Ó ljúfa, erfiða sumar Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 12. júlí 2012 06:00 Sumarfríið getur verið yndislegasti tími ársins. Það getur líka verið erfiður tími sem gengur nærri einstaklingum og fjölskyldum. Streita og uppsöfnuð þreyta, ásamt væntingum um allt það skemmtilega sem við viljum gera, geta breytt tíma sem á að vera uppbyggjandi í tíma átaka og vonbrigða. Sumarálagið getur birst á tvenns konar hátt, sem ytra og innra álag. Ytra álag tengist fjármálum og skipulagi. Sumarfrí kallar á útgjöld, ekki síst hjá barnafjölskyldum. Það kostar sitt þegar fjölskyldan leggur land undir fót. Ferða-, dvalar- og matarkostnaður innanlands er fljótur að segja til sín, ekki síst þegar margir eru með í för. Sumarnámskeið barnanna geta líka kostað mikið. Svo getur skipulagið sjálft verið flókið. Ekki hafa allir val um hvenær sumarfrí er tekið og geta því ekki valið að eiga það með öðrum fjölskyldumeðlimum. Það getur verið sérlega flókið viðfangsefni fyrir samsettar fjölskyldur að skipuleggja og eiga gott frí saman því koma þarf til móts við væntingar og þarfir fleiri heimila. Innra álag tengist væntingum og kröfum til sumarfrísins. Við viljum vera með fjölskyldu og vinum og gera margt skemmtilegt. Við viljum líka hvílast og safna kröftum. Ólíkar væntingar til alls sem hugurinn stendur til geta leitt til árekstra. Einn vill vera heima og slaka á, annar vill vera duglegur að ferðast. Sumir eiga líka erfitt með að skilja vinnuna við sig og festast í tölvupósti og Facebook – á meðan makinn bíður og vonar að nú geri hjónin eitthvað saman. Til að sumarið verði sá nærandi og góði tími sem við þurfum og þráum, verða fjölskyldur að hlusta, koma til móts við, vera sveigjanlegar og sniðugar að sjá nýjar leiðir. Það er nefnilega vinna að vera í fríi. En sú vinna getur líka gefið margfalt af sér. Höfundar eru prestar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Sumarfríið getur verið yndislegasti tími ársins. Það getur líka verið erfiður tími sem gengur nærri einstaklingum og fjölskyldum. Streita og uppsöfnuð þreyta, ásamt væntingum um allt það skemmtilega sem við viljum gera, geta breytt tíma sem á að vera uppbyggjandi í tíma átaka og vonbrigða. Sumarálagið getur birst á tvenns konar hátt, sem ytra og innra álag. Ytra álag tengist fjármálum og skipulagi. Sumarfrí kallar á útgjöld, ekki síst hjá barnafjölskyldum. Það kostar sitt þegar fjölskyldan leggur land undir fót. Ferða-, dvalar- og matarkostnaður innanlands er fljótur að segja til sín, ekki síst þegar margir eru með í för. Sumarnámskeið barnanna geta líka kostað mikið. Svo getur skipulagið sjálft verið flókið. Ekki hafa allir val um hvenær sumarfrí er tekið og geta því ekki valið að eiga það með öðrum fjölskyldumeðlimum. Það getur verið sérlega flókið viðfangsefni fyrir samsettar fjölskyldur að skipuleggja og eiga gott frí saman því koma þarf til móts við væntingar og þarfir fleiri heimila. Innra álag tengist væntingum og kröfum til sumarfrísins. Við viljum vera með fjölskyldu og vinum og gera margt skemmtilegt. Við viljum líka hvílast og safna kröftum. Ólíkar væntingar til alls sem hugurinn stendur til geta leitt til árekstra. Einn vill vera heima og slaka á, annar vill vera duglegur að ferðast. Sumir eiga líka erfitt með að skilja vinnuna við sig og festast í tölvupósti og Facebook – á meðan makinn bíður og vonar að nú geri hjónin eitthvað saman. Til að sumarið verði sá nærandi og góði tími sem við þurfum og þráum, verða fjölskyldur að hlusta, koma til móts við, vera sveigjanlegar og sniðugar að sjá nýjar leiðir. Það er nefnilega vinna að vera í fríi. En sú vinna getur líka gefið margfalt af sér. Höfundar eru prestar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun