Hvers vegna Húsafriðunarnefnd hætti við að friða Nasa-salinn Björn B. Björnsson skrifar 31. ágúst 2012 06:00 Það er merkilegt að kynna sér hvernig Húsafriðunarnefnd hefur algerlega skipt um skoðun á því hvort friða beri Nasa-salinn – og velta fyrir sér hvað orsakaði þessi sinnaskipti. Árið 2008 samþykkti Húsafriðunarnefnd að leggja til við ráðherra að friða gamla kvennaskólann við Austurvöll (græna húsið sem er inngangurinn á Nasa) – og innréttingarnar í Nasa. Ekki kom á óvart að nefndin legði þetta til; að varðveita gamalt hús með sögu sem stendur við Austurvöll – og innréttingar helsta samkomuhúss Reykvíkinga um áratuga skeið, sem auk þess eru vönduð og söguleg íslensk hönnun sem ekki á sinn líka. Tilefnið var að Pétur Þór Sigurðsson, eigandi hússins sem jafnframt á nærliggjandi hús og lóðir og hafði í hyggju að setja upp risahótel milli Austurvallar, Fógetagarðsins og Ingólfstorgs og Húsafriðunarnefnd, óttaðist að gamli Kvennaskólinn og Nasa salurinn yrðu rifin. Pétur reis upp til mótmæla gegn þessum áformum nefndarinnar og lét bæði arkitektastofu og lögfræðistofu senda Húsafriðunarnefnd bréf til að mótmæla því að nefndin legði til friðun innréttinganna í Nasa. Jafnframt bauð hann nefndinni á sinn fund til að skoða aðstæður og reyna að fá hana á sitt band. En Húsafriðunarnefnd átti eðlilega ekki auðvelt með að snúa við blaðinu jafnvel þótt hún hefði viljað láta undan þrýstingnum. Þá gerist það, að undirlagi Péturs Þórs, að borgaryfirvöld kynna tillögu að nýju deiliskipulagi á reitnum og nú er gert ráð fyrir að endurbyggja Nasa-salinn í sömu mynd inni í nýbyggingunni. Þessi tillaga dugði Húsafriðunarnefnd til að þvo hendur sínar af málinu og haustið 2008 gerir nefndin eftirfarandi samþykkt: „Húsafriðunarnefnd fagnar þeim skilmálum í deiliskipulagstillögunni að salurinn sem nú hýsir skemmtistaðinn Nasa skuli endurbyggður í sömu mynd og hann er nú og að leitast skuli við að endurnýta sem mest af núverandi innréttingum salarins, „til að móta andrúmsloft núverandi salar" eins og segir í skilmálum." Í framhaldinu samþykkir Húsafriðunarnefnd að leggja til við ráðherra friðun Kvennaskólahússins, framhússins – en Nasa-salurinn sat eftir. Skipulagstillagan sem Húsafriðunarnefnd fagnaði vegna þess að hún gerði ráð fyrir endurbyggingu Nasa-salarins í sömu mynd var hins vegar aldrei samþykkt – en Pétri Þór hafði tekist það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir að Húsafriðunarnefnd friðaði innréttingarnar í Nasa. Næst tekur Húsafriðunarnefnd Nasa-salinn til umfjöllunar nú í sumar þegar fjallað er um tillöguna sem varð ofan á í samkeppni um hönnun hótelsins – og nú hefur orðið alger viðsnúningur á afstöðu nefndarinnar til Nasa-salarins því í bókun meirihluta nefndarinnar segir: „Það er ekki talið að umræddur salur geti í núverandi mynd talist til þjóðminja og því sé ekki tilefni til þess að gerðar verði tillögur um friðun hans." Hvernig má það vera að Húsafriðunarnefnd snúi svo algerlega við blaðinu að hún telji nú enga ástæðu til að friða salinn sem hún vildi að eigin frumkvæði friða fjórum árum fyrr? Tæplega hafa hinar faglegu forsendur breyst; salurinn er eftir sem áður einstakur að hönnun og útliti auk þess að vera merkilegur frá sögulegu sjónarmiði. Hefur þrýstingur lóðahafans skilað þessum viðsnúningi? Ekki er annað að sjá. Fyrir utan þann þrýsting sem hann beitti nefndina beint og áður er lýst fann hann upp á því snjallræði að fá Reykjavíkurborg til þess að fara með sér í samkeppni um skipulag á lóðum sínum á svæðinu með það að markmiði að koma þar fyrir fyrirhuguðu hóteli. Pétur Þór kostaði keppnina að hluta og sat sjálfur í valnefndinni ásamt fulltrúum borgarinnar. Klókindin í þessu fyrirkomulagi eru að í stað þess að borgaryfirvöld horfi á tillögur lóðahafa út frá hagsmunum borgarbúa hafa þau nú sameinast lóðahafanum um „verðlaunatillöguna". Að kynna hana og selja. Þetta bandalag lóðahafans og borgaryfirvalda kann að hafa ráðið úrslitum um að Húsafriðunarnefnd kúventi í afstöðu sinni til Nasa-salarins. „Verðlaunatillagan" sem nefndin útnefndi hafði nú þá stöðu að vera komin frá pólitískum valdhöfum skipulagsmála í Reykjavík en ekki einstökum lóðahafa. Ekki hefur það spillt fyrir því að þessi niðurstaða fengist að einn nefndarmaður af þeim fjórum sem stóðu að bókuninni er tengdur skipulagsyfirvöldum hagsmunaböndum en hann er undirmaður skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar – sem einmitt kom á umræddan fund Húsafriðunarnefndar til að kynna tillögurnar fyrir nefndinni! Hæfi annars nefndarmanns til að fjalla um tillöguna er einnig mjög vafasamt því hann var ráðgjafi nefndarinnar sem valdi „verðlaunatillöguna". Svona gerast kaupin í borginni. Á móti þessum áformum um niðurrif Nasa-salarins og byggingu risahótels í hjarta Reykjavíkur stendur almenningur og safnar undirskriftum á Ekkihotel.is. Ég hvet ykkur til að skrifa undir nú þegar til að hindra að Nasa-salurinn verði eyðilagður. Húsafriðunarnefnd mun ekki leggja þar lið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að kynna sér hvernig Húsafriðunarnefnd hefur algerlega skipt um skoðun á því hvort friða beri Nasa-salinn – og velta fyrir sér hvað orsakaði þessi sinnaskipti. Árið 2008 samþykkti Húsafriðunarnefnd að leggja til við ráðherra að friða gamla kvennaskólann við Austurvöll (græna húsið sem er inngangurinn á Nasa) – og innréttingarnar í Nasa. Ekki kom á óvart að nefndin legði þetta til; að varðveita gamalt hús með sögu sem stendur við Austurvöll – og innréttingar helsta samkomuhúss Reykvíkinga um áratuga skeið, sem auk þess eru vönduð og söguleg íslensk hönnun sem ekki á sinn líka. Tilefnið var að Pétur Þór Sigurðsson, eigandi hússins sem jafnframt á nærliggjandi hús og lóðir og hafði í hyggju að setja upp risahótel milli Austurvallar, Fógetagarðsins og Ingólfstorgs og Húsafriðunarnefnd, óttaðist að gamli Kvennaskólinn og Nasa salurinn yrðu rifin. Pétur reis upp til mótmæla gegn þessum áformum nefndarinnar og lét bæði arkitektastofu og lögfræðistofu senda Húsafriðunarnefnd bréf til að mótmæla því að nefndin legði til friðun innréttinganna í Nasa. Jafnframt bauð hann nefndinni á sinn fund til að skoða aðstæður og reyna að fá hana á sitt band. En Húsafriðunarnefnd átti eðlilega ekki auðvelt með að snúa við blaðinu jafnvel þótt hún hefði viljað láta undan þrýstingnum. Þá gerist það, að undirlagi Péturs Þórs, að borgaryfirvöld kynna tillögu að nýju deiliskipulagi á reitnum og nú er gert ráð fyrir að endurbyggja Nasa-salinn í sömu mynd inni í nýbyggingunni. Þessi tillaga dugði Húsafriðunarnefnd til að þvo hendur sínar af málinu og haustið 2008 gerir nefndin eftirfarandi samþykkt: „Húsafriðunarnefnd fagnar þeim skilmálum í deiliskipulagstillögunni að salurinn sem nú hýsir skemmtistaðinn Nasa skuli endurbyggður í sömu mynd og hann er nú og að leitast skuli við að endurnýta sem mest af núverandi innréttingum salarins, „til að móta andrúmsloft núverandi salar" eins og segir í skilmálum." Í framhaldinu samþykkir Húsafriðunarnefnd að leggja til við ráðherra friðun Kvennaskólahússins, framhússins – en Nasa-salurinn sat eftir. Skipulagstillagan sem Húsafriðunarnefnd fagnaði vegna þess að hún gerði ráð fyrir endurbyggingu Nasa-salarins í sömu mynd var hins vegar aldrei samþykkt – en Pétri Þór hafði tekist það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir að Húsafriðunarnefnd friðaði innréttingarnar í Nasa. Næst tekur Húsafriðunarnefnd Nasa-salinn til umfjöllunar nú í sumar þegar fjallað er um tillöguna sem varð ofan á í samkeppni um hönnun hótelsins – og nú hefur orðið alger viðsnúningur á afstöðu nefndarinnar til Nasa-salarins því í bókun meirihluta nefndarinnar segir: „Það er ekki talið að umræddur salur geti í núverandi mynd talist til þjóðminja og því sé ekki tilefni til þess að gerðar verði tillögur um friðun hans." Hvernig má það vera að Húsafriðunarnefnd snúi svo algerlega við blaðinu að hún telji nú enga ástæðu til að friða salinn sem hún vildi að eigin frumkvæði friða fjórum árum fyrr? Tæplega hafa hinar faglegu forsendur breyst; salurinn er eftir sem áður einstakur að hönnun og útliti auk þess að vera merkilegur frá sögulegu sjónarmiði. Hefur þrýstingur lóðahafans skilað þessum viðsnúningi? Ekki er annað að sjá. Fyrir utan þann þrýsting sem hann beitti nefndina beint og áður er lýst fann hann upp á því snjallræði að fá Reykjavíkurborg til þess að fara með sér í samkeppni um skipulag á lóðum sínum á svæðinu með það að markmiði að koma þar fyrir fyrirhuguðu hóteli. Pétur Þór kostaði keppnina að hluta og sat sjálfur í valnefndinni ásamt fulltrúum borgarinnar. Klókindin í þessu fyrirkomulagi eru að í stað þess að borgaryfirvöld horfi á tillögur lóðahafa út frá hagsmunum borgarbúa hafa þau nú sameinast lóðahafanum um „verðlaunatillöguna". Að kynna hana og selja. Þetta bandalag lóðahafans og borgaryfirvalda kann að hafa ráðið úrslitum um að Húsafriðunarnefnd kúventi í afstöðu sinni til Nasa-salarins. „Verðlaunatillagan" sem nefndin útnefndi hafði nú þá stöðu að vera komin frá pólitískum valdhöfum skipulagsmála í Reykjavík en ekki einstökum lóðahafa. Ekki hefur það spillt fyrir því að þessi niðurstaða fengist að einn nefndarmaður af þeim fjórum sem stóðu að bókuninni er tengdur skipulagsyfirvöldum hagsmunaböndum en hann er undirmaður skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar – sem einmitt kom á umræddan fund Húsafriðunarnefndar til að kynna tillögurnar fyrir nefndinni! Hæfi annars nefndarmanns til að fjalla um tillöguna er einnig mjög vafasamt því hann var ráðgjafi nefndarinnar sem valdi „verðlaunatillöguna". Svona gerast kaupin í borginni. Á móti þessum áformum um niðurrif Nasa-salarins og byggingu risahótels í hjarta Reykjavíkur stendur almenningur og safnar undirskriftum á Ekkihotel.is. Ég hvet ykkur til að skrifa undir nú þegar til að hindra að Nasa-salurinn verði eyðilagður. Húsafriðunarnefnd mun ekki leggja þar lið.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun