Körfubolti

Landsliðshópur Íslands sem mætir Litháum ytra tilkynntur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helgi Már Magnússon úr KR hefur spilað næstflesta landsleiki landsliðsmannanna.
Helgi Már Magnússon úr KR hefur spilað næstflesta landsleiki landsliðsmannanna.
Tólf manna landsliðshópur Íslands í körfuknattleik sem leikur tvo æfingaleiki í Litháen á laugardag og þriðjudag hefur verið tilkynntur.

Hópinn skipa eftirfarandi leikmenn:

Brynjar Þór Björnsson KR, 15 landsleikir

Haukur Helgi Pálsson Manresa, 3 landsleikir

Árni Ragnarsson Fjölnir, Nýliði

Finnur Atli Magnusson KR, 8 landsleikir

Hlynur Bæringsson (C) Sundsvall, 53 landsleikir

Jón Arnór Stefánsson CAI Zaragoza, 53 landsleikir

Helgi Már Magnússon KR, 66 landsleikir

Axel Kárason Vaerlose, 4 landsleikir

Pavel Ermolinskij Norrköping Dolphins, 22 landsleikir

Ægir Þór Steinarsson Newberry College, USA, 2 landsleikir

Logi Gunnarsson Angers BC 49, 81 landsleikur

Sigurður Gunnar Þorsteinsson Grindavík, 27 landsleikir

Jakob Örn Sigurðarson átti ekki heimangengt en hann og unnusta hans eiga von á barni á næstu dögum. Þá á Helgi Jónas Guðfinsson heldur ekki heimangengt í ferðina.

Fyrri leikurinn gegn úrvalsliði Litháen fer fram á laugardaginn klukkan 17 að íslenskum tíma. Leikurinn gegn landsliði Litháa, sem um leið er síðasti leikur þeirra fyrir Ólympíuleikana, fer fram á þriðjudag klukkan 16 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×