Mikil andstaða við lokun Laugavegar 26. október 2012 06:00 Síðustu daga hefur verið greint frá því í fréttum að 75,6% rekstraraðila við Laugaveg hafi lýst ánægju sinni með lokun götunnar í sumar og eru þessar hlutfallstölur byggðar á könnun hóps sem nefnir sig Borghildi. Við undirritaðir rekstraraðilar og fasteignaeigendur á þeim kafla sem lokað var í sumar furðum okkur á þessum niðurstöðum, enda kannast fæstir kaupmenn við að hafa verið spurðir álits í umræddri könnun. Í byrjun marsmánaðar afhenti hópur kaupmanna borgarstjóra lista með nöfnum 48 rekstraraðila og fasteignaeigenda við Laugaveg þar sem mótmælt var harðlega áformum um lokun götunnar. Síðan þá hefur listinn lengst og nálgast um eitt hundrað aðila. Vart þarf frekari vitnanna við um afstöðu kaupmanna í þessu efni, en þeir kaupmenn sem eru fylgjandi lokun eru sárafáir og í miklum minnihluta. Könnun Borghildar var aðeins gerð í einn dag, svo úrtakið er ómarktækt. Það er mjög miður að sjá pólitískan áróður af þessu tagi settan í fræðilegan búning – áróður sem stenst enga skoðun. Hvað afstöðu vegfarenda varðar, þá voru þeir vegfarendur ekki spurðir álits sem höfðu ekki tök á að komast í lokaða götuna, en hreyfihamlaðir og aldraðir eiga í flestum tilfellum óhægt um vik að ganga hundruð metra að verslun, að ekki sé talað um þegar enn örðugra er að finna stæði, þar sem fjöldi bílastæða varð óaðgengilegur í sumar. Niðurstöður könnunar Borghildar eru í hróplegu ósamræmi við skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði í vor um viðhorf kaupmanna til lokunar, en þar kom fram að einungis um fjórðungur aðspurðra studdi lokun. Lokun götunnar hefur haft afar slæm áhrif á verslun og þjónustu við götuna og víða er mikill samdráttur milli ára. Til að mynda hafa eldri viðskiptavinir nánast horfið þann tíma sem gatan er lokuð. Ljóst er að áframhaldandi lokun mun auka enn á viðskiptaflóttann af Laugavegi og þá um leið auka einsleitni í rekstri, en margvísleg starfsemi getur ekki þrifist í lokaðri götu. Ein af stærri verslunum við götuna, Dressmann, hvarf á braut nú fyrir skemmstu og þar með er síðasta alþjóðlega vörumerkið farið af götunni, en við verslunargötur erlendis má jafnan finna búðir fjölþjóðlegra fyrirtækja. Húsnæðið þar sem Dressmann var stendur nú autt og tómt – mitt á þeim kafla Laugavegar sem lokað var í sumar. Lokunin er í reynd aðför af rekstri við götuna. Mörgum viðskiptavinum sem eiga erfitt með gang þarf að aka upp að dyrum, viðskiptavinir hótels þurfa einnig að fá akstur upp að dyrum, stóra hluti þarf gjarnan að afgreiða beint í bifreiðar viðskiptavina o.s.frv. Borgaryfirvöld vildu engar undanþágur veita, til dæmis að gatan yrði opin fyrir hádegi og/eða að kvöldlagi. Allar óskir Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg um meðalhóf í þessum efnum voru hunsaðar. Við undirritaðir rekstraraðilar hörmum hvernig beinlínis röngum upplýsingum er haldið að almenningi, en með pólitískum áróðri sem stenst enga skoðun er því haldið fram að almenn sátt sé um aðgerðir sem hafa stórskaðað rekstur við Laugaveg. Óskandi væri að borgaryfirvöld tækju upp samstarf við Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sem telur nærri eitt hundrað félagsmenn og reyndu að stuðla að sátt í stað þess að fara með stanslausum ófriði gegn rekstaraðilum við einu verslunargötu landsins. Höfundar eru kaupmenn við neðarlegan Laugaveg og félagsmenn í Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur verið greint frá því í fréttum að 75,6% rekstraraðila við Laugaveg hafi lýst ánægju sinni með lokun götunnar í sumar og eru þessar hlutfallstölur byggðar á könnun hóps sem nefnir sig Borghildi. Við undirritaðir rekstraraðilar og fasteignaeigendur á þeim kafla sem lokað var í sumar furðum okkur á þessum niðurstöðum, enda kannast fæstir kaupmenn við að hafa verið spurðir álits í umræddri könnun. Í byrjun marsmánaðar afhenti hópur kaupmanna borgarstjóra lista með nöfnum 48 rekstraraðila og fasteignaeigenda við Laugaveg þar sem mótmælt var harðlega áformum um lokun götunnar. Síðan þá hefur listinn lengst og nálgast um eitt hundrað aðila. Vart þarf frekari vitnanna við um afstöðu kaupmanna í þessu efni, en þeir kaupmenn sem eru fylgjandi lokun eru sárafáir og í miklum minnihluta. Könnun Borghildar var aðeins gerð í einn dag, svo úrtakið er ómarktækt. Það er mjög miður að sjá pólitískan áróður af þessu tagi settan í fræðilegan búning – áróður sem stenst enga skoðun. Hvað afstöðu vegfarenda varðar, þá voru þeir vegfarendur ekki spurðir álits sem höfðu ekki tök á að komast í lokaða götuna, en hreyfihamlaðir og aldraðir eiga í flestum tilfellum óhægt um vik að ganga hundruð metra að verslun, að ekki sé talað um þegar enn örðugra er að finna stæði, þar sem fjöldi bílastæða varð óaðgengilegur í sumar. Niðurstöður könnunar Borghildar eru í hróplegu ósamræmi við skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði í vor um viðhorf kaupmanna til lokunar, en þar kom fram að einungis um fjórðungur aðspurðra studdi lokun. Lokun götunnar hefur haft afar slæm áhrif á verslun og þjónustu við götuna og víða er mikill samdráttur milli ára. Til að mynda hafa eldri viðskiptavinir nánast horfið þann tíma sem gatan er lokuð. Ljóst er að áframhaldandi lokun mun auka enn á viðskiptaflóttann af Laugavegi og þá um leið auka einsleitni í rekstri, en margvísleg starfsemi getur ekki þrifist í lokaðri götu. Ein af stærri verslunum við götuna, Dressmann, hvarf á braut nú fyrir skemmstu og þar með er síðasta alþjóðlega vörumerkið farið af götunni, en við verslunargötur erlendis má jafnan finna búðir fjölþjóðlegra fyrirtækja. Húsnæðið þar sem Dressmann var stendur nú autt og tómt – mitt á þeim kafla Laugavegar sem lokað var í sumar. Lokunin er í reynd aðför af rekstri við götuna. Mörgum viðskiptavinum sem eiga erfitt með gang þarf að aka upp að dyrum, viðskiptavinir hótels þurfa einnig að fá akstur upp að dyrum, stóra hluti þarf gjarnan að afgreiða beint í bifreiðar viðskiptavina o.s.frv. Borgaryfirvöld vildu engar undanþágur veita, til dæmis að gatan yrði opin fyrir hádegi og/eða að kvöldlagi. Allar óskir Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg um meðalhóf í þessum efnum voru hunsaðar. Við undirritaðir rekstraraðilar hörmum hvernig beinlínis röngum upplýsingum er haldið að almenningi, en með pólitískum áróðri sem stenst enga skoðun er því haldið fram að almenn sátt sé um aðgerðir sem hafa stórskaðað rekstur við Laugaveg. Óskandi væri að borgaryfirvöld tækju upp samstarf við Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sem telur nærri eitt hundrað félagsmenn og reyndu að stuðla að sátt í stað þess að fara með stanslausum ófriði gegn rekstaraðilum við einu verslunargötu landsins. Höfundar eru kaupmenn við neðarlegan Laugaveg og félagsmenn í Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun