Enn um sæstreng Valdimar K. Jónsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Greinar Magnúsar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, í Fréttablaðinu 26. apríl og 9. maí 2012 eru athyglisverðar. Þar kemur fram að sæstrengur frá Íslandi til Bretlands standi ekki fjárhagslega undir sér, en þó væri hægt að réttlæta lagningu strengsins vegna breytinga á forsendum sem komið hafa fram á undanförnum árum. Nefnir hann m.a. „aukna spurn eftir endurnýjanlegri orku, markmið Evrópusambandsins 2020, hátt raforkuverð og spár um frekari hækkanir auk almennra tækniframfara" o.fl. á þessum nótum. Kannski er eitthvað af þessu líklegt en ekkert er fast í hendi. Ég er þeirrar skoðunar að hagkvæmni svo stórrar framkvæmdar sem sæstrengur til Bretlands er, þurfi að liggja fyrir áður en ákvörðun er tekin, en ekki aðeins í formi óskhyggju og/eða trúar á einhverja tiltekna framtíðarþróun. Þegar ákvörðun var tekin á sínum tíma um byggingu Kárahnjúkavirkjunar, þá hafði verið gengið frá samningum til langs tíma um sölu á mestum hluta orkunnar frá virkjuninni. Umræddur sæstrengur er kostnaðarlega miklu stærri framkvæmd en Kárahnjúkavirkjun sem hingað til er talin stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl 2012 óskaði ég eftir því að Landsvirkjun birti kostnað og aðrar upplýsingar um sæstreng til Bretlands. Þar er ég að tala um heildarkostnað við flutningsvirki, þar sem tekið væri tillit til allra nauðsynlegra framkvæmda svo og rekstrarkostnaðar, kostnaðar við fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir í bilanatilvikum. Landsvirkjun hefur enn ekki séð ástæðu til að svara athugasemdum mínum, þrátt fyrir að ég hafi ítrekað þær í einkapósti 4. maí 2012 til formanns stjórnar Landsvirkjunar, Bryndísar Hlöðversdóttur. Morgunblaðið hefur eftir forstjóra Landsvirkjunar eftir ársfund 2012: „Lagning sæstrengs til Evrópu gæti stórbætt lífskjör á Íslandi. Mikilvægt væri að skapa sátt um þetta verkefni því það er ekki einkamál orkufyrirtækjanna á Íslandi." Í seinni grein Magnúsar kemur fram hugsanleg þróun raforkusölu Landsvirkjunar fram til 2025, þar sem sæstrengur væri kominn í notkun 2018. Er þetta ekki allt of stuttur fyrirvari? Landsvirkjun hefur leitt hjá sér að svara spurningum mínum og leiðir þannig hjá sér að taka þátt í opnum skoðanaskiptum um framkvæmdina eins og hún hefur margsinnis lýst yfir. Fyrirtækið hefur verið að vinna að undirbúningi í liðlega tvö ár svo það hlýtur að vera til fullt af upplýsingum og niðurstöðum, sem mætti birta opinberlega. Hrunið kenndi okkur að ákvarðanir um stórar framkvæmdir eins og sæstreng mega alls ekki vera á hendi örfárra einstaklinga. Þeir gætu tekið upp á því að loka sig af í vistarverum ríkiskerfisins og birta aðeins við og við reifarakenndar vangaveltur um eitthvað allt annað en kjarna máls. Næsta stórframkvæmd í orkumálum verður bara að ganga upp, annars förum við öll endanlega á hausinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? Evrópusambandið hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar endurnýjanlega orku og hyggst sambandið stórauka raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. 9. maí 2012 11:00 Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. 26. apríl 2012 06:00 Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Greinar Magnúsar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, í Fréttablaðinu 26. apríl og 9. maí 2012 eru athyglisverðar. Þar kemur fram að sæstrengur frá Íslandi til Bretlands standi ekki fjárhagslega undir sér, en þó væri hægt að réttlæta lagningu strengsins vegna breytinga á forsendum sem komið hafa fram á undanförnum árum. Nefnir hann m.a. „aukna spurn eftir endurnýjanlegri orku, markmið Evrópusambandsins 2020, hátt raforkuverð og spár um frekari hækkanir auk almennra tækniframfara" o.fl. á þessum nótum. Kannski er eitthvað af þessu líklegt en ekkert er fast í hendi. Ég er þeirrar skoðunar að hagkvæmni svo stórrar framkvæmdar sem sæstrengur til Bretlands er, þurfi að liggja fyrir áður en ákvörðun er tekin, en ekki aðeins í formi óskhyggju og/eða trúar á einhverja tiltekna framtíðarþróun. Þegar ákvörðun var tekin á sínum tíma um byggingu Kárahnjúkavirkjunar, þá hafði verið gengið frá samningum til langs tíma um sölu á mestum hluta orkunnar frá virkjuninni. Umræddur sæstrengur er kostnaðarlega miklu stærri framkvæmd en Kárahnjúkavirkjun sem hingað til er talin stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl 2012 óskaði ég eftir því að Landsvirkjun birti kostnað og aðrar upplýsingar um sæstreng til Bretlands. Þar er ég að tala um heildarkostnað við flutningsvirki, þar sem tekið væri tillit til allra nauðsynlegra framkvæmda svo og rekstrarkostnaðar, kostnaðar við fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir í bilanatilvikum. Landsvirkjun hefur enn ekki séð ástæðu til að svara athugasemdum mínum, þrátt fyrir að ég hafi ítrekað þær í einkapósti 4. maí 2012 til formanns stjórnar Landsvirkjunar, Bryndísar Hlöðversdóttur. Morgunblaðið hefur eftir forstjóra Landsvirkjunar eftir ársfund 2012: „Lagning sæstrengs til Evrópu gæti stórbætt lífskjör á Íslandi. Mikilvægt væri að skapa sátt um þetta verkefni því það er ekki einkamál orkufyrirtækjanna á Íslandi." Í seinni grein Magnúsar kemur fram hugsanleg þróun raforkusölu Landsvirkjunar fram til 2025, þar sem sæstrengur væri kominn í notkun 2018. Er þetta ekki allt of stuttur fyrirvari? Landsvirkjun hefur leitt hjá sér að svara spurningum mínum og leiðir þannig hjá sér að taka þátt í opnum skoðanaskiptum um framkvæmdina eins og hún hefur margsinnis lýst yfir. Fyrirtækið hefur verið að vinna að undirbúningi í liðlega tvö ár svo það hlýtur að vera til fullt af upplýsingum og niðurstöðum, sem mætti birta opinberlega. Hrunið kenndi okkur að ákvarðanir um stórar framkvæmdir eins og sæstreng mega alls ekki vera á hendi örfárra einstaklinga. Þeir gætu tekið upp á því að loka sig af í vistarverum ríkiskerfisins og birta aðeins við og við reifarakenndar vangaveltur um eitthvað allt annað en kjarna máls. Næsta stórframkvæmd í orkumálum verður bara að ganga upp, annars förum við öll endanlega á hausinn.
Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? Evrópusambandið hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar endurnýjanlega orku og hyggst sambandið stórauka raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. 9. maí 2012 11:00
Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. 26. apríl 2012 06:00
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar