Um vald forsetans Finnur Torfi Stefánsson skrifar 25. maí 2012 06:00 Margt bendir til að vandi okkar Íslendinga um þessar mundir sé ekki síður menningarlegur en fjárhagslegur. Til þess benda m.a. umræður manna um völd forseta Íslands. Allt frá lýðveldisstofnun hafa forsetar hagað sér eins og þeir væru með öllu valdalausir, ef frá eru tekin áhrif þeirra við myndun ríkisstjórna. Nú á síðustu árum virðist forsetinn allt í einu kominn með vald til þess að neita að undirrita lagafrumvörp að vild sinni auk þess sem ýmsir virðast telja hann hafa enn víðtækari völd. Þetta hefur gerst án þess að stjórnarskrá sé breytt með löglegum hætti og án þess að dómstólar dæmi þar um. Lýðskrum og skapandi lagatúlkun er látið duga. Þegar þjóð setur sér stjórnarskrá er það höfuðviðfangsefni að tryggja að eftir stjórnarskránni sé farið. Leið í þessari viðleitni, sem margar Evrópuþjóðir hafa farið, er að nota persónu þjóðhöfðingja til þess að skapa stjórnarfarinu virðingu og traust, í þeirri vitneskju að persónur skipta flest fólk meira máli en réttindaskrár. Í okkar stjórnskipun er þetta hlutverk forsetans. Hann er kjörinn af allri þjóðinni með jöfnum kosningarétti og er sameiningartákn hennar. Nánast öll völd ríkisins eru með beinum eða óbeinum hætti lögð í hendur honum, en einungis að formi til. Þrjár greinar stjórnarskrárinnar gera honum skylt að leggja öll völd sín í hendur ráðherrum ríkisstjórnar. Þessar þrjár greinar hafa bæði lærðir og leikir kosið að leggja til hliðar í skrifum og umræðum síðustu ára og láta eins og þær séu ekki til. Er óhjákvæmilegt að ræða þær. 11. grein 1. mgr. stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá sem störfum hans gegna." Það er grundvallarregla í okkar rétti að völdum fylgi ábyrgð. Sá sem ekki ber ábyrgð hefur ekki völd. Þessi grein mælir fyrir um almennt valdaleysi forsetans. Hún er skýr og ótvíræð og verður ekki fram hjá henni gengið. 13. grein stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík." Þessi grein er ekki síður skýr og ótvíræð. Hér er engin undantekning gerð, hvorki um 26. gr., sem fjallar um þjóðaratkvæði, né aðrar greinar stjórnarskrárinnar. Fram hjá þessu beina ákvæði verður ekki gengið nema með því að brjóta það. Upphaf 14. greinar stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum." Til þess að taka af öll tvímæli lætur stjórnarskráin ekki duga að segja ráðherra fara með vald forsetans, heldur einnig tekið fram að ráðherra beri ábyrgðina: Er það í samræmi við grundvallarregluna um að saman fari völd og ábyrgð. Má segja að stjórnarskráin noti bæði belti og axlabönd er til þess kemur að svipta forsetann öllum raunverulegum völdum og skilja hann eftir með hin formlegu völd og hið mikilvæga hlutverk að stuðla að virðingu manna fyrir stjórnskipun ríkisins. Stjórnarskráin er ekki tilbúningur nokkurra manna sem af tilviljun komu saman um miðja síðustu öld, heldur er hún afrakstur aldalangrar þróunar Evrópu sem rekja má aftur til Forngrikkja að minnsta kosti. Hún kann að virðast flókin við fyrstu sýn en getur orðið öllu læsu fólki augljós með lítilli fyrirhöfn. Stjórnkerfið sem hún mælir fyrir um er það fullkomnasta sem völ er á og menningarlegt afrek út af fyrir sig. Hitt er annað mál að hin besta stjórnarskrá kemur fyrir lítið ef menn vilja ekki fara eftir henni og nenna ekki að kynna sér efni hennar. Hér er ábyrgð löglærðra manna og annarra sem teljast hafa sérþekkingu á stjórnarfarsmálefnum stærst, því þeirra er öðrum framar skyldan að verja þessi verðmæti. Ýmsir virðast gera því skóna að forsetaræði sé betra en það þingræði sem við höfum búið við og stjörnuljómi virðist kunna að ljóma um valdamikinn forseta. Sú dýrð er dýru verði keypt og mætti skrifa um það langt mál. Aðeins tvennt skal nefnt. Óhjákvæmilegur fylgifiskur forsetaræðis eru stöðug átök milli forseta og þings, sem iðulega leiða til þráteflis sem stöðvar allar framkvæmdir. Þetta hafa menn fyrir augunum m.a. í því mikla lýðræðisríki Bandaríkjum Norður-Ameríku, þar sem menn hafa árum saman ekki einu sinni getað komið sér saman um lögbundnar greiðslur alríkisins og hvorki skorið niður né lagt á skatta. Annað sem nefna má er að forsetaræði skortir sveigjanleika þingræðisins. Hér á landi er unnt að skipta um ríkisstjórn hvenær sem er á kjörtímabili ef mönnum sýnist svo. Forsetann sitja menn uppi með allt kjörtímabilið hvað sem á gengur og gerir þetta það að verkum að forseti verður sem því nemur óháðari þjóðarviljanum. Rétt er að taka fram að höfundur þessa pistils er ekki einn um þær skoðanir sem hér er lýst um stjórnarskrána. Nær er að segja að þetta hafi verið hin almenna skoðun lögfræðinga allt fram til þess að sú menningarlega kreppa sem við Íslendingar eigum nú við að stríða fór að láta á sér kræla. Má t.d. benda á mjög skilmerkilega grein, sem Þór Vilhjálmsson, fv. prófessor og hæstaréttardómari, skrifaði um það leyti sem darraðardansinn var að hefjast, þar sem þessi sjónarmið eru túlkuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Sjá meira
Margt bendir til að vandi okkar Íslendinga um þessar mundir sé ekki síður menningarlegur en fjárhagslegur. Til þess benda m.a. umræður manna um völd forseta Íslands. Allt frá lýðveldisstofnun hafa forsetar hagað sér eins og þeir væru með öllu valdalausir, ef frá eru tekin áhrif þeirra við myndun ríkisstjórna. Nú á síðustu árum virðist forsetinn allt í einu kominn með vald til þess að neita að undirrita lagafrumvörp að vild sinni auk þess sem ýmsir virðast telja hann hafa enn víðtækari völd. Þetta hefur gerst án þess að stjórnarskrá sé breytt með löglegum hætti og án þess að dómstólar dæmi þar um. Lýðskrum og skapandi lagatúlkun er látið duga. Þegar þjóð setur sér stjórnarskrá er það höfuðviðfangsefni að tryggja að eftir stjórnarskránni sé farið. Leið í þessari viðleitni, sem margar Evrópuþjóðir hafa farið, er að nota persónu þjóðhöfðingja til þess að skapa stjórnarfarinu virðingu og traust, í þeirri vitneskju að persónur skipta flest fólk meira máli en réttindaskrár. Í okkar stjórnskipun er þetta hlutverk forsetans. Hann er kjörinn af allri þjóðinni með jöfnum kosningarétti og er sameiningartákn hennar. Nánast öll völd ríkisins eru með beinum eða óbeinum hætti lögð í hendur honum, en einungis að formi til. Þrjár greinar stjórnarskrárinnar gera honum skylt að leggja öll völd sín í hendur ráðherrum ríkisstjórnar. Þessar þrjár greinar hafa bæði lærðir og leikir kosið að leggja til hliðar í skrifum og umræðum síðustu ára og láta eins og þær séu ekki til. Er óhjákvæmilegt að ræða þær. 11. grein 1. mgr. stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá sem störfum hans gegna." Það er grundvallarregla í okkar rétti að völdum fylgi ábyrgð. Sá sem ekki ber ábyrgð hefur ekki völd. Þessi grein mælir fyrir um almennt valdaleysi forsetans. Hún er skýr og ótvíræð og verður ekki fram hjá henni gengið. 13. grein stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík." Þessi grein er ekki síður skýr og ótvíræð. Hér er engin undantekning gerð, hvorki um 26. gr., sem fjallar um þjóðaratkvæði, né aðrar greinar stjórnarskrárinnar. Fram hjá þessu beina ákvæði verður ekki gengið nema með því að brjóta það. Upphaf 14. greinar stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum." Til þess að taka af öll tvímæli lætur stjórnarskráin ekki duga að segja ráðherra fara með vald forsetans, heldur einnig tekið fram að ráðherra beri ábyrgðina: Er það í samræmi við grundvallarregluna um að saman fari völd og ábyrgð. Má segja að stjórnarskráin noti bæði belti og axlabönd er til þess kemur að svipta forsetann öllum raunverulegum völdum og skilja hann eftir með hin formlegu völd og hið mikilvæga hlutverk að stuðla að virðingu manna fyrir stjórnskipun ríkisins. Stjórnarskráin er ekki tilbúningur nokkurra manna sem af tilviljun komu saman um miðja síðustu öld, heldur er hún afrakstur aldalangrar þróunar Evrópu sem rekja má aftur til Forngrikkja að minnsta kosti. Hún kann að virðast flókin við fyrstu sýn en getur orðið öllu læsu fólki augljós með lítilli fyrirhöfn. Stjórnkerfið sem hún mælir fyrir um er það fullkomnasta sem völ er á og menningarlegt afrek út af fyrir sig. Hitt er annað mál að hin besta stjórnarskrá kemur fyrir lítið ef menn vilja ekki fara eftir henni og nenna ekki að kynna sér efni hennar. Hér er ábyrgð löglærðra manna og annarra sem teljast hafa sérþekkingu á stjórnarfarsmálefnum stærst, því þeirra er öðrum framar skyldan að verja þessi verðmæti. Ýmsir virðast gera því skóna að forsetaræði sé betra en það þingræði sem við höfum búið við og stjörnuljómi virðist kunna að ljóma um valdamikinn forseta. Sú dýrð er dýru verði keypt og mætti skrifa um það langt mál. Aðeins tvennt skal nefnt. Óhjákvæmilegur fylgifiskur forsetaræðis eru stöðug átök milli forseta og þings, sem iðulega leiða til þráteflis sem stöðvar allar framkvæmdir. Þetta hafa menn fyrir augunum m.a. í því mikla lýðræðisríki Bandaríkjum Norður-Ameríku, þar sem menn hafa árum saman ekki einu sinni getað komið sér saman um lögbundnar greiðslur alríkisins og hvorki skorið niður né lagt á skatta. Annað sem nefna má er að forsetaræði skortir sveigjanleika þingræðisins. Hér á landi er unnt að skipta um ríkisstjórn hvenær sem er á kjörtímabili ef mönnum sýnist svo. Forsetann sitja menn uppi með allt kjörtímabilið hvað sem á gengur og gerir þetta það að verkum að forseti verður sem því nemur óháðari þjóðarviljanum. Rétt er að taka fram að höfundur þessa pistils er ekki einn um þær skoðanir sem hér er lýst um stjórnarskrána. Nær er að segja að þetta hafi verið hin almenna skoðun lögfræðinga allt fram til þess að sú menningarlega kreppa sem við Íslendingar eigum nú við að stríða fór að láta á sér kræla. Má t.d. benda á mjög skilmerkilega grein, sem Þór Vilhjálmsson, fv. prófessor og hæstaréttardómari, skrifaði um það leyti sem darraðardansinn var að hefjast, þar sem þessi sjónarmið eru túlkuð.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun