Hvað er góð nýting á hval? Sigursteinn Másson skrifar 22. mars 2012 06:00 Þann 12. mars hófst auglýsingaherferð Alþjóðadýraverndunarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands í sjónvarpi. Markmið auglýsingarinnar er að vekja almenning á Íslandi til umhugsunar um skynsamlega nýtingu á hvölum. Í auglýsingunni er varpað fram þeirri spurningu hvað sé góð nýting á hrefnu. Hrefnan hefur verið uppistaðan í hvalaskoðun á Íslandi um árabil en hvalaskoðendur hafa merkt neikvæða breytingu á hegðun hennar, hún er styggari og erfiðari að nálgast en áður og er það samdóma álit forsvarsmanna hvalaskoðunarfyrirtækja í Reykjavík að hrefnuveiðarnar í Faxaflóa hafi haft neikvæð áhrif. Á síðasta ári fóru um 128.000 farþegar í hvalaskoðun á Íslandi samanborið við 115.000 árið 2010 en það segir sig sjálft að vöxtur og viðgangur þessarar atvinnugreinar og auknar gjaldeyristekjur er undir því komið að hún fái að starfa í friði fyrir hvalveiðum. Hér er um mjög mikilvæga og arðbæra nýtingu hvalastofna við landið að ræða öfugt við hvalveiðarnar sem sáralitlu skila. Í auglýsingunni er bent á að 3/4 hlutum veiddrar hrefnu sé hent beint aftur í sjóinn. Þetta er varkárt mat því sennilega er það sem nýtt er af hverju dýri yfirleitt enn minna. Í skýrslu Þorsteins Siglaugssonar hagfræðings um atvinnusköpun við hvalveiðar 2010 kemur fram að samkvæmt veiðitölum frá árunum fyrir 1986 hafi áætlað magn kjöts af hverju dýri á innanlandsmarkað verið 680 kg. Miðað við 5,9 tonna meðalþyngd svarar þetta til aðeins 11% nýtingar en að 89% hafi verið hent. Í viðali við forsvarsmann hrefnuveiðimanna á visi.is þann 12. ágúst 2009 segir hann að árleg sala á Íslandi nemi um fimmtíu tonnum. Sama ár voru veidd 75 dýr og ef þau skiluðu 50 tonnum af afurðum var nýtingin sem fyrr um 11%. Samkvæmt því sem fram kemur í viðtali við framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna ehf. í Fiskifréttum þann 15. júlí 2010 má ætla að nýtingin sé á bilinu 15-16%. Finnst einhverjum það vera góð nýting? Útflutningur á hrefnuafurðum hefur enginn verið frá því að veiðarnar hófust að nýju árið 2003 og engar líkur á að nokkur breyting verði á því. Hrefnuveiðimenn ehf. hafa sjálfir upplýst að markaðsstarf í Japan sé þeim ofviða enda ekki nema von því japönskum stjórnvöldum hefur sjálfum lítið orðið ágengt í markaðsherferðum fyrir hvalkjöt heima fyrir. Nú er tími til kominn að horfast í augu við þá staðreynd að nýir tímar eru gengnir í garð og að þessi vara á nær hvergi upp á pallborðið. Ábyrg hvalaskoðun er sjálfbær og hagkvæm nýting hvalastofna við Ísland. Hún hefur vaxið á undanförnum árum en hefur möguleika á að gera það enn frekar í sátt við umhverfið ef hvalveiðarnar víkja. Fyrsta skrefið er að stækka griðarsvæði hvala í Faxaflóa og á Norðurlandi i samræmi við óskir Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og Samtaka ferðaþjónustunnar. Það getur sjávarútvegsráðherra gert strax í vor með reglugerðarbreytingu. Það mundi strax ýta undir betri og jákvæðari nýtingu á hval við Íslandsstrendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Þann 12. mars hófst auglýsingaherferð Alþjóðadýraverndunarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands í sjónvarpi. Markmið auglýsingarinnar er að vekja almenning á Íslandi til umhugsunar um skynsamlega nýtingu á hvölum. Í auglýsingunni er varpað fram þeirri spurningu hvað sé góð nýting á hrefnu. Hrefnan hefur verið uppistaðan í hvalaskoðun á Íslandi um árabil en hvalaskoðendur hafa merkt neikvæða breytingu á hegðun hennar, hún er styggari og erfiðari að nálgast en áður og er það samdóma álit forsvarsmanna hvalaskoðunarfyrirtækja í Reykjavík að hrefnuveiðarnar í Faxaflóa hafi haft neikvæð áhrif. Á síðasta ári fóru um 128.000 farþegar í hvalaskoðun á Íslandi samanborið við 115.000 árið 2010 en það segir sig sjálft að vöxtur og viðgangur þessarar atvinnugreinar og auknar gjaldeyristekjur er undir því komið að hún fái að starfa í friði fyrir hvalveiðum. Hér er um mjög mikilvæga og arðbæra nýtingu hvalastofna við landið að ræða öfugt við hvalveiðarnar sem sáralitlu skila. Í auglýsingunni er bent á að 3/4 hlutum veiddrar hrefnu sé hent beint aftur í sjóinn. Þetta er varkárt mat því sennilega er það sem nýtt er af hverju dýri yfirleitt enn minna. Í skýrslu Þorsteins Siglaugssonar hagfræðings um atvinnusköpun við hvalveiðar 2010 kemur fram að samkvæmt veiðitölum frá árunum fyrir 1986 hafi áætlað magn kjöts af hverju dýri á innanlandsmarkað verið 680 kg. Miðað við 5,9 tonna meðalþyngd svarar þetta til aðeins 11% nýtingar en að 89% hafi verið hent. Í viðali við forsvarsmann hrefnuveiðimanna á visi.is þann 12. ágúst 2009 segir hann að árleg sala á Íslandi nemi um fimmtíu tonnum. Sama ár voru veidd 75 dýr og ef þau skiluðu 50 tonnum af afurðum var nýtingin sem fyrr um 11%. Samkvæmt því sem fram kemur í viðtali við framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna ehf. í Fiskifréttum þann 15. júlí 2010 má ætla að nýtingin sé á bilinu 15-16%. Finnst einhverjum það vera góð nýting? Útflutningur á hrefnuafurðum hefur enginn verið frá því að veiðarnar hófust að nýju árið 2003 og engar líkur á að nokkur breyting verði á því. Hrefnuveiðimenn ehf. hafa sjálfir upplýst að markaðsstarf í Japan sé þeim ofviða enda ekki nema von því japönskum stjórnvöldum hefur sjálfum lítið orðið ágengt í markaðsherferðum fyrir hvalkjöt heima fyrir. Nú er tími til kominn að horfast í augu við þá staðreynd að nýir tímar eru gengnir í garð og að þessi vara á nær hvergi upp á pallborðið. Ábyrg hvalaskoðun er sjálfbær og hagkvæm nýting hvalastofna við Ísland. Hún hefur vaxið á undanförnum árum en hefur möguleika á að gera það enn frekar í sátt við umhverfið ef hvalveiðarnar víkja. Fyrsta skrefið er að stækka griðarsvæði hvala í Faxaflóa og á Norðurlandi i samræmi við óskir Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og Samtaka ferðaþjónustunnar. Það getur sjávarútvegsráðherra gert strax í vor með reglugerðarbreytingu. Það mundi strax ýta undir betri og jákvæðari nýtingu á hval við Íslandsstrendur.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun