Seinfarin ganga lánsveðshópsins Sverrir Bollason skrifar 11. október 2012 00:00 Nú fer að viðra vel til göngunnar upp úr Kreppudal. En það er hlálegt að lánsveðshópurinn mun hefja sína göngu með þyngri byrðar en flestir aðrir. Sá hópur sem af varfærni brúaði bilið milli uppblásins fasteignaverðs og lágs fasteignamats á uppgangstímum með veð fengið að láni í eign foreldra eða annarra ættingja verður skilinn eftir og látinn dragast aftur úr samferðamönnum sínum. Þessar skuldir skulu hvíla á herðum þeirra um ókomna tíð meðan aðrir hafa fengið að kasta sínum byrðum af sér á botni kreppudals. Leiðin upp hlíðar kjarabóta verður þeim erfið og seinfarin. Sumir munu aldrei komast úr dalnum. Þær leiðir til minnkunar skulda heimilanna svo sem 110% leiðin geta ekki nýst lánsveðshópnum. Þrátt fyrir nær einróma yfirlýsingar allra stjórnmálaflokka sl. vetur hefur ekkert áunnist og skammarlega lítil, léttfætt skref verið tekin. Það er skömm að því þegar fögrum fyrirheitum fylgja ekki efndir. Traust fólks á umboðsmönnum almennings má vart við frekari hnekki. Tap í kynslóðalotteríinu er að verða að veruleika fyrir lánsveðshópinn. Lífeyrissjóðir standa í vegi sanngirniEin stærsta hindrunin sem stendur í vegi fyrir þeim sanngirnisúrbótum að létta skuldabyrði ungs fólks með lánsveð eru lífeyrissjóðirnir. Þeir eru taldir eiga stóran hluta þeirra fasteignalána sem tryggð eru með lánsveði. Hvernig getur staðið á því að lífeyrissjóðirnir einir fjármálastofnana ætla sér ekki að taka þátt í niðurfellingum skulda almennings? Hlutdeild þeirra í niðurfellingum 110% leiðarinnar er vart mælanleg. Það eru einmitt niðurfellingar skulda hjá öðrum fjármálastofnunum sem skapa almenningi það svigrúm að geta greitt af lífeyrissjóðslánum. Lífeyrissjóðirnir eru sem sagt orðnir að laumufarþegum í endurskipulagningu skulda heimilanna, þeir leggja ekkert til en fá allan ávinninginn. Að vissu leyti er þetta skiljanleg afstaða. Fæstir lífeyrissjóðir geta skilað þeirri ávöxtun sem þeir eiga að skila. Hugmyndaflug þeirra í fjárfestingum nær vart lengra en að lána skjólstæðingum til húsnæðiskaupa og kaupa skuldabréf sem bankar nota til að veita húsnæðislán. Maður spyr sig hvort fólk gæti ekki fengið svipaða niðurstöðu með því að halda eftir greiðslum til lífeyrissjóðanna, eignast húsnæðið sitt hraðar með þeim peningum og eiga lífeyrissjóð tryggðan með eigin fasteign milliliðalaust. Til hvers þarf að hafa lífeyrissjóðina með ef okkar eigin vaxtakostnaður er okkar ávöxtun? Langtímahagsmunir hunsaðirEn fyrst stefna sjóðanna er svona má líka spyrja sig hvort það sé best fyrir lífeyrissjóðina að þúsundir fjölskyldna séu fastar í sama húsnæðinu um árabil vegna íþyngjandi lánabyrðar. Fólk sem annars væri að taka ný lán fyrir stærri eignum. Aðgerðaleysi og skammtímahugsun hefur áður stórlaskað lífeyrissjóðina, ef ekki verður tekið í taumana nú er ljóst að afleiðingarnar munu skerða lífsgæði þúsunda Íslendinga og reynast sjóðunum dýrkeyptari en ella. Öll fasteignalán verður að meðhöndla eins. Ríkisstjórnin og Alþingi ættu að taka þetta mál föstum tökum svo hægt sé að ljúka um margt farsælli meðhöndlun skulda almennings með sanngirni. Því hefur verið lofað. Lífeyrissjóðirnir verða jafnframt að líta á málið með langtímahagsmuni almennings í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer að viðra vel til göngunnar upp úr Kreppudal. En það er hlálegt að lánsveðshópurinn mun hefja sína göngu með þyngri byrðar en flestir aðrir. Sá hópur sem af varfærni brúaði bilið milli uppblásins fasteignaverðs og lágs fasteignamats á uppgangstímum með veð fengið að láni í eign foreldra eða annarra ættingja verður skilinn eftir og látinn dragast aftur úr samferðamönnum sínum. Þessar skuldir skulu hvíla á herðum þeirra um ókomna tíð meðan aðrir hafa fengið að kasta sínum byrðum af sér á botni kreppudals. Leiðin upp hlíðar kjarabóta verður þeim erfið og seinfarin. Sumir munu aldrei komast úr dalnum. Þær leiðir til minnkunar skulda heimilanna svo sem 110% leiðin geta ekki nýst lánsveðshópnum. Þrátt fyrir nær einróma yfirlýsingar allra stjórnmálaflokka sl. vetur hefur ekkert áunnist og skammarlega lítil, léttfætt skref verið tekin. Það er skömm að því þegar fögrum fyrirheitum fylgja ekki efndir. Traust fólks á umboðsmönnum almennings má vart við frekari hnekki. Tap í kynslóðalotteríinu er að verða að veruleika fyrir lánsveðshópinn. Lífeyrissjóðir standa í vegi sanngirniEin stærsta hindrunin sem stendur í vegi fyrir þeim sanngirnisúrbótum að létta skuldabyrði ungs fólks með lánsveð eru lífeyrissjóðirnir. Þeir eru taldir eiga stóran hluta þeirra fasteignalána sem tryggð eru með lánsveði. Hvernig getur staðið á því að lífeyrissjóðirnir einir fjármálastofnana ætla sér ekki að taka þátt í niðurfellingum skulda almennings? Hlutdeild þeirra í niðurfellingum 110% leiðarinnar er vart mælanleg. Það eru einmitt niðurfellingar skulda hjá öðrum fjármálastofnunum sem skapa almenningi það svigrúm að geta greitt af lífeyrissjóðslánum. Lífeyrissjóðirnir eru sem sagt orðnir að laumufarþegum í endurskipulagningu skulda heimilanna, þeir leggja ekkert til en fá allan ávinninginn. Að vissu leyti er þetta skiljanleg afstaða. Fæstir lífeyrissjóðir geta skilað þeirri ávöxtun sem þeir eiga að skila. Hugmyndaflug þeirra í fjárfestingum nær vart lengra en að lána skjólstæðingum til húsnæðiskaupa og kaupa skuldabréf sem bankar nota til að veita húsnæðislán. Maður spyr sig hvort fólk gæti ekki fengið svipaða niðurstöðu með því að halda eftir greiðslum til lífeyrissjóðanna, eignast húsnæðið sitt hraðar með þeim peningum og eiga lífeyrissjóð tryggðan með eigin fasteign milliliðalaust. Til hvers þarf að hafa lífeyrissjóðina með ef okkar eigin vaxtakostnaður er okkar ávöxtun? Langtímahagsmunir hunsaðirEn fyrst stefna sjóðanna er svona má líka spyrja sig hvort það sé best fyrir lífeyrissjóðina að þúsundir fjölskyldna séu fastar í sama húsnæðinu um árabil vegna íþyngjandi lánabyrðar. Fólk sem annars væri að taka ný lán fyrir stærri eignum. Aðgerðaleysi og skammtímahugsun hefur áður stórlaskað lífeyrissjóðina, ef ekki verður tekið í taumana nú er ljóst að afleiðingarnar munu skerða lífsgæði þúsunda Íslendinga og reynast sjóðunum dýrkeyptari en ella. Öll fasteignalán verður að meðhöndla eins. Ríkisstjórnin og Alþingi ættu að taka þetta mál föstum tökum svo hægt sé að ljúka um margt farsælli meðhöndlun skulda almennings með sanngirni. Því hefur verið lofað. Lífeyrissjóðirnir verða jafnframt að líta á málið með langtímahagsmuni almennings í huga.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar