Tannpínusjúklingar nútímans Ingimar Einarsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Undanfarin misseri hefur ástandið í tannheilsumálum þjóðarinnar verið til umræðu á opinberum vettvangi. Á málþingi sem samtökin Barnaheill stóðu nýlega fyrir var yfirskriftin „Heilbrigðar tennur: Mannréttindi eða forréttindi?" Þar kom fram að tannskemmdir meðal barna og unglinga hér á landi eru mun meiri en í nágrannalöndunum og ástandið hefur snarversnað sl. áratug. Það vakti sömuleiðis athygli að þegar Stokkhólmsútibú alþjóðlegu ráðgjafastofunnar „The Boston Consulting Group" skilaði skýrslu sinni til velferðarráðherra haustið 2011 reyndist fjöldi tannlækna á íbúa vera meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Norrænn samanburðurÁrið 2007 réðst Norræna ráðherranefndin í rannsókn á gæðaþróun og öryggi sjúklinga í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Þessi athugun náði m.a. til munn- og tannhirðu íbúa þessa heimshluta. Í skýrslu um niðurstöður hennar er að finna fróðlegar upplýsingar um ástandið í tannheilsumálum íslensku þjóðarinnar samanborið við stöðuna í grannlöndum okkar. Þar kemur fram, eins og sjá má á mynd 1, að tannheilsa 12 ára barna er mun lakari á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Aðrar mælingar og viðmið eins og SiC-viðmiðið eða „Significant Caries Index" segja sömu sögu um tannheilsu barna og unglinga. Tannheilsa aldraðra er heldur ekki góð. Samkvæmt norrænu rannsókninni voru 33% í aldurshópnum 65-74 ára með 20 eða fleiri heilar tennur árið 2007. Í Noregi er þetta hlutfall hæst eða 66%. Sviptingar í tannheilsuMynd 1.Tannheilsa þjóðarinnar var mjög bágborin langt fram eftir 20. öldinni. Halldór Laxness hélt því fram á þriðja áratugnum að tannpínusjúklingar væru stærsti flokkur landsins og undraðist að það skyldi látið viðgangast umtölulaust að stjórnarmeirihlutann skipuðu langþjáðir tannpínumenn. Um miðja öldina voru starfandi 25 tannlæknar í landinu og af þeim voru aðeins 3 starfandi utan suðvesturhornsins. Skólatannlækningar, sem hófust í Reykjavík 1922, efldust á 8. og 9. áratugnum og forvarnir fengu meira vægi í tannlæknaþjónustunni. Á síðustu áratugum aldarinnar var árangur íslenskrar tannheilbrigðisþjónustu orðinn sambærilegur við það sem best gerðist meðal norrænna þjóða. Árið 1996 var tannátustuðull (DMFT) 12 ára barna kominn niður í 1,5 og um aldamótin síðustu þótti því gerlegt að setja sér það markmið að hann yrði orðinn 1,0 árið 2010. Breytt skipulag tannlækninga ásamt breyttu mataræði og lífsháttum hefur orðið til þess að tannheilsa barna og unglinga fer nú þverrandi með hverju árinu sem líður. "Ábyrgð“ á herðar foreldraÍ kjölfar breyttrar löggjafar um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga 1990 var foreldrum gert að greiða vaxandi hlut af kostnaði við tannlækningar barna. Álit Samkeppnisráðs árið 1996 um aðgerðir til að tryggja jöfn samkeppnisskilyrði skólatannlækna og einkatannlækna átti sömuleiðis sinn þátt í að skólatannlækningar liðu endanlega undir lok árið 2002. Stjórnvöldum bauðst tækifæri til að draga úr útgjöldum ríkisins vegna tannlækninga og tannlæknar, sem lítinn áhuga höfðu á samningsgerð, skelltu í góm og hafa síðan einbeitt sér að því að veita þeim þjónustu sem geta borgað fyrir hana. Það sem af er þessari öld hafa ekki náðst samningar milli tannlækna og heilbrigðisyfirvalda um fjárframlög hins opinbera til tannlæknaþjónustu. Fyrir utan samninga um forvarnarskoðanir á tönnum 3, 6 og 12 ára barna. Er nú svo komið að Íslendingar greiða sjálfir yfir 80% af tannlæknakostnaði úr eigin vasa. Sá þáttur heilbrigðiskerfisins sem snýr að tannlækningum getur því varla talist af félagslegum toga. Einfaldlega vegna þess að til þess að svo sé mega bein útgjöld einstaklinga aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Kerfisbreytingar?Það er svo áleitin spurning hvort svipaðar eðlisbreytingar séu að eiga sér stað á öðrum þáttum heilbrigðiskerfisins þegar litið er til þess hvað fólk með alvarleg heilsufarsvandmál er að greiða mikið úr eigin vasa fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu. Það er líka freistandi að skilja tilboð um sjúkdómatryggingar dagsins sem eins konar birtingarmynd fyrir það sem hugsanlega gæti gerst í heilbrigðismálum á næstu misserum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Skoðanir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur ástandið í tannheilsumálum þjóðarinnar verið til umræðu á opinberum vettvangi. Á málþingi sem samtökin Barnaheill stóðu nýlega fyrir var yfirskriftin „Heilbrigðar tennur: Mannréttindi eða forréttindi?" Þar kom fram að tannskemmdir meðal barna og unglinga hér á landi eru mun meiri en í nágrannalöndunum og ástandið hefur snarversnað sl. áratug. Það vakti sömuleiðis athygli að þegar Stokkhólmsútibú alþjóðlegu ráðgjafastofunnar „The Boston Consulting Group" skilaði skýrslu sinni til velferðarráðherra haustið 2011 reyndist fjöldi tannlækna á íbúa vera meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Norrænn samanburðurÁrið 2007 réðst Norræna ráðherranefndin í rannsókn á gæðaþróun og öryggi sjúklinga í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Þessi athugun náði m.a. til munn- og tannhirðu íbúa þessa heimshluta. Í skýrslu um niðurstöður hennar er að finna fróðlegar upplýsingar um ástandið í tannheilsumálum íslensku þjóðarinnar samanborið við stöðuna í grannlöndum okkar. Þar kemur fram, eins og sjá má á mynd 1, að tannheilsa 12 ára barna er mun lakari á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Aðrar mælingar og viðmið eins og SiC-viðmiðið eða „Significant Caries Index" segja sömu sögu um tannheilsu barna og unglinga. Tannheilsa aldraðra er heldur ekki góð. Samkvæmt norrænu rannsókninni voru 33% í aldurshópnum 65-74 ára með 20 eða fleiri heilar tennur árið 2007. Í Noregi er þetta hlutfall hæst eða 66%. Sviptingar í tannheilsuMynd 1.Tannheilsa þjóðarinnar var mjög bágborin langt fram eftir 20. öldinni. Halldór Laxness hélt því fram á þriðja áratugnum að tannpínusjúklingar væru stærsti flokkur landsins og undraðist að það skyldi látið viðgangast umtölulaust að stjórnarmeirihlutann skipuðu langþjáðir tannpínumenn. Um miðja öldina voru starfandi 25 tannlæknar í landinu og af þeim voru aðeins 3 starfandi utan suðvesturhornsins. Skólatannlækningar, sem hófust í Reykjavík 1922, efldust á 8. og 9. áratugnum og forvarnir fengu meira vægi í tannlæknaþjónustunni. Á síðustu áratugum aldarinnar var árangur íslenskrar tannheilbrigðisþjónustu orðinn sambærilegur við það sem best gerðist meðal norrænna þjóða. Árið 1996 var tannátustuðull (DMFT) 12 ára barna kominn niður í 1,5 og um aldamótin síðustu þótti því gerlegt að setja sér það markmið að hann yrði orðinn 1,0 árið 2010. Breytt skipulag tannlækninga ásamt breyttu mataræði og lífsháttum hefur orðið til þess að tannheilsa barna og unglinga fer nú þverrandi með hverju árinu sem líður. "Ábyrgð“ á herðar foreldraÍ kjölfar breyttrar löggjafar um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga 1990 var foreldrum gert að greiða vaxandi hlut af kostnaði við tannlækningar barna. Álit Samkeppnisráðs árið 1996 um aðgerðir til að tryggja jöfn samkeppnisskilyrði skólatannlækna og einkatannlækna átti sömuleiðis sinn þátt í að skólatannlækningar liðu endanlega undir lok árið 2002. Stjórnvöldum bauðst tækifæri til að draga úr útgjöldum ríkisins vegna tannlækninga og tannlæknar, sem lítinn áhuga höfðu á samningsgerð, skelltu í góm og hafa síðan einbeitt sér að því að veita þeim þjónustu sem geta borgað fyrir hana. Það sem af er þessari öld hafa ekki náðst samningar milli tannlækna og heilbrigðisyfirvalda um fjárframlög hins opinbera til tannlæknaþjónustu. Fyrir utan samninga um forvarnarskoðanir á tönnum 3, 6 og 12 ára barna. Er nú svo komið að Íslendingar greiða sjálfir yfir 80% af tannlæknakostnaði úr eigin vasa. Sá þáttur heilbrigðiskerfisins sem snýr að tannlækningum getur því varla talist af félagslegum toga. Einfaldlega vegna þess að til þess að svo sé mega bein útgjöld einstaklinga aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Kerfisbreytingar?Það er svo áleitin spurning hvort svipaðar eðlisbreytingar séu að eiga sér stað á öðrum þáttum heilbrigðiskerfisins þegar litið er til þess hvað fólk með alvarleg heilsufarsvandmál er að greiða mikið úr eigin vasa fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu. Það er líka freistandi að skilja tilboð um sjúkdómatryggingar dagsins sem eins konar birtingarmynd fyrir það sem hugsanlega gæti gerst í heilbrigðismálum á næstu misserum.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun