Örorka er ekki val eða lífsstíll! 25. september 2012 06:00 Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fór af stað með kynningarátak í byrjun september með það að markmiði að breyta viðhorfum stjórnmálamanna og almennings í garð öryrkja með því að varpa ljósi á málstað þeirra. Átakið er í formi greinaskrifa og auglýsinga í dagblöðum, netmiðlum og í útvarpi. Örorka er ekki val eða lífsstíll sem fólk velur sér sem ævistarf. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma. Að fá örorkumat er langt og flókið ferli sem byggist á læknisfræðilegu mati. Þrátt fyrir það ber á fordómum í garð öryrkja í samfélaginu. Umfjöllun í fjölmiðlum er á köflum neikvæð og skilningsleysi er meðal stjórnmálamanna og almennings um aðstæður þeirra. Finnst mörgum öryrkjum að litið sé á þá sem annars flokks þjóðfélagsþegna og byrði á samfélaginu þrátt fyrir að flestir hafi unnið í áratugi áður en þeir misstu heilsuna og greitt skatta til samfélagsins í mörg ár og gera enn. Það á einnig við um þá sem hafa fatlast snemma á lífsleiðinni en þeir greiða tekjuskatt, virðisaukaskatt og önnur opinber gjöld eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Öryrkjar vilja standa á eigin fótum, lifa sjálfstæðu lífi og geta tekið virkan þátt í samfélaginu án þess að þurfa að lifa við fordóma í sinn garð. Leiðrétting á kjörum nauðsynlegKjör öryrkja hafa versnað á undanförnum árum þar sem þeir hafa orðið fyrir umtalsverðum kjaraskerðingum. Fjöldi öryrkja er með lágar greiðslur og miklar tekjutengingar sem halda þeim í fátæktargildru. Þá hefur greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu aukist til muna sem gerir það að verkum að sífellt fleiri eiga vart fyrir mat eða öðrum nauðsynjum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hafa fordómar í garð öryrkja litast af þeirri umræðu að þeir hafi það ekki jafn slæmt og raun ber vitni. Hafa ber í huga að kjör og aðstæður fólks hafa áhrif á sjálfsmynd þess og viðhorf annarra til þeirra og bera stjórnvöld á þessu ákveðna ábyrgð. Þingstörf hófust við setningu Alþingis 11. september og er mikilvægt að þingmenn láti hendur standa fram úr ermum við að koma velferðarkerfinu á réttan kjöl. Brýnasta verkefnið er að leiðrétta bætur almannatrygginga sem hafa ekki hækkað í samræmi við lög um almannatryggingar síðastliðin fjögur ár en lögin voru tekin úr sambandi með fjárlögum í skjóli kreppunnar. Þá hafa bætur almannatrygginga ekki hækkað til samræmis við hækkun lægstu launa (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og er munurinn verulegur. Þessu til viðbótar jukust tekjutengingar örorku- og ellilífeyrisþega 1. júlí 2009 sem skertu kjör margra svo um munaði og hafa þær ekki verið dregnar til baka þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Öryrkjabandalagsins og Landssambands eldri borgara. Skerðingarnar áttu að vera tímabundnar í hámark þrjú ár vegna efnahagsástandsins, en stjórnvöld hafa ekki sýnt viðleitni til að leiðrétta þau, þrátt fyrir yfirlýsingar um að hagur ríkisins sé að vænkast. Launaleiðréttingar hafa þegar orðið m.a. hjá alþingismönnum, ráðherrum og fleiri aðilum sem heyra undir kjararáð. Auk þess sem ráðherra ákvað nýverið að hækka heildarmánaðarlaun forstjóra hjá ríkinu um ríflega tvöföld mánaðarlaun lífeyrisþega en dró ákvörðun sína til baka vegna mikillar andstöðu í þjóðfélaginu. Hvað gerist í kjörklefanum?Alþingiskosningar eru á næsta ári og kosningaslagur er þegar hafinn. Gera má ráð fyrir því að væntanlegir frambjóðendur reyni eftir fremsta megni að benda á mikilvæg mál sem þeir hafi áorkað. Þúsundir öryrkja, ellilífeyrisþega, aðstandenda og vina þeirra munu í kjörklefanum hugsa til frambjóðenda sem staðið hafa vörð um velferð þessara hópa. Því þó svo að öryrkjar og ellilífeyrisþegar geti ekki farið í verkfall þá hafa þeir þó heilmikil völd sem felast í kosningaréttinum. Með þessum orðum eru stjórnmálamenn eindregið hvattir til að láta verkin tala og leiðrétta tafarlaust kjör öryrkja og ellilífeyrisþega ætli stjórnvöld að standa við gefin loforð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fór af stað með kynningarátak í byrjun september með það að markmiði að breyta viðhorfum stjórnmálamanna og almennings í garð öryrkja með því að varpa ljósi á málstað þeirra. Átakið er í formi greinaskrifa og auglýsinga í dagblöðum, netmiðlum og í útvarpi. Örorka er ekki val eða lífsstíll sem fólk velur sér sem ævistarf. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma. Að fá örorkumat er langt og flókið ferli sem byggist á læknisfræðilegu mati. Þrátt fyrir það ber á fordómum í garð öryrkja í samfélaginu. Umfjöllun í fjölmiðlum er á köflum neikvæð og skilningsleysi er meðal stjórnmálamanna og almennings um aðstæður þeirra. Finnst mörgum öryrkjum að litið sé á þá sem annars flokks þjóðfélagsþegna og byrði á samfélaginu þrátt fyrir að flestir hafi unnið í áratugi áður en þeir misstu heilsuna og greitt skatta til samfélagsins í mörg ár og gera enn. Það á einnig við um þá sem hafa fatlast snemma á lífsleiðinni en þeir greiða tekjuskatt, virðisaukaskatt og önnur opinber gjöld eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Öryrkjar vilja standa á eigin fótum, lifa sjálfstæðu lífi og geta tekið virkan þátt í samfélaginu án þess að þurfa að lifa við fordóma í sinn garð. Leiðrétting á kjörum nauðsynlegKjör öryrkja hafa versnað á undanförnum árum þar sem þeir hafa orðið fyrir umtalsverðum kjaraskerðingum. Fjöldi öryrkja er með lágar greiðslur og miklar tekjutengingar sem halda þeim í fátæktargildru. Þá hefur greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu aukist til muna sem gerir það að verkum að sífellt fleiri eiga vart fyrir mat eða öðrum nauðsynjum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hafa fordómar í garð öryrkja litast af þeirri umræðu að þeir hafi það ekki jafn slæmt og raun ber vitni. Hafa ber í huga að kjör og aðstæður fólks hafa áhrif á sjálfsmynd þess og viðhorf annarra til þeirra og bera stjórnvöld á þessu ákveðna ábyrgð. Þingstörf hófust við setningu Alþingis 11. september og er mikilvægt að þingmenn láti hendur standa fram úr ermum við að koma velferðarkerfinu á réttan kjöl. Brýnasta verkefnið er að leiðrétta bætur almannatrygginga sem hafa ekki hækkað í samræmi við lög um almannatryggingar síðastliðin fjögur ár en lögin voru tekin úr sambandi með fjárlögum í skjóli kreppunnar. Þá hafa bætur almannatrygginga ekki hækkað til samræmis við hækkun lægstu launa (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og er munurinn verulegur. Þessu til viðbótar jukust tekjutengingar örorku- og ellilífeyrisþega 1. júlí 2009 sem skertu kjör margra svo um munaði og hafa þær ekki verið dregnar til baka þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Öryrkjabandalagsins og Landssambands eldri borgara. Skerðingarnar áttu að vera tímabundnar í hámark þrjú ár vegna efnahagsástandsins, en stjórnvöld hafa ekki sýnt viðleitni til að leiðrétta þau, þrátt fyrir yfirlýsingar um að hagur ríkisins sé að vænkast. Launaleiðréttingar hafa þegar orðið m.a. hjá alþingismönnum, ráðherrum og fleiri aðilum sem heyra undir kjararáð. Auk þess sem ráðherra ákvað nýverið að hækka heildarmánaðarlaun forstjóra hjá ríkinu um ríflega tvöföld mánaðarlaun lífeyrisþega en dró ákvörðun sína til baka vegna mikillar andstöðu í þjóðfélaginu. Hvað gerist í kjörklefanum?Alþingiskosningar eru á næsta ári og kosningaslagur er þegar hafinn. Gera má ráð fyrir því að væntanlegir frambjóðendur reyni eftir fremsta megni að benda á mikilvæg mál sem þeir hafi áorkað. Þúsundir öryrkja, ellilífeyrisþega, aðstandenda og vina þeirra munu í kjörklefanum hugsa til frambjóðenda sem staðið hafa vörð um velferð þessara hópa. Því þó svo að öryrkjar og ellilífeyrisþegar geti ekki farið í verkfall þá hafa þeir þó heilmikil völd sem felast í kosningaréttinum. Með þessum orðum eru stjórnmálamenn eindregið hvattir til að láta verkin tala og leiðrétta tafarlaust kjör öryrkja og ellilífeyrisþega ætli stjórnvöld að standa við gefin loforð.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun