
Hafið: Vagga lífsins og fjöregg Íslands
Árangur Íslendinga á þessu sviði og augljósir hagsmunir okkar hafa valdið því að tekið er mark á Íslandi í alþjóðlegri umræðu um málefni hafsins. Íslendingar voru brautryðjendur í útfærslu landhelgi og lögsögu, sem síðar festist í sessi í alþjóðlegum hafrétti. Síðar voru íslensk stjórnvöld í fararbroddi í alþjóðlegri umræðu um mengun hafsins. Margt hefur áunnist á þessum sviðum, en málefni hafsins eru í brennidepli sem aldrei fyrr. Með vaxandi álagi á vistkerfi þurrlendisins beinast sjónir margra að auðlindum og tækifærum sem leynast í höfunum. Þau þekja 70% af jörðinni, en við þekkjum lífríki þeirra ekki til hlítar og eigum langt í land bæði með að vernda þau sem skyldi og nýta auðæfi þeirra á skynsamlegan og sjálfbæran hátt.
Ofveiði er víða vandamál, ekki síst hjá mörgum þróunarríkjum sem eru illa í stakk búin að nýta fiskistofna sína á sjálfbæran hátt og samkvæmt vísindalegri þekkingu. Mengun er víða alvarleg ógn, ekki síst í innhöfum og grunnsævi undan þéttbýlum strandsvæðum. Kóralrif og önnur lífauðug vistkerfi eiga mjög undir högg að sækja vegna mengunar, loftslagsbreytinga og skemmda af völdum skaðlegra veiðiaðferða. Vaxandi sókn er í olíu á hafsbotni, sem er stundum dýru verði keypt eins og olíuslysið á Mexíkóflóa árið 2010 sýndi glöggt.
Í stefnumótun um málefni hafanna er í vaxandi mæli horft til þess að samræma ólíka þætti í takt við fjölbreytta nýtingu á auðlindum sjávar og aukinn skilning á vistkerfinu. Samþætting umhverfisverndar og sjálfbærrar nýtingar er þar lykillinn að árangri. Það er rangt og skaðlegt að líta á vernd og nýtingu sem andstæður. Við okkur Íslendingum blasa fjölbreyttari not á auðlindum hafsins. Fiskeldi mun líklega fara vaxandi. Víða er hægt að nýta þang og kalkþörunga. Sjávarfallavirkjanir eru komnar á teikniborðið. Fjölbreytt og stórbrotin strandlengja Íslands er auðlind ferðaþjónustunnar ekki síður en víðerni hálendisins. Hvala- og selaskoðun skilar tekjum og styrkir byggðir. Á sama tíma skjóta nýjar ógnir upp kollinum, svo sem súrnun sjávar vegna losunar koldíoxíðs og möguleiki á stórauknum olíuflutningum nálægt Íslandsströndum. Allt þetta kallar á virka stefnumörkun Íslands í málefnum hafsins heima fyrir og öflugan málflutning á alþjóðasviðinu. Þar dugar ekki að orna sér við gamla sigra.
Stundum er eins og gjá sé á milli stefnu um nýtingu auðlinda hafsins annars vegar og um umhverfis- og náttúruvernd hins vegar. Slíkt gengur einfaldlega ekki. Vernd og nýting auðlinda hafsins eru tvær hliðar á sama peningi. Ísland þarf að vera öflugur málsvari umhverfisverndar á höfunum, hvort sem litið er til mengunar, loftslagsbreytinga eða verndar verðmætra vistkerfa. Ísland á einnig að beita sér fyrir sjónarmiðum sjálfbærrar nýtingar á heimamiðum, í viðræðum um flökkustofna og í þróunaraðstoð. Höfin geta verið gullkista allra jarðarbúa, en einungis ef við gætum vel að því að skilja vistkerfi þeirra og vernda lífríkið. Ísland á að setja metnað sinn í að vera leiðandi í þeirri umræðu.
Skoðun

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar