Ólína, berðu í borðið! Lýður Árnason skrifar 15. maí 2012 06:00 Ólína Þorvarðardóttir hefur verið einn öflugasti talsmaður þingsins fyrir breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Hún hefur boðið stórútgerðinni birginn og haldið á lofti loforðum ríkisstjórnarinnar um afnám ríkjandi einokunar á fiskimiðunum, einokun sem staðið hefur í hartnær 30 ár. En nú skýtur skökku við. Ólína vegsamar nýtt kvótafrumvarp um fiskveiðistjórn og segir það rjúfa ótímabundinn eignarétt núverandi kvótahafa á aflaheimildum sem verða innkallaðar á einu bretti og nýtingin einskorðuð við 20 ár. En gildra þessa frumvarps er þessi: Ekki er hægt að breyta stjórn fiskveiða fyrr en að fimm árum liðnum. Eftir það fá útgerðir fimmtán ára aðlögunartíma. Ákveði ríkisstjórn eftir fimm ár að breyta kerfinu þarf hún eða ríkisstjórn sama sinnis að vera endurkosin þrisvar til að geta framfylgt breytingunni. Annars er eins víst að ný ríkisstjórn taki til sinna ráða og ákveði eitthvað annað. Þar með framlengist nýtingartíminn um önnur fimmtán ár og svo koll af kolli. Sú fullyrðing Ólínu um að nýting núverandi kvótahafa einskorðist við 20 ár er því í meira lagi hæpin. Innköllun aflaheimilda til þess eins að úthluta þeim aftur til fyrri kvótahafa er ósönn. Frumvarpið gerir ráð fyrir 20 ára nýtingarsamningum við núverandi kvótahafa, í dag er aflaheimildum úthlutað til eins árs í senn. Þessi nýja tilhögun bindur því hendur ráðherra til 20 ára í stað eins árs og hlýtur að auka en ekki minnka líkur á skaðabótaskyldu ríkisins verði lögum breytt eða stjórnarskrá. Og þó kvótahöfum sé gert að viðurkenna þjóðareign fiskimiðanna er þeim fengin einokunaraðstaða að auðlindinni sem er í trássi við jafnræði og atvinnufrelsi, einmitt það sem ríkisstjórnin vildi innleiða í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ. Fullyrðing Ólínu um að frumvarpið tryggi að aflaheimildir séu í þjóðareign er ekkert umfram það sem þegar stendur í lögum um stjórn fiskveiða en þar segir í fyrstu grein: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Ólína segir líka að frumvarpið tryggi að nýting fiskimiðanna byggist ekki á eignarhaldi heldur tímabundnum nýtingarrétti. Þetta er sömuleiðis að finna í fyrstu greininni sem endar svona: Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Að mínu mati endurspeglar afstaða Ólínu því ekki ávinning heldur eftirgjöf í felubúningi. Önnur meginmarkmið stjórnarflokkanna í fiskveiðistjórn voru hömlun á kvótaframsali, uppboð aflaheimilda með almennu aðgengi og frjálsar strandveiðar. Allt marklaust og í raun er þessi ríkisstjórn að framfylgja stefnu fyrri ríkisstjórnar í forhertri mynd og afhendir með þessu frumvarpi núverandi kvótahöfum áframhaldandi einokun að auðlindinni til 20 ára eða lengur. Trúi vart að Ólína Þorvarðardóttir taki þátt í þessum skollaleik, hvet hana til að berja í borðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir hefur verið einn öflugasti talsmaður þingsins fyrir breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Hún hefur boðið stórútgerðinni birginn og haldið á lofti loforðum ríkisstjórnarinnar um afnám ríkjandi einokunar á fiskimiðunum, einokun sem staðið hefur í hartnær 30 ár. En nú skýtur skökku við. Ólína vegsamar nýtt kvótafrumvarp um fiskveiðistjórn og segir það rjúfa ótímabundinn eignarétt núverandi kvótahafa á aflaheimildum sem verða innkallaðar á einu bretti og nýtingin einskorðuð við 20 ár. En gildra þessa frumvarps er þessi: Ekki er hægt að breyta stjórn fiskveiða fyrr en að fimm árum liðnum. Eftir það fá útgerðir fimmtán ára aðlögunartíma. Ákveði ríkisstjórn eftir fimm ár að breyta kerfinu þarf hún eða ríkisstjórn sama sinnis að vera endurkosin þrisvar til að geta framfylgt breytingunni. Annars er eins víst að ný ríkisstjórn taki til sinna ráða og ákveði eitthvað annað. Þar með framlengist nýtingartíminn um önnur fimmtán ár og svo koll af kolli. Sú fullyrðing Ólínu um að nýting núverandi kvótahafa einskorðist við 20 ár er því í meira lagi hæpin. Innköllun aflaheimilda til þess eins að úthluta þeim aftur til fyrri kvótahafa er ósönn. Frumvarpið gerir ráð fyrir 20 ára nýtingarsamningum við núverandi kvótahafa, í dag er aflaheimildum úthlutað til eins árs í senn. Þessi nýja tilhögun bindur því hendur ráðherra til 20 ára í stað eins árs og hlýtur að auka en ekki minnka líkur á skaðabótaskyldu ríkisins verði lögum breytt eða stjórnarskrá. Og þó kvótahöfum sé gert að viðurkenna þjóðareign fiskimiðanna er þeim fengin einokunaraðstaða að auðlindinni sem er í trássi við jafnræði og atvinnufrelsi, einmitt það sem ríkisstjórnin vildi innleiða í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ. Fullyrðing Ólínu um að frumvarpið tryggi að aflaheimildir séu í þjóðareign er ekkert umfram það sem þegar stendur í lögum um stjórn fiskveiða en þar segir í fyrstu grein: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Ólína segir líka að frumvarpið tryggi að nýting fiskimiðanna byggist ekki á eignarhaldi heldur tímabundnum nýtingarrétti. Þetta er sömuleiðis að finna í fyrstu greininni sem endar svona: Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Að mínu mati endurspeglar afstaða Ólínu því ekki ávinning heldur eftirgjöf í felubúningi. Önnur meginmarkmið stjórnarflokkanna í fiskveiðistjórn voru hömlun á kvótaframsali, uppboð aflaheimilda með almennu aðgengi og frjálsar strandveiðar. Allt marklaust og í raun er þessi ríkisstjórn að framfylgja stefnu fyrri ríkisstjórnar í forhertri mynd og afhendir með þessu frumvarpi núverandi kvótahöfum áframhaldandi einokun að auðlindinni til 20 ára eða lengur. Trúi vart að Ólína Þorvarðardóttir taki þátt í þessum skollaleik, hvet hana til að berja í borðið.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun