Baráttan við refsileysi skilar árangri 25. febrúar 2012 06:00 Kynferðislegt ofbeldi í hernaði er alvarlegt mein sem bitnar á milljónum manna um allan heim. Eitt stærsta viðfangsefnið í mannréttindabaráttu í heiminum er að binda enda á skipulagða beitingu kynferðislegs ofbeldis í styrjaldarátökum. Skýrsla framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til Öryggisráðsins 23. febrúar markar tímamót því þar eru í fyrsta skipti nafngreindir einstaklingar sem gerst hafa sekir um kynferðislegt ofbeldi í hernaði. Birting lista yfir þessa einstaklinga, er nýjasta vopn Öryggisráðsins til að vinna bug á refsileysi og kröftug yfirlýsing þess efnis að þeir sem láti kynferðislegt ofbeldi líðast, brjóti með því alþjóðalög. Drengjum nauðgað í fangelsumSum einstök dæmi, sem nefnd eru í skýrslunni, eru átakanleg. Frásagnir hafa borist frá Sýrlandi frá körlum sem segjast hafa verið misnotaðir kynferðislega og orðið sjálfir vitni að því að unglingspiltum hafi verið nauðgað. Og í Líbíu var konum rænt á heimilum sínum, í bifreiðum eða á götum úti og þær fluttar á ókunna staði þar sem þeim var nauðgað. Körlum var nauðgað í endaþarm í fangelsum í því skyni að knýja þá til sagna. Það er í senn jákvætt og hvetjandi að Öryggisáðið láti, hér eftir sem hingað til, kynferðislegt ofbeldi í hernaði til sín taka. Engu að síður hef ég enn sem fyrr þungar áhyggjur af látlausum mannréttindabrotum um allan heim, þar á meðal tíðni nauðgana í tengslum við átök. Sérstaklega er áhyggjuefni að í mörgum tilfellum eru það öryggissveitir ríkja sem gera sig sekar um kynferðislegt ofbeldi, og höggva þar þeir sem síst skyldi, því hlutverk þeirra er að vernda borgarana. Einkennisbúningurinn á að vera tákn öryggis, aga og almannaþjónustu en er á allt of mörgum stöðum táknmynd nauðgana, rána og gripdeilda; ógnar og skelfingar. Annað dæmi er beiting kynferðislegs ofbeldis eða hótana um slíkt, sem kúgunartækis í kosningabaráttu eða til að brjóta borgaralegt andóf á bak aftur. Við þekkjum einnig dæmi þess að kynferðislegu ofbeldi sé beitt í fangelsum og á landamærum þar sem átök geisa. Stjórnmála- og herforingjar á átakasvæðum nota kynferðisglæpi til að ná fram pólitískum, hernaðarlegum og efnahagslegum markmiðum með því að rekja upp þann vef sem hnýtir samfélagið saman í eina heild. Beiting þessa þögla, ódýra og áhrifaríka vopns hefur í för með sér alvarlegar og langvarandi afleiðingar fyrir þolandann og dregur úr von um að hægt sé að koma á varanlegum friði. Það er lífseig þjóðsaga að nauðganir séu óumflýjanlegar á stríðstímum. En ef hægt er að skipuleggja kynferðislegt ofbeldi, þá er einnig hægt að refsa gerendum; ef hægt er að fyrirskipa það, þá er hægt að fordæma það. Barátta við refsileysi skilar árangriRefsileysi er þýðingarmikið mál í mörgum ríkjum. Þess vegna hef ég skorið upp herör gegn refsileysi við kynferðislegum glæpum. Við sjáum þess nú merki að þetta er farið að skila árangri, til dæmis í Lýðveldinu Kongó (DRC): Á innan við ári hafa með fulltingi Sameinuðu þjóðanna verið haldin 250 réttarhöld yfir liðsmönnum öryggissveita ríkisins. Í kjölfarið hafa meira en 150 einstaklingar verið dæmdir fyrir nauðgun og annars konar kynferðislega glæpi. Enn er margt ógert í baráttunni við nauðganir sem vopn í hernaði. Ég mun halda áfram með aðstoð Öryggisáðsins að berjast fyrir því að refsileysi heyri sögunni til og tryggja að gerendur verði dregnir fyrir dóm. Í þessari baráttu treysti ég á vilja Öryggisráðsins til að grípa til allra tiltækra ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Kynferðislegt ofbeldi í hernaði er alvarlegt mein sem bitnar á milljónum manna um allan heim. Eitt stærsta viðfangsefnið í mannréttindabaráttu í heiminum er að binda enda á skipulagða beitingu kynferðislegs ofbeldis í styrjaldarátökum. Skýrsla framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til Öryggisráðsins 23. febrúar markar tímamót því þar eru í fyrsta skipti nafngreindir einstaklingar sem gerst hafa sekir um kynferðislegt ofbeldi í hernaði. Birting lista yfir þessa einstaklinga, er nýjasta vopn Öryggisráðsins til að vinna bug á refsileysi og kröftug yfirlýsing þess efnis að þeir sem láti kynferðislegt ofbeldi líðast, brjóti með því alþjóðalög. Drengjum nauðgað í fangelsumSum einstök dæmi, sem nefnd eru í skýrslunni, eru átakanleg. Frásagnir hafa borist frá Sýrlandi frá körlum sem segjast hafa verið misnotaðir kynferðislega og orðið sjálfir vitni að því að unglingspiltum hafi verið nauðgað. Og í Líbíu var konum rænt á heimilum sínum, í bifreiðum eða á götum úti og þær fluttar á ókunna staði þar sem þeim var nauðgað. Körlum var nauðgað í endaþarm í fangelsum í því skyni að knýja þá til sagna. Það er í senn jákvætt og hvetjandi að Öryggisáðið láti, hér eftir sem hingað til, kynferðislegt ofbeldi í hernaði til sín taka. Engu að síður hef ég enn sem fyrr þungar áhyggjur af látlausum mannréttindabrotum um allan heim, þar á meðal tíðni nauðgana í tengslum við átök. Sérstaklega er áhyggjuefni að í mörgum tilfellum eru það öryggissveitir ríkja sem gera sig sekar um kynferðislegt ofbeldi, og höggva þar þeir sem síst skyldi, því hlutverk þeirra er að vernda borgarana. Einkennisbúningurinn á að vera tákn öryggis, aga og almannaþjónustu en er á allt of mörgum stöðum táknmynd nauðgana, rána og gripdeilda; ógnar og skelfingar. Annað dæmi er beiting kynferðislegs ofbeldis eða hótana um slíkt, sem kúgunartækis í kosningabaráttu eða til að brjóta borgaralegt andóf á bak aftur. Við þekkjum einnig dæmi þess að kynferðislegu ofbeldi sé beitt í fangelsum og á landamærum þar sem átök geisa. Stjórnmála- og herforingjar á átakasvæðum nota kynferðisglæpi til að ná fram pólitískum, hernaðarlegum og efnahagslegum markmiðum með því að rekja upp þann vef sem hnýtir samfélagið saman í eina heild. Beiting þessa þögla, ódýra og áhrifaríka vopns hefur í för með sér alvarlegar og langvarandi afleiðingar fyrir þolandann og dregur úr von um að hægt sé að koma á varanlegum friði. Það er lífseig þjóðsaga að nauðganir séu óumflýjanlegar á stríðstímum. En ef hægt er að skipuleggja kynferðislegt ofbeldi, þá er einnig hægt að refsa gerendum; ef hægt er að fyrirskipa það, þá er hægt að fordæma það. Barátta við refsileysi skilar árangriRefsileysi er þýðingarmikið mál í mörgum ríkjum. Þess vegna hef ég skorið upp herör gegn refsileysi við kynferðislegum glæpum. Við sjáum þess nú merki að þetta er farið að skila árangri, til dæmis í Lýðveldinu Kongó (DRC): Á innan við ári hafa með fulltingi Sameinuðu þjóðanna verið haldin 250 réttarhöld yfir liðsmönnum öryggissveita ríkisins. Í kjölfarið hafa meira en 150 einstaklingar verið dæmdir fyrir nauðgun og annars konar kynferðislega glæpi. Enn er margt ógert í baráttunni við nauðganir sem vopn í hernaði. Ég mun halda áfram með aðstoð Öryggisáðsins að berjast fyrir því að refsileysi heyri sögunni til og tryggja að gerendur verði dregnir fyrir dóm. Í þessari baráttu treysti ég á vilja Öryggisráðsins til að grípa til allra tiltækra ráða.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun