Skarð í múrinn 13. júlí 2012 06:00 Við Íslendingar búum í þjóðernispólitísku matarfangelsi. Nú hefur svolítið skarð verið höggvið í múrinn. Ný reglugerð hefur verið sett vegna innleiðingar matarlöggjafar ESB. Dregið er úr hömlum á innflutningi ferðamanna á matvælum. Þessu ber að fagna. Við ráðum meira um líf okkar, jafnvel því hvað við borðum. Útfærslan minnir þó á hið tvöfalda siðgæði sem ríkti lengi gagnvart bjórkaupum á Íslandi. Ferðamenn máttu það sem heimafólki var bannað. Það eru ferðamenn sem njóta persónufrelsis, þeir eru fullgildir borgarar í vestrænu lýðræðissamfélagi, aðrir njóta ekki þeirra réttinda. Enn getum við ekki keypt í búð á Íslandi matvæli sem heimilt er að selja með löglegum hætti á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta fyrirkomulag getur ekki staðist og mun sjálfkrafa heyra sögunni til við inngöngu Íslands í ESB. Á tímum þjóðfrelsisbaráttunnar á 19. öld þurftu alþingismenn, eins og nú, að taka afstöðu til frjálslyndra viðhorfa um persónufrelsi sem bárust þeim frá Evrópu. Átti fólk að hafa heimild til þess að ganga í hjónaband óháð efnahag? Mátti fólk ráða því við hvað það starfaði og hvernig það aflaði sér tekna? Persónufrelsi fylgdi ekki sjálfkrafa þjóðfrelsinu í hugum margra þingmanna. Benedikt Sveinsson, einn helsti stjórnmálaleiðtogi þeirra tíma, sagðist í umræðum um áform um takmörkun á frelsi til giftinga vilja „finna rétt takmark milli ásigkomulags [þjóð]félagsins og frelsis einstaklingsins, svo borgaralegt félag verði ei fyrir skaða". Hann var í meirihlutanum sem skipaði nefnd sem átti að finna leið til takmörkunar giftingarfrelsinu. Guðjón Guðlaugsson, þingmaður Strandamanna, sagði í þingræðu þegar hann talaði gegn auknu frelsi hins ólaunaða landbúnaðarverkafólks: „Það má ekki slengja saman sjálfræði einstaklingsins og velfarnaði þjóðarinnar. Það er sitt hvað." Og enn fremur: „Þegar verið er að tala um frelsi fyrir lausamenn [verkamenn] verða menn líka að taka tillit til stöðu bændanna." Ekki væri ástæða til þess að rifja upp þessa gömlu sögu nema af því að þjóðernisíhaldsstefna af þessu tagi hefur ráðið för þegar persónufrelsi okkar sem neytenda hefur verið skert. Sýndarrökum um t.d. efnahagslega heildarhagsmuni, sjúkdómavarnir og matvælaöryggi hefur verið haldið fram gegn grundvallarréttindum almennings. Hugmyndaauðgi hefur einkennt tæknilegar viðskiptahindranir sem sömuleiðis hefur verið stefnt gegn almannahagsmunum. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafa myndað pólitíska blokk um þessa stefnu. Nú bregður svo við að ráðherra VG slakar á klónni. Þó ekki til þess að auka á rétt íslenskrar alþýðu, heldur til þess að styrkja stöðu íslenskra fyrirtækja í útflutningshugleiðingum. Aðild að ESB snýst líka um persónufrelsi okkar. Erum við fær um að ráða okkur sjálf? Eru Íslendingar hæfir til frelsis? Evrópusambandið segir að svo sé. Spurningin sem að okkur snýr er þessi: Þorum við að rífa múrinn sem við byggðum sjálf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum í þjóðernispólitísku matarfangelsi. Nú hefur svolítið skarð verið höggvið í múrinn. Ný reglugerð hefur verið sett vegna innleiðingar matarlöggjafar ESB. Dregið er úr hömlum á innflutningi ferðamanna á matvælum. Þessu ber að fagna. Við ráðum meira um líf okkar, jafnvel því hvað við borðum. Útfærslan minnir þó á hið tvöfalda siðgæði sem ríkti lengi gagnvart bjórkaupum á Íslandi. Ferðamenn máttu það sem heimafólki var bannað. Það eru ferðamenn sem njóta persónufrelsis, þeir eru fullgildir borgarar í vestrænu lýðræðissamfélagi, aðrir njóta ekki þeirra réttinda. Enn getum við ekki keypt í búð á Íslandi matvæli sem heimilt er að selja með löglegum hætti á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta fyrirkomulag getur ekki staðist og mun sjálfkrafa heyra sögunni til við inngöngu Íslands í ESB. Á tímum þjóðfrelsisbaráttunnar á 19. öld þurftu alþingismenn, eins og nú, að taka afstöðu til frjálslyndra viðhorfa um persónufrelsi sem bárust þeim frá Evrópu. Átti fólk að hafa heimild til þess að ganga í hjónaband óháð efnahag? Mátti fólk ráða því við hvað það starfaði og hvernig það aflaði sér tekna? Persónufrelsi fylgdi ekki sjálfkrafa þjóðfrelsinu í hugum margra þingmanna. Benedikt Sveinsson, einn helsti stjórnmálaleiðtogi þeirra tíma, sagðist í umræðum um áform um takmörkun á frelsi til giftinga vilja „finna rétt takmark milli ásigkomulags [þjóð]félagsins og frelsis einstaklingsins, svo borgaralegt félag verði ei fyrir skaða". Hann var í meirihlutanum sem skipaði nefnd sem átti að finna leið til takmörkunar giftingarfrelsinu. Guðjón Guðlaugsson, þingmaður Strandamanna, sagði í þingræðu þegar hann talaði gegn auknu frelsi hins ólaunaða landbúnaðarverkafólks: „Það má ekki slengja saman sjálfræði einstaklingsins og velfarnaði þjóðarinnar. Það er sitt hvað." Og enn fremur: „Þegar verið er að tala um frelsi fyrir lausamenn [verkamenn] verða menn líka að taka tillit til stöðu bændanna." Ekki væri ástæða til þess að rifja upp þessa gömlu sögu nema af því að þjóðernisíhaldsstefna af þessu tagi hefur ráðið för þegar persónufrelsi okkar sem neytenda hefur verið skert. Sýndarrökum um t.d. efnahagslega heildarhagsmuni, sjúkdómavarnir og matvælaöryggi hefur verið haldið fram gegn grundvallarréttindum almennings. Hugmyndaauðgi hefur einkennt tæknilegar viðskiptahindranir sem sömuleiðis hefur verið stefnt gegn almannahagsmunum. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafa myndað pólitíska blokk um þessa stefnu. Nú bregður svo við að ráðherra VG slakar á klónni. Þó ekki til þess að auka á rétt íslenskrar alþýðu, heldur til þess að styrkja stöðu íslenskra fyrirtækja í útflutningshugleiðingum. Aðild að ESB snýst líka um persónufrelsi okkar. Erum við fær um að ráða okkur sjálf? Eru Íslendingar hæfir til frelsis? Evrópusambandið segir að svo sé. Spurningin sem að okkur snýr er þessi: Þorum við að rífa múrinn sem við byggðum sjálf?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun