Landspítali í Fossvog Ólafur Örn Arnarson skrifar 16. maí 2012 06:00 Við sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala í eina stofnun á árinu 2000 var farið að skoða möguleika á hvernig ætti að fara í þetta mál. Fengnir voru ráðgjafar frá Kaupmannahöfn en þeir þekktu mjög vel til hér vegna fyrri heimsókna. Eftir að hafa skoðað málin og rætt við fjölda yfirmanna hinna ýmsu deilda var niðurstaða þeirra mjög skýr. Ráðgjafarnir dæmdu húsnæði Landspítala við Hringbraut algerlega úrelt og óhæft til frambúðar. Hins vegar væri spítalabygging í Fossvogi mun betri og væri hægt að byggja við 30 þúsund fermetra þess húss og stækka um helming og byggja þar aðra 30 þúsund fermetra til viðbótar. Það væri hægt að byggja mun hærra til lofts vegna þess að flugvöllurinn væri þar ekkert fyrir eins og væri hins vegar við Hringbraut en þar væri ekki hægt að byggja meira en 4 hæða byggingar. Í Fossvogi væri hins vegar ekkert mál að byggja 9-10 hæða byggingar þar sem nýtingin væri svo miklu betri og byggingarnar ódýrari. Staðsetningin í Fossvogi er svo miklu betri umferðarlega að við erum mjög nálægt miðju borgarsvæðinu. Við Hringbraut er ástandið miklu verra. Kostnaður við nauðsynlegar breytingar vegna lagnar ýmissa mannvirkja að kostnaðurinn er upp á marga milljarða króna. Það virðist vera mjög stórt mál að ekki megi byggja neitt nema einbýli í spítalabyggingum. Þannig er nú að í húsinu í Fossvogi eru nú þegar mörg einbýli en þar fyrir utan eru flestar stofur tvíbýli. Nú er það svo að meðal legutími, vegna breytinga á skurðtækni, hefur styst mjög og er nú kominn niður í 2-3 daga. Í húsinu sem verður byggt til viðbótar í Fossvogi er sjálfsagt að hafa eintóm einbýli. Þær tillögur sem nú liggja fyrir um byggingar við Hringbraut eru að byggðar séu 60-70 þúsund fermetra byggingar þar. Kostnaður er sjálfsagt helmingi meiri en byggingin sem leysir mál bygginganna í Fossvogi. Í þessu sambandi erum við tala um nokkra tugi milljarða, þ.e. hvort okkur dugi ein Hörpubygging eða hvort við þurfum tvær. Ástandið í þjóðfélaginu er þannig að við verðum að koma okkur ofan úr skýjunum og niður á jörðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Við sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala í eina stofnun á árinu 2000 var farið að skoða möguleika á hvernig ætti að fara í þetta mál. Fengnir voru ráðgjafar frá Kaupmannahöfn en þeir þekktu mjög vel til hér vegna fyrri heimsókna. Eftir að hafa skoðað málin og rætt við fjölda yfirmanna hinna ýmsu deilda var niðurstaða þeirra mjög skýr. Ráðgjafarnir dæmdu húsnæði Landspítala við Hringbraut algerlega úrelt og óhæft til frambúðar. Hins vegar væri spítalabygging í Fossvogi mun betri og væri hægt að byggja við 30 þúsund fermetra þess húss og stækka um helming og byggja þar aðra 30 þúsund fermetra til viðbótar. Það væri hægt að byggja mun hærra til lofts vegna þess að flugvöllurinn væri þar ekkert fyrir eins og væri hins vegar við Hringbraut en þar væri ekki hægt að byggja meira en 4 hæða byggingar. Í Fossvogi væri hins vegar ekkert mál að byggja 9-10 hæða byggingar þar sem nýtingin væri svo miklu betri og byggingarnar ódýrari. Staðsetningin í Fossvogi er svo miklu betri umferðarlega að við erum mjög nálægt miðju borgarsvæðinu. Við Hringbraut er ástandið miklu verra. Kostnaður við nauðsynlegar breytingar vegna lagnar ýmissa mannvirkja að kostnaðurinn er upp á marga milljarða króna. Það virðist vera mjög stórt mál að ekki megi byggja neitt nema einbýli í spítalabyggingum. Þannig er nú að í húsinu í Fossvogi eru nú þegar mörg einbýli en þar fyrir utan eru flestar stofur tvíbýli. Nú er það svo að meðal legutími, vegna breytinga á skurðtækni, hefur styst mjög og er nú kominn niður í 2-3 daga. Í húsinu sem verður byggt til viðbótar í Fossvogi er sjálfsagt að hafa eintóm einbýli. Þær tillögur sem nú liggja fyrir um byggingar við Hringbraut eru að byggðar séu 60-70 þúsund fermetra byggingar þar. Kostnaður er sjálfsagt helmingi meiri en byggingin sem leysir mál bygginganna í Fossvogi. Í þessu sambandi erum við tala um nokkra tugi milljarða, þ.e. hvort okkur dugi ein Hörpubygging eða hvort við þurfum tvær. Ástandið í þjóðfélaginu er þannig að við verðum að koma okkur ofan úr skýjunum og niður á jörðina.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar