Skarð í múrinn 13. júlí 2012 06:00 Við Íslendingar búum í þjóðernispólitísku matarfangelsi. Nú hefur svolítið skarð verið höggvið í múrinn. Ný reglugerð hefur verið sett vegna innleiðingar matarlöggjafar ESB. Dregið er úr hömlum á innflutningi ferðamanna á matvælum. Þessu ber að fagna. Við ráðum meira um líf okkar, jafnvel því hvað við borðum. Útfærslan minnir þó á hið tvöfalda siðgæði sem ríkti lengi gagnvart bjórkaupum á Íslandi. Ferðamenn máttu það sem heimafólki var bannað. Það eru ferðamenn sem njóta persónufrelsis, þeir eru fullgildir borgarar í vestrænu lýðræðissamfélagi, aðrir njóta ekki þeirra réttinda. Enn getum við ekki keypt í búð á Íslandi matvæli sem heimilt er að selja með löglegum hætti á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta fyrirkomulag getur ekki staðist og mun sjálfkrafa heyra sögunni til við inngöngu Íslands í ESB. Á tímum þjóðfrelsisbaráttunnar á 19. öld þurftu alþingismenn, eins og nú, að taka afstöðu til frjálslyndra viðhorfa um persónufrelsi sem bárust þeim frá Evrópu. Átti fólk að hafa heimild til þess að ganga í hjónaband óháð efnahag? Mátti fólk ráða því við hvað það starfaði og hvernig það aflaði sér tekna? Persónufrelsi fylgdi ekki sjálfkrafa þjóðfrelsinu í hugum margra þingmanna. Benedikt Sveinsson, einn helsti stjórnmálaleiðtogi þeirra tíma, sagðist í umræðum um áform um takmörkun á frelsi til giftinga vilja „finna rétt takmark milli ásigkomulags [þjóð]félagsins og frelsis einstaklingsins, svo borgaralegt félag verði ei fyrir skaða". Hann var í meirihlutanum sem skipaði nefnd sem átti að finna leið til takmörkunar giftingarfrelsinu. Guðjón Guðlaugsson, þingmaður Strandamanna, sagði í þingræðu þegar hann talaði gegn auknu frelsi hins ólaunaða landbúnaðarverkafólks: „Það má ekki slengja saman sjálfræði einstaklingsins og velfarnaði þjóðarinnar. Það er sitt hvað." Og enn fremur: „Þegar verið er að tala um frelsi fyrir lausamenn [verkamenn] verða menn líka að taka tillit til stöðu bændanna." Ekki væri ástæða til þess að rifja upp þessa gömlu sögu nema af því að þjóðernisíhaldsstefna af þessu tagi hefur ráðið för þegar persónufrelsi okkar sem neytenda hefur verið skert. Sýndarrökum um t.d. efnahagslega heildarhagsmuni, sjúkdómavarnir og matvælaöryggi hefur verið haldið fram gegn grundvallarréttindum almennings. Hugmyndaauðgi hefur einkennt tæknilegar viðskiptahindranir sem sömuleiðis hefur verið stefnt gegn almannahagsmunum. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafa myndað pólitíska blokk um þessa stefnu. Nú bregður svo við að ráðherra VG slakar á klónni. Þó ekki til þess að auka á rétt íslenskrar alþýðu, heldur til þess að styrkja stöðu íslenskra fyrirtækja í útflutningshugleiðingum. Aðild að ESB snýst líka um persónufrelsi okkar. Erum við fær um að ráða okkur sjálf? Eru Íslendingar hæfir til frelsis? Evrópusambandið segir að svo sé. Spurningin sem að okkur snýr er þessi: Þorum við að rífa múrinn sem við byggðum sjálf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum í þjóðernispólitísku matarfangelsi. Nú hefur svolítið skarð verið höggvið í múrinn. Ný reglugerð hefur verið sett vegna innleiðingar matarlöggjafar ESB. Dregið er úr hömlum á innflutningi ferðamanna á matvælum. Þessu ber að fagna. Við ráðum meira um líf okkar, jafnvel því hvað við borðum. Útfærslan minnir þó á hið tvöfalda siðgæði sem ríkti lengi gagnvart bjórkaupum á Íslandi. Ferðamenn máttu það sem heimafólki var bannað. Það eru ferðamenn sem njóta persónufrelsis, þeir eru fullgildir borgarar í vestrænu lýðræðissamfélagi, aðrir njóta ekki þeirra réttinda. Enn getum við ekki keypt í búð á Íslandi matvæli sem heimilt er að selja með löglegum hætti á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta fyrirkomulag getur ekki staðist og mun sjálfkrafa heyra sögunni til við inngöngu Íslands í ESB. Á tímum þjóðfrelsisbaráttunnar á 19. öld þurftu alþingismenn, eins og nú, að taka afstöðu til frjálslyndra viðhorfa um persónufrelsi sem bárust þeim frá Evrópu. Átti fólk að hafa heimild til þess að ganga í hjónaband óháð efnahag? Mátti fólk ráða því við hvað það starfaði og hvernig það aflaði sér tekna? Persónufrelsi fylgdi ekki sjálfkrafa þjóðfrelsinu í hugum margra þingmanna. Benedikt Sveinsson, einn helsti stjórnmálaleiðtogi þeirra tíma, sagðist í umræðum um áform um takmörkun á frelsi til giftinga vilja „finna rétt takmark milli ásigkomulags [þjóð]félagsins og frelsis einstaklingsins, svo borgaralegt félag verði ei fyrir skaða". Hann var í meirihlutanum sem skipaði nefnd sem átti að finna leið til takmörkunar giftingarfrelsinu. Guðjón Guðlaugsson, þingmaður Strandamanna, sagði í þingræðu þegar hann talaði gegn auknu frelsi hins ólaunaða landbúnaðarverkafólks: „Það má ekki slengja saman sjálfræði einstaklingsins og velfarnaði þjóðarinnar. Það er sitt hvað." Og enn fremur: „Þegar verið er að tala um frelsi fyrir lausamenn [verkamenn] verða menn líka að taka tillit til stöðu bændanna." Ekki væri ástæða til þess að rifja upp þessa gömlu sögu nema af því að þjóðernisíhaldsstefna af þessu tagi hefur ráðið för þegar persónufrelsi okkar sem neytenda hefur verið skert. Sýndarrökum um t.d. efnahagslega heildarhagsmuni, sjúkdómavarnir og matvælaöryggi hefur verið haldið fram gegn grundvallarréttindum almennings. Hugmyndaauðgi hefur einkennt tæknilegar viðskiptahindranir sem sömuleiðis hefur verið stefnt gegn almannahagsmunum. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafa myndað pólitíska blokk um þessa stefnu. Nú bregður svo við að ráðherra VG slakar á klónni. Þó ekki til þess að auka á rétt íslenskrar alþýðu, heldur til þess að styrkja stöðu íslenskra fyrirtækja í útflutningshugleiðingum. Aðild að ESB snýst líka um persónufrelsi okkar. Erum við fær um að ráða okkur sjálf? Eru Íslendingar hæfir til frelsis? Evrópusambandið segir að svo sé. Spurningin sem að okkur snýr er þessi: Þorum við að rífa múrinn sem við byggðum sjálf?
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun