það sýnt sig, ekki með einhverjum skoðanakönnunum eða áliti fjölmiðlafólks, heldur í raunverulegri atkvæðagreiðslu fólksins í landinu, að meirihluti þjóðarinnar var ekki aðeins sammála ákvörðun forsetans heldur fagnaði því að fá þetta vald í sínar hendur. Það er ánægjulegt í aðdraganda þessara kosninga að nú vilja allir þessa Lilju kveðið hafa. Allir frambjóðendur eru á þeirri skoðun að það eigi að beita málskotsréttinum. Enginn býður sig fram til þessa embættis á þeirri forsendu að það eigi ekki að gera. Málskotsrétturinn er þess eðlis að stór örlög þjóðarinnar geta ráðist af því hvort honum er beitt eða ekki. Í öðru lagi sýnir saga lýðveldisins að þeir tímar geta komið að stjórnmálaflokkarnir í landinu ná ekki saman um myndun ríkisstjórnar. Í tíð Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárn gegndu forsetarnir veigamiklu hlutverki á upplausnartímum við myndun ríkisstjórna. Í þriðja lagi hefur það sýnt sig á síðustu árum, vegna hinnar alþjóðlegu fjölmiðlunar sem við búum við, að forsetinn getur verið, og þarf stundum að vera, öflugur málsvari Íslands á alþjóðlegum vettvangi í viðtölum við áhrifaríkustu fjölmiðla heims, hrekja þar ýmis falsrök sem beint er gegn Íslendingum og halda fram því sem er rétt og satt varðandi hinn íslenska málstað. Í fjórða lagi hefur það komið í ljós á undanförnum árum að forsetinn og forsetahjónin geta verið öflugir þátttakendur í að styrkja sókn einstaklinga, hópa, smáfyrirtækja og annarra fram á veg, til dæmis með því að styrkja listir, menningu, hönnun, íslenska matargerð, ferðaþjónustu - framganga Dorritar í þætti Mörthu Stewart hafði til dæmis gríðarleg áhrif - eða eins og ég hef gert á minni forsetatíð með því að leggja lið fjölmörgum fyrirtækjum, sem í upphafi voru lítil og vanmáttug. Það er langur listi, allt frá Latabæ, Marel, Össuri, CCP, Actavis, LS Retail, Marorku, Mentor og til fjölmargra annarra aðila. Þessir fjórir þættir eru allir stórmál í verkum og skyldum forsetans. Þess vegna er ég algjörlega ósammála því sem sumir halda fram í aðdraganda þessara kosninga, að forsetinn eigi fyrst og fremst að vera til hlés. Þegar menn eru farnir að leggja meiri áherslu á myndefni en efnisþætti máls og þá alvöru sem fylgir forsetakosningum þá missa þeir sjónar á því að forsetaembættið er eitt af þeim lykiltækjum sem Íslendingar eiga á 21. öldinni til að gæta hagsmuna sinna." Stærsta mál lýðveldissögunnar Þú hefur einmitt sagt að það væri óeðlilegt ef forsetinn lýsti ekki skoðun sinni á jafnstóru máli og Evrópusambandsmálinu. En þetta er nú dálítið nýtt - forveri þinn lýsti ekki skoðun sinni á EES-málinu til dæmis. Er þetta hluti af breytingunum sem þú hefur verið að gera á embættinu? „Nei, þetta er ekki nýtt. Ásgeir Ásgeirsson, til dæmis, talaði opinberlega í mikilvægum ræðum um nauðsyn varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna og beitti sér gegn stefnu ríkisstjórnar Hermanns Jónassonar um brottför bandaríska hersins. Þannig að það eru margvísleg dæmi um að forsetinn beiti sér í mikilvægum málum. Aðildin að Evrópusambandinu er stærsta mál Íslendinga frá lýðveldisstofnuninni á Þingvöllum 1944. Það snertir grundvallarþætti okkar stjórnskipunar og fullveldisstöðu þjóðarinnar. Það er ekkert mál sem hefur eins afgerandi áhrif. Ég tel fullkomlega óeðlilegt að forsetinn, æðsta tákn lýðveldisins og æðsti kjörni fulltrúi þess leyni þjóð sína skoðunum sínum á stærsta máli lýðveldisins frá stofnun þess." Framhaldið af viðtalinu við Ólaf getur þú lesið með því að smella hér.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira