Jarðgöng: Fjarðarheiðin bíður enn Þorvaldur Jóhannsson skrifar 12. júní 2012 06:00 Fjarðarheiði er fjallvegur á milli Héraðs og Seyðisfjarðar um 25 km. Hann teygir sig upp í 620 metra hæð og eru alls 10 km af leiðinni í yfir 600 metrum. Hann er því skiljanlega oft erfiður yfirferðar, sérlega í vetrarveðrum, og uppfyllir alls ekki ásættanlegar öryggiskröfur. Hann er eina akfæra leiðin að og frá Seyðisfirði og sem slíkur eini áætlunar-tengivegur Íslands við Evrópu og svo hefur verið í um 37 ár, en siglingar Smyril-Line hófust sumarið 1975. Þegar þetta er sett á blað er Fjarðarheiðin þungfær en Norræna kemur nú vikulega allt árið um kring. Vöruflutningar eru ört vaxandi þjónustuþáttur. Fjarðarheiði og Seyðisfjarðarhöfn færa Íslandi tugi þúsunda ferðamanna árlega sem flestir hafa lengri viðdvöl í landinu okkar en aðrir ferðamenn þar sem þeir m.a. fara akandi hringveginn um landið. Höfnin er einnig öflug móttökuhöfn skemmtiferðaskipa sem nú fjölga ört komum sínum og stefnir í metfjölda á komandi sumri. Mjög góð hafnaraðstaða í landi er nú þegar til staðar til móttöku skemmtiferðaskipa. Miðað við árlega umferð ferðamanna inn og út úr landinu um höfnina á Seyðisfirði lætur nærri að sá fjöldi fylli eina Boeing-flugþotu hvern virkan dag allt árið um kring. Þegar siglingar hófust með gamla Smyrli til Seyðisfjarðar sumarið 1975 var eðlilega mikið rætt um nauðsyn á bættum samgöngum/jarðgöngum til Héraðs/Egilsstaða. Um það var sérstaklega rætt við íslensk samgönguyfirvöld á þeim tíma. Bjartsýni ríkti og gælt var við að eftir 10–15 ár gætu þau komið til. Jarðgöng til Norðfjarðar um Oddskarð voru þá í undirbúningi og lauk þeim framkvæmdum 1977. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir Seyðfirðinga og stuðningsmanna í gegnum árin um nauðsyn þess að hefjast handa hafa þær óskir ætíð verið settar til hliðar og m.a. vikið fyrir öðrum. Mál er að linni. Fjarðarheiðargöng fyrir ÞjóðinaEr ekki röðin nú komin að Fjarðarheiðargöngum fyrir þjóðina? Jú, rétt er það þau kosta mikla fjármuni, eins og aðrar jarðgangaframkvæmdir sem þegar eru að baki og framundan eru. Sagt er að árlegar tekjur ríkisins af umferð séu nú áætlaðar um 57 milljarðar, en einungis um ca 17 milljarðar (tæpl. 1/3) skilar sér til framkvæmda við vegi og það sem þeim tilheyrir. Fjármunir eru því til, með sinn afmarkaða tekjustofn, en þeir eru notaðir í annað og það er kolröng og ámælisverð stjórnsýsla. Á meðan Seyðisfjörður bíður endalaust er staða byggðarlaga sem áður voru endastöðvar í vegakerfinu og í svipaðri stöðu og Seyðisfjörður nú þannig: 1. Siglufjörður, minn ágæti fæðingarbær, kominn með tvenn jarðgöng, 2. Ólafsfjörður með tvenn jarðgöng, 3. Ísafjörður með tvenn/þrenn jarðgöng og 4. Norðfjörður með ein jarðgöng og önnur fastlega á leiðinni. Þessar framkvæmdir allar hafa nú þegar sannað sinn tilverurétt. Því finnst mér nú tími til kominn að á það verði látið reyna að Seyðfirðingar og Fjarðarheiðin kalli nú á ákveðinn stuðning nágranna sinna (sakna hans), Vestfirðinga (Heiðursmannasamkomulagið frá 1986) og allra annarra Íslendinga sem vilja að sem blómlegust byggð haldist á landsbyggðinni m.a í vinalegum bæ á Austurlandi, Seyðisfirði, sem á í vök að verjast um þessar mundir, en hefur hljóðlega staðið vaktina fyrir þjóðina í áratugi í nánu samstarfi við vini okkar í Færeyjum og á Norðurlöndunum. Heimildir: 1. Skýrsla nefndar um Jarðgangaáætlun Reykjavík 1987 2 Þingsályktun um vegaáætlun 1991-1994. Samþykkt 18. mars 1991. 3. Tillaga til þingsályktunar um langtímaáætlun í vegagerð. 113 löggjafarþing 1990-1991. 4 Jarðgöng á Austurlandi. Byggðastofnun 1993. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Fjarðarheiði er fjallvegur á milli Héraðs og Seyðisfjarðar um 25 km. Hann teygir sig upp í 620 metra hæð og eru alls 10 km af leiðinni í yfir 600 metrum. Hann er því skiljanlega oft erfiður yfirferðar, sérlega í vetrarveðrum, og uppfyllir alls ekki ásættanlegar öryggiskröfur. Hann er eina akfæra leiðin að og frá Seyðisfirði og sem slíkur eini áætlunar-tengivegur Íslands við Evrópu og svo hefur verið í um 37 ár, en siglingar Smyril-Line hófust sumarið 1975. Þegar þetta er sett á blað er Fjarðarheiðin þungfær en Norræna kemur nú vikulega allt árið um kring. Vöruflutningar eru ört vaxandi þjónustuþáttur. Fjarðarheiði og Seyðisfjarðarhöfn færa Íslandi tugi þúsunda ferðamanna árlega sem flestir hafa lengri viðdvöl í landinu okkar en aðrir ferðamenn þar sem þeir m.a. fara akandi hringveginn um landið. Höfnin er einnig öflug móttökuhöfn skemmtiferðaskipa sem nú fjölga ört komum sínum og stefnir í metfjölda á komandi sumri. Mjög góð hafnaraðstaða í landi er nú þegar til staðar til móttöku skemmtiferðaskipa. Miðað við árlega umferð ferðamanna inn og út úr landinu um höfnina á Seyðisfirði lætur nærri að sá fjöldi fylli eina Boeing-flugþotu hvern virkan dag allt árið um kring. Þegar siglingar hófust með gamla Smyrli til Seyðisfjarðar sumarið 1975 var eðlilega mikið rætt um nauðsyn á bættum samgöngum/jarðgöngum til Héraðs/Egilsstaða. Um það var sérstaklega rætt við íslensk samgönguyfirvöld á þeim tíma. Bjartsýni ríkti og gælt var við að eftir 10–15 ár gætu þau komið til. Jarðgöng til Norðfjarðar um Oddskarð voru þá í undirbúningi og lauk þeim framkvæmdum 1977. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir Seyðfirðinga og stuðningsmanna í gegnum árin um nauðsyn þess að hefjast handa hafa þær óskir ætíð verið settar til hliðar og m.a. vikið fyrir öðrum. Mál er að linni. Fjarðarheiðargöng fyrir ÞjóðinaEr ekki röðin nú komin að Fjarðarheiðargöngum fyrir þjóðina? Jú, rétt er það þau kosta mikla fjármuni, eins og aðrar jarðgangaframkvæmdir sem þegar eru að baki og framundan eru. Sagt er að árlegar tekjur ríkisins af umferð séu nú áætlaðar um 57 milljarðar, en einungis um ca 17 milljarðar (tæpl. 1/3) skilar sér til framkvæmda við vegi og það sem þeim tilheyrir. Fjármunir eru því til, með sinn afmarkaða tekjustofn, en þeir eru notaðir í annað og það er kolröng og ámælisverð stjórnsýsla. Á meðan Seyðisfjörður bíður endalaust er staða byggðarlaga sem áður voru endastöðvar í vegakerfinu og í svipaðri stöðu og Seyðisfjörður nú þannig: 1. Siglufjörður, minn ágæti fæðingarbær, kominn með tvenn jarðgöng, 2. Ólafsfjörður með tvenn jarðgöng, 3. Ísafjörður með tvenn/þrenn jarðgöng og 4. Norðfjörður með ein jarðgöng og önnur fastlega á leiðinni. Þessar framkvæmdir allar hafa nú þegar sannað sinn tilverurétt. Því finnst mér nú tími til kominn að á það verði látið reyna að Seyðfirðingar og Fjarðarheiðin kalli nú á ákveðinn stuðning nágranna sinna (sakna hans), Vestfirðinga (Heiðursmannasamkomulagið frá 1986) og allra annarra Íslendinga sem vilja að sem blómlegust byggð haldist á landsbyggðinni m.a í vinalegum bæ á Austurlandi, Seyðisfirði, sem á í vök að verjast um þessar mundir, en hefur hljóðlega staðið vaktina fyrir þjóðina í áratugi í nánu samstarfi við vini okkar í Færeyjum og á Norðurlöndunum. Heimildir: 1. Skýrsla nefndar um Jarðgangaáætlun Reykjavík 1987 2 Þingsályktun um vegaáætlun 1991-1994. Samþykkt 18. mars 1991. 3. Tillaga til þingsályktunar um langtímaáætlun í vegagerð. 113 löggjafarþing 1990-1991. 4 Jarðgöng á Austurlandi. Byggðastofnun 1993.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun