Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar 1. nóvember 2025 15:03 Milli apríl og september 2010 láku í hið minnsta 780 milljón lítrar af olíu í Mexíkóflóa. Deepwater Horizons olíuslysið er talið eitt af alverstu umhverfisslysum í mannsögunni. Lekinn olli dauða kóralrifa, tíföldun í dauða höfrungakálfa á svæðinu og afmyndunum og sárum á allt að 50% rækja og fiska í flóanum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Olíulekinn hafði gífurlega neikvæð áhrif á lífkerfið í Mexíkóflóa og víðar, og áhrif hans eru enn sjáanleg í dag. Erfitt er að gera sér í hugarlund þann skaða sem olíuslys undan ströndum Íslands myndi hafa á viðkvæmt lífkerfið í hafinu okkar. Sem þjóð sem byggir að miklu leiti á sjávarútvegi er erfitt að ímynda sér að slík áhætta borgi sig. Gallup greindi frá því 14. október síðastliðinn að í könnun hefði einungis þriðjungur svarenda verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að leita að olíu á íslenska landgrunninu vegna náttúruverndarsjónarmiða. Þetta er lægsta mælda andstaðan gegn olíuleit á grundvelli náttúruverndar síðan byrjað var að leggja könnunina fyrir árið 2014. Í sömu könnun segjast 55% vera hlynntur frekari olíuleit. En hvers vegna hefur tónninn breyst undanfarið í samfélagsorðræðu þegar kemur að olíuleit við Ísland? Almenningur er orðinn þreyttur á umhverfismálum og umræðu um loftslagsbreytingar. En að hunsa vandamálin gerir þau ekki minna raunveruleg. Umhverfismál hafa aldrei verið mikilvægari fyrir íslensku þjóðina og jörðina alla. Við stöndum frammi fyrir hugsanlegu hruni AMOC straumsins sem mildar loftslag á Íslandi verði ekki dregið úr losun kolefnis og henni alfarið hætt helst í gær. Við stöndum frammi fyrir gífurlegri fjölgun flóttamanna frá löndum sem sífellt verða ólífvænlegri vegna hamfarahlýnunar. Við stöndum frammi fyrir hruni lífkerfa þar sem grundvallartegundir eru í útrýmingarhættu og aðlögun þeirra heldur ekki í við hraða loftslagsbreytinga. Þó við séum þreytt á því að heyra erfiðar og vondar fréttir af umhverfis og loftslagsmálum þýðir það ekki að vandamálið hætti að vera til. Í þessari stöðu virðist undarleg ákvörðun að fara í olíuleit. Heimurinn notar sífellt minna jarðefnaeldsneyti og Ísland er leiðandi í orkuskiptum og samdrætti kolefnislosunar. Við höfum skuldbundið okkur við kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Hvernig passar olíuleit og framleiðsla við þessi markmið og þróun samfélagsins alls? Svo því sé haldið til haga þá er mjög ólíklegt að olíuleit við Ísland myndi skila öðru en raski á hafsbotni og sárum ennum fjármagnenda. Í grein USGS frá árinu 2008 eru líkurnar á að finna meira en 50 milljón tunnur af ígildi olíu á svæðinu metnar 5,6%. Jafnframt hafa nýrri rannsóknir sýnt að svæðið er jarðfræðilega virkt og ber merki ítrekaðra sprunguhreyfinga og kvikuinnskota (Anett Blischke og aðrir 2022). Þær rannsóknir draga því enn frekar úr líkum á miklum olíuauðlindafundum á svæðinu. Fyrirspurn eftir olíu fer einnig minnkandi og fyrirséð er að heimsmarkaðsverð hennar muni lækka samhliða því. Og væri það þess virði að vinna olíu á íslensku landgrunni ef svo ólíklega vildi til að hún finnist? Getum við réttlætt olíuvinnslu við Íslandsstrendur fyrir börnunum okkar, barnabörnum og komandi kynslóðum? Að skammtímahagsmunir fárra hafi vegið þyngra en langtímahagsmunir þjóðar okkar og jarðarinnar allrar? Getur þú horft í augun á börnunum þínum og sagt þeim að framtíð þeirra sé ekki þess virði að vernda? Höfundur er jarðeðlisfræðingur að mennt og sitjandi náttúruverndarfulltrúi í stjórn Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Milli apríl og september 2010 láku í hið minnsta 780 milljón lítrar af olíu í Mexíkóflóa. Deepwater Horizons olíuslysið er talið eitt af alverstu umhverfisslysum í mannsögunni. Lekinn olli dauða kóralrifa, tíföldun í dauða höfrungakálfa á svæðinu og afmyndunum og sárum á allt að 50% rækja og fiska í flóanum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Olíulekinn hafði gífurlega neikvæð áhrif á lífkerfið í Mexíkóflóa og víðar, og áhrif hans eru enn sjáanleg í dag. Erfitt er að gera sér í hugarlund þann skaða sem olíuslys undan ströndum Íslands myndi hafa á viðkvæmt lífkerfið í hafinu okkar. Sem þjóð sem byggir að miklu leiti á sjávarútvegi er erfitt að ímynda sér að slík áhætta borgi sig. Gallup greindi frá því 14. október síðastliðinn að í könnun hefði einungis þriðjungur svarenda verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að leita að olíu á íslenska landgrunninu vegna náttúruverndarsjónarmiða. Þetta er lægsta mælda andstaðan gegn olíuleit á grundvelli náttúruverndar síðan byrjað var að leggja könnunina fyrir árið 2014. Í sömu könnun segjast 55% vera hlynntur frekari olíuleit. En hvers vegna hefur tónninn breyst undanfarið í samfélagsorðræðu þegar kemur að olíuleit við Ísland? Almenningur er orðinn þreyttur á umhverfismálum og umræðu um loftslagsbreytingar. En að hunsa vandamálin gerir þau ekki minna raunveruleg. Umhverfismál hafa aldrei verið mikilvægari fyrir íslensku þjóðina og jörðina alla. Við stöndum frammi fyrir hugsanlegu hruni AMOC straumsins sem mildar loftslag á Íslandi verði ekki dregið úr losun kolefnis og henni alfarið hætt helst í gær. Við stöndum frammi fyrir gífurlegri fjölgun flóttamanna frá löndum sem sífellt verða ólífvænlegri vegna hamfarahlýnunar. Við stöndum frammi fyrir hruni lífkerfa þar sem grundvallartegundir eru í útrýmingarhættu og aðlögun þeirra heldur ekki í við hraða loftslagsbreytinga. Þó við séum þreytt á því að heyra erfiðar og vondar fréttir af umhverfis og loftslagsmálum þýðir það ekki að vandamálið hætti að vera til. Í þessari stöðu virðist undarleg ákvörðun að fara í olíuleit. Heimurinn notar sífellt minna jarðefnaeldsneyti og Ísland er leiðandi í orkuskiptum og samdrætti kolefnislosunar. Við höfum skuldbundið okkur við kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Hvernig passar olíuleit og framleiðsla við þessi markmið og þróun samfélagsins alls? Svo því sé haldið til haga þá er mjög ólíklegt að olíuleit við Ísland myndi skila öðru en raski á hafsbotni og sárum ennum fjármagnenda. Í grein USGS frá árinu 2008 eru líkurnar á að finna meira en 50 milljón tunnur af ígildi olíu á svæðinu metnar 5,6%. Jafnframt hafa nýrri rannsóknir sýnt að svæðið er jarðfræðilega virkt og ber merki ítrekaðra sprunguhreyfinga og kvikuinnskota (Anett Blischke og aðrir 2022). Þær rannsóknir draga því enn frekar úr líkum á miklum olíuauðlindafundum á svæðinu. Fyrirspurn eftir olíu fer einnig minnkandi og fyrirséð er að heimsmarkaðsverð hennar muni lækka samhliða því. Og væri það þess virði að vinna olíu á íslensku landgrunni ef svo ólíklega vildi til að hún finnist? Getum við réttlætt olíuvinnslu við Íslandsstrendur fyrir börnunum okkar, barnabörnum og komandi kynslóðum? Að skammtímahagsmunir fárra hafi vegið þyngra en langtímahagsmunir þjóðar okkar og jarðarinnar allrar? Getur þú horft í augun á börnunum þínum og sagt þeim að framtíð þeirra sé ekki þess virði að vernda? Höfundur er jarðeðlisfræðingur að mennt og sitjandi náttúruverndarfulltrúi í stjórn Ungra umhverfissinna.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun