Hausverkur tveggja ráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 23. október 2012 06:00 Nú er ég hræddur um að ráðherrar fjár- og velferðarmála séu með dynjandi hausverk. Föstudaginn 12.10.12 sendi ég stutta ádrepu þar sem spurt var hvort ætlunin væri að berja höfðinu áfram við steininn og halda til streitu orðalagi í skýringartexta við fjárlagalið 08-206 í Fjárlögum 2013. Þegar þetta er skrifað hafa engin svör borist. Fyrir þá sem ekki vita þá fylgir nýjum fjárlögum skýringartexti þar sem sagt er berum orðum að hætta eigi með öllu niðurgreiðslu til fullorðinna vegna ákveðinnar tegundar af ADHD-lyfjum. Velferðarráðuneytið þykist reyndar draga í land en stendur þó fast á að þennan lið fjárlaga skuli lækka um allt að 220 milljónir. Gallinn við skýringartexta fjárlaga og annan rökstuðning frá ráðuneytunum er að flest gögn sem vísað er til segja allt aðra sögu. Í þeim kemur skýrt fram að þó mögulega megi spara um 200 milljónir með endurbótum á lyfjaávísunarkerfi lækna þá megi slíkar aðgerðir alls ekki bitna á meðferð til þeirra er á þurfa að halda. Enda hafi meðferðin sem slík fyrir löngu sannað gildi sitt fyrir alla aldurshópa. Í raun bendir allt til að líklega megi ná þessum niðurskurði fram með endurbótum á lyfseðlakerfinu einu og sér, enda væri þá horft til allra eftirritunarskyldra lyfja og misnotkunar fíkla á þeim. En nú sem fyrr virðast Guðbjartur Hannesson og Katrín Júlíusdóttir ætli að þverskallast við ábendingum, rétt eins og bergrisar í þvermóðskukasti sem berja höfðinu við stein frekar en að játa sök. Í skjóli óheppilegs orðalags skal haldið ótrautt áfram, sama hverjir og hversu margir liggja í valnum. Ef ekki tekst að telja ykkur hughvarf ítreka ég hér með þá ósk að þið svarið skrifum mínum og annarra hvað þetta málefni varðar og færið haldbær rök fyrir afstöðu ykkar. Sem fyrr er ónákvæmt orðalag afþakkað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er ég hræddur um að ráðherrar fjár- og velferðarmála séu með dynjandi hausverk. Föstudaginn 12.10.12 sendi ég stutta ádrepu þar sem spurt var hvort ætlunin væri að berja höfðinu áfram við steininn og halda til streitu orðalagi í skýringartexta við fjárlagalið 08-206 í Fjárlögum 2013. Þegar þetta er skrifað hafa engin svör borist. Fyrir þá sem ekki vita þá fylgir nýjum fjárlögum skýringartexti þar sem sagt er berum orðum að hætta eigi með öllu niðurgreiðslu til fullorðinna vegna ákveðinnar tegundar af ADHD-lyfjum. Velferðarráðuneytið þykist reyndar draga í land en stendur þó fast á að þennan lið fjárlaga skuli lækka um allt að 220 milljónir. Gallinn við skýringartexta fjárlaga og annan rökstuðning frá ráðuneytunum er að flest gögn sem vísað er til segja allt aðra sögu. Í þeim kemur skýrt fram að þó mögulega megi spara um 200 milljónir með endurbótum á lyfjaávísunarkerfi lækna þá megi slíkar aðgerðir alls ekki bitna á meðferð til þeirra er á þurfa að halda. Enda hafi meðferðin sem slík fyrir löngu sannað gildi sitt fyrir alla aldurshópa. Í raun bendir allt til að líklega megi ná þessum niðurskurði fram með endurbótum á lyfseðlakerfinu einu og sér, enda væri þá horft til allra eftirritunarskyldra lyfja og misnotkunar fíkla á þeim. En nú sem fyrr virðast Guðbjartur Hannesson og Katrín Júlíusdóttir ætli að þverskallast við ábendingum, rétt eins og bergrisar í þvermóðskukasti sem berja höfðinu við stein frekar en að játa sök. Í skjóli óheppilegs orðalags skal haldið ótrautt áfram, sama hverjir og hversu margir liggja í valnum. Ef ekki tekst að telja ykkur hughvarf ítreka ég hér með þá ósk að þið svarið skrifum mínum og annarra hvað þetta málefni varðar og færið haldbær rök fyrir afstöðu ykkar. Sem fyrr er ónákvæmt orðalag afþakkað.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun