Ólympíuleikarnir eins og jólin Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 27. júlí 2012 08:00 Hér er íslenska sundfólkið á leikunum, talið frá vinstri: Eva Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Árni Már Árnason, Jakob Jóhann Sveinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Sarah Blake Bateman. Mynd/Valli ÓL2012 Keppni á Ólympíuleikum hefst af fullum krafti á morgun og eins og venjulega beinist athygli margra að sundi sem keppt verður í fyrstu dagana. Ísland á alls sjö sundkappa á leikunum og keppa þrír þeirra strax á morgun. Fréttablaðið hitti á íslenska sundhópinn í Ólympíuþorpinu í gær og lá vel á öllum í hópnum, enda fjögurra ára bið á enda. Þeir sem eru að keppa á sínum fyrstu leikum hafa beðið alla ævi. Eygló Ósk Gústafsdóttir er sautján ára gömul og yngsti keppandi Íslands á Ólympíuleikunum í þetta skiptið. Hún segir upplifunina einstaka. „Þetta er æðislegt. Miklu stærra en ég bjóst við. Það sem stekkur á mann er hversu ótrúleg vinna hefur farið í að byggja þetta allt saman upp," sagði hún og benti á þær fjölmörgu byggingar sem eru nú vistarverur íþróttamannanna á leikunum. Jakob Jóhann Sveinsson er reyndasti keppandi Íslands á leikunum en hann er að taka þátt í fjórða skiptið. Hans frumraun var í Sydney fyrir tólf árum síðan. „Mér finnst voðalega stutt síðan ég var á mínum fyrstu Ólympíuleikum. En tíminn líður bara svona hratt," sagði hann. Jakob fannst þægilegt að koma inn í þorpið í fyrsta sinn. „Ég var stressaður áður en ég kom en leið svo mjög vel þegar ég kom inn í þorpið. Hér þekki ég allar aðstæður svo vel og leið eins og ég væri kominn heim, þó svo að ég hafi aldrei komið hingað áður. Fyrir mér eru Ólympíuleikarnir eins og jólin – hér er allt frítt og komið fram við mann eins og kóngafólk." Undirbúningur flestra hefur gengið vel fyrir sig. Reyndar var ákveðið í gær að Hrafnhildur Lúthersdóttir myndi ekki keppa í 100 m bringusundi á sunnudaginn þar sem hún er meidd á olnboga. „Við vorum í æfingabúðum í Frakklandi þar sem ég datt og meiddi mig," segir hún. „Ég hef því misst aðeins úr æfingum en á þessu stigi undirbúningsins hefði ég hvort sem er þurft á hvíldinni að halda og kom það því ekki að sök. Vonandi dregur þetta ekki úr mér kraftinn – ég ætla alla vega að vera áfram jákvæð og bjartsýn." Æfingaferlið hefur þó verið mismunandi hjá sundfólkinu. Eygló Ósk var fyrst til að tryggja sig inn á leikana þegar hún gerði það á Íslandsmeistaramótinu í apríl síðastliðnum og naut góðs af því. „Það var mjög þægilegt – ekkert stress í sumar og ég gat slakað á og einbeitt mér frekar að æfingum en að ná lágmörkum á lokasprettinum. Öll mót eftir ÍM hafa verið æfingamót fyrir mér." Sundfólkið á það allt sameiginlegt að vera í sínu besta formi nú enda stefnan að toppa á Ólympíuleikunum. Og mátti heyra á flestum að markmiðin væru svipuð. „Ég ætla bara að gera mitt besta og fara eins hratt og ég get," sagði Eygló og mælti þar í raun fyrir allan hópinn. Sund Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
ÓL2012 Keppni á Ólympíuleikum hefst af fullum krafti á morgun og eins og venjulega beinist athygli margra að sundi sem keppt verður í fyrstu dagana. Ísland á alls sjö sundkappa á leikunum og keppa þrír þeirra strax á morgun. Fréttablaðið hitti á íslenska sundhópinn í Ólympíuþorpinu í gær og lá vel á öllum í hópnum, enda fjögurra ára bið á enda. Þeir sem eru að keppa á sínum fyrstu leikum hafa beðið alla ævi. Eygló Ósk Gústafsdóttir er sautján ára gömul og yngsti keppandi Íslands á Ólympíuleikunum í þetta skiptið. Hún segir upplifunina einstaka. „Þetta er æðislegt. Miklu stærra en ég bjóst við. Það sem stekkur á mann er hversu ótrúleg vinna hefur farið í að byggja þetta allt saman upp," sagði hún og benti á þær fjölmörgu byggingar sem eru nú vistarverur íþróttamannanna á leikunum. Jakob Jóhann Sveinsson er reyndasti keppandi Íslands á leikunum en hann er að taka þátt í fjórða skiptið. Hans frumraun var í Sydney fyrir tólf árum síðan. „Mér finnst voðalega stutt síðan ég var á mínum fyrstu Ólympíuleikum. En tíminn líður bara svona hratt," sagði hann. Jakob fannst þægilegt að koma inn í þorpið í fyrsta sinn. „Ég var stressaður áður en ég kom en leið svo mjög vel þegar ég kom inn í þorpið. Hér þekki ég allar aðstæður svo vel og leið eins og ég væri kominn heim, þó svo að ég hafi aldrei komið hingað áður. Fyrir mér eru Ólympíuleikarnir eins og jólin – hér er allt frítt og komið fram við mann eins og kóngafólk." Undirbúningur flestra hefur gengið vel fyrir sig. Reyndar var ákveðið í gær að Hrafnhildur Lúthersdóttir myndi ekki keppa í 100 m bringusundi á sunnudaginn þar sem hún er meidd á olnboga. „Við vorum í æfingabúðum í Frakklandi þar sem ég datt og meiddi mig," segir hún. „Ég hef því misst aðeins úr æfingum en á þessu stigi undirbúningsins hefði ég hvort sem er þurft á hvíldinni að halda og kom það því ekki að sök. Vonandi dregur þetta ekki úr mér kraftinn – ég ætla alla vega að vera áfram jákvæð og bjartsýn." Æfingaferlið hefur þó verið mismunandi hjá sundfólkinu. Eygló Ósk var fyrst til að tryggja sig inn á leikana þegar hún gerði það á Íslandsmeistaramótinu í apríl síðastliðnum og naut góðs af því. „Það var mjög þægilegt – ekkert stress í sumar og ég gat slakað á og einbeitt mér frekar að æfingum en að ná lágmörkum á lokasprettinum. Öll mót eftir ÍM hafa verið æfingamót fyrir mér." Sundfólkið á það allt sameiginlegt að vera í sínu besta formi nú enda stefnan að toppa á Ólympíuleikunum. Og mátti heyra á flestum að markmiðin væru svipuð. „Ég ætla bara að gera mitt besta og fara eins hratt og ég get," sagði Eygló og mælti þar í raun fyrir allan hópinn.
Sund Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira