Gegnumbrot skáldskaparins Trausti Steinsson skrifar 22. mars 2012 06:00 Nýlega (nánar tiltekið 10. mars sl.) las ég í Fréttablaðinu ágæta grein eftir Hermann Stefánsson rithöfund þar sem hann fjallar um það sem hann kallar öfgamaskúlínisma og varar við honum og hvetur okkur öll, okkur alla réttara sagt, karla þessa lands, til að hafna honum í orðum og æði. Á sama tíma berast okkur daglega fréttir af auknu ofbeldi karla gegn konum og þeim jafnvel barnungum, skipulögðum hópnauðgunum og um leið vaxandi ásókn maskúlínglæpagengja utan úr heimi sem hafa líklega frétt að Ísland sé gósenland fyrir kynferðisglæpamenn, hér sé þeim beinlínis hampað sem hetjum. Sennilega er besta leiðin til að sporna gegn þessari ómennsku allri einmitt sú sem Hermann Stefánsson stingur upp á, nefnilega sú að vel meinandi karlar á öllum aldri, þeir eru ennþá til, við erum ennþá til, rísi upp og lýsi frati sínu opinberlega, í fjölmiðlum, sem víðast, á þessu öfgafulla maskúlín-mentalíteti sem virðist vera að grafa um sig dýpra og dýpra innra með jafnvel ungum drengjum sem greinilega hafa alltof margar vondar fyrirmyndir upp á að horfa alltof mörgum stundum. Hættið karlar – afar, pabbar, ungir drengir – að láta sem ykkur þyki klám og t.d. nauðgunartal og nauðgunarhótanir og ofbeldi í orðum og gjörðum fyndið. Það er ekki fyndið heldur hallærislegt og ógeðslegt. Gerið frekar, gerum frekar allir sem einn það sem Hermann Stefánsson stingur upp á. Gerum „eitthvað annað á opinberum vettvangi en fara með vonda fyndni". Hvernig til dæmis? Gefum Hermanni aftur orðið: Með því að: „Lesa bækur, tefla, fara með fyndna fyndni, spila tónlist, leggja stund á gegnumbrot skáldskaparins, ástunda sannar ögranir, fíflast, láta öllum illum látum, ganga gegn skinhelginni, hrista upp í hlutunum, vera næs, gera það kúl að vera næs." Fyrir allmörgum árum kenndi ég stórum strákahóp í 10. bekk íslensku. Langt fram eftir hausti komst ég í lítið samband við strákana, þeir voru svo rosalega miklir töffarar og ég of mjúkur, of mikill bókabéus, of ljóðrænn fyrir þá. Einu sinni í nóvember var ljóðatími. Ég ákvað að gefast ekki upp heldur fór á ljóðaflug og sagði við strákana: Vitiði strákar, það er miklu meira töff, meira kúl og miklu meira næs líka og líklegra til árangurs að fara með ljóð í viðurvist stelpnanna heldur en að klæmast við þær og vera grófur og dónalegur og ógeðslegur. Prófiði næst þegar ykkur langar að hrífa stelpu og sjáið sólina rísa austan yfir Eyjafjöll, Tindfjöll og Heklu að segja: Þarna siglir hin rósfingraða morgungyðja upp á himins bláa bogann. Fyrst göptu þeir en svo langaði þá ólma að skilja þessi orð. Og nokkrir lærðu þau strax utan að og ákváðu að slá um sig með þeim við fyrsta tækifæri í góðum félagsskap. Með góðum árangri, það sá ég vel. Gegnumbrot skáldskaparins virkaði! Og getur virkað enn um langa framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Öfgamaskúlínismi Fyrir nokkrum árum, nokkuð mörgum reyndar, fór ég að skoða skipulega ákveðna tegund karlamenningar sem mér þótti vera að mótast á Íslandi. 10. mars 2012 12:00 Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýlega (nánar tiltekið 10. mars sl.) las ég í Fréttablaðinu ágæta grein eftir Hermann Stefánsson rithöfund þar sem hann fjallar um það sem hann kallar öfgamaskúlínisma og varar við honum og hvetur okkur öll, okkur alla réttara sagt, karla þessa lands, til að hafna honum í orðum og æði. Á sama tíma berast okkur daglega fréttir af auknu ofbeldi karla gegn konum og þeim jafnvel barnungum, skipulögðum hópnauðgunum og um leið vaxandi ásókn maskúlínglæpagengja utan úr heimi sem hafa líklega frétt að Ísland sé gósenland fyrir kynferðisglæpamenn, hér sé þeim beinlínis hampað sem hetjum. Sennilega er besta leiðin til að sporna gegn þessari ómennsku allri einmitt sú sem Hermann Stefánsson stingur upp á, nefnilega sú að vel meinandi karlar á öllum aldri, þeir eru ennþá til, við erum ennþá til, rísi upp og lýsi frati sínu opinberlega, í fjölmiðlum, sem víðast, á þessu öfgafulla maskúlín-mentalíteti sem virðist vera að grafa um sig dýpra og dýpra innra með jafnvel ungum drengjum sem greinilega hafa alltof margar vondar fyrirmyndir upp á að horfa alltof mörgum stundum. Hættið karlar – afar, pabbar, ungir drengir – að láta sem ykkur þyki klám og t.d. nauðgunartal og nauðgunarhótanir og ofbeldi í orðum og gjörðum fyndið. Það er ekki fyndið heldur hallærislegt og ógeðslegt. Gerið frekar, gerum frekar allir sem einn það sem Hermann Stefánsson stingur upp á. Gerum „eitthvað annað á opinberum vettvangi en fara með vonda fyndni". Hvernig til dæmis? Gefum Hermanni aftur orðið: Með því að: „Lesa bækur, tefla, fara með fyndna fyndni, spila tónlist, leggja stund á gegnumbrot skáldskaparins, ástunda sannar ögranir, fíflast, láta öllum illum látum, ganga gegn skinhelginni, hrista upp í hlutunum, vera næs, gera það kúl að vera næs." Fyrir allmörgum árum kenndi ég stórum strákahóp í 10. bekk íslensku. Langt fram eftir hausti komst ég í lítið samband við strákana, þeir voru svo rosalega miklir töffarar og ég of mjúkur, of mikill bókabéus, of ljóðrænn fyrir þá. Einu sinni í nóvember var ljóðatími. Ég ákvað að gefast ekki upp heldur fór á ljóðaflug og sagði við strákana: Vitiði strákar, það er miklu meira töff, meira kúl og miklu meira næs líka og líklegra til árangurs að fara með ljóð í viðurvist stelpnanna heldur en að klæmast við þær og vera grófur og dónalegur og ógeðslegur. Prófiði næst þegar ykkur langar að hrífa stelpu og sjáið sólina rísa austan yfir Eyjafjöll, Tindfjöll og Heklu að segja: Þarna siglir hin rósfingraða morgungyðja upp á himins bláa bogann. Fyrst göptu þeir en svo langaði þá ólma að skilja þessi orð. Og nokkrir lærðu þau strax utan að og ákváðu að slá um sig með þeim við fyrsta tækifæri í góðum félagsskap. Með góðum árangri, það sá ég vel. Gegnumbrot skáldskaparins virkaði! Og getur virkað enn um langa framtíð.
Öfgamaskúlínismi Fyrir nokkrum árum, nokkuð mörgum reyndar, fór ég að skoða skipulega ákveðna tegund karlamenningar sem mér þótti vera að mótast á Íslandi. 10. mars 2012 12:00
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun