Ye bætti öðrum gullverðlaunum í safnið | Neitar ásökunum um lyfjanotkun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2012 23:30 Ye fagnar öðrum gullverðlaunum sínum í dag. Nordicphotos/Getty Hin sextán ára kínverska Ye Shiwen kom fyrst í mark í 200 metra fjórsundi í dag á Ólympíuleikunum í London. Mikið hefur verið rætt um frammistöðu hinnar kínversku Ye í 400 metra fjórsundinu á laugardag. Þar vann hún ótrúlegan sigur auk þess að setja heimsmet. Frammistaða Ye varð til þess að bandaríski sundþjálfarinn John Leonard gerði allt nema segja það berum orðum að Ye hefði notað ólögleg lyf. Yu stóðst lyfjapróf sem allir verðlaunahafar á Ólympíuleikum þurfa að gangast undir og því margir reiðir út í ummæli Leonard, ekki síst Kínverjar. Ye neitaði í viðtali við Reuters að hafa nokkurn tímann notast við ólögleg lyf. „Mér finnst þetta örlítið ósanngjarnt gagnvart mér en það hafði ekki áhrif á mig," sagði Ye um aðdraganda úrslitasundsins í dag en mikið hefur verið ritað og rætt um ótrúlega framgöngu hennar á leikunum. Hún synti seinni 50 metra skriðsundskaflans í fjórsundinu á laugardag hraðar en Ryan Lochte sem sigraði í karlaflokki. Því skal þó haldið til haga að heildartími Lochte var um 23 sekúndum betri. Aftur var það í skriðsundinu sem Ye setti í fluggírinn. Hún var í þriðja sæti í síðasta snúningnum en kom í mark hálfri sekúndu á undan hinni áströlsku Aliciu Coutts. „Ég vil þakka liðsfélögum mínum, þjálfurum og foreldrum sem veita mér styrk. Þannig hafa utanaðkomandi læti ekki áhrif á mig," sagði Ye. Sund Tengdar fréttir Leonard setur stórt spurningamerki við heimsmet Ye Shiwen John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. 30. júlí 2012 16:03 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Hin sextán ára kínverska Ye Shiwen kom fyrst í mark í 200 metra fjórsundi í dag á Ólympíuleikunum í London. Mikið hefur verið rætt um frammistöðu hinnar kínversku Ye í 400 metra fjórsundinu á laugardag. Þar vann hún ótrúlegan sigur auk þess að setja heimsmet. Frammistaða Ye varð til þess að bandaríski sundþjálfarinn John Leonard gerði allt nema segja það berum orðum að Ye hefði notað ólögleg lyf. Yu stóðst lyfjapróf sem allir verðlaunahafar á Ólympíuleikum þurfa að gangast undir og því margir reiðir út í ummæli Leonard, ekki síst Kínverjar. Ye neitaði í viðtali við Reuters að hafa nokkurn tímann notast við ólögleg lyf. „Mér finnst þetta örlítið ósanngjarnt gagnvart mér en það hafði ekki áhrif á mig," sagði Ye um aðdraganda úrslitasundsins í dag en mikið hefur verið ritað og rætt um ótrúlega framgöngu hennar á leikunum. Hún synti seinni 50 metra skriðsundskaflans í fjórsundinu á laugardag hraðar en Ryan Lochte sem sigraði í karlaflokki. Því skal þó haldið til haga að heildartími Lochte var um 23 sekúndum betri. Aftur var það í skriðsundinu sem Ye setti í fluggírinn. Hún var í þriðja sæti í síðasta snúningnum en kom í mark hálfri sekúndu á undan hinni áströlsku Aliciu Coutts. „Ég vil þakka liðsfélögum mínum, þjálfurum og foreldrum sem veita mér styrk. Þannig hafa utanaðkomandi læti ekki áhrif á mig," sagði Ye.
Sund Tengdar fréttir Leonard setur stórt spurningamerki við heimsmet Ye Shiwen John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. 30. júlí 2012 16:03 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Leonard setur stórt spurningamerki við heimsmet Ye Shiwen John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. 30. júlí 2012 16:03