Himinn og haf kveður… Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 26. september 2012 06:00 … og þakkar frábærar viðtökur íbúa á höfuðborgarsvæðinu þau tvö sumur sem útikaffihúsið hefur verið starfrækt við Arnarnesvog. Þar sem enginn veitingastaður er í Garðabæ (ef IKEA er frátalið) hefur það verið sérstök ánægja fyrir mig að finna velviljann hjá íbúum og þörfina sem er til staðar fyrir veitingaþjónustu í bænum – og síðast en ekki síst þakklæti íbúanna. Þessi viðbrögð hafa hvatt mig áfram til að koma útikaffihúsinu á næsta stig og gera það að heilsárs veitingastað. Fyrirmyndin er að vissu leyti uppbygging Nauthóls, sem byrjaði sem sumarbústaður við Nauthólsvík. Bæjarráð Garðabæjar hefur hins vegar hafnað því að timburhús fái tímabundið að hýsa starfsemi veitingastaðar á lóðinni. Ástæðan mun vera sú að sumarbústaður sé of frábrugðinn metnaðarfullum hugmyndum bæjaryfirvalda um sérhannað húsnæði á þessari frábæru lóð við sjávarsíðuna, þar sem útsýni er stórbrotið og sólsetrin dásamleg. Stjórnsýsla í þágu íbúa? Nú eru tæp fjögur ár frá því ég sendi inn fyrsta erindið til bæjarráðs um að fá að hefja veitingarekstur í timburhúsi við Arnarnesvog. Þá hafði ekki verið gert ráð fyrir byggingum á „græna svæðinu" við voginn –hvað þá húsi undir veitingarekstur. Erindið varð til þess að deiliskipulagið var endurskoðað og gert ráð fyrir lóð undir veitingastað. Lóðin var síðan auglýst undir metnaðarfullum formerkjum og gerð krafa um vandaða hönnun byggingar og lóðar þar sem ákveðnar áherslur þurfti að virða. Nexus arkitektar gengu til liðs við mig og hönnuðu byggingu sem mætti kröfum bæjarins. Ég fékk lóðina og hófst þá handa við að láta verkefnið verða að veruleika. Útikaffihúsið var fyrsti hluti af uppbyggingu staðarins. Allmargir sérfræðingar hafa lagt mér lið og kynnt þetta skemmtilega verkefni mögulegum fjárfestum. Langflestum finnst verkefnið afar áhugavert og spennandi, hugmyndafræðin góð og útsýnið frábært. Niðurstaða þessarar vinnu – og mat sérfræðinganna – er hins vegar að á þessum tímapunkti muni enginn setja fjármagn í jafn dýra byggingu og gerð er krafa um vegna aðstæðna í samfélaginu. Ástæðurnar eru líka þær að verkefnið fær ekki að byggjast upp á eigin forsendum og að veitingarekstur er áhætturekstur. Fjárfestar vilja sjá rekstur af þessu tagi byggjast upp frá grunni, líkt og Nauthóll gerði; fyrst sem sumarbústað, og ef uppbygging gengur eftir og sýni að reksturinn standi undir jafn dýrri byggingu og óskað er eftir, sé möguleiki á að fjármagna steinsteypt hús. Þá leið er ég tilbúin að fara. Byrja á því að koma upp fallegum og hlýlegum sumarbústað sem gæti tekið á móti Garðbæingum og höfuðborgarbúum allan ársins hring og veitt þeim notalega og góða þjónustu á þessum einstaka stað. Í þriðja sinn hef ég nú lagt fram beiðni til yfirvalda um að fá að hefja starfsemina í sumarbústað. Þeirri leið hefur bæjarráð Garðabæjar nú hafnað. Ég verð þó að hrósa stjórnsýslunni í Garðabæ fyrir gegnsæ vinnubrögð og fyrir að láta pólitík ekki ráða för í þessu máli. En ég verð jafnframt að lýsa yfir miklum vonbrigðum með það að stjórnsýslan láti stífar reglur og metnað standa í vegi fyrir frumkvöðlum, sem vilja láta gott af sér leiða fyrir samfélagið, því að kostnaðarlausu. Er það virkilega það sem íbúar Garðabæjar vilja? Lífsgæði og hjartað sem slær Eftir stendur að Garðbæingar hafa enn engan veitingastað að sækja í bænum sínum. Þeir verða af lífsgæðum sem ég tel eðlileg og nauðsynleg í nútímasamfélögum. Fyrir mig, sem hef haft aðsetur í sex löndum og kynnst því hversu mikilvæg hverfamenning er fyrir samfélögin, er það ekki ásættanlegt. Það er svo sannarlega „Himinn og haf" á milli þess sem bæjaryfirvöldum finnst mikilvægt í húsakosti undir veitingastað við Arnarnesvog og þess sem mér finnst skipta máli, þ.e. innra starfinu og hjartanu sem þar slær. Ég hef hins vegar fulla trú á því að fyrst bæjaryfirvöld þiggja ekki einkaframtakið, muni þau sjálf framkvæma. Innan tíðar tilkynni þau íbúum Garðabæjar hvernig þau ætli að stuðla að þessari framþróun. Fulltrúar bæjarbúa í bæjarstjórn hljóta að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að stuðla að lífsgæðum íbúanna og innri gæðum samfélagsins. Ég bíð því full eftirvæntingar eftir því að bæjaryfirvöld kynni áform sín í þessum efnum og vænti þess að geta sótt metnaðarfullan veitingastað við Arnarnesvoginn sem allra fyrst. Og satt best að segja finnst mér minnstu máli skipta hvort hann er staðsettur í hlýlegu timburhúsi eða glæsilegri steinbyggingu. Það er nefnilega ekki húsið sem skapar líf, það gerir fólkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
… og þakkar frábærar viðtökur íbúa á höfuðborgarsvæðinu þau tvö sumur sem útikaffihúsið hefur verið starfrækt við Arnarnesvog. Þar sem enginn veitingastaður er í Garðabæ (ef IKEA er frátalið) hefur það verið sérstök ánægja fyrir mig að finna velviljann hjá íbúum og þörfina sem er til staðar fyrir veitingaþjónustu í bænum – og síðast en ekki síst þakklæti íbúanna. Þessi viðbrögð hafa hvatt mig áfram til að koma útikaffihúsinu á næsta stig og gera það að heilsárs veitingastað. Fyrirmyndin er að vissu leyti uppbygging Nauthóls, sem byrjaði sem sumarbústaður við Nauthólsvík. Bæjarráð Garðabæjar hefur hins vegar hafnað því að timburhús fái tímabundið að hýsa starfsemi veitingastaðar á lóðinni. Ástæðan mun vera sú að sumarbústaður sé of frábrugðinn metnaðarfullum hugmyndum bæjaryfirvalda um sérhannað húsnæði á þessari frábæru lóð við sjávarsíðuna, þar sem útsýni er stórbrotið og sólsetrin dásamleg. Stjórnsýsla í þágu íbúa? Nú eru tæp fjögur ár frá því ég sendi inn fyrsta erindið til bæjarráðs um að fá að hefja veitingarekstur í timburhúsi við Arnarnesvog. Þá hafði ekki verið gert ráð fyrir byggingum á „græna svæðinu" við voginn –hvað þá húsi undir veitingarekstur. Erindið varð til þess að deiliskipulagið var endurskoðað og gert ráð fyrir lóð undir veitingastað. Lóðin var síðan auglýst undir metnaðarfullum formerkjum og gerð krafa um vandaða hönnun byggingar og lóðar þar sem ákveðnar áherslur þurfti að virða. Nexus arkitektar gengu til liðs við mig og hönnuðu byggingu sem mætti kröfum bæjarins. Ég fékk lóðina og hófst þá handa við að láta verkefnið verða að veruleika. Útikaffihúsið var fyrsti hluti af uppbyggingu staðarins. Allmargir sérfræðingar hafa lagt mér lið og kynnt þetta skemmtilega verkefni mögulegum fjárfestum. Langflestum finnst verkefnið afar áhugavert og spennandi, hugmyndafræðin góð og útsýnið frábært. Niðurstaða þessarar vinnu – og mat sérfræðinganna – er hins vegar að á þessum tímapunkti muni enginn setja fjármagn í jafn dýra byggingu og gerð er krafa um vegna aðstæðna í samfélaginu. Ástæðurnar eru líka þær að verkefnið fær ekki að byggjast upp á eigin forsendum og að veitingarekstur er áhætturekstur. Fjárfestar vilja sjá rekstur af þessu tagi byggjast upp frá grunni, líkt og Nauthóll gerði; fyrst sem sumarbústað, og ef uppbygging gengur eftir og sýni að reksturinn standi undir jafn dýrri byggingu og óskað er eftir, sé möguleiki á að fjármagna steinsteypt hús. Þá leið er ég tilbúin að fara. Byrja á því að koma upp fallegum og hlýlegum sumarbústað sem gæti tekið á móti Garðbæingum og höfuðborgarbúum allan ársins hring og veitt þeim notalega og góða þjónustu á þessum einstaka stað. Í þriðja sinn hef ég nú lagt fram beiðni til yfirvalda um að fá að hefja starfsemina í sumarbústað. Þeirri leið hefur bæjarráð Garðabæjar nú hafnað. Ég verð þó að hrósa stjórnsýslunni í Garðabæ fyrir gegnsæ vinnubrögð og fyrir að láta pólitík ekki ráða för í þessu máli. En ég verð jafnframt að lýsa yfir miklum vonbrigðum með það að stjórnsýslan láti stífar reglur og metnað standa í vegi fyrir frumkvöðlum, sem vilja láta gott af sér leiða fyrir samfélagið, því að kostnaðarlausu. Er það virkilega það sem íbúar Garðabæjar vilja? Lífsgæði og hjartað sem slær Eftir stendur að Garðbæingar hafa enn engan veitingastað að sækja í bænum sínum. Þeir verða af lífsgæðum sem ég tel eðlileg og nauðsynleg í nútímasamfélögum. Fyrir mig, sem hef haft aðsetur í sex löndum og kynnst því hversu mikilvæg hverfamenning er fyrir samfélögin, er það ekki ásættanlegt. Það er svo sannarlega „Himinn og haf" á milli þess sem bæjaryfirvöldum finnst mikilvægt í húsakosti undir veitingastað við Arnarnesvog og þess sem mér finnst skipta máli, þ.e. innra starfinu og hjartanu sem þar slær. Ég hef hins vegar fulla trú á því að fyrst bæjaryfirvöld þiggja ekki einkaframtakið, muni þau sjálf framkvæma. Innan tíðar tilkynni þau íbúum Garðabæjar hvernig þau ætli að stuðla að þessari framþróun. Fulltrúar bæjarbúa í bæjarstjórn hljóta að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að stuðla að lífsgæðum íbúanna og innri gæðum samfélagsins. Ég bíð því full eftirvæntingar eftir því að bæjaryfirvöld kynni áform sín í þessum efnum og vænti þess að geta sótt metnaðarfullan veitingastað við Arnarnesvoginn sem allra fyrst. Og satt best að segja finnst mér minnstu máli skipta hvort hann er staðsettur í hlýlegu timburhúsi eða glæsilegri steinbyggingu. Það er nefnilega ekki húsið sem skapar líf, það gerir fólkið.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun