Í þágu nýtingar og þröngra ráðagerða Svandís Svavarsdóttir skrifar 3. október 2012 06:00 Ritstjóri Fréttablaðsins fagnar tillögu sjálfstæðismanna til breytinga á lögum um rammaáætlun. Leggst hann þar á árar með þeim sem fullyrða að vegna þrýstings frá Vinstri grænum hafi verið vikið í „veigamiklum atriðum“ frá þeirri forgangsröðun sem verkefnisstjórn lagði til. Það er ljóst af leiðara ritstjórans að honum er ekki ferlið kunnugt né heldur tekur hann afstöðu til veigamikilla breytinga sem lagðar eru til í frumvarpi sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn samþykktu verklag rammaáætlunar án andstöðu á síðasta ári. Undanfarið hefur flokkurinn hins vegar leitast við að þyrla upp moldviðri, kynda undir tortryggni og haft uppi hótanir um að öllu ferlinu verði varpað fyrir róða komist flokkurinn til valda. Breytingarnar sem við ráðherrarnir gerðum voru faglegar, byggðar á lögformlegu umsagnarferli og eru kirfilega rökstuddar í þingsályktunartillögunni. Þær snúast um upplýsingaöflun og nánari skoðun í ljósi gagna og alvarlegra athugasemda. Hinn svokallaði „sáttafarvegur“ Sjálfstæðisflokksins snýst um að hverfa frá þessu verklagi. Í fyrsta lagi leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að fellt sé brott ákvæði um að þau svæði sem njóti verndar falli utan rammaáætlunarinnar. Það þýðir að sjálfstæðismenn vilja að landsvæði sem núna njóta friðlýsingar, friðlýst svæði og svæði innan þjóðgarða, komi öll til álita sem virkjunarsvæði! Í öðru lagi er gert ráð fyrir að ákafar megi ganga á svæði í biðflokki í rannsóknarskyni og enn fremur að víðtækar rannsóknir megi stunda á svæðum sem ekki hafa verið tekin til faglegrar umfjöllunar innan rammaáætlunar – en slík svæði falla samkvæmt gildandi lögum undir sömu reglur og biðflokkur. Loks gerir flokkurinn tillögu um að verkefnisstjórn rammaáætlunar skili endanlegri flokkun virkjanakostanna, bæði án mikilvægrar aðkomu almennings í opnu umsagnarferli og án þess að ráðherra taki ábyrgð á jafn afdrifaríku máli og rammaáætlun er í reynd. Sú ábyrgð hvílir að sjálfsögðu á lýðræðislegu umboði og faglegum grunni. Allar breytingarnar í frumvarpi sjálfstæðismanna eru lagðar á vogarskálar nýtingar á kostnað náttúruverndar og á vogarskálar þröngra ráðagerða á kostnað gagnsæis og samráðs við almenning. Það veldur vonbrigðum að ritstjóri Fréttablaðsins, sem oft hefur sýnt á sér betri hliðar, leggist á þá sveif. Náttúruverndarsjónarmið virðast ekki eiga sér málsvara meðal kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkurinn er herskár og afturhaldssinnaður í málaflokknum. Samkvæmt minni reynslu endurspeglar þetta alls ekki kjósendur flokksins. Leiðarahöfundur skipar sér í þrönga sveit með félögum sínum á þingi þegar nær væri að kynna fyrir lesendum vönduð og lýðræðisleg vinnubrögð um rammaáætlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins fagnar tillögu sjálfstæðismanna til breytinga á lögum um rammaáætlun. Leggst hann þar á árar með þeim sem fullyrða að vegna þrýstings frá Vinstri grænum hafi verið vikið í „veigamiklum atriðum“ frá þeirri forgangsröðun sem verkefnisstjórn lagði til. Það er ljóst af leiðara ritstjórans að honum er ekki ferlið kunnugt né heldur tekur hann afstöðu til veigamikilla breytinga sem lagðar eru til í frumvarpi sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn samþykktu verklag rammaáætlunar án andstöðu á síðasta ári. Undanfarið hefur flokkurinn hins vegar leitast við að þyrla upp moldviðri, kynda undir tortryggni og haft uppi hótanir um að öllu ferlinu verði varpað fyrir róða komist flokkurinn til valda. Breytingarnar sem við ráðherrarnir gerðum voru faglegar, byggðar á lögformlegu umsagnarferli og eru kirfilega rökstuddar í þingsályktunartillögunni. Þær snúast um upplýsingaöflun og nánari skoðun í ljósi gagna og alvarlegra athugasemda. Hinn svokallaði „sáttafarvegur“ Sjálfstæðisflokksins snýst um að hverfa frá þessu verklagi. Í fyrsta lagi leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að fellt sé brott ákvæði um að þau svæði sem njóti verndar falli utan rammaáætlunarinnar. Það þýðir að sjálfstæðismenn vilja að landsvæði sem núna njóta friðlýsingar, friðlýst svæði og svæði innan þjóðgarða, komi öll til álita sem virkjunarsvæði! Í öðru lagi er gert ráð fyrir að ákafar megi ganga á svæði í biðflokki í rannsóknarskyni og enn fremur að víðtækar rannsóknir megi stunda á svæðum sem ekki hafa verið tekin til faglegrar umfjöllunar innan rammaáætlunar – en slík svæði falla samkvæmt gildandi lögum undir sömu reglur og biðflokkur. Loks gerir flokkurinn tillögu um að verkefnisstjórn rammaáætlunar skili endanlegri flokkun virkjanakostanna, bæði án mikilvægrar aðkomu almennings í opnu umsagnarferli og án þess að ráðherra taki ábyrgð á jafn afdrifaríku máli og rammaáætlun er í reynd. Sú ábyrgð hvílir að sjálfsögðu á lýðræðislegu umboði og faglegum grunni. Allar breytingarnar í frumvarpi sjálfstæðismanna eru lagðar á vogarskálar nýtingar á kostnað náttúruverndar og á vogarskálar þröngra ráðagerða á kostnað gagnsæis og samráðs við almenning. Það veldur vonbrigðum að ritstjóri Fréttablaðsins, sem oft hefur sýnt á sér betri hliðar, leggist á þá sveif. Náttúruverndarsjónarmið virðast ekki eiga sér málsvara meðal kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkurinn er herskár og afturhaldssinnaður í málaflokknum. Samkvæmt minni reynslu endurspeglar þetta alls ekki kjósendur flokksins. Leiðarahöfundur skipar sér í þrönga sveit með félögum sínum á þingi þegar nær væri að kynna fyrir lesendum vönduð og lýðræðisleg vinnubrögð um rammaáætlun.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun