Ný leið í skuldavanda 27. október 2012 06:00 Í ályktunartillögu sem ég hef lagt fram á Alþingi er skotið á loft þeirri hugmynd að fólki í vanda vegna húsnæðisskulda gefist kostur á að gera hlé á greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóð í fimm ár en greiði þess í stað inn á höfuðstól húsnæðisskulda. Að tillögunni samþykktri yrðu kannaðir kostir og gallar við þetta fyrir skuldugar fjölskyldur, lífeyrissjóði, ríkissjóð og aðrar fjármálastofnanir. Því á að vera lokið fyrir 1. mars í vor. Margt gott hefur verið unnið við að létta skuldavanda heimilanna eftir hrun, en þrátt fyrir það er vandinn enn útbreiddur, einkum hjá þeim sem hafa verðtryggð lán frá ákveðnu tímabili fyrir hrun – og margt það fólk myndar eðli málsins samkvæmt uppistöðuna í kynslóð sem nú er á milli þrítugs og fertugs. Við hljótum í sameiningu að leita allra leiða til að létta skuldavandann eftir þær einstæðu hörmungar sem ég leyfði mér í greinargerð með þingmálinu að kalla „mesta áfall Íslandssögunnar af mannavöldum síðan á Sturlungaöld". Hugmyndin er sú að með þessu gefist skuldugu fólki nánast kostur á að taka lán hjá sjálfu sér. Menn fengju fé núna til skuldagreiðslna gegn því að missa hluta lífeyrisréttar síðar á ævinni. Hér er þess vegna ekki verið að búa til peninga úr engu, sem er því miður raunin um ýmsar rakettur í þessum efnum síðustu misserin, eða þá að afskrifa skuldir þannig að þær borgi einhver annar en skuldarinn. Við þetta kynni skuldabyrðin að léttast verulega hjá ýmsum hópum þar sem höfuðstóll skuldanna minnkaði mánaðarlega sem nemur 12% af launatekjum mínus skattur. En nákvæma útreikninga vantar vissulega, til þess er könnunin. Gert er ráð fyrir að takmarka heimild af þessu tagi við allerfiða skuldastöðu, og reikna með að greiðslan bætist við fastagreiðslur af lánunum, sem ættu fljótlega að léttast af þessum sökum. Það er rétt að taka rækilega fram að ég styð grundvallarþætti í lífeyrissjóðakerfinu og tel – hvað sem líður göllum þess og skavönkum – að samningarnir um það árið 1969 hafi verið happaverk. Lífeyrissjóðaskipan okkar er eitt af jákvæðustu einkennum samfélagsgerðarinnar, annars vegar út af samtryggingarprinsippinu – að menn borgi saman í sjóð og sá njóti sem mest þarf á að halda, og svo vegna sjóðsöfnunarinnar umfram gegnumstreymiskerfið sem viðgengst víða í grannlöndunum og veldur nú miklum vandræðum við breytta aldurssamsetningu þjóðanna. Hér er því ekki verið að leggja til neins konar grundvallarbreytingar á kerfinu heldur tímabundið bjargráð til að leysa úr miklum og óvæntum vanda – sem við verðum að horfast í augu við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í ályktunartillögu sem ég hef lagt fram á Alþingi er skotið á loft þeirri hugmynd að fólki í vanda vegna húsnæðisskulda gefist kostur á að gera hlé á greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóð í fimm ár en greiði þess í stað inn á höfuðstól húsnæðisskulda. Að tillögunni samþykktri yrðu kannaðir kostir og gallar við þetta fyrir skuldugar fjölskyldur, lífeyrissjóði, ríkissjóð og aðrar fjármálastofnanir. Því á að vera lokið fyrir 1. mars í vor. Margt gott hefur verið unnið við að létta skuldavanda heimilanna eftir hrun, en þrátt fyrir það er vandinn enn útbreiddur, einkum hjá þeim sem hafa verðtryggð lán frá ákveðnu tímabili fyrir hrun – og margt það fólk myndar eðli málsins samkvæmt uppistöðuna í kynslóð sem nú er á milli þrítugs og fertugs. Við hljótum í sameiningu að leita allra leiða til að létta skuldavandann eftir þær einstæðu hörmungar sem ég leyfði mér í greinargerð með þingmálinu að kalla „mesta áfall Íslandssögunnar af mannavöldum síðan á Sturlungaöld". Hugmyndin er sú að með þessu gefist skuldugu fólki nánast kostur á að taka lán hjá sjálfu sér. Menn fengju fé núna til skuldagreiðslna gegn því að missa hluta lífeyrisréttar síðar á ævinni. Hér er þess vegna ekki verið að búa til peninga úr engu, sem er því miður raunin um ýmsar rakettur í þessum efnum síðustu misserin, eða þá að afskrifa skuldir þannig að þær borgi einhver annar en skuldarinn. Við þetta kynni skuldabyrðin að léttast verulega hjá ýmsum hópum þar sem höfuðstóll skuldanna minnkaði mánaðarlega sem nemur 12% af launatekjum mínus skattur. En nákvæma útreikninga vantar vissulega, til þess er könnunin. Gert er ráð fyrir að takmarka heimild af þessu tagi við allerfiða skuldastöðu, og reikna með að greiðslan bætist við fastagreiðslur af lánunum, sem ættu fljótlega að léttast af þessum sökum. Það er rétt að taka rækilega fram að ég styð grundvallarþætti í lífeyrissjóðakerfinu og tel – hvað sem líður göllum þess og skavönkum – að samningarnir um það árið 1969 hafi verið happaverk. Lífeyrissjóðaskipan okkar er eitt af jákvæðustu einkennum samfélagsgerðarinnar, annars vegar út af samtryggingarprinsippinu – að menn borgi saman í sjóð og sá njóti sem mest þarf á að halda, og svo vegna sjóðsöfnunarinnar umfram gegnumstreymiskerfið sem viðgengst víða í grannlöndunum og veldur nú miklum vandræðum við breytta aldurssamsetningu þjóðanna. Hér er því ekki verið að leggja til neins konar grundvallarbreytingar á kerfinu heldur tímabundið bjargráð til að leysa úr miklum og óvæntum vanda – sem við verðum að horfast í augu við.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun