Er þingræði lýðræði? Jón Lárusson skrifar 30. mars 2012 06:00 Við almenningur viljum trúa því að við búum í lýðræðislegu þjóðfélagi. Þjóðfélagi þar sem hagsmunir samfélagsins ganga framar sérhagsmunum. Þar sem réttur lítilmagnans er ekki fótum troðinn svo hinir sterku geti fengið sitt fram. Þessu hefur hins vegar verið haldið frá okkur svo áratugum skiptir, allt í valdi einhvers sem kallað hefur verið þingræði. Samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrárinnar þá er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Það þýðir ekki að þingið sé eitt og allt í öllu, heldur einfaldlega að framkvæmdavaldið er bundið ákvörðunum þingsins. Það er þingið sem setur reglurnar. Það er því mjög áhugavert að í tillögum stjórnlagaráðs er fyrsta greinin á þann hátt að Ísland sé lýðveldi með þingræðisstjórn. Einhverjum gæti fundist þetta litlu skipta, en þessi eina breyting fjarlægir stjórnarfyrirkomulagið frá lýðræði og festir í sessi vald hinna fáu. Með þessari breytingu fellur niður aðskilnaður framkvæmda- og löggjafarvalds, nokkuð sem er talið hornsteinn í raunverulegu lýðræðisþjóðfélagi. Í þingræði á þingið að ráða, en þegar við horfum til þess að eftir kosningar koma einstaklingar sér saman um meirihluta á þingi og svíkja auðveldlega loforð sín fyrir valdið, þá sitjum við uppi með ríkisstjórn sem fer með allt vald í nafni meirihluta. Þegar svo horft er til hinnar erfiðu leiðar fyrir nýtt afl inn á þing, þá erum við að horfa á fyrirkomulag þar sem fámenn valdastétt skiptist á að fara með völdin, en við almenningur höfum ekkert með það að gera. Með þessum breytingum er búið að þjappa valdinu saman á einn stað og leiðin til einræðis hefur opnast. Ég hvet alla til að lesa drögin að nýju stjórnarskránni sem liggja fyrir því þau eru slík aðför að lýðræðinu að nær ekki nokkurri átt. Þó haldið sé að okkur eiturpillum eins og þjóðaratkvæðisákvæði og neitunarvaldi forseta, þá eru þessir þættir bundnir slíkum takmörkunum að þeir verða aðeins táknrænir. Við lifum á viðsjárverðum tímum og við verðum að gæta okkar. Ef við hugum ekki að lýðræðinu, mun frelsið frá okkur tekið og án þess eigum við enga framtíð. Við almenningur höfum þurft að þola mikið frá árinu 2008, en okkur sem ekki fengum að njóta ávaxta hins svokallaða góðæris hefur verið gert að bera byrðarnar. Okkur almenningi hefur verið ýtt í svaðið og með brellum erum við leidd til framtíðar sem er okkur þvert um geð. Okkur er boðið fullveldisafsal og innganga í sambandsríki þar sem „vinirnir" fá allt, en aðrir verða að taka því sem fellur af borðum. Okkur er boðin þjóðfélagsskipan þar sem almenningur hefur ekkert um framtíð sína að segja, þar sem lýðræðið er fótum troðið og frelsið skammtað af þeim sem ráða. Það er kominn tími til að almenningur rísi upp og taki framtíðina í sínar hendur. Það er kominn tími til að almenningur hætti að láta blekkja sig með innihaldslausum loforðum. Það er kominn tími til að almenningur segi stopp, hingað og ekki lengra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Við almenningur viljum trúa því að við búum í lýðræðislegu þjóðfélagi. Þjóðfélagi þar sem hagsmunir samfélagsins ganga framar sérhagsmunum. Þar sem réttur lítilmagnans er ekki fótum troðinn svo hinir sterku geti fengið sitt fram. Þessu hefur hins vegar verið haldið frá okkur svo áratugum skiptir, allt í valdi einhvers sem kallað hefur verið þingræði. Samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrárinnar þá er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Það þýðir ekki að þingið sé eitt og allt í öllu, heldur einfaldlega að framkvæmdavaldið er bundið ákvörðunum þingsins. Það er þingið sem setur reglurnar. Það er því mjög áhugavert að í tillögum stjórnlagaráðs er fyrsta greinin á þann hátt að Ísland sé lýðveldi með þingræðisstjórn. Einhverjum gæti fundist þetta litlu skipta, en þessi eina breyting fjarlægir stjórnarfyrirkomulagið frá lýðræði og festir í sessi vald hinna fáu. Með þessari breytingu fellur niður aðskilnaður framkvæmda- og löggjafarvalds, nokkuð sem er talið hornsteinn í raunverulegu lýðræðisþjóðfélagi. Í þingræði á þingið að ráða, en þegar við horfum til þess að eftir kosningar koma einstaklingar sér saman um meirihluta á þingi og svíkja auðveldlega loforð sín fyrir valdið, þá sitjum við uppi með ríkisstjórn sem fer með allt vald í nafni meirihluta. Þegar svo horft er til hinnar erfiðu leiðar fyrir nýtt afl inn á þing, þá erum við að horfa á fyrirkomulag þar sem fámenn valdastétt skiptist á að fara með völdin, en við almenningur höfum ekkert með það að gera. Með þessum breytingum er búið að þjappa valdinu saman á einn stað og leiðin til einræðis hefur opnast. Ég hvet alla til að lesa drögin að nýju stjórnarskránni sem liggja fyrir því þau eru slík aðför að lýðræðinu að nær ekki nokkurri átt. Þó haldið sé að okkur eiturpillum eins og þjóðaratkvæðisákvæði og neitunarvaldi forseta, þá eru þessir þættir bundnir slíkum takmörkunum að þeir verða aðeins táknrænir. Við lifum á viðsjárverðum tímum og við verðum að gæta okkar. Ef við hugum ekki að lýðræðinu, mun frelsið frá okkur tekið og án þess eigum við enga framtíð. Við almenningur höfum þurft að þola mikið frá árinu 2008, en okkur sem ekki fengum að njóta ávaxta hins svokallaða góðæris hefur verið gert að bera byrðarnar. Okkur almenningi hefur verið ýtt í svaðið og með brellum erum við leidd til framtíðar sem er okkur þvert um geð. Okkur er boðið fullveldisafsal og innganga í sambandsríki þar sem „vinirnir" fá allt, en aðrir verða að taka því sem fellur af borðum. Okkur er boðin þjóðfélagsskipan þar sem almenningur hefur ekkert um framtíð sína að segja, þar sem lýðræðið er fótum troðið og frelsið skammtað af þeim sem ráða. Það er kominn tími til að almenningur rísi upp og taki framtíðina í sínar hendur. Það er kominn tími til að almenningur hætti að láta blekkja sig með innihaldslausum loforðum. Það er kominn tími til að almenningur segi stopp, hingað og ekki lengra.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun