Leitum ekki að lægsta samnefnaranum Páll Gunnar Pálsson skrifar 6. október 2012 06:00 Hinn 3. október sl. stóðu Samtök atvinnulífsins fyrir fundi um samkeppnislögin og framkvæmd þeirra. Tilefnið var nýútkomin skýrsla samtakanna um sama efni. Ástæða er til að fagna allri umræðu um þessi mál. Við sem eigum tíð samskipti við atvinnulífið vitum hversu mikið samkeppnismál brenna á fyrirtækjum, neytendum og samfélaginu öllu nú um stundir. Í þessari umræðu kallar Samkeppniseftirlitið eftir því að umfjöllun um hugsanlegar endurbætur á samkeppnislögunum taki mið af þeirri erfiðu stöðu sem víða ríkir í atvinnulífinu. Það veldur því vonbrigðum við lestur á skýrslu samtakanna að tillögur þeirra miða nær allar að því að þrengja eða fella niður heimildir Samkeppniseftirlitsins. Heimildir sem löggjafinn hefur talið mikilvægar til þess að tryggja hagsmuni atvinnulífsins og neytenda. Fyrir þessu eru færð þau rök að reglurnar séu séríslenskar. Þar fara samtökin með rangt mál. Heimildir íslenskra samkeppnislaga eiga sér í öllum tilvikum hliðstæður í löggjöf erlendis. Miður er ef hagsmunaaðilar kjósa að leita lægsta samnefnarans í samkeppnislöggjöf nágrannalandanna og horfa þannig fram hjá þörfum íslensks samfélags út frá aðstæðum hér. Í skýrslunni er hvergi að sjá að samtökin hafi tekið til athugunar hvort tilefni væri til þess að bæta við heimildum til þess að tryggja framkvæmd samkeppnislaga. Staðreyndin er nefnilega sú að vel væri hægt að styrkja samkeppnislögin í takt við löggjöf erlendis. Nefna má sem dæmi að hér á landi hefur Samkeppniseftirlitið ekki heimildir til þess að leita gagna á heimilum stjórnenda grunaðra fyrirtækja, eins og reyndin er víða, t.d. annars staðar á Norðurlöndunum. Þá þekkjast heimildir til handa samkeppnisyfirvöldum til þess að hlutast til um að stjórnendur brotlegra fyrirtækja teljist ekki hæfir til að stjórna fyrirtækjum í tiltekinn tíma eftir brot. Því miður sjá forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins ástæðu til þess að gera málflutning Samkeppniseftirlitsins tortyggilegan í opinberri umræðu. Er eftirlitið sagt ómálefnalegt, spyrna fast við fótum til að halda í séríslenskar reglur og leggja fæð á stærri fyrirtæki. Ekki er hægt að fallast á þennan málflutning. Fyrir Samkeppniseftirlitinu vakir ekkert annað en að standa vörð um hagsmuni neytenda, atvinnulífsins og samfélagsins alls. Þar skiptir miklu máli að ný og smærri fyrirtæki geti hafið starfsemi og dafnað við hlið stærri fyrirtækja. Það er brýnt fyrir þjóðarhag að Samtök atvinnulífsins og aðrir hagsmunaaðilar í atvinnulífinu leggist á árar í þessari baráttu, í stað þess að leita að lægsta samnefnaranum við mótun samkeppnislaga og gera framkvæmd þeirra tortryggilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Gunnar Pálsson Samkeppnismál Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Sjá meira
Hinn 3. október sl. stóðu Samtök atvinnulífsins fyrir fundi um samkeppnislögin og framkvæmd þeirra. Tilefnið var nýútkomin skýrsla samtakanna um sama efni. Ástæða er til að fagna allri umræðu um þessi mál. Við sem eigum tíð samskipti við atvinnulífið vitum hversu mikið samkeppnismál brenna á fyrirtækjum, neytendum og samfélaginu öllu nú um stundir. Í þessari umræðu kallar Samkeppniseftirlitið eftir því að umfjöllun um hugsanlegar endurbætur á samkeppnislögunum taki mið af þeirri erfiðu stöðu sem víða ríkir í atvinnulífinu. Það veldur því vonbrigðum við lestur á skýrslu samtakanna að tillögur þeirra miða nær allar að því að þrengja eða fella niður heimildir Samkeppniseftirlitsins. Heimildir sem löggjafinn hefur talið mikilvægar til þess að tryggja hagsmuni atvinnulífsins og neytenda. Fyrir þessu eru færð þau rök að reglurnar séu séríslenskar. Þar fara samtökin með rangt mál. Heimildir íslenskra samkeppnislaga eiga sér í öllum tilvikum hliðstæður í löggjöf erlendis. Miður er ef hagsmunaaðilar kjósa að leita lægsta samnefnarans í samkeppnislöggjöf nágrannalandanna og horfa þannig fram hjá þörfum íslensks samfélags út frá aðstæðum hér. Í skýrslunni er hvergi að sjá að samtökin hafi tekið til athugunar hvort tilefni væri til þess að bæta við heimildum til þess að tryggja framkvæmd samkeppnislaga. Staðreyndin er nefnilega sú að vel væri hægt að styrkja samkeppnislögin í takt við löggjöf erlendis. Nefna má sem dæmi að hér á landi hefur Samkeppniseftirlitið ekki heimildir til þess að leita gagna á heimilum stjórnenda grunaðra fyrirtækja, eins og reyndin er víða, t.d. annars staðar á Norðurlöndunum. Þá þekkjast heimildir til handa samkeppnisyfirvöldum til þess að hlutast til um að stjórnendur brotlegra fyrirtækja teljist ekki hæfir til að stjórna fyrirtækjum í tiltekinn tíma eftir brot. Því miður sjá forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins ástæðu til þess að gera málflutning Samkeppniseftirlitsins tortyggilegan í opinberri umræðu. Er eftirlitið sagt ómálefnalegt, spyrna fast við fótum til að halda í séríslenskar reglur og leggja fæð á stærri fyrirtæki. Ekki er hægt að fallast á þennan málflutning. Fyrir Samkeppniseftirlitinu vakir ekkert annað en að standa vörð um hagsmuni neytenda, atvinnulífsins og samfélagsins alls. Þar skiptir miklu máli að ný og smærri fyrirtæki geti hafið starfsemi og dafnað við hlið stærri fyrirtækja. Það er brýnt fyrir þjóðarhag að Samtök atvinnulífsins og aðrir hagsmunaaðilar í atvinnulífinu leggist á árar í þessari baráttu, í stað þess að leita að lægsta samnefnaranum við mótun samkeppnislaga og gera framkvæmd þeirra tortryggilega.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun