Gamaldags, einskisnýt skotgrafapólitík! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 15. júní 2012 06:00 Sem almennum borgara og kjósanda blöskrar manni að horfa á og hlusta á umræður á Alþingi Íslendinga. Sérstaklega að undanförnu, þegar menn hafa verið að ræða kvóta og veiðigjaldsmálið, málefni SpKef, eða ESB, svo nokkur dæmi séu tekin. Hin svokallaða „umræðuhefð" er mikið rædd í sambandi við Alþingi, en hún virðist nú einkennast mest af skítkasti, málþófi, skætingi, framíköllum og jafnvel grófum persónulegum ásökunum. Ástandið á Alþingi Íslendinga er svo sorglegt, að það er næstum því grátlegt. Það segir kannski sína sögu að bjöllusláttur forseta Alþingis, hefur sennilega aldrei verið meiri, en á yfirstandandi þingi og kjörtímabili. Það er sem sagt hver höndin upp á móti annarri, ekki bara á milli flokka, heldur einnig innan flokka. Og þetta er fólkið sem á að stýra landinu, setja landsmönnum lög, taka mikilvægar ákvarðanir sem kjörnir fulltrúar! En þetta minnir því miður meira á sandkassa, þar sem ríkir stöðugur ófriður og slegist er um þau „gæði" sem þar eru í boði. Sandurinn flýgur í allar áttir og sandkassinn tæmist óðum. Það er slegist með „skóflunum" í stað þess að þær séu notaðar til þess að byggja með þeim. Virðing Alþingis er í algeru lágmarki. Um 10% landsmanna bera traust til löggjafarsamkundu landsins. Þetta er í raun grafalvarleg staða fyrir íslenskt lýðræði. En er hægt að finna skýringar á þessu? Það er kannski ekki svo auðvelt, en bent hefur verið á að stjórnarandstaðan, sem samanstendur af flokkum sem lengst af hafa verið í valdastöðu hér á landi, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, séu í bullandi fráhvarfi. Að þeir nái ekki að tækla það að vera í stjórnarandstöðu, að hafa ekki völdin. Önnur skýring kann að vera sú að Íslendingar hafa verið að glíma við afleiðingar eins stærsta efnahagslega/siðferðilega skipbrots þjóðar á heimsvísu og að vandamálin séu þess eðlis að allar átakalínur séu einstaklega skarpar. Að verið sé að glíma við einstaklega erfið mál. Þó ber að geta þess að Alþingi Íslendinga hefur áður glímt við mjög stór og erfið mál fyrr, á borð við aðildina að EFTA, NATO og EES. Þriðju skýringuna væri hægt að kalla mannkosti. Að á Alþingi Íslendinga sitji nú einfaldlega einstaklingar sem einfaldlega hafi ekki þann siðferðisþroska að fara eftir settum reglum þingsins og hefðum þess. Að gæði „áhafnarinnar" séu einfaldlega með lægra móti. Þetta sést t.d. í fjölmiðlum með skýrum hætti. Vel má vera að þessar skýringar séu að einhverra mati léttvægar og ekki alls kostar réttar. Það má því líta á þetta sem tilraun til skýringar og aðrar skýringar því alveg mögulegar. En ofurlágt álit á störfum og „hegðun" Alþingis er staðreynd. Alþingi er mótandi aðili á því sem kallað er „pólitísk menning". Og miðað við þá pólitísku menningu sem undirritaður þekkir frá öðrum löndum í kringum okkur verður því miður að segjast að sú íslenska er á afskaplega lágu plani. Hún einkennist af gegndarlausum átökum, oft á tíðum mjög litlum vilja til málamiðlana og sátta, og (að því er virðist) lítils vilja til samvinnu. Vilji hins sterka virðist vera viðmiðið. Ekki nema von að fólki blöskri því sú ímynd sem langflestir Íslendingar hafa af Alþingi er að ég held sú að þar sé helst ástunduð hallærisleg, gamaldags og einskis nýt skotgrafapólitík, sem alls ekki þjóni hagsmunum heildarinnar. Þá hlýtur hún að þjóna einhverjum öðrum hagsmunum, sérhagsmunum. En hvað er til ráða? Jú, ég held að þingmenn ættu að nota komandi frí til þess að líta í eigin barm og meta einfaldlega eigin frammistöðu. Kannski út frá því viðmiði hvort þeir hafi verið að vinna til gagns fyrir land og þjóð. Þeir eru jú kosnir til þess! Svo væri ekki heldur úr vegi að þingmenn myndu hugsa aðeins um almenna hegðun, framkomu og kurteisi. Það hafa allir gott af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Sem almennum borgara og kjósanda blöskrar manni að horfa á og hlusta á umræður á Alþingi Íslendinga. Sérstaklega að undanförnu, þegar menn hafa verið að ræða kvóta og veiðigjaldsmálið, málefni SpKef, eða ESB, svo nokkur dæmi séu tekin. Hin svokallaða „umræðuhefð" er mikið rædd í sambandi við Alþingi, en hún virðist nú einkennast mest af skítkasti, málþófi, skætingi, framíköllum og jafnvel grófum persónulegum ásökunum. Ástandið á Alþingi Íslendinga er svo sorglegt, að það er næstum því grátlegt. Það segir kannski sína sögu að bjöllusláttur forseta Alþingis, hefur sennilega aldrei verið meiri, en á yfirstandandi þingi og kjörtímabili. Það er sem sagt hver höndin upp á móti annarri, ekki bara á milli flokka, heldur einnig innan flokka. Og þetta er fólkið sem á að stýra landinu, setja landsmönnum lög, taka mikilvægar ákvarðanir sem kjörnir fulltrúar! En þetta minnir því miður meira á sandkassa, þar sem ríkir stöðugur ófriður og slegist er um þau „gæði" sem þar eru í boði. Sandurinn flýgur í allar áttir og sandkassinn tæmist óðum. Það er slegist með „skóflunum" í stað þess að þær séu notaðar til þess að byggja með þeim. Virðing Alþingis er í algeru lágmarki. Um 10% landsmanna bera traust til löggjafarsamkundu landsins. Þetta er í raun grafalvarleg staða fyrir íslenskt lýðræði. En er hægt að finna skýringar á þessu? Það er kannski ekki svo auðvelt, en bent hefur verið á að stjórnarandstaðan, sem samanstendur af flokkum sem lengst af hafa verið í valdastöðu hér á landi, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, séu í bullandi fráhvarfi. Að þeir nái ekki að tækla það að vera í stjórnarandstöðu, að hafa ekki völdin. Önnur skýring kann að vera sú að Íslendingar hafa verið að glíma við afleiðingar eins stærsta efnahagslega/siðferðilega skipbrots þjóðar á heimsvísu og að vandamálin séu þess eðlis að allar átakalínur séu einstaklega skarpar. Að verið sé að glíma við einstaklega erfið mál. Þó ber að geta þess að Alþingi Íslendinga hefur áður glímt við mjög stór og erfið mál fyrr, á borð við aðildina að EFTA, NATO og EES. Þriðju skýringuna væri hægt að kalla mannkosti. Að á Alþingi Íslendinga sitji nú einfaldlega einstaklingar sem einfaldlega hafi ekki þann siðferðisþroska að fara eftir settum reglum þingsins og hefðum þess. Að gæði „áhafnarinnar" séu einfaldlega með lægra móti. Þetta sést t.d. í fjölmiðlum með skýrum hætti. Vel má vera að þessar skýringar séu að einhverra mati léttvægar og ekki alls kostar réttar. Það má því líta á þetta sem tilraun til skýringar og aðrar skýringar því alveg mögulegar. En ofurlágt álit á störfum og „hegðun" Alþingis er staðreynd. Alþingi er mótandi aðili á því sem kallað er „pólitísk menning". Og miðað við þá pólitísku menningu sem undirritaður þekkir frá öðrum löndum í kringum okkur verður því miður að segjast að sú íslenska er á afskaplega lágu plani. Hún einkennist af gegndarlausum átökum, oft á tíðum mjög litlum vilja til málamiðlana og sátta, og (að því er virðist) lítils vilja til samvinnu. Vilji hins sterka virðist vera viðmiðið. Ekki nema von að fólki blöskri því sú ímynd sem langflestir Íslendingar hafa af Alþingi er að ég held sú að þar sé helst ástunduð hallærisleg, gamaldags og einskis nýt skotgrafapólitík, sem alls ekki þjóni hagsmunum heildarinnar. Þá hlýtur hún að þjóna einhverjum öðrum hagsmunum, sérhagsmunum. En hvað er til ráða? Jú, ég held að þingmenn ættu að nota komandi frí til þess að líta í eigin barm og meta einfaldlega eigin frammistöðu. Kannski út frá því viðmiði hvort þeir hafi verið að vinna til gagns fyrir land og þjóð. Þeir eru jú kosnir til þess! Svo væri ekki heldur úr vegi að þingmenn myndu hugsa aðeins um almenna hegðun, framkomu og kurteisi. Það hafa allir gott af því.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun