Misskilningur leiðréttur Ögmundur Jónasson skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Merkilegt hve miklum misskilningi var hægt að koma fyrir í örlitlu plássi í þættinum Frá degi til dags á leiðarasíðu Fréttablaðsins í byrjun síðustu viku. Þar er sagt að á mínu borði „liggi álit frá Mannréttindadómstól Evrópu sem taldi að brotið hefði verið á tveimur sjómönnum sem tóku sig til og veiddu án kvóta. Ögmundur…mætti gera þó ekki væri nema eitthvað." Hér er væntanlega vísað til þess þegar tveir sjómenn voru á sínum tíma dæmdir í Hæstarétti fyrir að veiða án heimilda og leituðu til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna vegna niðurstöðu dómstólsins. Nefndin komst í framhaldinu að þeirri niðurstöðu árið 2007 að þættir í íslenska kvótakerfinu stæðust ekki jafnræðisákvæði samnings SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, en mannréttindanefndin starfar á grundvelli þess samnings. Grundvallarmunur er á niðurstöðum Mannréttindadómstóls Evrópu og mannréttindanefndar SÞ, enda er dómstóllinn dómstóll og nefndin er nefnd en ekki dómstóll. Niðurstöður mannréttindanefndar SÞ eru ekki bindandi eins og niðurstöður dómstóls heldur eru tiltekin álitamál borin undir nefndina sem síðan leggur mat á þau með hliðsjón af ákvæðum samningsins. Réttaráhrif álita nefndarinnar eru önnur en dóma, en mín skoðun er sú að niðurstöður mannréttindanefndar SÞ beri að sjálfsögðu að taka alvarlega. Íslensk stjórnvöld hafa og sýnt vilja til að koma til móts við sjónarmið nefndarinnar eins og hún hefur staðfest: Mannréttindanefnd SÞ hefur gefið út tilkynningu þess efnis að íslensk stjórnvöld hafi gripið til fullnægjandi aðgerða vegna þessa máls og í framhaldinu lokað því fyrir sitt leyti. Þetta var ítrekað síðast í júlí, þegar Ísland var tekið fyrir hjá mannréttindanefndinni í Genf vegna framkvæmdar á umræddum mannréttindasamningi. Menn geta haft sína skoðun á því hvort fiskveiðistjórnunarkerfinu hafi verið breytt sem skyldi eða áformin sem uppi eru nú gangi nógu langt en það er önnur saga. Þetta var, með réttu eða röngu, niðurstaða mannréttindanefndar SÞ. Það er því bæði rangt að álitsgerð hafi komið frá Mannréttindadómstól Evrópu og að málið hafi legið óhreyft á mínu borði. Ég átti fundi með viðkomandi einstaklingum og lögmanni þeirra og hafði skilning á þeirra málstað. Í kjölfarið tók ég málið inn í ríkisstjórn og skýrði frá því að ég hefði í hyggju að kanna hvort og þá hverjar heimildir ég hefði til þess að semja við sjómennina um fjárbætur en annar tveggja þátta álits nefndarinnar laut að því að þeim skyldu greiddar bætur vegna málsins. Í niðurlagi bréfs sem ég ritaði embætti Ríkislögmanns segir: „Vilji minn stendur til þess að ganga eins og langt og unnt er til sátta við þá einstaklinga sem hlut eiga að máli, en innan þeirra marka sem lög og regluverk leyfa og með hliðsjón af þeim fordæmum sem kynnu að skapast. Þess vegna leyfi ég mér að fara þess á leit við Ríkislögmann að hann yfirfari málið og gefi á því álit hversu langt er hægt að ganga í þeirri viðleitni að ná fram sáttum." Þann 6. desember sl. barst mjög afdráttarlaust svar frá embætti Ríkislögmanns þar sem staðhæft var að ég hefði ekki lagalegar heimildir til þess að koma að þessu máli með fjárstuðningi. Mér er kunnugt um að sjómennirnir hafi á síðari stigum leitað til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins, en ekkert liggur fyrir um hvort dómstóllinn taki málið til efnislegrar meðferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Merkilegt hve miklum misskilningi var hægt að koma fyrir í örlitlu plássi í þættinum Frá degi til dags á leiðarasíðu Fréttablaðsins í byrjun síðustu viku. Þar er sagt að á mínu borði „liggi álit frá Mannréttindadómstól Evrópu sem taldi að brotið hefði verið á tveimur sjómönnum sem tóku sig til og veiddu án kvóta. Ögmundur…mætti gera þó ekki væri nema eitthvað." Hér er væntanlega vísað til þess þegar tveir sjómenn voru á sínum tíma dæmdir í Hæstarétti fyrir að veiða án heimilda og leituðu til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna vegna niðurstöðu dómstólsins. Nefndin komst í framhaldinu að þeirri niðurstöðu árið 2007 að þættir í íslenska kvótakerfinu stæðust ekki jafnræðisákvæði samnings SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, en mannréttindanefndin starfar á grundvelli þess samnings. Grundvallarmunur er á niðurstöðum Mannréttindadómstóls Evrópu og mannréttindanefndar SÞ, enda er dómstóllinn dómstóll og nefndin er nefnd en ekki dómstóll. Niðurstöður mannréttindanefndar SÞ eru ekki bindandi eins og niðurstöður dómstóls heldur eru tiltekin álitamál borin undir nefndina sem síðan leggur mat á þau með hliðsjón af ákvæðum samningsins. Réttaráhrif álita nefndarinnar eru önnur en dóma, en mín skoðun er sú að niðurstöður mannréttindanefndar SÞ beri að sjálfsögðu að taka alvarlega. Íslensk stjórnvöld hafa og sýnt vilja til að koma til móts við sjónarmið nefndarinnar eins og hún hefur staðfest: Mannréttindanefnd SÞ hefur gefið út tilkynningu þess efnis að íslensk stjórnvöld hafi gripið til fullnægjandi aðgerða vegna þessa máls og í framhaldinu lokað því fyrir sitt leyti. Þetta var ítrekað síðast í júlí, þegar Ísland var tekið fyrir hjá mannréttindanefndinni í Genf vegna framkvæmdar á umræddum mannréttindasamningi. Menn geta haft sína skoðun á því hvort fiskveiðistjórnunarkerfinu hafi verið breytt sem skyldi eða áformin sem uppi eru nú gangi nógu langt en það er önnur saga. Þetta var, með réttu eða röngu, niðurstaða mannréttindanefndar SÞ. Það er því bæði rangt að álitsgerð hafi komið frá Mannréttindadómstól Evrópu og að málið hafi legið óhreyft á mínu borði. Ég átti fundi með viðkomandi einstaklingum og lögmanni þeirra og hafði skilning á þeirra málstað. Í kjölfarið tók ég málið inn í ríkisstjórn og skýrði frá því að ég hefði í hyggju að kanna hvort og þá hverjar heimildir ég hefði til þess að semja við sjómennina um fjárbætur en annar tveggja þátta álits nefndarinnar laut að því að þeim skyldu greiddar bætur vegna málsins. Í niðurlagi bréfs sem ég ritaði embætti Ríkislögmanns segir: „Vilji minn stendur til þess að ganga eins og langt og unnt er til sátta við þá einstaklinga sem hlut eiga að máli, en innan þeirra marka sem lög og regluverk leyfa og með hliðsjón af þeim fordæmum sem kynnu að skapast. Þess vegna leyfi ég mér að fara þess á leit við Ríkislögmann að hann yfirfari málið og gefi á því álit hversu langt er hægt að ganga í þeirri viðleitni að ná fram sáttum." Þann 6. desember sl. barst mjög afdráttarlaust svar frá embætti Ríkislögmanns þar sem staðhæft var að ég hefði ekki lagalegar heimildir til þess að koma að þessu máli með fjárstuðningi. Mér er kunnugt um að sjómennirnir hafi á síðari stigum leitað til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins, en ekkert liggur fyrir um hvort dómstóllinn taki málið til efnislegrar meðferðar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun