Er þörf á stefnubreytingu varðandi aðgengi og gjaldtöku? Úlfar Antonsson skrifar 31. ágúst 2012 06:00 Á síðustu tuttugu árum hefur orðið mikil framþróun í fagmennsku í kringum ferðamennsku. Landið er aðgengilegra og auðvelt að ferðast um víðáttur þess. Mikil aukning er í afþreyingu; jeppaferðir, hellaskoðun, „riverrafting", hestaferðir og köfun. Talað er um holskeflu ferðamanna. Innviðir ferðaþjónustu eru víða mjög bágbornir, þörf á úrbótum og nýfjárfestingum. Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á hvernig viðvera ferðamanna bæti nýtingu fastafjármuna, gististaða og samgöngumannvirkja og stuðli að aukinni fjölbreytni í þjónustu á landsbyggðinni. Þeir skila inn í landið nokkur hundruð milljörðum í tekjur á ári. Páll Skúlason heimspekingur segir að hverri kynslóð beri siðferðileg skylda til að hámarka sjálfbæra þróun náttúrunnar án þess að ganga á möguleika komandi kynslóða. Umsjónarmenn auðlindarinnar sem felst í náttúru Íslands hafa lítið aðhafst, hún liggur nú þegar undir skemmdum af völdum hrossa- og sauðfjárbeitar, ferðamanna og virkjana á hálendinu. Það þarf að finna sanngjarna lausn á því hvernig aðgengi innlendra og erlendra ferðamanna verði best tryggt á sama tíma og auðlindinni verði skilað óskemmdri til komandi kynslóða. Undanfarin ár hafa komið fram ýmsar hugmyndir, meðal annars á Alþingi, um gjaldtöku af ferðamönnum til að standa undir viðhaldi á ferðamannastöðum og náttúruvernd. Þær hugnast ekki öllum, enda líta margir svo á að náttúran sé vöggugjöf fólksins og því beri ekki að greiða aðgangseyri til að fá að njóta hennar. Á Norðurlöndum hefur almannarétturinn verið skýr. Í Noregi „friluftsliv", þ.e. rétturinn til frjáls aðgangs að útilífi og náttúrunni. Í Svíþjóð er talað um „allemansrätten", sjálfsögð mannréttindi til náttúrupplifunar. Í þessum löndum er hins vegar gerður greinarmunur á almennum ferðamönnum og fyrirtækjum sem gera út á afþreyingu. Það er ekki endilega sjálfsagt að fyrirtæki bjóði afþreyingu á landi annars aðila án samráðs og greiðslu. Það er mjög mikilvægt að aðgengisréttur sé almennur og án mikilla undantekninga og sömu reglur gildi um innlenda og erlenda ferðamenn. Gjaldtaka í ferðaþjónustu á Íslandi er ekki ný af nálinni. Áður var greitt aðstöðugjald til Ferðafélags Íslands og eigendur í Höfða við Mývatn innheimtu aðgangseyri. Síðar hafa bæst við ýmsir skattar í flugi, sérstakt gistináttagjald og í byrjun næsta árs á að innheimta sérstakt gjald fyrir köfun í Silfru. Þessi þróun er því farin af stað og verður ekki snúið til baka. Ljóst er að við verðum að eyða fjármunum í að efla innviði á ferðamannastöðum, annars er voðinn vís. Rætt hefur verið um skelfilegt ástand salernismála á mörgum stöðum og skort á grunnrannsóknum, sem eru þó forsenda þess að hægt sé að miðla upplýsingum til ferðamanna. Huga þarf að vega- og stígagerð til að tryggja öllum aðgengi að náttúruperlunum. Uppbygging og rekstur mannvirkja skapar atvinnu í héraði. Það má stuðla að fastri búsetu í nánd við náttúruperlur, það skapar aukinn virðisauka inn á þessi svæði. Stefnan á Íslandi hefur verið að ekkert megi gera, ekki megi hrófla við neinu. Við getum hins vegar nýtt okkur reynslu annarra þjóða eins og í þjóðgörðum í Bandaríkjunum og á Nýja-Sjálandi við uppbyggingu á þessum stöðum. Ég tel að mikilvægt sé að að sameina undir eitt auðkenni alla þjóðgarða og vernduð svæði, það getur verið Þjóðgarðar Íslands. Í Skaftafelli voru 32% aðspurðra erlendra ferðamanna reiðubúin að borga aðgangseyri, þegar ekki var tilgreint hvað ætti að gera við peningana, en 70% þegar upplýst var að þeir yrðu notaðir til uppbyggingar og verndunar svæðanna. Mikill meirihluti svarenda, 83%, vildi að hugsanlegur aðgangseyrir rynni í að viðhalda hinu ósnortna víðerni. Ferðamenn virðast tilbúnir að greiða á bilinu 500 – 700 kr. í aðgangseyri án þess að það hafi áhrif á kauphegðun þeirra. Ef rétt er haldið á þessum málum, þau vel skilgreind og kynnt, þá virðist í lagi að taka upp gjaldtöku að náttúruperlum. Reynslan sýnir að huga þarf að sérstakri gjaldtöku fyrir þá sem taka þátt í afþreyingu. Markmið gjaldtökunnar er að viðhalda landsins gæðum fyrir framtíðarkynslóðir Íslands og hugsanlega í einhverjum tilvikum stuðla að takmörkun aðgangs að ákveðnum svæðum eða afþreyingu sem taki mið af þolmörkum svæða. Án þess að fara út í nákvæma útlistun, þá eru grunnforsendur í mínum tillögum eftirfarandi; Allir greiði aðgangseyri, ekki gerður munur á Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Grunngjald þjónustu verði 750 kr. á mann. Afslættir eftir eðli heimsóknar, innlendir og erlendir skólahópar þurfa ekki að greiða. Sérstakt gjald verði tekið af afþreyingu. Erlendir ferðamenn geta greitt í gegnum ferðapakka eða eftir komu til landsins. Íslendingar kaupi sér kort á svipaðan hátt og veiðikortið. Ferðamenn, innlendir og erlendir, eru ekki tilbúnir að greiða gjald ef ekkert kemur á móti. Til að hægt sé að réttlæta gjaldtöku verður að tryggja aðgengi. Tekjurnar verði í framtíðinni notaðar til að tryggja innviðina. Til að byrja með mætti nota þessar auknu tekjur til að kaupa upp friðuð svæði, til dæmis Geysi, Gullfoss og svæði við Mývatn. Síðan hefjist markviss uppbygging sem bætir ímynd landsins, eykur þekkingu okkar á þessum stöðum og nýjasta tækni verður notuð til að miðla þekkingu til ferðamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Sjá meira
Á síðustu tuttugu árum hefur orðið mikil framþróun í fagmennsku í kringum ferðamennsku. Landið er aðgengilegra og auðvelt að ferðast um víðáttur þess. Mikil aukning er í afþreyingu; jeppaferðir, hellaskoðun, „riverrafting", hestaferðir og köfun. Talað er um holskeflu ferðamanna. Innviðir ferðaþjónustu eru víða mjög bágbornir, þörf á úrbótum og nýfjárfestingum. Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á hvernig viðvera ferðamanna bæti nýtingu fastafjármuna, gististaða og samgöngumannvirkja og stuðli að aukinni fjölbreytni í þjónustu á landsbyggðinni. Þeir skila inn í landið nokkur hundruð milljörðum í tekjur á ári. Páll Skúlason heimspekingur segir að hverri kynslóð beri siðferðileg skylda til að hámarka sjálfbæra þróun náttúrunnar án þess að ganga á möguleika komandi kynslóða. Umsjónarmenn auðlindarinnar sem felst í náttúru Íslands hafa lítið aðhafst, hún liggur nú þegar undir skemmdum af völdum hrossa- og sauðfjárbeitar, ferðamanna og virkjana á hálendinu. Það þarf að finna sanngjarna lausn á því hvernig aðgengi innlendra og erlendra ferðamanna verði best tryggt á sama tíma og auðlindinni verði skilað óskemmdri til komandi kynslóða. Undanfarin ár hafa komið fram ýmsar hugmyndir, meðal annars á Alþingi, um gjaldtöku af ferðamönnum til að standa undir viðhaldi á ferðamannastöðum og náttúruvernd. Þær hugnast ekki öllum, enda líta margir svo á að náttúran sé vöggugjöf fólksins og því beri ekki að greiða aðgangseyri til að fá að njóta hennar. Á Norðurlöndum hefur almannarétturinn verið skýr. Í Noregi „friluftsliv", þ.e. rétturinn til frjáls aðgangs að útilífi og náttúrunni. Í Svíþjóð er talað um „allemansrätten", sjálfsögð mannréttindi til náttúrupplifunar. Í þessum löndum er hins vegar gerður greinarmunur á almennum ferðamönnum og fyrirtækjum sem gera út á afþreyingu. Það er ekki endilega sjálfsagt að fyrirtæki bjóði afþreyingu á landi annars aðila án samráðs og greiðslu. Það er mjög mikilvægt að aðgengisréttur sé almennur og án mikilla undantekninga og sömu reglur gildi um innlenda og erlenda ferðamenn. Gjaldtaka í ferðaþjónustu á Íslandi er ekki ný af nálinni. Áður var greitt aðstöðugjald til Ferðafélags Íslands og eigendur í Höfða við Mývatn innheimtu aðgangseyri. Síðar hafa bæst við ýmsir skattar í flugi, sérstakt gistináttagjald og í byrjun næsta árs á að innheimta sérstakt gjald fyrir köfun í Silfru. Þessi þróun er því farin af stað og verður ekki snúið til baka. Ljóst er að við verðum að eyða fjármunum í að efla innviði á ferðamannastöðum, annars er voðinn vís. Rætt hefur verið um skelfilegt ástand salernismála á mörgum stöðum og skort á grunnrannsóknum, sem eru þó forsenda þess að hægt sé að miðla upplýsingum til ferðamanna. Huga þarf að vega- og stígagerð til að tryggja öllum aðgengi að náttúruperlunum. Uppbygging og rekstur mannvirkja skapar atvinnu í héraði. Það má stuðla að fastri búsetu í nánd við náttúruperlur, það skapar aukinn virðisauka inn á þessi svæði. Stefnan á Íslandi hefur verið að ekkert megi gera, ekki megi hrófla við neinu. Við getum hins vegar nýtt okkur reynslu annarra þjóða eins og í þjóðgörðum í Bandaríkjunum og á Nýja-Sjálandi við uppbyggingu á þessum stöðum. Ég tel að mikilvægt sé að að sameina undir eitt auðkenni alla þjóðgarða og vernduð svæði, það getur verið Þjóðgarðar Íslands. Í Skaftafelli voru 32% aðspurðra erlendra ferðamanna reiðubúin að borga aðgangseyri, þegar ekki var tilgreint hvað ætti að gera við peningana, en 70% þegar upplýst var að þeir yrðu notaðir til uppbyggingar og verndunar svæðanna. Mikill meirihluti svarenda, 83%, vildi að hugsanlegur aðgangseyrir rynni í að viðhalda hinu ósnortna víðerni. Ferðamenn virðast tilbúnir að greiða á bilinu 500 – 700 kr. í aðgangseyri án þess að það hafi áhrif á kauphegðun þeirra. Ef rétt er haldið á þessum málum, þau vel skilgreind og kynnt, þá virðist í lagi að taka upp gjaldtöku að náttúruperlum. Reynslan sýnir að huga þarf að sérstakri gjaldtöku fyrir þá sem taka þátt í afþreyingu. Markmið gjaldtökunnar er að viðhalda landsins gæðum fyrir framtíðarkynslóðir Íslands og hugsanlega í einhverjum tilvikum stuðla að takmörkun aðgangs að ákveðnum svæðum eða afþreyingu sem taki mið af þolmörkum svæða. Án þess að fara út í nákvæma útlistun, þá eru grunnforsendur í mínum tillögum eftirfarandi; Allir greiði aðgangseyri, ekki gerður munur á Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Grunngjald þjónustu verði 750 kr. á mann. Afslættir eftir eðli heimsóknar, innlendir og erlendir skólahópar þurfa ekki að greiða. Sérstakt gjald verði tekið af afþreyingu. Erlendir ferðamenn geta greitt í gegnum ferðapakka eða eftir komu til landsins. Íslendingar kaupi sér kort á svipaðan hátt og veiðikortið. Ferðamenn, innlendir og erlendir, eru ekki tilbúnir að greiða gjald ef ekkert kemur á móti. Til að hægt sé að réttlæta gjaldtöku verður að tryggja aðgengi. Tekjurnar verði í framtíðinni notaðar til að tryggja innviðina. Til að byrja með mætti nota þessar auknu tekjur til að kaupa upp friðuð svæði, til dæmis Geysi, Gullfoss og svæði við Mývatn. Síðan hefjist markviss uppbygging sem bætir ímynd landsins, eykur þekkingu okkar á þessum stöðum og nýjasta tækni verður notuð til að miðla þekkingu til ferðamanna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun