Opið bréf til bæjarstjórans í Kópavogi Skafti Þ. Halldórsson skrifar 14. júní 2012 06:00 Ágæti bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson. Ég vil þakka þér fyrir kveðjurnar sem þú sendir okkur skólamönnum undir þinni stjórn í tilefni af því að þú fékkst 23% launahækkun. Þú orðaðir það raunar svo og réttlættir þessa launahækkun eða leiðréttingu með eftirfarandi orðum í DV þann 10. júní: „Við skárum niður alls konar lúxus, sameinuðum skóla til dæmis og hagræddum á ýmsan hátt – ég man þetta ekki alveg akkúrat núna enda á leiðinni í flug." Með öðrum orðum sameining skólans míns fyrrverandi, Digranesskóla, og Hjallaskóla í Álfhólsskóla er réttlæting þess að þú eigir rétt á 23% launaleiðréttingu, svo að nú hefur þú eina og hálfa milljón í laun. Það vill svo til að ég vann að þessari sameiningu ásamt með öðru starfsfólki Álfhólsskóla. Ég varð aldrei var við viðveru þína í því ferli. Ég stóð aftur á móti í því streði og stend enn. Í Digranesskóla var ég deildarstjóri í deild þar sem voru 130 nemendur og 15 kennarar. Nú stýri ég deild í Álfhólsskóla þar sem eru 450 nemendur og í kringum 50 kennarar. Ég mæti upp úr klukkan 7.30 á morgnana og fer þegar ég get ekki meira. Ég fæ sjaldan kaffitíma og borða oftast nær á hlaupum. Ég sinni nú starfi sem fjórir stjórnendur sinntu áður. Ef til vill var það ofmannað og vel í lagt – lúxus eins og þú segir í blaðinu, fitan sem skorin var í burtu. Við þessa aukningu á starfi jukust laun mín að ég held um tvo launaflokka, u.þ.b. 6%. Ég næ samt engan veginn þriðjungi þinna launa. Þar vantar töluvert upp á. Ég tel því að ég hafi verið verulega hlunnfarinn í þessari sameiningu og vil þess vegna fá þessa 23% launahækkun á þínum launakjörum því að þú vannst ekki fyrir henni heldur ég. Ef þú treystir þér ekki til þess að láta mig fá launahækkunina þína eða koma fram með aðra og síður móðgandi réttlætingu á henni hvet ég til að þú kallir mig á þinn fund þegar þú ert lentur og segir við mig þessi fleygu orð: Þú ert drekinn! Því sannarlega er ég og aðrir stjórnendur Álfhólsskóla drekinn sem dregur þann vagn sem þú réttlætir launaleiðréttingu þína með. Svo má líka misskilja þessi orð. Eða láta þau hafa aðra merkingu og mundi ég ekki sýta það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ágæti bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson. Ég vil þakka þér fyrir kveðjurnar sem þú sendir okkur skólamönnum undir þinni stjórn í tilefni af því að þú fékkst 23% launahækkun. Þú orðaðir það raunar svo og réttlættir þessa launahækkun eða leiðréttingu með eftirfarandi orðum í DV þann 10. júní: „Við skárum niður alls konar lúxus, sameinuðum skóla til dæmis og hagræddum á ýmsan hátt – ég man þetta ekki alveg akkúrat núna enda á leiðinni í flug." Með öðrum orðum sameining skólans míns fyrrverandi, Digranesskóla, og Hjallaskóla í Álfhólsskóla er réttlæting þess að þú eigir rétt á 23% launaleiðréttingu, svo að nú hefur þú eina og hálfa milljón í laun. Það vill svo til að ég vann að þessari sameiningu ásamt með öðru starfsfólki Álfhólsskóla. Ég varð aldrei var við viðveru þína í því ferli. Ég stóð aftur á móti í því streði og stend enn. Í Digranesskóla var ég deildarstjóri í deild þar sem voru 130 nemendur og 15 kennarar. Nú stýri ég deild í Álfhólsskóla þar sem eru 450 nemendur og í kringum 50 kennarar. Ég mæti upp úr klukkan 7.30 á morgnana og fer þegar ég get ekki meira. Ég fæ sjaldan kaffitíma og borða oftast nær á hlaupum. Ég sinni nú starfi sem fjórir stjórnendur sinntu áður. Ef til vill var það ofmannað og vel í lagt – lúxus eins og þú segir í blaðinu, fitan sem skorin var í burtu. Við þessa aukningu á starfi jukust laun mín að ég held um tvo launaflokka, u.þ.b. 6%. Ég næ samt engan veginn þriðjungi þinna launa. Þar vantar töluvert upp á. Ég tel því að ég hafi verið verulega hlunnfarinn í þessari sameiningu og vil þess vegna fá þessa 23% launahækkun á þínum launakjörum því að þú vannst ekki fyrir henni heldur ég. Ef þú treystir þér ekki til þess að láta mig fá launahækkunina þína eða koma fram með aðra og síður móðgandi réttlætingu á henni hvet ég til að þú kallir mig á þinn fund þegar þú ert lentur og segir við mig þessi fleygu orð: Þú ert drekinn! Því sannarlega er ég og aðrir stjórnendur Álfhólsskóla drekinn sem dregur þann vagn sem þú réttlætir launaleiðréttingu þína með. Svo má líka misskilja þessi orð. Eða láta þau hafa aðra merkingu og mundi ég ekki sýta það.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun