Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar 1. nóvember 2025 15:03 Milli apríl og september 2010 láku í hið minnsta 780 milljón lítrar af olíu í Mexíkóflóa. Deepwater Horizons olíuslysið er talið eitt af alverstu umhverfisslysum í mannsögunni. Lekinn olli dauða kóralrifa, tíföldun í dauða höfrungakálfa á svæðinu og afmyndunum og sárum á allt að 50% rækja og fiska í flóanum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Olíulekinn hafði gífurlega neikvæð áhrif á lífkerfið í Mexíkóflóa og víðar, og áhrif hans eru enn sjáanleg í dag. Erfitt er að gera sér í hugarlund þann skaða sem olíuslys undan ströndum Íslands myndi hafa á viðkvæmt lífkerfið í hafinu okkar. Sem þjóð sem byggir að miklu leiti á sjávarútvegi er erfitt að ímynda sér að slík áhætta borgi sig. Gallup greindi frá því 14. október síðastliðinn að í könnun hefði einungis þriðjungur svarenda verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að leita að olíu á íslenska landgrunninu vegna náttúruverndarsjónarmiða. Þetta er lægsta mælda andstaðan gegn olíuleit á grundvelli náttúruverndar síðan byrjað var að leggja könnunina fyrir árið 2014. Í sömu könnun segjast 55% vera hlynntur frekari olíuleit. En hvers vegna hefur tónninn breyst undanfarið í samfélagsorðræðu þegar kemur að olíuleit við Ísland? Almenningur er orðinn þreyttur á umhverfismálum og umræðu um loftslagsbreytingar. En að hunsa vandamálin gerir þau ekki minna raunveruleg. Umhverfismál hafa aldrei verið mikilvægari fyrir íslensku þjóðina og jörðina alla. Við stöndum frammi fyrir hugsanlegu hruni AMOC straumsins sem mildar loftslag á Íslandi verði ekki dregið úr losun kolefnis og henni alfarið hætt helst í gær. Við stöndum frammi fyrir gífurlegri fjölgun flóttamanna frá löndum sem sífellt verða ólífvænlegri vegna hamfarahlýnunar. Við stöndum frammi fyrir hruni lífkerfa þar sem grundvallartegundir eru í útrýmingarhættu og aðlögun þeirra heldur ekki í við hraða loftslagsbreytinga. Þó við séum þreytt á því að heyra erfiðar og vondar fréttir af umhverfis og loftslagsmálum þýðir það ekki að vandamálið hætti að vera til. Í þessari stöðu virðist undarleg ákvörðun að fara í olíuleit. Heimurinn notar sífellt minna jarðefnaeldsneyti og Ísland er leiðandi í orkuskiptum og samdrætti kolefnislosunar. Við höfum skuldbundið okkur við kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Hvernig passar olíuleit og framleiðsla við þessi markmið og þróun samfélagsins alls? Svo því sé haldið til haga þá er mjög ólíklegt að olíuleit við Ísland myndi skila öðru en raski á hafsbotni og sárum ennum fjármagnenda. Í grein USGS frá árinu 2008 eru líkurnar á að finna meira en 50 milljón tunnur af ígildi olíu á svæðinu metnar 5,6%. Jafnframt hafa nýrri rannsóknir sýnt að svæðið er jarðfræðilega virkt og ber merki ítrekaðra sprunguhreyfinga og kvikuinnskota (Anett Blischke og aðrir 2022). Þær rannsóknir draga því enn frekar úr líkum á miklum olíuauðlindafundum á svæðinu. Fyrirspurn eftir olíu fer einnig minnkandi og fyrirséð er að heimsmarkaðsverð hennar muni lækka samhliða því. Og væri það þess virði að vinna olíu á íslensku landgrunni ef svo ólíklega vildi til að hún finnist? Getum við réttlætt olíuvinnslu við Íslandsstrendur fyrir börnunum okkar, barnabörnum og komandi kynslóðum? Að skammtímahagsmunir fárra hafi vegið þyngra en langtímahagsmunir þjóðar okkar og jarðarinnar allrar? Getur þú horft í augun á börnunum þínum og sagt þeim að framtíð þeirra sé ekki þess virði að vernda? Höfundur er jarðeðlisfræðingur að mennt og sitjandi náttúruverndarfulltrúi í stjórn Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Milli apríl og september 2010 láku í hið minnsta 780 milljón lítrar af olíu í Mexíkóflóa. Deepwater Horizons olíuslysið er talið eitt af alverstu umhverfisslysum í mannsögunni. Lekinn olli dauða kóralrifa, tíföldun í dauða höfrungakálfa á svæðinu og afmyndunum og sárum á allt að 50% rækja og fiska í flóanum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Olíulekinn hafði gífurlega neikvæð áhrif á lífkerfið í Mexíkóflóa og víðar, og áhrif hans eru enn sjáanleg í dag. Erfitt er að gera sér í hugarlund þann skaða sem olíuslys undan ströndum Íslands myndi hafa á viðkvæmt lífkerfið í hafinu okkar. Sem þjóð sem byggir að miklu leiti á sjávarútvegi er erfitt að ímynda sér að slík áhætta borgi sig. Gallup greindi frá því 14. október síðastliðinn að í könnun hefði einungis þriðjungur svarenda verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að leita að olíu á íslenska landgrunninu vegna náttúruverndarsjónarmiða. Þetta er lægsta mælda andstaðan gegn olíuleit á grundvelli náttúruverndar síðan byrjað var að leggja könnunina fyrir árið 2014. Í sömu könnun segjast 55% vera hlynntur frekari olíuleit. En hvers vegna hefur tónninn breyst undanfarið í samfélagsorðræðu þegar kemur að olíuleit við Ísland? Almenningur er orðinn þreyttur á umhverfismálum og umræðu um loftslagsbreytingar. En að hunsa vandamálin gerir þau ekki minna raunveruleg. Umhverfismál hafa aldrei verið mikilvægari fyrir íslensku þjóðina og jörðina alla. Við stöndum frammi fyrir hugsanlegu hruni AMOC straumsins sem mildar loftslag á Íslandi verði ekki dregið úr losun kolefnis og henni alfarið hætt helst í gær. Við stöndum frammi fyrir gífurlegri fjölgun flóttamanna frá löndum sem sífellt verða ólífvænlegri vegna hamfarahlýnunar. Við stöndum frammi fyrir hruni lífkerfa þar sem grundvallartegundir eru í útrýmingarhættu og aðlögun þeirra heldur ekki í við hraða loftslagsbreytinga. Þó við séum þreytt á því að heyra erfiðar og vondar fréttir af umhverfis og loftslagsmálum þýðir það ekki að vandamálið hætti að vera til. Í þessari stöðu virðist undarleg ákvörðun að fara í olíuleit. Heimurinn notar sífellt minna jarðefnaeldsneyti og Ísland er leiðandi í orkuskiptum og samdrætti kolefnislosunar. Við höfum skuldbundið okkur við kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Hvernig passar olíuleit og framleiðsla við þessi markmið og þróun samfélagsins alls? Svo því sé haldið til haga þá er mjög ólíklegt að olíuleit við Ísland myndi skila öðru en raski á hafsbotni og sárum ennum fjármagnenda. Í grein USGS frá árinu 2008 eru líkurnar á að finna meira en 50 milljón tunnur af ígildi olíu á svæðinu metnar 5,6%. Jafnframt hafa nýrri rannsóknir sýnt að svæðið er jarðfræðilega virkt og ber merki ítrekaðra sprunguhreyfinga og kvikuinnskota (Anett Blischke og aðrir 2022). Þær rannsóknir draga því enn frekar úr líkum á miklum olíuauðlindafundum á svæðinu. Fyrirspurn eftir olíu fer einnig minnkandi og fyrirséð er að heimsmarkaðsverð hennar muni lækka samhliða því. Og væri það þess virði að vinna olíu á íslensku landgrunni ef svo ólíklega vildi til að hún finnist? Getum við réttlætt olíuvinnslu við Íslandsstrendur fyrir börnunum okkar, barnabörnum og komandi kynslóðum? Að skammtímahagsmunir fárra hafi vegið þyngra en langtímahagsmunir þjóðar okkar og jarðarinnar allrar? Getur þú horft í augun á börnunum þínum og sagt þeim að framtíð þeirra sé ekki þess virði að vernda? Höfundur er jarðeðlisfræðingur að mennt og sitjandi náttúruverndarfulltrúi í stjórn Ungra umhverfissinna.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun