Sex þúsund tonn af sælgæti – Sex þúsund tonn af grænmeti 21. febrúar 2012 06:00 Í landskönnun á mataræði 2010 - 2011, sem Embætti landlæknis, Matvælastofnun og Háskóli Íslands kynntu nýlega kemur fram að landsmenn borða um 6 þúsund tonn af sælgæti á ári. Íslenskir grænmetisbændur sem eru í Sölufélagi garðyrkjumanna senda svipað magn, 6 þúsund tonn, af grænmeti á markaðinn árlega. Neysla á grænmeti og ávöxtum er langt frá því að ná ráðlögðum dagskammti sem er 400 grömm. Landsmenn hafa aukið grænmetisneyslu sína um 19 prósent frá árinu 2002 en hún er að meðaltali 120 grömm á dag. Það samsvarar t.d. einum litlum tómat, gúrkusneið og einni lítilli gulrót. Til þess að ná ráðlögðum dagskammti þyrfti að tvöfalda magnið í tvo tómata, tvær gúrkusneiðar og tvær gulrætur á dag. Þeir starfsmenn sem unnu þessa könnun hafa fylgst með þróun á matarvenjum landsmanna í mörg ár og hafa lagt sitt af mörkum til að vekja athygli á hollu mataræði og hvaða þýðingu það hefur fyrir lýðheilsu. Verkefnisstjóri hjá landlækni sagði í fréttum nýlega að sælgætisneyslan væri komin út í algjöra vitleysu og það væri nær að gera grænmeti og ávöxtum hærra undir höfði.30 tegundir af grænmeti Hnattstaða landsins og landfræðileg einangrun gera Ísland fljótt á litið ekki kjörland garðyrkju en einmitt það ásamt náttúruauðlindum landsins skapa landinu sérstöðu sem garðyrkjulandi. Norðlæg lega og einangrun þýðir að hér er fátt innlendra meindýra og sjúkdóma í gróðri. Mikil þróunarvinna hefur átt sér stað í ylrækt undanfarin ár og Íslendingar standa mjög framarlega á því sviði. Grænmetisbændur bjóða nú upp á tómata og gúrkur allt árið og paprikan fylgir fast eftir. Samtals rækta garðyrkjubændur tæplega 30 tegundir af grænmeti í ylrækt og útirækt. Gróðurhúsin eru tæknilega mjög vel búin, tölvur stjórna loftslaginu og vökvun eftir þörfum plantnanna. Sum þeirra eru svo tæknilega vel búin að þau hafa sína eigin veðurathugunarstöð. Íslenskt grænmeti er hollt, ferskt og bragðgott. Hár gæðastaðall er í raun vörumerki íslensks grænmetis. Nálægð við markaðinn gerir það að verkum að ávallt líður stuttur tími frá uppskeru til dreifingar. Pökkun grænmetisins er ekki síst sá þáttur sem snýr að gæðum og markmiðið er að bragðið og ferskleikinn haldi sér. Hollustan í íslensku grænmeti liggur í umhverfinu. Ómengað vatn, hreint loft og jarðvegur án allra aukaefna gerir íslenskt grænmeti bragðgott og hollt.Barist við offitu Offita er vandamál sem heilbrigðisstéttir hafa verið að berjast við undanfarin ár. Með hverju ári þyngist þjóðin og nú er svo komið að 58,5 prósent landsmanna eru of þung eða eiga við offitu að stríða. Það er því ljóst að landsmenn verða að breyta neysluvenjum sínum. Þeir sérfræðingar sem unnu landskönnunina segja að niðurstöður hennar nýtist á margan hátt, m.a. varðandi áherslu í heilsueflingu og forvörnum á sviði næringar og matvælaöryggis. Þá segja þeir að fræðsla og ráðgjöf til stjórnvalda, fyrirtækja og almennings byggist á þeirri þekkingu sem fæst úr landskönnun sem þessari. Grænmetisbændur taka undir með sérfræðingunum sem unnu könnunina og vonast til að stjórnvöld, fyrirtæki og almenningur tileinki sér þá þekkingu sem fæst úr þeirri miklu og vönduðu vinnu sem nú liggur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Í landskönnun á mataræði 2010 - 2011, sem Embætti landlæknis, Matvælastofnun og Háskóli Íslands kynntu nýlega kemur fram að landsmenn borða um 6 þúsund tonn af sælgæti á ári. Íslenskir grænmetisbændur sem eru í Sölufélagi garðyrkjumanna senda svipað magn, 6 þúsund tonn, af grænmeti á markaðinn árlega. Neysla á grænmeti og ávöxtum er langt frá því að ná ráðlögðum dagskammti sem er 400 grömm. Landsmenn hafa aukið grænmetisneyslu sína um 19 prósent frá árinu 2002 en hún er að meðaltali 120 grömm á dag. Það samsvarar t.d. einum litlum tómat, gúrkusneið og einni lítilli gulrót. Til þess að ná ráðlögðum dagskammti þyrfti að tvöfalda magnið í tvo tómata, tvær gúrkusneiðar og tvær gulrætur á dag. Þeir starfsmenn sem unnu þessa könnun hafa fylgst með þróun á matarvenjum landsmanna í mörg ár og hafa lagt sitt af mörkum til að vekja athygli á hollu mataræði og hvaða þýðingu það hefur fyrir lýðheilsu. Verkefnisstjóri hjá landlækni sagði í fréttum nýlega að sælgætisneyslan væri komin út í algjöra vitleysu og það væri nær að gera grænmeti og ávöxtum hærra undir höfði.30 tegundir af grænmeti Hnattstaða landsins og landfræðileg einangrun gera Ísland fljótt á litið ekki kjörland garðyrkju en einmitt það ásamt náttúruauðlindum landsins skapa landinu sérstöðu sem garðyrkjulandi. Norðlæg lega og einangrun þýðir að hér er fátt innlendra meindýra og sjúkdóma í gróðri. Mikil þróunarvinna hefur átt sér stað í ylrækt undanfarin ár og Íslendingar standa mjög framarlega á því sviði. Grænmetisbændur bjóða nú upp á tómata og gúrkur allt árið og paprikan fylgir fast eftir. Samtals rækta garðyrkjubændur tæplega 30 tegundir af grænmeti í ylrækt og útirækt. Gróðurhúsin eru tæknilega mjög vel búin, tölvur stjórna loftslaginu og vökvun eftir þörfum plantnanna. Sum þeirra eru svo tæknilega vel búin að þau hafa sína eigin veðurathugunarstöð. Íslenskt grænmeti er hollt, ferskt og bragðgott. Hár gæðastaðall er í raun vörumerki íslensks grænmetis. Nálægð við markaðinn gerir það að verkum að ávallt líður stuttur tími frá uppskeru til dreifingar. Pökkun grænmetisins er ekki síst sá þáttur sem snýr að gæðum og markmiðið er að bragðið og ferskleikinn haldi sér. Hollustan í íslensku grænmeti liggur í umhverfinu. Ómengað vatn, hreint loft og jarðvegur án allra aukaefna gerir íslenskt grænmeti bragðgott og hollt.Barist við offitu Offita er vandamál sem heilbrigðisstéttir hafa verið að berjast við undanfarin ár. Með hverju ári þyngist þjóðin og nú er svo komið að 58,5 prósent landsmanna eru of þung eða eiga við offitu að stríða. Það er því ljóst að landsmenn verða að breyta neysluvenjum sínum. Þeir sérfræðingar sem unnu landskönnunina segja að niðurstöður hennar nýtist á margan hátt, m.a. varðandi áherslu í heilsueflingu og forvörnum á sviði næringar og matvælaöryggis. Þá segja þeir að fræðsla og ráðgjöf til stjórnvalda, fyrirtækja og almennings byggist á þeirri þekkingu sem fæst úr landskönnun sem þessari. Grænmetisbændur taka undir með sérfræðingunum sem unnu könnunina og vonast til að stjórnvöld, fyrirtæki og almenningur tileinki sér þá þekkingu sem fæst úr þeirri miklu og vönduðu vinnu sem nú liggur fyrir.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun