Einelti er kerfisfyrirbæri 24. mars 2012 06:00 Tilefni þessa greinarkorns er vaxandi fjöldi dæma um einelti og vanlíðan á vinnustöðum sem tengist þeim þrengingum sem fylgt hafa í kjölfar bankahrunsins. Það á bæði við á markaði og í stofnunum menntakerfis, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á málþingum, í faglegri umræðu og meðal faghandleiðara ber þessi fyrirbæri æ tíðar á góma. Er það ótrúlegt en satt, að á virtum menningar- og menntastofnunum, sem jafnvel fást sjálfar við þessi mál í kennslu og rannsóknum, birtist eineltisfyrirbærið í sinni skelfilegustu mynd, þannig að þeim sem hlustar á þá reynslu er ofboðið. Það er þörf á opinni samfélagsumræðu – innan og utan stofnana – um þetta mál. Stofnunarbragur snýst um menninguÁ hverjum vinnustað mótast „heimilisandi" eða samskiptabragur hvað varðar háttvísi og tjáskiptaleiðir og aðhald um virðingu og mörk. Hann þróast út frá stjórnunarstíl, markmiðum og starfsháttum viðkomandi stofnunar. Þessu til viðbótar koma áhrif einstakra persóna, styrkleikar þeirra og veikleikar. Á vinnustöðum þar sem gerðar eru miklar kröfur um afköst og frammistöðu, og samkeppni gætir um viðurkenningu og sess, er meiri hætta á þróun neikvæðra samskiptafyrirbæra. Þar getur m.a. óheft frelsi í orðum og hegðun eins manns sært og vegið að persónuhelgi og mannlegri reisn annars. Við ákveðnar aðstæður, t.d. þegar þrengir að í rekstri fyrirtækja á markaði, fleiri bítast um „brauðin" (stöður) eða framlög minnka til opinberrar velferðarþjónustu (mennta-, menningar-, réttar-, heilbrigðis- og félagskerfa) er oft öryggi og vellíðan starfsfólks ógnað. Séu yfirmenn og stjórnendur ekki vakandi fyrir þessu með viðeigandi viðbrögðum er hættan sú að óöryggið brjótist út í samstarfsmannahópnum, milli laga og í innsta hring. Þetta er menningartengt kerfisfyrirbæri. Ábyrgð stjórnenda og samstarfsfólksÁ sumum vinnustöðum stendur starfsfólki til boða hópfræðsla eða endurmenntun í tengslum við starfið og aðgangur er að trúnaðarlækni eða félagsráðgjafa sem veitir aðstoð þegar starfsmaður glímir við samskiptavanda og vanlíðan eða veikindafjarveru af svipuðum sökum. Stundum tengist það alfarið vinnuaðstæðum, starfssjálfinu, en stundum jafnframt persónulegum aðstæðum í einkalífi, einkasjálfinu. Þetta tvennt er oftast nátengt. Á vinnustöðum þar sem ekki er vettvangur fyrir opna umræðu og einlæg samtöl (e. open dialogue) burðast starfsmenn einir með vanlíðan sína og átta sig jafnvel ekki á hvar skórinn kreppir. Það er í þessu samhengi sem hættumerkin koma fram. Ákveðnir atburðir eða breytingar á vinnustaðnum af fjölbreytilegum - og stundum ólíklegasta – toga geta jafnvel á ófyrirsjáanlegan hátt orðið til þess að einstaklingar sæti niðurlægingu, neikvæðu umtali og séu sniðgengnir eða verði fyrir persónulegri auðmýkingu, einelti eða áreitni af öðru tagi. Þegar einstaklingur verður fyrir slíku vekur það ugg í hópnum og það smitar út frá sér bæði í starfsanda, einbeitingu og afköstum. Til þess að koma í veg fyrir slíka þróun þurfa yfirmenn vinnustaða að halda vöku sinni. Hægt er að koma á laggirnar áætlun um starfsmannastefnu eða skapa vettvang fyrir mótandi umræðuferli um aðstæður á vinnustað. Slík stefna tekur m.a. til vellíðunar starfsmanns og fjölskyldustefnu sem tekur mið af því að starfsmaðurinn á sitt líf utan starfsins og hefur þar skuldbindingar sem stundum getur þurft að taka tillit til í vinnunni, og hún gerir ráð fyrir stuðningskerfi til að styrkja liðsanda og uppbyggilegan stofnunarbrag. Áhrif gagnrýninnar umræðu – hugmyndafræði sem eflir þorÍ vinnustaðaeflingu er handleiðsla eða þróunarstarf oft byggð á kenningum um félagslega samsmíð (e. social constructionalism) sem hefur það að markmiði að pæla í, þróa og miðla hugmyndum og starfsháttum sem efla uppbyggileg og samstarfsstyrkjandi samskiptaferli í mannlegu lífi og starfi, sbr. bandaríska verkefnið Conversation Project (www.jonathanrattner.com/index.php?/selected-works). Hér koma ákveðin hugtök til skjalanna sem snerta samskiptasiðfræði, þ.e. lykilhugtök út frá þríeykinu skynsemi, þekking, mannleg reisn (sbr. www.taosinstitute.net). Þau tengjast siðfræðilegum skuldbindingum í siðrænum samskiptum um félagslega samábyrgð, samræðuskuldbindingu, samábyrgð gagnvart viðeigandi stöðutöku fólks ásamt umræðu um gildi og ítök vinnustaðahópsins og kvöðinni að standa sjálfur að samskiptum sem ábyrgur fulltrúi uppbyggilegra samskipta. LokaorðÓskandi er að stjórnendur og yfirmenn stofnana beri gæfu til að bregðast við og taka á óheppilegum ferlum á vinnustað sem valda einstaklingum sársauka og niðurlægingu. Að skapa farveg fyrir opna umræðu er leið til árangursríkra og uppbyggilegra tjáskipta í öllum mannlegum samskiptakerfum. Kraftefling fólks mótast innan frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Tilefni þessa greinarkorns er vaxandi fjöldi dæma um einelti og vanlíðan á vinnustöðum sem tengist þeim þrengingum sem fylgt hafa í kjölfar bankahrunsins. Það á bæði við á markaði og í stofnunum menntakerfis, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á málþingum, í faglegri umræðu og meðal faghandleiðara ber þessi fyrirbæri æ tíðar á góma. Er það ótrúlegt en satt, að á virtum menningar- og menntastofnunum, sem jafnvel fást sjálfar við þessi mál í kennslu og rannsóknum, birtist eineltisfyrirbærið í sinni skelfilegustu mynd, þannig að þeim sem hlustar á þá reynslu er ofboðið. Það er þörf á opinni samfélagsumræðu – innan og utan stofnana – um þetta mál. Stofnunarbragur snýst um menninguÁ hverjum vinnustað mótast „heimilisandi" eða samskiptabragur hvað varðar háttvísi og tjáskiptaleiðir og aðhald um virðingu og mörk. Hann þróast út frá stjórnunarstíl, markmiðum og starfsháttum viðkomandi stofnunar. Þessu til viðbótar koma áhrif einstakra persóna, styrkleikar þeirra og veikleikar. Á vinnustöðum þar sem gerðar eru miklar kröfur um afköst og frammistöðu, og samkeppni gætir um viðurkenningu og sess, er meiri hætta á þróun neikvæðra samskiptafyrirbæra. Þar getur m.a. óheft frelsi í orðum og hegðun eins manns sært og vegið að persónuhelgi og mannlegri reisn annars. Við ákveðnar aðstæður, t.d. þegar þrengir að í rekstri fyrirtækja á markaði, fleiri bítast um „brauðin" (stöður) eða framlög minnka til opinberrar velferðarþjónustu (mennta-, menningar-, réttar-, heilbrigðis- og félagskerfa) er oft öryggi og vellíðan starfsfólks ógnað. Séu yfirmenn og stjórnendur ekki vakandi fyrir þessu með viðeigandi viðbrögðum er hættan sú að óöryggið brjótist út í samstarfsmannahópnum, milli laga og í innsta hring. Þetta er menningartengt kerfisfyrirbæri. Ábyrgð stjórnenda og samstarfsfólksÁ sumum vinnustöðum stendur starfsfólki til boða hópfræðsla eða endurmenntun í tengslum við starfið og aðgangur er að trúnaðarlækni eða félagsráðgjafa sem veitir aðstoð þegar starfsmaður glímir við samskiptavanda og vanlíðan eða veikindafjarveru af svipuðum sökum. Stundum tengist það alfarið vinnuaðstæðum, starfssjálfinu, en stundum jafnframt persónulegum aðstæðum í einkalífi, einkasjálfinu. Þetta tvennt er oftast nátengt. Á vinnustöðum þar sem ekki er vettvangur fyrir opna umræðu og einlæg samtöl (e. open dialogue) burðast starfsmenn einir með vanlíðan sína og átta sig jafnvel ekki á hvar skórinn kreppir. Það er í þessu samhengi sem hættumerkin koma fram. Ákveðnir atburðir eða breytingar á vinnustaðnum af fjölbreytilegum - og stundum ólíklegasta – toga geta jafnvel á ófyrirsjáanlegan hátt orðið til þess að einstaklingar sæti niðurlægingu, neikvæðu umtali og séu sniðgengnir eða verði fyrir persónulegri auðmýkingu, einelti eða áreitni af öðru tagi. Þegar einstaklingur verður fyrir slíku vekur það ugg í hópnum og það smitar út frá sér bæði í starfsanda, einbeitingu og afköstum. Til þess að koma í veg fyrir slíka þróun þurfa yfirmenn vinnustaða að halda vöku sinni. Hægt er að koma á laggirnar áætlun um starfsmannastefnu eða skapa vettvang fyrir mótandi umræðuferli um aðstæður á vinnustað. Slík stefna tekur m.a. til vellíðunar starfsmanns og fjölskyldustefnu sem tekur mið af því að starfsmaðurinn á sitt líf utan starfsins og hefur þar skuldbindingar sem stundum getur þurft að taka tillit til í vinnunni, og hún gerir ráð fyrir stuðningskerfi til að styrkja liðsanda og uppbyggilegan stofnunarbrag. Áhrif gagnrýninnar umræðu – hugmyndafræði sem eflir þorÍ vinnustaðaeflingu er handleiðsla eða þróunarstarf oft byggð á kenningum um félagslega samsmíð (e. social constructionalism) sem hefur það að markmiði að pæla í, þróa og miðla hugmyndum og starfsháttum sem efla uppbyggileg og samstarfsstyrkjandi samskiptaferli í mannlegu lífi og starfi, sbr. bandaríska verkefnið Conversation Project (www.jonathanrattner.com/index.php?/selected-works). Hér koma ákveðin hugtök til skjalanna sem snerta samskiptasiðfræði, þ.e. lykilhugtök út frá þríeykinu skynsemi, þekking, mannleg reisn (sbr. www.taosinstitute.net). Þau tengjast siðfræðilegum skuldbindingum í siðrænum samskiptum um félagslega samábyrgð, samræðuskuldbindingu, samábyrgð gagnvart viðeigandi stöðutöku fólks ásamt umræðu um gildi og ítök vinnustaðahópsins og kvöðinni að standa sjálfur að samskiptum sem ábyrgur fulltrúi uppbyggilegra samskipta. LokaorðÓskandi er að stjórnendur og yfirmenn stofnana beri gæfu til að bregðast við og taka á óheppilegum ferlum á vinnustað sem valda einstaklingum sársauka og niðurlægingu. Að skapa farveg fyrir opna umræðu er leið til árangursríkra og uppbyggilegra tjáskipta í öllum mannlegum samskiptakerfum. Kraftefling fólks mótast innan frá.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun