Kraðak í Kvosinni 28. janúar 2012 06:00 Í umræðunni um niðurrif Nasa munu fáir hafa nefnt annað áhyggjuefni. Fyrirhugað er að breyta hinum gömlu húsum Símans við Austurvöll og Kirkjustræti í hótel og tengja nýja hótelinu sem staðið hefur til að rísi á lóð Nasa. Í nýju hótelbyggingunni á Nasalóð og áfram við Vallarstræti skulu vera 130 herbergi og er vilji til að láta bygginguna tengjast með brúargangi við hótel í Austurstræti 6, þar sem eru 30 herbergi. Þetta eru samtals 160 herbergi. En hvað verða þá mörg herbergi í gömlu Símahúsunum? Varla er fjarri lagi að í öllu þessu samtengda risahóteli verði a.m.k. 300 herbergi, kannski mun fleiri, sumir segja að þau verði yfir 400. Til samanburðar má nefna að á Hótel Borg eru alls 56 herbergi en á Hótel Sögu eru herbergin 209. Erum við kannski að tala um nýtt hótel á stærð við tvær Borgir og eina Sögu, samanlagt? Hótelum hefur fjölgað mikið í miðbænum undanfarið og stefnir í að til verði einsleitur ferðaþjónustukjarni. Kannski er enn þörf fyrir mikla aukningu hótelrýmis en það er leitt til þess að vita að svo mörgum hótelum skuli valinn staður í þröngri Kvosinni og að um leið skuli ekki virt sú verðmæta og sögulega byggð sem fyrir er. Er ekki rými annars staðar fyrir hótel, t.d. við höfnina, á Skúlagötu eða við Hlemm? Hvergi kemur fram í lýsingu fyrir yfirstandandi samkeppni að opna eigi frá hinu nýja 130 herbergja hóteli yfir í Símahúsin enda er það ekki staðfest formlega. Fyrir því eru þó traustar heimildir. Þeir sem taka þátt í samkeppninni ættu því að gera ráð fyrir plássfrekri aðalaðkomu að þessu hóteli á einhverjum stað. Að stærstu hótelum sækja kvölds og morgna rútur, fjallabílar, bílaleigubílar, leigubílar, þjónustubílar og einkabílar; hótelgestir koma og fara, haldnir eru morgunverðarfundir, ráðstefnur og samkvæmi. Hvar á aðkoman að vera? Í Aðalstræti eru fyrir þrjú gistihús og aðalaðkoma þaðan að nýja hótelinu kemur því trauðla til greina, vegna álags. Samkvæmt samkeppnislýsingunni má ekki skerða Fógetagarðinn og varla vilja alþingismenn aukna bílaumferð í Kirkjustræti, með öngþveiti á álagstímum. Fyrir liggur að forseti alþingis hefur á fundi lagt til við forsvarsmenn borgarinnar að loka fyrir bílaumferð í Kirkjustræti, nema sérstaklega standi á. Þá er bent á að stórar rútur komist ekki með góðu móti inn í Kirkjustræti. Aðkoman yrði þá einkum að vera frá Ingólfstorgi og þeir sem taka þátt í samkeppninni yrðu að gera ráð fyrir því. Forsvarsmenn borgarinnar tala um að gestir verði að ganga með farangur sinn frá hafnarsvæðinu að hótelum í Kvosinni en það leysir ekki vandann og mælist varla vel fyrir þegar rignir og blæs, hvað þá í erfiðu tíðarfari, eins og verið hefur. Er einhver glóra í því að skerða almannarými við Ingólfstorg með því að færa til tvö gömul og sögufræg hús út á torgið og gera þar að auki ráð fyrir bílaumferð á torginu? Hvort sem fólki finnst Ingólfstorg ljótt og kuldalegt eða ekki er það stærsta torg Reykjavíkur, aðaltorg borgarinnar, eign borgarbúa. Hér eru haldnir mikilvægir fundir og samkomur og það er glórulaust að ætla að skerða torgið að miklum mun í þágu peningaafla. Hagsmunir almennings snúast um að lagfæra það og nýta sem best, t.d. líkt og gert var um jólin, með jólamarkaði, og á sumrin mætti vera þarna bændamarkaður og alls kyns önnur, lífleg starfsemi. Hópur sem berst undir kjörorðinu Björgum Ingólfstorgi og Nasa, vill að gömlu húsin tvö fái að standa á sínum stað enda mynda þau ramma með öðrum gömlum húsum á þrjá vegu við Ingólfstorg. Borgin ætti að stuðla að því að þessi hús við Vallarstræti verði lagfærð og fegruð á sínum stöðum, þar með talið húsið sem hýsir Nasa. Kjörið væri að stækka Aðalstræti 7 (gula húsið) í átt að Vallarstræti 4 (rauða húsinu), í hinum fagra og upprunalega stíl og mynda þannig enn heilli og samstæðari umgjörð við torgið. Það má auðveldlega gera Ingólfstorg að aðlaðandi almenningsrými án þess að reisa þar stórt hótel. Með baráttu sem komst í hámark haustið 2009 náðist sá árangur að borgaryfirvöld hurfu frá flutningi húsanna og niðurrifi Nasa. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ætlar nýr meirihluti að hverfa frá þessu, eftir því sem best verður séð. Ætla borgaryfirvöld ekki að marka neina stefnu um það hversu mikil og þétt hótelbyggð megi vera í Kvosinni? Svæðið milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis er svo viðkvæmt að það þolir engan veginn risahótel, eins og lýst var hér að ofan, með þeirri umferð á álagstímum sem gera verður ráð fyrir. Hótel í Símahúsunum er ærið þótt ekki bætist við nýtt hótel við Ingólfstorg. Borgin á varla neina úrkosti aðra en kaupa upp Nasa og gömlu húsin tvö af eigandanum, gera þeim til góða og selja þau, ef vill, og tryggja þar um leið viðeigandi rekstur og framtíð í samræmi við vilja almennings. Öll geta þessi hús orðið glæsileg staðarprýði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um niðurrif Nasa munu fáir hafa nefnt annað áhyggjuefni. Fyrirhugað er að breyta hinum gömlu húsum Símans við Austurvöll og Kirkjustræti í hótel og tengja nýja hótelinu sem staðið hefur til að rísi á lóð Nasa. Í nýju hótelbyggingunni á Nasalóð og áfram við Vallarstræti skulu vera 130 herbergi og er vilji til að láta bygginguna tengjast með brúargangi við hótel í Austurstræti 6, þar sem eru 30 herbergi. Þetta eru samtals 160 herbergi. En hvað verða þá mörg herbergi í gömlu Símahúsunum? Varla er fjarri lagi að í öllu þessu samtengda risahóteli verði a.m.k. 300 herbergi, kannski mun fleiri, sumir segja að þau verði yfir 400. Til samanburðar má nefna að á Hótel Borg eru alls 56 herbergi en á Hótel Sögu eru herbergin 209. Erum við kannski að tala um nýtt hótel á stærð við tvær Borgir og eina Sögu, samanlagt? Hótelum hefur fjölgað mikið í miðbænum undanfarið og stefnir í að til verði einsleitur ferðaþjónustukjarni. Kannski er enn þörf fyrir mikla aukningu hótelrýmis en það er leitt til þess að vita að svo mörgum hótelum skuli valinn staður í þröngri Kvosinni og að um leið skuli ekki virt sú verðmæta og sögulega byggð sem fyrir er. Er ekki rými annars staðar fyrir hótel, t.d. við höfnina, á Skúlagötu eða við Hlemm? Hvergi kemur fram í lýsingu fyrir yfirstandandi samkeppni að opna eigi frá hinu nýja 130 herbergja hóteli yfir í Símahúsin enda er það ekki staðfest formlega. Fyrir því eru þó traustar heimildir. Þeir sem taka þátt í samkeppninni ættu því að gera ráð fyrir plássfrekri aðalaðkomu að þessu hóteli á einhverjum stað. Að stærstu hótelum sækja kvölds og morgna rútur, fjallabílar, bílaleigubílar, leigubílar, þjónustubílar og einkabílar; hótelgestir koma og fara, haldnir eru morgunverðarfundir, ráðstefnur og samkvæmi. Hvar á aðkoman að vera? Í Aðalstræti eru fyrir þrjú gistihús og aðalaðkoma þaðan að nýja hótelinu kemur því trauðla til greina, vegna álags. Samkvæmt samkeppnislýsingunni má ekki skerða Fógetagarðinn og varla vilja alþingismenn aukna bílaumferð í Kirkjustræti, með öngþveiti á álagstímum. Fyrir liggur að forseti alþingis hefur á fundi lagt til við forsvarsmenn borgarinnar að loka fyrir bílaumferð í Kirkjustræti, nema sérstaklega standi á. Þá er bent á að stórar rútur komist ekki með góðu móti inn í Kirkjustræti. Aðkoman yrði þá einkum að vera frá Ingólfstorgi og þeir sem taka þátt í samkeppninni yrðu að gera ráð fyrir því. Forsvarsmenn borgarinnar tala um að gestir verði að ganga með farangur sinn frá hafnarsvæðinu að hótelum í Kvosinni en það leysir ekki vandann og mælist varla vel fyrir þegar rignir og blæs, hvað þá í erfiðu tíðarfari, eins og verið hefur. Er einhver glóra í því að skerða almannarými við Ingólfstorg með því að færa til tvö gömul og sögufræg hús út á torgið og gera þar að auki ráð fyrir bílaumferð á torginu? Hvort sem fólki finnst Ingólfstorg ljótt og kuldalegt eða ekki er það stærsta torg Reykjavíkur, aðaltorg borgarinnar, eign borgarbúa. Hér eru haldnir mikilvægir fundir og samkomur og það er glórulaust að ætla að skerða torgið að miklum mun í þágu peningaafla. Hagsmunir almennings snúast um að lagfæra það og nýta sem best, t.d. líkt og gert var um jólin, með jólamarkaði, og á sumrin mætti vera þarna bændamarkaður og alls kyns önnur, lífleg starfsemi. Hópur sem berst undir kjörorðinu Björgum Ingólfstorgi og Nasa, vill að gömlu húsin tvö fái að standa á sínum stað enda mynda þau ramma með öðrum gömlum húsum á þrjá vegu við Ingólfstorg. Borgin ætti að stuðla að því að þessi hús við Vallarstræti verði lagfærð og fegruð á sínum stöðum, þar með talið húsið sem hýsir Nasa. Kjörið væri að stækka Aðalstræti 7 (gula húsið) í átt að Vallarstræti 4 (rauða húsinu), í hinum fagra og upprunalega stíl og mynda þannig enn heilli og samstæðari umgjörð við torgið. Það má auðveldlega gera Ingólfstorg að aðlaðandi almenningsrými án þess að reisa þar stórt hótel. Með baráttu sem komst í hámark haustið 2009 náðist sá árangur að borgaryfirvöld hurfu frá flutningi húsanna og niðurrifi Nasa. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ætlar nýr meirihluti að hverfa frá þessu, eftir því sem best verður séð. Ætla borgaryfirvöld ekki að marka neina stefnu um það hversu mikil og þétt hótelbyggð megi vera í Kvosinni? Svæðið milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis er svo viðkvæmt að það þolir engan veginn risahótel, eins og lýst var hér að ofan, með þeirri umferð á álagstímum sem gera verður ráð fyrir. Hótel í Símahúsunum er ærið þótt ekki bætist við nýtt hótel við Ingólfstorg. Borgin á varla neina úrkosti aðra en kaupa upp Nasa og gömlu húsin tvö af eigandanum, gera þeim til góða og selja þau, ef vill, og tryggja þar um leið viðeigandi rekstur og framtíð í samræmi við vilja almennings. Öll geta þessi hús orðið glæsileg staðarprýði.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun