Af vondum pólitíkusum og venjulegu fólki Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 24. febrúar 2012 06:00 Ég er þriggja barna móðir, amma og stjúpmóðir úr Kópavoginum. Ég hef varið megin hluta starfsævinnar í að kenna börnum við grunnskóla í Kópavogi. Núna starfa ég sem verkefnastjóri við samtök sem vinna að mannréttindum barna. Vorið 2010 ákvað ég að bjóða mig fram í bæjarstjórnarkosningum fyrir Samfylkinguna í Kópavogi. Ég hafði starfað með flokknum í bænum um nokkurra ára skeið en aldrei verið á neinum framboðslista. Ég taldi mig eiga brýnt erindi og vildi beita mér fyrir breytingum í mínu bæjarfélagi. Við nýttum nótt sem nýtan dag við að útbúa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu með höfuðáherslu á hagsmuni bæjarbúa og heiðarleika. Jafnframt vildum við minnka skuldir bæjarins, en þær höfðu aukist um tugi milljarða á nokkrum árum hjá þeim meirihluta sem var búinn að vera við völd um 20 ára skeið. Nú var kominn tími til að breyta.Ný framboð Korteri fyrir kosningar vorið 2010 spruttu svo upp tvö ný framboð í bænum. Annað þeirra kenndi sig við venjulegt fólk, fólkið í bænum og tók sér bókstafinn Y. Þau voru ekki pólitíkusar enda var það skammaryrði. Reyndar voru margir á þessum listum með ýmis pólitísk störf á ferilskránni sinni þegar vel var að gáð. Voru þetta kannski pólitíkusar í feluleik? Þetta fólk vildi hreinsa til í bænum og sópa burtu þessum spilltu pólitíkusum. Það setti á sig gúmmíhanska og stóð á tröppum bæjarskrifstofanna vopnað kústum og skrúbbum. Gefum þessum gömlu pólitíkusum frí var viðkvæðið. Allir voru settir á sama bás, hvort sem þeir höfðu verið við völd í bænum eða ekki. Ég var þarna hætt að vera venjuleg kona, móðir og kennari í Kópavogi og komin í hópinn vonda sem nefnist „pótitíkusar". Þau stilltu sér víða upp í bænum, hreingerningarfólkið. Eitt sinn er ég var stödd fyrir utan Bónus ásamt félaga mínum að dreifa stefnu Samfylkingarinnar í Kópavogi, ruddist einn þeirra að okkur, Eiríkur Ólafsson, með boðskapinn. Rannveig Ásgeirsdóttir, oddviti hreingerningarmanna, bættist við. Við reyndum að eiga við Eirík orðastað og benda honum á að við hefðum aldrei verið við völd í bænum, við í Samfylkingunni. Lítt var hlustað á það, við tilheyrðum flokki.Nýir tímar Svo komu kosningar og meirihlutinn gamli, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur féll. Samfylkingin, listi Vinstri Grænna ásamt nýju framboðunum tveimur, hreingerningarfólkinu og Næst besta flokknum tóku við stjórntaumunum í Kópavogi undir forystu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í Kópavogi. Helsta krafa hreingerningarmanna um ópólitískan bæjarstjóra var virt. Þessi meirihluti undir forystu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar, hefur lyft grettistaki á 20 mánuðum við að minnka skuldir bæjarins og breyta stjórnsýslunni án þess að það hafi bitnað á þeim sem síst skyldi. Hugmyndafræði jafnaðarmanna var höfð að leiðarljósi og mikil sátt hefur verið meðal íbúa í bænum og lítið um óánægjuraddir eins og oft áður. Nýir tímar voru komnir í Kópavogi!Gamlir tímar? Nú bregður svo við að hreingerningarmeistararnir eru búnir að taka af sér hanskana og pakka saman. Eiríkur og Rannveig eru komin í eina sæng með þeim sem þau vildu sópa í burtu vorið 2010, gamla meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sumir liðsmenn þeirra standa hnípnir eftir og hafa sagt sig af listanum, þeim er misboðið. Ég hef hitt ýmsa kjósendur þeirra Eiríks og Rannveigar. Þeir telja sig illa svikna. Nú skipta loforðin engu máli um að gefa gamla meirihlutanum frí og hafa ópólitískan bæjarstjóra. Það var greinilega bara Guðríður sem ekki mátti vera bæjarstjóri því hún er svo frek! Nú er Rannveig sæl og glöð, búin að fá stól Guðríðar, orðin formaður bæjarráðs og ætlar að kenna Gunnari Birgissyni og félögum siðbót að eigin sögn. Voru það sem sagt ekki málefnin og hagsmunir bæjarbúa sem skiptu máli? Var það sem sagt staða og stóll? Guðriður Arnardóttir hefur ávallt látið hagsmuni bæjarbúa og heiðarleika vera í fyrirrúmi við allar ákvarðanatökur. Hún hefur staðið sem klettur í öllu því ölduróti og aðförum sem á hana hafa dunið undanfarið. Það hefur verið sárt að horfa upp á það. Hún mun vonandi halda áfram að starfa fyrir Kópavosbúa af þeirri elju og dugnaði sem hún hefur gert til þessa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er þriggja barna móðir, amma og stjúpmóðir úr Kópavoginum. Ég hef varið megin hluta starfsævinnar í að kenna börnum við grunnskóla í Kópavogi. Núna starfa ég sem verkefnastjóri við samtök sem vinna að mannréttindum barna. Vorið 2010 ákvað ég að bjóða mig fram í bæjarstjórnarkosningum fyrir Samfylkinguna í Kópavogi. Ég hafði starfað með flokknum í bænum um nokkurra ára skeið en aldrei verið á neinum framboðslista. Ég taldi mig eiga brýnt erindi og vildi beita mér fyrir breytingum í mínu bæjarfélagi. Við nýttum nótt sem nýtan dag við að útbúa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu með höfuðáherslu á hagsmuni bæjarbúa og heiðarleika. Jafnframt vildum við minnka skuldir bæjarins, en þær höfðu aukist um tugi milljarða á nokkrum árum hjá þeim meirihluta sem var búinn að vera við völd um 20 ára skeið. Nú var kominn tími til að breyta.Ný framboð Korteri fyrir kosningar vorið 2010 spruttu svo upp tvö ný framboð í bænum. Annað þeirra kenndi sig við venjulegt fólk, fólkið í bænum og tók sér bókstafinn Y. Þau voru ekki pólitíkusar enda var það skammaryrði. Reyndar voru margir á þessum listum með ýmis pólitísk störf á ferilskránni sinni þegar vel var að gáð. Voru þetta kannski pólitíkusar í feluleik? Þetta fólk vildi hreinsa til í bænum og sópa burtu þessum spilltu pólitíkusum. Það setti á sig gúmmíhanska og stóð á tröppum bæjarskrifstofanna vopnað kústum og skrúbbum. Gefum þessum gömlu pólitíkusum frí var viðkvæðið. Allir voru settir á sama bás, hvort sem þeir höfðu verið við völd í bænum eða ekki. Ég var þarna hætt að vera venjuleg kona, móðir og kennari í Kópavogi og komin í hópinn vonda sem nefnist „pótitíkusar". Þau stilltu sér víða upp í bænum, hreingerningarfólkið. Eitt sinn er ég var stödd fyrir utan Bónus ásamt félaga mínum að dreifa stefnu Samfylkingarinnar í Kópavogi, ruddist einn þeirra að okkur, Eiríkur Ólafsson, með boðskapinn. Rannveig Ásgeirsdóttir, oddviti hreingerningarmanna, bættist við. Við reyndum að eiga við Eirík orðastað og benda honum á að við hefðum aldrei verið við völd í bænum, við í Samfylkingunni. Lítt var hlustað á það, við tilheyrðum flokki.Nýir tímar Svo komu kosningar og meirihlutinn gamli, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur féll. Samfylkingin, listi Vinstri Grænna ásamt nýju framboðunum tveimur, hreingerningarfólkinu og Næst besta flokknum tóku við stjórntaumunum í Kópavogi undir forystu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í Kópavogi. Helsta krafa hreingerningarmanna um ópólitískan bæjarstjóra var virt. Þessi meirihluti undir forystu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar, hefur lyft grettistaki á 20 mánuðum við að minnka skuldir bæjarins og breyta stjórnsýslunni án þess að það hafi bitnað á þeim sem síst skyldi. Hugmyndafræði jafnaðarmanna var höfð að leiðarljósi og mikil sátt hefur verið meðal íbúa í bænum og lítið um óánægjuraddir eins og oft áður. Nýir tímar voru komnir í Kópavogi!Gamlir tímar? Nú bregður svo við að hreingerningarmeistararnir eru búnir að taka af sér hanskana og pakka saman. Eiríkur og Rannveig eru komin í eina sæng með þeim sem þau vildu sópa í burtu vorið 2010, gamla meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sumir liðsmenn þeirra standa hnípnir eftir og hafa sagt sig af listanum, þeim er misboðið. Ég hef hitt ýmsa kjósendur þeirra Eiríks og Rannveigar. Þeir telja sig illa svikna. Nú skipta loforðin engu máli um að gefa gamla meirihlutanum frí og hafa ópólitískan bæjarstjóra. Það var greinilega bara Guðríður sem ekki mátti vera bæjarstjóri því hún er svo frek! Nú er Rannveig sæl og glöð, búin að fá stól Guðríðar, orðin formaður bæjarráðs og ætlar að kenna Gunnari Birgissyni og félögum siðbót að eigin sögn. Voru það sem sagt ekki málefnin og hagsmunir bæjarbúa sem skiptu máli? Var það sem sagt staða og stóll? Guðriður Arnardóttir hefur ávallt látið hagsmuni bæjarbúa og heiðarleika vera í fyrirrúmi við allar ákvarðanatökur. Hún hefur staðið sem klettur í öllu því ölduróti og aðförum sem á hana hafa dunið undanfarið. Það hefur verið sárt að horfa upp á það. Hún mun vonandi halda áfram að starfa fyrir Kópavosbúa af þeirri elju og dugnaði sem hún hefur gert til þessa.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun