Getur allt fatlað fólk valið sér aðstoðarfólk við kosningar? 26. október 2012 06:00 Í kjölfar forsetakosninga á síðastliðnu sumri fór af stað umræða um að fötluðu fólki væri ekki heimilað skv. kosningalögum að velja sér eigin aðstoðarmann sem fylgdi þeim í kjörklefa. Síðan voru umræddar kosningar kærðar á þeirri forsendu að þær hefðu ekki verið leynilegar þar sem opinber aðili hefði fylgst með því hvernig fólk greiddi atkvæði sitt. Meðal annars var talið að þetta ákvæði laganna bryti í bága við 29. grein samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Innanríkisráðherra boðaði þá þegar að þessu þyrfti að breyta og það yrði gert fyrir næstu kosningar. Alþingi samþykkti síðan 11. október sl. breytingu á lögum um kosningar með því ákvæði að þeir sem uppfylla ákvæði 3. mgr. 63. greinar kosningalaga geti sjálfir valið hver aðstoði sig við að greiða atkvæði. Ástæða er til að fagna þeirri breytingu. En ekki er allt sem sýnist því umrædd 3. mgr. 63. greinar kosningalaganna nær síður en svo til allra fatlaðra en þar stendur: „Ef kjósandi skýrir kjörstjóra svo frá að hann sé eigi fær um að árita kjörseðilinn á fyrirskipaðan hátt eða árita og undirrita fylgibréfið sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal kjörstjóri veita honum aðstoð til þess í einrúmi." Með öðrum orðum; það eru einvörðungu þeir sem búa við fötlun vegna sjónleysis eða hreyfihömlunar á hendi sem höfðu rétt á aðstoð frá kjörstjórn og nú að eigin vali. Landssamtökin Þroskahjálp lögðu til við þá þingnefnd sem hafði málið til meðferðar á Alþingi að þessu orðalagi yrði breytt þannig að í stað „sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf" komi „sakir fötlunar". Við því var ekki orðið. Hafa stjórnvöld þá fullgilt 29. grein samnings SÞ um réttindi fatlað fólks? Umræddum lögum er meðal annars ætlað að uppfylla ákvæði 29. greinar samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Í A. lið þeirrar greinar eru ákvæði um að aðildarríkin skuli tryggja fötluðum tækifæri til að njóta stjórnmálalegra réttinda sinna til jafns við aðra m.a. með því „að tryggja að kosningaaðferðir, kosningaaðstaða og kjörgögn séu við hæfi, aðgengileg, auðskilin og auðnotuð". Á Íslandi hafa aðallega verið stundaðar svokallaðar listakosningar auk þess sem þjóðin hefur valið sér forseta í kosningum. Listakosningar uppfylla vel ákvæði um að vera aðgengilegar og auðskildar. Þar er flokkum úthlutaður bókstafur og það eina sem kjósendur þurfa að gera er að merkja við bókstaf þess flokks sem þeir vilja styðja. Í forsetakosningum er nægjanlegt að þekkja nafn þess frambjóðanda sem maður vill að sitji í því embætti. Nú eru uppi hugmyndir um að í æ ríkari mæli verði leitað til þjóðarinnar með beinum hætti og þjóðin spurð um margvísleg málefni. Þá verður að tryggja öllum kosningabærum mönnum jafnan rétt og jafna möguleika á því að koma skoðunum sínum til skila á kjörseðli sínum. Fólk með þroskahömlun getur margt hvert sökum fötlunar sinnar, m.a. takmarkaðrar lestrargetu, átt erfitt með að koma vilja sínum með tryggum hætti á framfæri á kjörseðli. Nú er nýlokið ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Í þeirri atkvæðagreiðslu var spurt um afstöðu fólks í 6 spurningum. Sumar spurningarnar voru nokkuð langar og ýtarlegar, sú lengsta 22 orð og eitt svarið var 14 orð. Efst á kjörseðli umræddrar atkvæðagreiðslu var eftirfarandi fyrirsögn: Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögu stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, skv. ályktun Alþingis 24. maí 2012. Þessi texti verður seint talinn aðgengilegur eða auðlæs. Auk þess var skýringartexti um málsmeðferð við breytingu á stjórnarskrá á seðlinum upp á um það bil 80 orð. Sama var uppi á teningnum þar, textinn hvorki auðlesinn né auðskilinn. Seðillinn í heild sinni var því afar margorður og lítt árennilegur fyrir fólk sem hefur takmarkaða lestrargetu. Samtökunum er heldur ekki kunnugt um að upplýsingaefni á auðskildu máli hafi verið útbúið fyrir umræddar kosningar. Landssamtökin Þroskahjálp eru þess fullviss að vilji Alþingis stendur til þess að tryggja öllum jafna möguleika til þátttöku í opinberum atkvæðagreiðslum í framtíðinni. Nýsamþykkt lög tryggja ekki að svo verði að mati samtakanna. Ljóst er að hin nýju lög uppfylla ekki heldur ákvæði 29. greinar Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks um að kosningaaðferðir, kosningaaðstaða og kjörgögn séu „við hæfi, aðgengileg, auðskilin og auðnotuð". Það er því brýnt að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar meðal annars með því að heimila fólki með þroskahömlun einnig að fá aðstoð í kjörklefa við að koma skoðun sinni á framfæri með öruggum hætti. Landssamtökin Þroskahjálp átelja að ekkert samráð hafi verið haft við samtökin við gerð áðurnefnds frumvarps um breytingar á lögum um kosningar og harma að þeir aðilar sem að þeirri endurskoðun komu hafi ekki verið víðsýnni eða meðvitaðri um vanda fólks með þroskahömlun en þar birtist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar forsetakosninga á síðastliðnu sumri fór af stað umræða um að fötluðu fólki væri ekki heimilað skv. kosningalögum að velja sér eigin aðstoðarmann sem fylgdi þeim í kjörklefa. Síðan voru umræddar kosningar kærðar á þeirri forsendu að þær hefðu ekki verið leynilegar þar sem opinber aðili hefði fylgst með því hvernig fólk greiddi atkvæði sitt. Meðal annars var talið að þetta ákvæði laganna bryti í bága við 29. grein samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Innanríkisráðherra boðaði þá þegar að þessu þyrfti að breyta og það yrði gert fyrir næstu kosningar. Alþingi samþykkti síðan 11. október sl. breytingu á lögum um kosningar með því ákvæði að þeir sem uppfylla ákvæði 3. mgr. 63. greinar kosningalaga geti sjálfir valið hver aðstoði sig við að greiða atkvæði. Ástæða er til að fagna þeirri breytingu. En ekki er allt sem sýnist því umrædd 3. mgr. 63. greinar kosningalaganna nær síður en svo til allra fatlaðra en þar stendur: „Ef kjósandi skýrir kjörstjóra svo frá að hann sé eigi fær um að árita kjörseðilinn á fyrirskipaðan hátt eða árita og undirrita fylgibréfið sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal kjörstjóri veita honum aðstoð til þess í einrúmi." Með öðrum orðum; það eru einvörðungu þeir sem búa við fötlun vegna sjónleysis eða hreyfihömlunar á hendi sem höfðu rétt á aðstoð frá kjörstjórn og nú að eigin vali. Landssamtökin Þroskahjálp lögðu til við þá þingnefnd sem hafði málið til meðferðar á Alþingi að þessu orðalagi yrði breytt þannig að í stað „sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf" komi „sakir fötlunar". Við því var ekki orðið. Hafa stjórnvöld þá fullgilt 29. grein samnings SÞ um réttindi fatlað fólks? Umræddum lögum er meðal annars ætlað að uppfylla ákvæði 29. greinar samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Í A. lið þeirrar greinar eru ákvæði um að aðildarríkin skuli tryggja fötluðum tækifæri til að njóta stjórnmálalegra réttinda sinna til jafns við aðra m.a. með því „að tryggja að kosningaaðferðir, kosningaaðstaða og kjörgögn séu við hæfi, aðgengileg, auðskilin og auðnotuð". Á Íslandi hafa aðallega verið stundaðar svokallaðar listakosningar auk þess sem þjóðin hefur valið sér forseta í kosningum. Listakosningar uppfylla vel ákvæði um að vera aðgengilegar og auðskildar. Þar er flokkum úthlutaður bókstafur og það eina sem kjósendur þurfa að gera er að merkja við bókstaf þess flokks sem þeir vilja styðja. Í forsetakosningum er nægjanlegt að þekkja nafn þess frambjóðanda sem maður vill að sitji í því embætti. Nú eru uppi hugmyndir um að í æ ríkari mæli verði leitað til þjóðarinnar með beinum hætti og þjóðin spurð um margvísleg málefni. Þá verður að tryggja öllum kosningabærum mönnum jafnan rétt og jafna möguleika á því að koma skoðunum sínum til skila á kjörseðli sínum. Fólk með þroskahömlun getur margt hvert sökum fötlunar sinnar, m.a. takmarkaðrar lestrargetu, átt erfitt með að koma vilja sínum með tryggum hætti á framfæri á kjörseðli. Nú er nýlokið ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Í þeirri atkvæðagreiðslu var spurt um afstöðu fólks í 6 spurningum. Sumar spurningarnar voru nokkuð langar og ýtarlegar, sú lengsta 22 orð og eitt svarið var 14 orð. Efst á kjörseðli umræddrar atkvæðagreiðslu var eftirfarandi fyrirsögn: Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögu stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, skv. ályktun Alþingis 24. maí 2012. Þessi texti verður seint talinn aðgengilegur eða auðlæs. Auk þess var skýringartexti um málsmeðferð við breytingu á stjórnarskrá á seðlinum upp á um það bil 80 orð. Sama var uppi á teningnum þar, textinn hvorki auðlesinn né auðskilinn. Seðillinn í heild sinni var því afar margorður og lítt árennilegur fyrir fólk sem hefur takmarkaða lestrargetu. Samtökunum er heldur ekki kunnugt um að upplýsingaefni á auðskildu máli hafi verið útbúið fyrir umræddar kosningar. Landssamtökin Þroskahjálp eru þess fullviss að vilji Alþingis stendur til þess að tryggja öllum jafna möguleika til þátttöku í opinberum atkvæðagreiðslum í framtíðinni. Nýsamþykkt lög tryggja ekki að svo verði að mati samtakanna. Ljóst er að hin nýju lög uppfylla ekki heldur ákvæði 29. greinar Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks um að kosningaaðferðir, kosningaaðstaða og kjörgögn séu „við hæfi, aðgengileg, auðskilin og auðnotuð". Það er því brýnt að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar meðal annars með því að heimila fólki með þroskahömlun einnig að fá aðstoð í kjörklefa við að koma skoðun sinni á framfæri með öruggum hætti. Landssamtökin Þroskahjálp átelja að ekkert samráð hafi verið haft við samtökin við gerð áðurnefnds frumvarps um breytingar á lögum um kosningar og harma að þeir aðilar sem að þeirri endurskoðun komu hafi ekki verið víðsýnni eða meðvitaðri um vanda fólks með þroskahömlun en þar birtist.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun