
Að treysta neytendum
Á umliðnum árum hefur neyslumynstur okkar Íslendinga breyst verulega. Frá því að bann við innflutningi á landbúnaðarafurðum var afnumið með aðild Íslands að GATT-samningnum árið 1995 hefur neysla á búvörum aukist mikið. Við borðum nú til að mynda fjórfalt meira af alifugla- og svínakjöti en í lok níunda áratugarins og hefur neysla á osti á þessum sama tíma tvöfaldast. Hins vegar miðast innflutningskvóti enn við neysluna eins og hún var á árunum 1986-1988. Breytingar á tollum vegna landbúnaðarvara eru háðar hinu pólitíska mati ráðherra hverju sinni. Þeir ráðherrar landbúnaðarmála sem vilja frekari höft og tollvernd geta því auðveldlega breytt reglum í þessa veru eftir eigin geðþótta, eins og nýleg dæmi sanna og eru breytingar sjaldan í þágu neytenda.
Lítt hefur verið tekið á vöruþróun eða tækninýjungum síðustu ára eða einfaldlega horft á það hvað neytandinn vill hverju sinni. Á það bæði við um landbúnaðarvörur sem aðra vöruflokka.
Ógegnsæi tolla og vörugjaldaTollar og vörugjöld eru eitt skýrasta dæmið um ógegnsæi skattkerfisins en vörugjöldin endurspegla vel hversu óréttlát og lítt skiljanleg slík skattlagning getur verið. Og frumskógurinn er skrautlegur. Alþekkt eru dæmin um álagningu vörugjalda á brauðristar en þær eru enn skattlagðar á mismunandi hátt eftir því einu hvort brauðið fer lóðrétt eða lárétt í þær. Á brauðristar er hvorki lagður tollur né vörugjald. Á hin svonefndu samlokugrill, sem eru ekkert annað en brauðrist sem ristar brauðið lárétt, er hins vegar lagður 7,5% tollur og 20% vörugjald. Ofan á allt saman leggst svo 25,5% virðisaukaskattur.
Annað dæmi eru byggingarplötur úr gifsi sem aðallega eru notaðar sem milliveggjaplötur og njóta vaxandi vinsælda sem slíkar enda eru þær þægilegri í meðförum en spónaplötur. Gifs er einnig minni eldsmatur en viðarplötur. Gifsvörur bera hins vegar 15% vörugjald en almennt ber efni til byggingariðnaðar ekki vörugjald, þ.m.t. spónaplötur og krossviður. Á sá sem byggir raunverulegt val um byggingarefni? Svo er ekki ef hann þarf að leita hagkvæmustu leiða við framkvæmdirnar.
Neytendavænt kerfi?Kerfi vörugjalda mismunar vörutegundum og hefur áhrif á val neytenda. Í sumum tilfellum eru vörugjaldsskyldar vörur ekki fluttar til landsins og í staðinn er flutt inn vara sem neytendamarkaðnum kann að hugnast síður. Markaðnum er því stýrt inn á brautir sem hann hefði ellegar ekki farið án opinberrar íhlutunar. Kerfið stjórnar óháð vilja neytandans.
Annar angi af þessum vörugjalda- og tollafrumskógi er mikill útflutningur á verslun. Með þessu tolla- og skattarugli erum við að fæla íslenska neytendur frá íslenskri verslun sem einnig þýðir fækkun starfa á Íslandi.
Styrkjum viðskiptafrelsiðEin meginstoð utanríkisstefnu Íslands er að stuðla að frjálsræði í viðskiptum og treysta öfluga alþjóðasamvinnu. Fengin reynsla sýnir glöggt að Íslendingum farnast best þegar landið er opið fyrir verslun og viðskiptum við umheiminn. Öflug utanríkisverslun er forsenda hagsældar á Íslandi og því mikilvægt að haldið verði áfram á braut aukins viðskiptafrelsis. Hluti af því að treysta betur þessa þætti er að taka íslenska tollalöggjöf til gagngerrar endurskoðunar með það fyrir augum að afnema viðskiptahindranir og treysta stöðu neytenda. Við það á enginn að vera hræddur.
Nú ber svo við að í stól fjármálaráðherra er sestur þingmaður Samfylkingarinnar en sá flokkur hefur a.m.k. á tyllidögum rætt um aukið frjálsræði í þessum efnum.
Fyrir þinginu liggur tillaga frá mér og fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins um að taka beri tolla- og vörugjaldamálin til gagngerrar endurskoðunar. Málið er á forræði fjármálaráðherra. Formaður Vg og forveri Oddnýjar Harðardóttur í embætti var ekki líklegur til að berjast fyrir breytingum til hagsbóta fyrir neytendur á þessu sviði. Hugsanlegt er nú að breyting kunni að verða á; að nýr fjármálaráðherra sjái loks mikilvægi þess að endurskoða tollalöggjöf Íslendinga með það fyrir augum að efla viðskiptafrelsi og styrkja stöðu neytenda. Ekki veitir af.
Skoðun

Gunnar Smári hvað er hann?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri
Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar

Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla
Hrönn Egilsdóttir skrifar

Forvarnir á ferð
Erlingur Sigvaldason skrifar

Vertu meðbyr mannúðar
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Fegurð sem breytir skólum
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation
Marianne Elisabeth Klinke skrifar

Verður Frelsið fullveldinu að bráð?
Anton Guðmundsson skrifar

Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun?
Ólafur Stephensen skrifar

Mataræði í stóra samhengi lífsins
Birna Þórisdóttir skrifar

Hvað varð um loftslagsmálin?
Kamma Thordarson skrifar

Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum
Inga Sæland skrifar

Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims
Snorri Másson skrifar

Ég kýs Magnús Karl sem rektor
Bylgja Hilmarsdóttir skrifar

Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni
Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda?
Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar

Lífið gefur engan afslátt
Davíð Bergmann skrifar

Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ
Árni Guðmundsson skrifar

Vitskert veröld
Einar Helgason skrifar

Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet
Signý Jóhannesdóttir skrifar

Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur
Arnar Sigurðsson skrifar

Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands
Eva Jörgensen skrifar

Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja
Friðrik Árnason skrifar

Nýjar ráðleggingar um mataræði
María Heimisdóttir skrifar

Börn með fjölþættan vanda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands
Clive Stacey skrifar

Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði?
Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar

Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti
Najlaa Attaallah skrifar

Heilinn okkar og klukka lífsins
Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar