Framsækin fjárfestingaáætlun Ólína Þorvarðardóttir skrifar 1. júní 2012 06:00 Nýlega kynnti ríkisstjórnin nýja og framsækna fjárfestingaáætlun. Áætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og þær hremmingar sem þjóðin hefur mátt þola eftir áratuga stjórnartíð sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Samkvæmt henni munu 39 milljarðar króna leiða til fjárfestinga og framkvæmda fyrir 88 milljarða króna. Tugir milljarða munu þar með flæða um lífæðar samfélagsins og glæða bæði atvinnu og hagvöxt. Það vakti raunar athygli mína þegar málið var fyrst kynnt, að einmitt þá stóð yfir harðvítugt málþóf í þinginu af hálfu gömlu íhaldsflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, gegn því að þjóðin fengi áframhaldandi aðkomu að endurskoðun stjórnarskrárinnar og gegn því að þjóðin fái að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs í haust. Já, á sömu stundu og ríkisstjórnin var að kynna sína metnaðarfullu fjárfestingaáætlun fyrir Ísland – áætlun byggða á vandaðri stefnumótun, framtíðarsýn og traustri fjárhagsstjórn – stóðu íhaldsflokkarnir í sinni niðurrifspólitík og málþófi. Sjaldan ef nokkru sinni höfum við fengið gleggri mynd af þeim mun sem er á niðurrifs- og uppbyggingarstjórnmálum en einmitt þá. Fjárfestingaáætlunin er afrakstur forsjálni í ríkisfjármálum. Hún er möguleg vegna þess að við sjáum nú fram á drýgri tekjur ríkissjóðs í formi auðlindagjalda en einnig vegna eignasölu á hlut ríkisins í bönkunum. Þeir fjármunir sem varið verður til margvíslegra verkefna samkvæmt áætluninni munu skila sér: Til uppbyggingar á innviðum þess, t.d. með stórum samgönguframkvæmdum. Til samfélagslegra verkefna í almannaþágu, verkefna sem hleypa lífi í atvinnulífið allt og byggðir landsins. Til eflingar rannsóknum og tækniþróun, sóknaráætlunum og atvinnuþróun. Til eflingar græna hagkerfinu, ferðaþjónustunni og skapandi greinum. Grunnurinn að áætluninni er stefnumótun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur – ríkisstjórnar jafnaðarmanna og félagshyggjufólks sem hefur það einbeitta markmið að koma þjóðinni út úr þeirri kreppu sem hrunstefna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks leiddi yfir samfélagið. Hún er smíði velferðarstjórnarinnar sem hefur ekki unnt sér hvíldar við að endurreisa íslenskt samfélag, verja hér velferð, auka jöfnuð og glæða atvinnulíf og almenn lífskjör – stjórnarinnar sem hefur getið sér orð á alþjóðavettvangi fyrir árangur í þeim efnum (þó að hér heima leggist margir á eitt til að þegja það í hel). Nái þessi fjárfestingaáætlun fram að ganga munu skapast fjögur þúsund störf og staða ríkissjóðs batna um allt að 20 milljarða á þremur árum. En það sem mest er um vert er þó sú bráðnauðsynlega uppbygging innviða sem nú getur átt sér stað með flýtingu stórframkvæmda á borð við jarðgöngin fyrir vestan og austan. Ekki síst skiptir þetta máli fyrir Vestfirði þar sem byggðirnar hafa orðið fyrir sárum búsifjum undanfarna áratugi, að verulegu leyti vegna hins óréttláta kvótakerfis sem hefur sannarlega tekið sinn toll og valdið alvarlegri byggðaröskun víða. Þann halla er löngu tímabært að bæta, því ekki var það gert í stjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hér fyrr á árum, á velmegunar- og góðæristímanum þegar þessir tveir flokkar fóru ekki aðeins með landsstjórnina, heldur stjórnuðu nánast öllum sveitarfélögum landsins með meirihlutasamstarfi sín á milli. Þess skal getið sem gott er: Það skiptir máli hverjir stjórna – það skiptir máli hvernig er stjórnað. Og það er aldrei mikilvægara en í efnahagsþrengingum að hafa jafnaðar- og félagshyggjumenn við stjórnvölinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti ríkisstjórnin nýja og framsækna fjárfestingaáætlun. Áætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og þær hremmingar sem þjóðin hefur mátt þola eftir áratuga stjórnartíð sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Samkvæmt henni munu 39 milljarðar króna leiða til fjárfestinga og framkvæmda fyrir 88 milljarða króna. Tugir milljarða munu þar með flæða um lífæðar samfélagsins og glæða bæði atvinnu og hagvöxt. Það vakti raunar athygli mína þegar málið var fyrst kynnt, að einmitt þá stóð yfir harðvítugt málþóf í þinginu af hálfu gömlu íhaldsflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, gegn því að þjóðin fengi áframhaldandi aðkomu að endurskoðun stjórnarskrárinnar og gegn því að þjóðin fái að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs í haust. Já, á sömu stundu og ríkisstjórnin var að kynna sína metnaðarfullu fjárfestingaáætlun fyrir Ísland – áætlun byggða á vandaðri stefnumótun, framtíðarsýn og traustri fjárhagsstjórn – stóðu íhaldsflokkarnir í sinni niðurrifspólitík og málþófi. Sjaldan ef nokkru sinni höfum við fengið gleggri mynd af þeim mun sem er á niðurrifs- og uppbyggingarstjórnmálum en einmitt þá. Fjárfestingaáætlunin er afrakstur forsjálni í ríkisfjármálum. Hún er möguleg vegna þess að við sjáum nú fram á drýgri tekjur ríkissjóðs í formi auðlindagjalda en einnig vegna eignasölu á hlut ríkisins í bönkunum. Þeir fjármunir sem varið verður til margvíslegra verkefna samkvæmt áætluninni munu skila sér: Til uppbyggingar á innviðum þess, t.d. með stórum samgönguframkvæmdum. Til samfélagslegra verkefna í almannaþágu, verkefna sem hleypa lífi í atvinnulífið allt og byggðir landsins. Til eflingar rannsóknum og tækniþróun, sóknaráætlunum og atvinnuþróun. Til eflingar græna hagkerfinu, ferðaþjónustunni og skapandi greinum. Grunnurinn að áætluninni er stefnumótun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur – ríkisstjórnar jafnaðarmanna og félagshyggjufólks sem hefur það einbeitta markmið að koma þjóðinni út úr þeirri kreppu sem hrunstefna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks leiddi yfir samfélagið. Hún er smíði velferðarstjórnarinnar sem hefur ekki unnt sér hvíldar við að endurreisa íslenskt samfélag, verja hér velferð, auka jöfnuð og glæða atvinnulíf og almenn lífskjör – stjórnarinnar sem hefur getið sér orð á alþjóðavettvangi fyrir árangur í þeim efnum (þó að hér heima leggist margir á eitt til að þegja það í hel). Nái þessi fjárfestingaáætlun fram að ganga munu skapast fjögur þúsund störf og staða ríkissjóðs batna um allt að 20 milljarða á þremur árum. En það sem mest er um vert er þó sú bráðnauðsynlega uppbygging innviða sem nú getur átt sér stað með flýtingu stórframkvæmda á borð við jarðgöngin fyrir vestan og austan. Ekki síst skiptir þetta máli fyrir Vestfirði þar sem byggðirnar hafa orðið fyrir sárum búsifjum undanfarna áratugi, að verulegu leyti vegna hins óréttláta kvótakerfis sem hefur sannarlega tekið sinn toll og valdið alvarlegri byggðaröskun víða. Þann halla er löngu tímabært að bæta, því ekki var það gert í stjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hér fyrr á árum, á velmegunar- og góðæristímanum þegar þessir tveir flokkar fóru ekki aðeins með landsstjórnina, heldur stjórnuðu nánast öllum sveitarfélögum landsins með meirihlutasamstarfi sín á milli. Þess skal getið sem gott er: Það skiptir máli hverjir stjórna – það skiptir máli hvernig er stjórnað. Og það er aldrei mikilvægara en í efnahagsþrengingum að hafa jafnaðar- og félagshyggjumenn við stjórnvölinn.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun