Ofurskattur á samgöngum Özur Lárusson skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Á dögunum birti Capacent niðurstöður úr könnun um ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins er gerð var á tímabilinu október til desember 2011. Könnunin er um margt athyglisverð og gefur glögga mynd af ferðamáta almennings bæði á haustmánuðum sem og í samskonar könnun er gerð var í febrúar 2002. Það sem kemur ekki á óvart er að liðlega 76% aðspurðra sinna sínum daglegu erindum á einkabílnum. Það sem er athyglisvert er að mjög svipað hlutfall gerði það árið 2002 sem segir manni að þrátt fyrir hækkandi eldsneytisverð og stóraukna skattheimtu ríkisins á bílinn og eldsneyti þá eru kostirnir í stöðunni þeir sömu í dag og þeir voru 2002, þ.e. einkabíllinn. Við búum í stóru en fámennu landi sem gerir það að verkum að almenningssamgöngur verða alltaf takmörkunum háðar. Allar hugmyndir um stórbættar almenningssamgöngur í gegnum tíðina hafa ekki gengið eftir og er ósköp skiljanleg ástæða fyrir því. Það er fámennið, það verður aldrei hægt að koma á fót öflugu lestarkerfi eða öðru álíka sem fullnægir þörfum okkar til samgangna í því fámenni sem við búum við, það er einfaldlega of dýrt og mun aldrei standa undir sér. Við getum ekki borið okkur saman að því leyti við nágrannaþjóðir okkar þar sem íbúafjöldi er margfalt meiri og byggðir mun þéttari. Við erum og verðum háð einkabílnum í samgöngum og því þurfa stjórnvöld að hætta skattpíningu á bílnum og rekstri hans. Skattheimta ríkisins af eldsneyti er komin í tæpan helming þess verðs sem bensínið kostar úti á bensínstöð, það er skattpíning, þó svo stjórnvöld haldi öðru fram og bendi á, máli sínu til stuðnings, að hún sé svipuð og jafnvel minni en gengur og gerist í samanburðarlöndunum sem oft er vitnað til! Sá samanburður er ekki sanngjarn því almenningur í þessum svokölluðu samanburðarlöndum hefur val, þ.e. nothæft almenningssamgangnakerfi í formi lesta, sporvagna og strætókerfis sem virkar. Hjólreiðar hafa sótt í sig veðrið hérlendis sem er mjög jákvæð þróun, þar geta sveitarfélög og stjórnvöld stórbætt aðstöðu með átaki í gerð hjólreiðastíga o.fl. Bílaumferð og hjólreiðar fara ekki vel saman og því þarf að bæta aðstöðu hjólreiðafólks stórlega. Það er hins vegar staðreynd að hjólreiðar koma ekki í stað bílsins við þær vegalengdir og veðurfar sem við búum við enda gera þær það hvergi þó svo allar aðstæður til hjólreiða séu betri annars staðar en hér á landi. Tölurnar tala sínu máli eins og fram kemur í skýrslu Capacent, 4% nota Strætó, 15% ganga, 3,8% hjóla og 76,4% ferðast í einkabílnum. Ef stjórnvöld vilja stuðla að bættum samgöngum almennings þurfa þau að endurskoða skattheimtu sína af bílum og eldsneyti. Það er ekki hægt að búa við þessa ofurskatta í sjálfsögðum samgöngum ef við ætlum að halda áfram að komast á milli staða með fólk og vörur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum birti Capacent niðurstöður úr könnun um ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins er gerð var á tímabilinu október til desember 2011. Könnunin er um margt athyglisverð og gefur glögga mynd af ferðamáta almennings bæði á haustmánuðum sem og í samskonar könnun er gerð var í febrúar 2002. Það sem kemur ekki á óvart er að liðlega 76% aðspurðra sinna sínum daglegu erindum á einkabílnum. Það sem er athyglisvert er að mjög svipað hlutfall gerði það árið 2002 sem segir manni að þrátt fyrir hækkandi eldsneytisverð og stóraukna skattheimtu ríkisins á bílinn og eldsneyti þá eru kostirnir í stöðunni þeir sömu í dag og þeir voru 2002, þ.e. einkabíllinn. Við búum í stóru en fámennu landi sem gerir það að verkum að almenningssamgöngur verða alltaf takmörkunum háðar. Allar hugmyndir um stórbættar almenningssamgöngur í gegnum tíðina hafa ekki gengið eftir og er ósköp skiljanleg ástæða fyrir því. Það er fámennið, það verður aldrei hægt að koma á fót öflugu lestarkerfi eða öðru álíka sem fullnægir þörfum okkar til samgangna í því fámenni sem við búum við, það er einfaldlega of dýrt og mun aldrei standa undir sér. Við getum ekki borið okkur saman að því leyti við nágrannaþjóðir okkar þar sem íbúafjöldi er margfalt meiri og byggðir mun þéttari. Við erum og verðum háð einkabílnum í samgöngum og því þurfa stjórnvöld að hætta skattpíningu á bílnum og rekstri hans. Skattheimta ríkisins af eldsneyti er komin í tæpan helming þess verðs sem bensínið kostar úti á bensínstöð, það er skattpíning, þó svo stjórnvöld haldi öðru fram og bendi á, máli sínu til stuðnings, að hún sé svipuð og jafnvel minni en gengur og gerist í samanburðarlöndunum sem oft er vitnað til! Sá samanburður er ekki sanngjarn því almenningur í þessum svokölluðu samanburðarlöndum hefur val, þ.e. nothæft almenningssamgangnakerfi í formi lesta, sporvagna og strætókerfis sem virkar. Hjólreiðar hafa sótt í sig veðrið hérlendis sem er mjög jákvæð þróun, þar geta sveitarfélög og stjórnvöld stórbætt aðstöðu með átaki í gerð hjólreiðastíga o.fl. Bílaumferð og hjólreiðar fara ekki vel saman og því þarf að bæta aðstöðu hjólreiðafólks stórlega. Það er hins vegar staðreynd að hjólreiðar koma ekki í stað bílsins við þær vegalengdir og veðurfar sem við búum við enda gera þær það hvergi þó svo allar aðstæður til hjólreiða séu betri annars staðar en hér á landi. Tölurnar tala sínu máli eins og fram kemur í skýrslu Capacent, 4% nota Strætó, 15% ganga, 3,8% hjóla og 76,4% ferðast í einkabílnum. Ef stjórnvöld vilja stuðla að bættum samgöngum almennings þurfa þau að endurskoða skattheimtu sína af bílum og eldsneyti. Það er ekki hægt að búa við þessa ofurskatta í sjálfsögðum samgöngum ef við ætlum að halda áfram að komast á milli staða með fólk og vörur.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun