Unglingar í Reykjavík eiga það besta skilið 21. febrúar 2012 06:00 Unglingar í Reykjavík sýna okkur á hverjum degi hvað þeir eru frábærir. Þeir bæta sig í námi ár frá ári, þeir eru skapandi og meðvitaðir. Þeir segja nei við vímugjöfum og vekja athygli um heim allan fyrir stöðugar framfarir þegar kemur að heilbrigðu líferni. Þeir eru langflestir í skipulögðu frístundastarfi utan skóla. Unglingar í Reykjavík eiga skilið bestu hugsanlegu tækifæri til náms og félagsstarfs. Það er okkar að tryggja það. Hjartað í skólastarfinuOkkur í meirihluta borgarstjórnar þykir vænst um það sem stundum er nefnt hjartað í skólastarfinu, verkefni sem styrkja innra starf skólanna, skólastarfið sjálft. Þangað á fjármagnið að fara. Við viljum skapa svigrúm til faglegrar uppbyggingar. Ábyrgir stjórnmálamenn velja þá leið sem kemur sér best fyrir börn og unglinga. Allar breytingar reyna á en það skiptir mestu fyrir börn og unglinga að þær gangi vel. Við undirbúning breytinga höfum við hlustað á áhyggjur og óskir unglinganna. Uppbyggileg gagnrýni og vel ígrundaðar ábendingar unglinganna hafa gert mikið gagn. Þær lúta að samgöngum, félagsstarfi, kennsluháttum, námsframboði, námsmati og hvernig skapa megi góðan skólabrag í nýrri, sameinaðri unglingadeild. Unglingar vilja bestu mögulega menntun fyrir framtíðina. Þeir leggja áherslu á að kennarar á unglingastigi séu sérhæfðir í sínum kennslugreinum. Þeim er líka annt um lýðræði og vilja sameiginlegt unglingaráð svo raddir allra heyrist í nýju skólasamfélagi. Það er okkar verkefni að koma til móts við þessar óskir. Og það hefur gengið vel. BreytingarHaustið 2010 hóf Reykjavíkurborg skipulagsbreytingar í skóla- og frístundastarfi sínu. Ástæðan var einföld. Mikið hafði verið skorið niður í innra starfi skóla og mat fagfólks að þolmörkum væri náð. Undirbúningur var viðamikill með viðtölum við rúmlega 100 stjórnendur, hverfafundir og rýnihópar skólafólks og foreldra skoðuðu leiðir til hagræðingar. Unnið var út frá einfaldri forsendu: Ef breyting á skólastarfi er til góðs fyrir börnin, unglingana, skólastarfið og borgarsjóð, skyldi hún skoðuð með opnum huga. Þegar farið var yfir ábendingar var áberandi hve margir sáu ókosti við fámennar unglingadeildir. Því samþykkti borgarstjórn breytingar í sunnanverðum og norðanverðum Grafarvogi, sem og í skólahverfi Hvassaleitis. Nemendafækkun hefur verið nokkuð jöfn í Grafarvogi á undanförnum árum og fyrirséð að svo verði áfram. Í Hamra- og Húsaskóla eru mjög fámennar unglingadeildir með aðeins rúmlega 150 unglingum samtals í þremur efstu bekkjum. Fjölmörg fagleg rök styðja sameiningu svo lítilla unglingadeilda. Þannig má skapa fjölbreyttari valgreinar fyrir unglingana, efla fagþekkingu kennara og aðra sérþekkingu sem tengist aldurshópnum, efla samvinnu kennara, styrkja félagslíf og unglingamenningu. Til verður öflugri skóli með fleiri tækifærum fyrir unglinga til að blómstra og rækta sína hæfileika. Hagræðing í umgjörð eða innra starfi?Á síðustu þremur árum hafa sveitarfélögin í landinu hagrætt um 12 milljarða króna í skóla- og frístundastarfi. Í Reykjavík var haustið 2010 komið að sársaukamörkum þess að skera frekar niður í innra starfi skólanna. Því var farin sú leið að horfa til breytinga á skólagerðum, stjórnun og ytra skipulagi skóla. Leik- og grunnskólar í borginni eru fámennir samanborið við stærstu sveitarfélög landsins. En íbúar krefjast þess að þeir njóti hagkvæmni stærðarinnar. Hér verður því að leita jafnvægis og horfa á heildarmyndina. Bestu lausnirnar eru þær sem sameina faglegan metnað okkar fyrir hönd skólastarfs barna og unglinga í Reykjavík og draga jafnframt úr rekstrarkostnaði. Einungis þannig getum við haldið áfram að efla okkar góða skólastarf. Þessi leið er ekki hafin yfir gagnrýni, en við vorum ekki kosin til að velja auðveldustu leiðina. Á þessu ári nemur ávinningur af rekstrarhagræðingu í skólastarfi tæplega 140 milljónum króna, en mun aukast þegar breytingarnar eru að fullu komnar til framkvæmda á næsta ári. Þetta eru töluverðir fjármunir sem skila sér strax til innra starfs skólanna næstu árin: til þróunarverkefna, bókasafna, mötuneyta, búnaðarkaupa og margs fleira sem setið hefur á hakanum undanfarin ár. Við vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáumVið höfum sterka sannfæringu fyrir því að nemendum farnist betur í stærra samfélagi unglinga. Sú sannfæring byggir á reynslu, mati og úttektum og við deilum henni með reynslumiklum skólastjórum og kennurum, en líka foreldrum. Unglingarnir sjálfir sýna fram á að þeim líður vel í stærra samfélagi jafnaldra sinna, mælingar á líðan, einelti og námsárangri benda til þess. Áhyggjur foreldra eru engu að síður skiljanlegar. Fæstir eru hrifnir af breytingum á námsumhverfi barna sinna. En reynslan sýnir okkur, hér heima sem og erlendis, að faglegt starf er í engri hættu. Breytingarnar þurfa hvorki að leiða til verri líðunar nemenda né slakari námsárangurs og geta þvert á móti haft áhrif til góðs. Ég tel að við verðum öll að setja börnin okkar og unglingana í forgang og leggjast á eitt til að sá góði undirbúningur að breytingunum gangi eftir og nýtist sem best. Það er best fyrir börn og unglinga í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Unglingar í Reykjavík sýna okkur á hverjum degi hvað þeir eru frábærir. Þeir bæta sig í námi ár frá ári, þeir eru skapandi og meðvitaðir. Þeir segja nei við vímugjöfum og vekja athygli um heim allan fyrir stöðugar framfarir þegar kemur að heilbrigðu líferni. Þeir eru langflestir í skipulögðu frístundastarfi utan skóla. Unglingar í Reykjavík eiga skilið bestu hugsanlegu tækifæri til náms og félagsstarfs. Það er okkar að tryggja það. Hjartað í skólastarfinuOkkur í meirihluta borgarstjórnar þykir vænst um það sem stundum er nefnt hjartað í skólastarfinu, verkefni sem styrkja innra starf skólanna, skólastarfið sjálft. Þangað á fjármagnið að fara. Við viljum skapa svigrúm til faglegrar uppbyggingar. Ábyrgir stjórnmálamenn velja þá leið sem kemur sér best fyrir börn og unglinga. Allar breytingar reyna á en það skiptir mestu fyrir börn og unglinga að þær gangi vel. Við undirbúning breytinga höfum við hlustað á áhyggjur og óskir unglinganna. Uppbyggileg gagnrýni og vel ígrundaðar ábendingar unglinganna hafa gert mikið gagn. Þær lúta að samgöngum, félagsstarfi, kennsluháttum, námsframboði, námsmati og hvernig skapa megi góðan skólabrag í nýrri, sameinaðri unglingadeild. Unglingar vilja bestu mögulega menntun fyrir framtíðina. Þeir leggja áherslu á að kennarar á unglingastigi séu sérhæfðir í sínum kennslugreinum. Þeim er líka annt um lýðræði og vilja sameiginlegt unglingaráð svo raddir allra heyrist í nýju skólasamfélagi. Það er okkar verkefni að koma til móts við þessar óskir. Og það hefur gengið vel. BreytingarHaustið 2010 hóf Reykjavíkurborg skipulagsbreytingar í skóla- og frístundastarfi sínu. Ástæðan var einföld. Mikið hafði verið skorið niður í innra starfi skóla og mat fagfólks að þolmörkum væri náð. Undirbúningur var viðamikill með viðtölum við rúmlega 100 stjórnendur, hverfafundir og rýnihópar skólafólks og foreldra skoðuðu leiðir til hagræðingar. Unnið var út frá einfaldri forsendu: Ef breyting á skólastarfi er til góðs fyrir börnin, unglingana, skólastarfið og borgarsjóð, skyldi hún skoðuð með opnum huga. Þegar farið var yfir ábendingar var áberandi hve margir sáu ókosti við fámennar unglingadeildir. Því samþykkti borgarstjórn breytingar í sunnanverðum og norðanverðum Grafarvogi, sem og í skólahverfi Hvassaleitis. Nemendafækkun hefur verið nokkuð jöfn í Grafarvogi á undanförnum árum og fyrirséð að svo verði áfram. Í Hamra- og Húsaskóla eru mjög fámennar unglingadeildir með aðeins rúmlega 150 unglingum samtals í þremur efstu bekkjum. Fjölmörg fagleg rök styðja sameiningu svo lítilla unglingadeilda. Þannig má skapa fjölbreyttari valgreinar fyrir unglingana, efla fagþekkingu kennara og aðra sérþekkingu sem tengist aldurshópnum, efla samvinnu kennara, styrkja félagslíf og unglingamenningu. Til verður öflugri skóli með fleiri tækifærum fyrir unglinga til að blómstra og rækta sína hæfileika. Hagræðing í umgjörð eða innra starfi?Á síðustu þremur árum hafa sveitarfélögin í landinu hagrætt um 12 milljarða króna í skóla- og frístundastarfi. Í Reykjavík var haustið 2010 komið að sársaukamörkum þess að skera frekar niður í innra starfi skólanna. Því var farin sú leið að horfa til breytinga á skólagerðum, stjórnun og ytra skipulagi skóla. Leik- og grunnskólar í borginni eru fámennir samanborið við stærstu sveitarfélög landsins. En íbúar krefjast þess að þeir njóti hagkvæmni stærðarinnar. Hér verður því að leita jafnvægis og horfa á heildarmyndina. Bestu lausnirnar eru þær sem sameina faglegan metnað okkar fyrir hönd skólastarfs barna og unglinga í Reykjavík og draga jafnframt úr rekstrarkostnaði. Einungis þannig getum við haldið áfram að efla okkar góða skólastarf. Þessi leið er ekki hafin yfir gagnrýni, en við vorum ekki kosin til að velja auðveldustu leiðina. Á þessu ári nemur ávinningur af rekstrarhagræðingu í skólastarfi tæplega 140 milljónum króna, en mun aukast þegar breytingarnar eru að fullu komnar til framkvæmda á næsta ári. Þetta eru töluverðir fjármunir sem skila sér strax til innra starfs skólanna næstu árin: til þróunarverkefna, bókasafna, mötuneyta, búnaðarkaupa og margs fleira sem setið hefur á hakanum undanfarin ár. Við vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáumVið höfum sterka sannfæringu fyrir því að nemendum farnist betur í stærra samfélagi unglinga. Sú sannfæring byggir á reynslu, mati og úttektum og við deilum henni með reynslumiklum skólastjórum og kennurum, en líka foreldrum. Unglingarnir sjálfir sýna fram á að þeim líður vel í stærra samfélagi jafnaldra sinna, mælingar á líðan, einelti og námsárangri benda til þess. Áhyggjur foreldra eru engu að síður skiljanlegar. Fæstir eru hrifnir af breytingum á námsumhverfi barna sinna. En reynslan sýnir okkur, hér heima sem og erlendis, að faglegt starf er í engri hættu. Breytingarnar þurfa hvorki að leiða til verri líðunar nemenda né slakari námsárangurs og geta þvert á móti haft áhrif til góðs. Ég tel að við verðum öll að setja börnin okkar og unglingana í forgang og leggjast á eitt til að sá góði undirbúningur að breytingunum gangi eftir og nýtist sem best. Það er best fyrir börn og unglinga í Reykjavík.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun