Körfubolti

Darrell Flake til Þorlákshafnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Darrell Flake.
Darrell Flake. Mynd/Vilhelm
Þórsarar hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi leiktíð en Darrell Flake hefur gengið til liðs við félagið. Þetta sagði Bendedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, við karfan.is.

Flake fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en fyrirséð er að nýjar reglur muni breyta landslaginu í körfuboltanum næstu leiktíð. Þá verður félögum í efstu deild aðeins heimilt að tefla fram tveimur erlendum leikmönnum á vellinum í einu.

Flake spilaði með Skallagrími í 1. deildinni á síðustu leiktíð en liðið tryggði sér þá þátttökurétt í Iceland Express-deildinni.

Benedikt sagði að Blagoj Janev myndi ekki koma aftur til liðsins og því hafi verið leitað til Blake. „Ég hef þjálfað Flake áður og það er fínt að fá hann í þetta verk," sagði Benedikt en viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Þá kom fram að Guðmundur Jónsson og Darri Hilmarsson muni áfram spila með Þór á næstu leiktíð. Þór komst alla leið í lokaúrslit Iceland Express-deildar karla á nýliðinni leiktíð en tapaði þá fyrir Grindavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×