Guðríður nýtur mikils trausts 21. febrúar 2012 06:00 Fróðlegt hefur verið að fylgjast með atburðarás og pólitískri umræðu síðan meirihlutinn í Kópavogi sprakk á dögunum. Og ekki síst hvernig menn matreiða ástæður upphlaups síns þegar í óefni er komið. Nokkur atriði standa upp úr. Í fyrsta lagi hversu kvik smáframboðin eru þegar á reynir. Framboð sem urðu til í því skyni að fella sjálfstæðismeirihlutann í Kópavogi vildu frekar hlaupa í fangið á honum en standa við ákvarðanir sínar þegar þær urðu óþægilegar. Í öðru lagi að meirihluti bæjarstjórnar á aldrei að snúast um bæjarstjórann. Meirihluti verður til um verkefni og framtíðarsýn. Enginn embættismaður á að koma framar því að árangur náist í stefnumálum. Verkefnin eru á ábyrgð pólitískt kjörinna fulltrúa og náist ekki árangur með embættismanni verður að taka á því. Í þriðja lagi hvernig umfjöllunin er um konur og völd. Pólitískur bæjarstjóriVið í Samfylkingunni í Kópavogi töldum flest að árangursríkast væri að hafa pólitískan bæjarstjóra í nýjum meirihluta eftir síðustu kosningar. Niðurstaðan varð hins vegar að ráða bæjarstjóra. Margir voru þó efins um að ráða embættismann sem verið hafði hluti af stjórnkerfi bæjarins en það varð að ráði. Ég hef verið í aðstöðu til að fylgjast náið með framvindu mála í Kópavogi frá kosningum og hvaða vandamál hafa komið upp. Við Guðríður Arnardóttir sátum saman sl. sumar og ræddum stöðuna, m.a. þá skoðun sem oft kom upp innan Samfylkingar að við værum að taka afleiðingum þess að vera ekki með pólitískan bæjarstjóra. Hún sagði þá; „Ég stend með bæjarstjóranum og ætla að bakka hana upp eins og þarf. Ég mun þess vegna taka mér frí frá kennslu í vetur, vinna með henni og styrkja hana." Síðan meirihlutinn sprakk hefur því verið haldið fram að Guðríður hafi farið í þá vegferð til að grafa undan bæjarstjóranum. Það er lúaleg staðhæfing og þeir sem unnið hafa með Guðríði í meirihluta vita betur. Nú er Y-listinn sem varð til sem andsvar við fyrrverandi meirihluta kominn í eina sæng með honum og oddamaður er sá sami Gunnar Birgisson og þau veittust sem mest að. Bæjarstjórinn er pólitískur karl – oddviti Sjálfstæðisflokksins sem átti að koma frá völdum. Grafið undan sterkum konumÉg minnist umfjöllunar um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þegar hún var formaður Samfylkingar. Henni voru gerðar upp skoðanir og síðan veist harkalega að henni vegna þeirra. Menn óttuðust hana sem andstæðing og þá voru öll meðul notuð. Sama aðferð er nú notuð á Guðríði. Staðreyndir eru skrumskældar og teknar úr samhengi. Auðvitað treystir hún sér til að vera bæjarstjóri og teflir þeim möguleika fram við meirihlutamyndun. Hún er sterkur stjórnmálamaður. Eðlilega hlustar hún á sitt bakland. En þegar Guðríður hefur tekið ákvörðun stendur hún með henni. Þeir sem segja hana hafa viljað Guðrúnu Pálsdóttur frá til að koma sjálfri sér að vita svo miklu, miklu betur. Það er hinsvegar umhugsunarefni hvaða umfjöllun konur í stjórnmálaforystu fá samanborið við karlana, sérstaklega þegar kemur að völdum eða peningum. Munum að Steinunn Valdís var hrakin til að segja af sér meðan karlar sem þáðu sömu styrki og hún sitja sem fastast í sínum hlutverkum. Guðríður Arnardóttir er fyrirliði Samfylkingar í Kópavogi og það sem mestu máli skiptir núna er hvað hún nýtur mikils trausts samflokksmanna sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Fróðlegt hefur verið að fylgjast með atburðarás og pólitískri umræðu síðan meirihlutinn í Kópavogi sprakk á dögunum. Og ekki síst hvernig menn matreiða ástæður upphlaups síns þegar í óefni er komið. Nokkur atriði standa upp úr. Í fyrsta lagi hversu kvik smáframboðin eru þegar á reynir. Framboð sem urðu til í því skyni að fella sjálfstæðismeirihlutann í Kópavogi vildu frekar hlaupa í fangið á honum en standa við ákvarðanir sínar þegar þær urðu óþægilegar. Í öðru lagi að meirihluti bæjarstjórnar á aldrei að snúast um bæjarstjórann. Meirihluti verður til um verkefni og framtíðarsýn. Enginn embættismaður á að koma framar því að árangur náist í stefnumálum. Verkefnin eru á ábyrgð pólitískt kjörinna fulltrúa og náist ekki árangur með embættismanni verður að taka á því. Í þriðja lagi hvernig umfjöllunin er um konur og völd. Pólitískur bæjarstjóriVið í Samfylkingunni í Kópavogi töldum flest að árangursríkast væri að hafa pólitískan bæjarstjóra í nýjum meirihluta eftir síðustu kosningar. Niðurstaðan varð hins vegar að ráða bæjarstjóra. Margir voru þó efins um að ráða embættismann sem verið hafði hluti af stjórnkerfi bæjarins en það varð að ráði. Ég hef verið í aðstöðu til að fylgjast náið með framvindu mála í Kópavogi frá kosningum og hvaða vandamál hafa komið upp. Við Guðríður Arnardóttir sátum saman sl. sumar og ræddum stöðuna, m.a. þá skoðun sem oft kom upp innan Samfylkingar að við værum að taka afleiðingum þess að vera ekki með pólitískan bæjarstjóra. Hún sagði þá; „Ég stend með bæjarstjóranum og ætla að bakka hana upp eins og þarf. Ég mun þess vegna taka mér frí frá kennslu í vetur, vinna með henni og styrkja hana." Síðan meirihlutinn sprakk hefur því verið haldið fram að Guðríður hafi farið í þá vegferð til að grafa undan bæjarstjóranum. Það er lúaleg staðhæfing og þeir sem unnið hafa með Guðríði í meirihluta vita betur. Nú er Y-listinn sem varð til sem andsvar við fyrrverandi meirihluta kominn í eina sæng með honum og oddamaður er sá sami Gunnar Birgisson og þau veittust sem mest að. Bæjarstjórinn er pólitískur karl – oddviti Sjálfstæðisflokksins sem átti að koma frá völdum. Grafið undan sterkum konumÉg minnist umfjöllunar um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þegar hún var formaður Samfylkingar. Henni voru gerðar upp skoðanir og síðan veist harkalega að henni vegna þeirra. Menn óttuðust hana sem andstæðing og þá voru öll meðul notuð. Sama aðferð er nú notuð á Guðríði. Staðreyndir eru skrumskældar og teknar úr samhengi. Auðvitað treystir hún sér til að vera bæjarstjóri og teflir þeim möguleika fram við meirihlutamyndun. Hún er sterkur stjórnmálamaður. Eðlilega hlustar hún á sitt bakland. En þegar Guðríður hefur tekið ákvörðun stendur hún með henni. Þeir sem segja hana hafa viljað Guðrúnu Pálsdóttur frá til að koma sjálfri sér að vita svo miklu, miklu betur. Það er hinsvegar umhugsunarefni hvaða umfjöllun konur í stjórnmálaforystu fá samanborið við karlana, sérstaklega þegar kemur að völdum eða peningum. Munum að Steinunn Valdís var hrakin til að segja af sér meðan karlar sem þáðu sömu styrki og hún sitja sem fastast í sínum hlutverkum. Guðríður Arnardóttir er fyrirliði Samfylkingar í Kópavogi og það sem mestu máli skiptir núna er hvað hún nýtur mikils trausts samflokksmanna sinna.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun