Komum mynd á mannréttindi Anna Kristinsdóttir skrifar 16. maí 2012 06:00 Í dag 16. maí er mannréttindadagur Reykjavíkurborgar en þennan dag árið 2006 var mannréttindastefna borgarinnar samþykkt. Á þessum degi heiðra Reykvíkingar alla þá sem vinna í þágu mannréttinda og verðlauna um leið einn einstakling, félag eða stofnun sem hefur staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa með eftirtektarverðum hætti. Sem betur fer er valið erfitt því margir vinna ötullega að því að bæta stöðu þeirra sem standa halloka í samfélaginu. Við sem störfum hjá borginni og borgarbúar erum þakklát þessu fólki. Með því að gera 16. maí að sérstökum mannréttindadegi minna Reykvíkingar á að Reykjavíkurborg hefur einsett sér að standa í fylkingarbrjósti þeirra sem opinberlega gæta mannréttinda. Til að ná því markmiði hefur m.a. verið opnuð sérstök vefsíða tileinkuð mannréttindum (mannrettindi.reykjavik.is) en henni er ætlað að setja mannréttindastefnu Reykjavíkur fram á einfaldan og skýran hátt og að auðvelda borgarbúum að sækja rétt sinn ef þeir telja á sér brotið. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar var stofnað til að fylgja eftir mannréttindastefnunni. Mannréttindaskrifstofa var jafnhliða sett á fót en hún gætir þess að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, fötlunar eða heilsufars hjá Reykjavíkurborg. Með mannréttindastefnunni var lögð áhersla á að mynda heildstæða sýn í þágu borgarbúa, því mörg tilheyrum við fleiri en einum þeirra hópa sem stefnan nær til. Í dag hefst ljósmyndasamkeppni, á vegum mannréttindaskrifstofunnar, undir slagorðinu „Komum mynd á mannréttindi". Markmið hennar er að vekja athygli á mannréttindum og mikilvægi þess að borgarbúum sé ekki mismunað. Fyrst verður forkeppni á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar og eru allir hvattir til að velja öflugustu myndirnar. Þær myndir sem mest er „líkað við", komast á sýningu sem opnuð verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á gleðidaginn 11. ágúst. Þriggja manna dómnefnd mun síðan velja þær þrjár myndir sem skýrast endurspegla kröfuna um mannréttindi. Allar upplýsingar um keppnina er að finna á nýrri vefsíðu Reykjavíkurborgar um mannréttindi og á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar. Mannréttindi verða einungis raunveruleg í samskiptum okkar og athöfnum. Það setur þá skyldu á herðar allra að við virðum mannréttindi. Mannréttindi færa einstaklingum jafnréttindi og virðingu. Þau eru einnig vernd gegn fordómum og ofbeldi. Þess vegna þurfum við öll að axla ábyrgð og berjast gegn fordómum og mismunun og fyrir mannréttindum. Nelson Mandela orðaði þetta svo fallega þegar hann sagði „að vera frjáls snýst ekki einvörðungu um að kasta af sér hlekkjunum heldur snýst það um að virða og efla frelsi annarra". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í dag 16. maí er mannréttindadagur Reykjavíkurborgar en þennan dag árið 2006 var mannréttindastefna borgarinnar samþykkt. Á þessum degi heiðra Reykvíkingar alla þá sem vinna í þágu mannréttinda og verðlauna um leið einn einstakling, félag eða stofnun sem hefur staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa með eftirtektarverðum hætti. Sem betur fer er valið erfitt því margir vinna ötullega að því að bæta stöðu þeirra sem standa halloka í samfélaginu. Við sem störfum hjá borginni og borgarbúar erum þakklát þessu fólki. Með því að gera 16. maí að sérstökum mannréttindadegi minna Reykvíkingar á að Reykjavíkurborg hefur einsett sér að standa í fylkingarbrjósti þeirra sem opinberlega gæta mannréttinda. Til að ná því markmiði hefur m.a. verið opnuð sérstök vefsíða tileinkuð mannréttindum (mannrettindi.reykjavik.is) en henni er ætlað að setja mannréttindastefnu Reykjavíkur fram á einfaldan og skýran hátt og að auðvelda borgarbúum að sækja rétt sinn ef þeir telja á sér brotið. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar var stofnað til að fylgja eftir mannréttindastefnunni. Mannréttindaskrifstofa var jafnhliða sett á fót en hún gætir þess að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, fötlunar eða heilsufars hjá Reykjavíkurborg. Með mannréttindastefnunni var lögð áhersla á að mynda heildstæða sýn í þágu borgarbúa, því mörg tilheyrum við fleiri en einum þeirra hópa sem stefnan nær til. Í dag hefst ljósmyndasamkeppni, á vegum mannréttindaskrifstofunnar, undir slagorðinu „Komum mynd á mannréttindi". Markmið hennar er að vekja athygli á mannréttindum og mikilvægi þess að borgarbúum sé ekki mismunað. Fyrst verður forkeppni á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar og eru allir hvattir til að velja öflugustu myndirnar. Þær myndir sem mest er „líkað við", komast á sýningu sem opnuð verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á gleðidaginn 11. ágúst. Þriggja manna dómnefnd mun síðan velja þær þrjár myndir sem skýrast endurspegla kröfuna um mannréttindi. Allar upplýsingar um keppnina er að finna á nýrri vefsíðu Reykjavíkurborgar um mannréttindi og á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar. Mannréttindi verða einungis raunveruleg í samskiptum okkar og athöfnum. Það setur þá skyldu á herðar allra að við virðum mannréttindi. Mannréttindi færa einstaklingum jafnréttindi og virðingu. Þau eru einnig vernd gegn fordómum og ofbeldi. Þess vegna þurfum við öll að axla ábyrgð og berjast gegn fordómum og mismunun og fyrir mannréttindum. Nelson Mandela orðaði þetta svo fallega þegar hann sagði „að vera frjáls snýst ekki einvörðungu um að kasta af sér hlekkjunum heldur snýst það um að virða og efla frelsi annarra".
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun