Forseti og siðferði Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar 19. maí 2012 06:00 Í samfélögum Vesturlanda nú á dögum eru tvær valdamiðstöðvar helstar. Önnur er á vettvangi stjórnmálanna en hin í viðskiptalífinu, meðal atvinnurekenda. Hún minnir nú á sig daglega í fjölmiðlum okkar með auglýsingum útvegsmanna, sem verða þó ekki til umræðu hér. Það skiptir almenna borgara miklu hvernig samskiptum þessara tveggja miðstöðva er háttað á hverjum tíma. Þannig finnst flestum eðlilegt að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar láti sig varða gengi atvinnulífsins og jafnvel einstakra atvinnugreina ef gætt er hófs og jafnræðis og spilling kemst ekki að. Öðru máli gegnir um það þegar stjórnmálamenn fara að skipta sér af einstökum fyrirtækjum. Slíkt er bæði óviðeigandi vegna jafnræðis og felur í sér skammsýni og spillingarhættu. Gott dæmi um óheppileg afskipti stjórnmálamanna af einstökum einkafyrirtækjum felst í herferð forsætisráðherra landsins fyrir áratug gegn einu stærsta fyrirtæki landsins sem hefur notið hylli neytenda en mátti síðar lúta í duftið ásamt mörgum öðrum. Þar var ráðherrann að stíga inn á leikvöll þar sem hann átti ekki heima samkvæmt umboði þjóðarinnar. Annað dæmi gerðist þegar forseti landsins tók að vingast við tiltekna víkinga sem kenndir eru við útrás, mæra sérstaka hæfni þeirra í hástemmdum ræðum, tengja meint afrek þeirra við „rætur íslenskrar menningar" og veita þeim heiðursmerki þjóðarinnar. Um það og annað þessu tengt má lesa nánar í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010 (um forsetann sérstaklega í kafla II.4 í 8. bindi). Hvaða úrræði hefur almenningur í landinu þegar ráðamönnum verður fótaskortur með þessum hætti? Við höfum vitaskuld kjörseðilinn en það er því miður ekki nóg, eins og dæmin sanna. Annað úrræði sem okkur stendur til boða er að smíða siðareglur, leiðarljós til að skerpa vitund og viðmið, ígrundaðar reglur sem flestum þykja sjálfsagðar þegar þær eru komnar á blað en geta engu að síður haft mikil og æskileg áhrif, bæði meðan þær eru í mótun og eftir að þær taka gildi. Frambjóðendur sem gefa nú kost á sér í forsetakjöri virðast hafa mismunandi skoðanir á því hvort æskilegt sé að setja forsetaembættinu siðareglur, meðal annars með hliðsjón af reynslu fortíðarinnar. En forseti sem er meðmæltur þessu framfaramáli stuðlar þar með að því að hann og foresetaembættið verði það sameiningartákn sem sundruð og vondauf þjóð þarf á að halda um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í samfélögum Vesturlanda nú á dögum eru tvær valdamiðstöðvar helstar. Önnur er á vettvangi stjórnmálanna en hin í viðskiptalífinu, meðal atvinnurekenda. Hún minnir nú á sig daglega í fjölmiðlum okkar með auglýsingum útvegsmanna, sem verða þó ekki til umræðu hér. Það skiptir almenna borgara miklu hvernig samskiptum þessara tveggja miðstöðva er háttað á hverjum tíma. Þannig finnst flestum eðlilegt að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar láti sig varða gengi atvinnulífsins og jafnvel einstakra atvinnugreina ef gætt er hófs og jafnræðis og spilling kemst ekki að. Öðru máli gegnir um það þegar stjórnmálamenn fara að skipta sér af einstökum fyrirtækjum. Slíkt er bæði óviðeigandi vegna jafnræðis og felur í sér skammsýni og spillingarhættu. Gott dæmi um óheppileg afskipti stjórnmálamanna af einstökum einkafyrirtækjum felst í herferð forsætisráðherra landsins fyrir áratug gegn einu stærsta fyrirtæki landsins sem hefur notið hylli neytenda en mátti síðar lúta í duftið ásamt mörgum öðrum. Þar var ráðherrann að stíga inn á leikvöll þar sem hann átti ekki heima samkvæmt umboði þjóðarinnar. Annað dæmi gerðist þegar forseti landsins tók að vingast við tiltekna víkinga sem kenndir eru við útrás, mæra sérstaka hæfni þeirra í hástemmdum ræðum, tengja meint afrek þeirra við „rætur íslenskrar menningar" og veita þeim heiðursmerki þjóðarinnar. Um það og annað þessu tengt má lesa nánar í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010 (um forsetann sérstaklega í kafla II.4 í 8. bindi). Hvaða úrræði hefur almenningur í landinu þegar ráðamönnum verður fótaskortur með þessum hætti? Við höfum vitaskuld kjörseðilinn en það er því miður ekki nóg, eins og dæmin sanna. Annað úrræði sem okkur stendur til boða er að smíða siðareglur, leiðarljós til að skerpa vitund og viðmið, ígrundaðar reglur sem flestum þykja sjálfsagðar þegar þær eru komnar á blað en geta engu að síður haft mikil og æskileg áhrif, bæði meðan þær eru í mótun og eftir að þær taka gildi. Frambjóðendur sem gefa nú kost á sér í forsetakjöri virðast hafa mismunandi skoðanir á því hvort æskilegt sé að setja forsetaembættinu siðareglur, meðal annars með hliðsjón af reynslu fortíðarinnar. En forseti sem er meðmæltur þessu framfaramáli stuðlar þar með að því að hann og foresetaembættið verði það sameiningartákn sem sundruð og vondauf þjóð þarf á að halda um þessar mundir.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun