Forseti og siðferði Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar 19. maí 2012 06:00 Í samfélögum Vesturlanda nú á dögum eru tvær valdamiðstöðvar helstar. Önnur er á vettvangi stjórnmálanna en hin í viðskiptalífinu, meðal atvinnurekenda. Hún minnir nú á sig daglega í fjölmiðlum okkar með auglýsingum útvegsmanna, sem verða þó ekki til umræðu hér. Það skiptir almenna borgara miklu hvernig samskiptum þessara tveggja miðstöðva er háttað á hverjum tíma. Þannig finnst flestum eðlilegt að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar láti sig varða gengi atvinnulífsins og jafnvel einstakra atvinnugreina ef gætt er hófs og jafnræðis og spilling kemst ekki að. Öðru máli gegnir um það þegar stjórnmálamenn fara að skipta sér af einstökum fyrirtækjum. Slíkt er bæði óviðeigandi vegna jafnræðis og felur í sér skammsýni og spillingarhættu. Gott dæmi um óheppileg afskipti stjórnmálamanna af einstökum einkafyrirtækjum felst í herferð forsætisráðherra landsins fyrir áratug gegn einu stærsta fyrirtæki landsins sem hefur notið hylli neytenda en mátti síðar lúta í duftið ásamt mörgum öðrum. Þar var ráðherrann að stíga inn á leikvöll þar sem hann átti ekki heima samkvæmt umboði þjóðarinnar. Annað dæmi gerðist þegar forseti landsins tók að vingast við tiltekna víkinga sem kenndir eru við útrás, mæra sérstaka hæfni þeirra í hástemmdum ræðum, tengja meint afrek þeirra við „rætur íslenskrar menningar" og veita þeim heiðursmerki þjóðarinnar. Um það og annað þessu tengt má lesa nánar í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010 (um forsetann sérstaklega í kafla II.4 í 8. bindi). Hvaða úrræði hefur almenningur í landinu þegar ráðamönnum verður fótaskortur með þessum hætti? Við höfum vitaskuld kjörseðilinn en það er því miður ekki nóg, eins og dæmin sanna. Annað úrræði sem okkur stendur til boða er að smíða siðareglur, leiðarljós til að skerpa vitund og viðmið, ígrundaðar reglur sem flestum þykja sjálfsagðar þegar þær eru komnar á blað en geta engu að síður haft mikil og æskileg áhrif, bæði meðan þær eru í mótun og eftir að þær taka gildi. Frambjóðendur sem gefa nú kost á sér í forsetakjöri virðast hafa mismunandi skoðanir á því hvort æskilegt sé að setja forsetaembættinu siðareglur, meðal annars með hliðsjón af reynslu fortíðarinnar. En forseti sem er meðmæltur þessu framfaramáli stuðlar þar með að því að hann og foresetaembættið verði það sameiningartákn sem sundruð og vondauf þjóð þarf á að halda um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í samfélögum Vesturlanda nú á dögum eru tvær valdamiðstöðvar helstar. Önnur er á vettvangi stjórnmálanna en hin í viðskiptalífinu, meðal atvinnurekenda. Hún minnir nú á sig daglega í fjölmiðlum okkar með auglýsingum útvegsmanna, sem verða þó ekki til umræðu hér. Það skiptir almenna borgara miklu hvernig samskiptum þessara tveggja miðstöðva er háttað á hverjum tíma. Þannig finnst flestum eðlilegt að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar láti sig varða gengi atvinnulífsins og jafnvel einstakra atvinnugreina ef gætt er hófs og jafnræðis og spilling kemst ekki að. Öðru máli gegnir um það þegar stjórnmálamenn fara að skipta sér af einstökum fyrirtækjum. Slíkt er bæði óviðeigandi vegna jafnræðis og felur í sér skammsýni og spillingarhættu. Gott dæmi um óheppileg afskipti stjórnmálamanna af einstökum einkafyrirtækjum felst í herferð forsætisráðherra landsins fyrir áratug gegn einu stærsta fyrirtæki landsins sem hefur notið hylli neytenda en mátti síðar lúta í duftið ásamt mörgum öðrum. Þar var ráðherrann að stíga inn á leikvöll þar sem hann átti ekki heima samkvæmt umboði þjóðarinnar. Annað dæmi gerðist þegar forseti landsins tók að vingast við tiltekna víkinga sem kenndir eru við útrás, mæra sérstaka hæfni þeirra í hástemmdum ræðum, tengja meint afrek þeirra við „rætur íslenskrar menningar" og veita þeim heiðursmerki þjóðarinnar. Um það og annað þessu tengt má lesa nánar í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010 (um forsetann sérstaklega í kafla II.4 í 8. bindi). Hvaða úrræði hefur almenningur í landinu þegar ráðamönnum verður fótaskortur með þessum hætti? Við höfum vitaskuld kjörseðilinn en það er því miður ekki nóg, eins og dæmin sanna. Annað úrræði sem okkur stendur til boða er að smíða siðareglur, leiðarljós til að skerpa vitund og viðmið, ígrundaðar reglur sem flestum þykja sjálfsagðar þegar þær eru komnar á blað en geta engu að síður haft mikil og æskileg áhrif, bæði meðan þær eru í mótun og eftir að þær taka gildi. Frambjóðendur sem gefa nú kost á sér í forsetakjöri virðast hafa mismunandi skoðanir á því hvort æskilegt sé að setja forsetaembættinu siðareglur, meðal annars með hliðsjón af reynslu fortíðarinnar. En forseti sem er meðmæltur þessu framfaramáli stuðlar þar með að því að hann og foresetaembættið verði það sameiningartákn sem sundruð og vondauf þjóð þarf á að halda um þessar mundir.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar