Ekki flökkusaga? 27. október 2012 06:00 Stutt svar til Sigurðar Pálssonar vegna greinar hér 23. október. Ég sagði í Silfri Egils að þetta tal um að íslenska þjóðkirkjan stæðist Mannréttindasáttmála Evrópu líktist flökkusögu – þetta væri sífellt endurtekið en enginn gæti bent á haldbær rök eða upplýsingar málinu til stuðnings. Það stendur enn, þau dæmi sem nefnd hafa verið síðan hafa ekkert með íslensku þjóðkirkjuna að gera og virðast styrkja þá skoðun að hún standist ekki sáttmálann, ef eitthvað er. Sigurður segir að einfalt sé að láta reyna á þetta. Það er auðvitað ekki rétt. Það kostar vinnu, tíma og peninga – nokkuð sem við sem ekki erum á ríkisspenanum með trúar- eða lífsskoðanir höfum í takmörkuðum mæli. Þetta er reyndar algeng aðferð kirkjunnar og í takt við barnalega hundalógíkina hjá einum þjóðkirkjuprestinum sem notar gjarnan „þið getið ekki sannað að guð sé ekki til" rökleysuna þegar hann er kominn út í horn. Þegar kirkjan heldur því fram í umræðum um fyrirkomulag þjóðkirkju á Íslandi að það fyrirkomulag standist mannréttindaákvæði samkvæmt úrskurði mannréttindadómstólsins…þá stendur upp á kirkjuna að sýna fram á að þessi fullyrðing standist. Það er ekki hlutverk okkar hinna að leggja í vinnu við að afsanna. Á meðan kirkjan getur þetta ekki, þá lít ég á þetta sem flökkusögu. Ég er búinn að svara þessu um sóknargjöldin, þau standast ekki skoðun sem félagsgjöld hversu oft sem þær rangfærslur eru endurteknar og hvað sem nefnd innanríkisráðuneytisins segir. Ef þetta er sú nefnd sem ég held, þá var hún að miklu leyti skipuð prestum. Þá breytir engu þó Siðmennt fái hugsanlega skráningu sem trúfélag, eftir standa þeir sem vilja vera utan félaga og þurfa samt að greiða sinn skatt. Sigurður segir að það sé við ríkið en ekki trúfélög að sakast ef ríkið innheimtir skatt af öllum. Það er rétt, en það er jafn mikið óréttlæti fyrir því. Kirkjan er á fjárlögum íslenska ríkisins, blaðsíðu 89 fyrir 2012, liður „06-701 Þjóðkirkjan", með öðrum ríkisstofnunum. Og um presta gilda lög og reglur um opinbera starfsmenn. Þetta er því ríkiskirkja. Svo því sé haldið til haga þá var ég alls ekki að saka Sigurð um að styðja mannréttindabrot, skil ekki hvernig hann fær það út og staðfesti hér að það var ekki ætlunin. Dómurinn sem hann vísar til fjallar einfaldlega um allt annað mál en þjóðkirkju og nefnir það nánast í framhjáhlaupi. Sigurður hélt því fram í fyrri grein sinni að það væri sameiginlegur skilningur ríkis og kirkju að kirkjan væri ekki ríkisrekin og styður þá fullyrðingu í þeirri seinni að hluti af greiðslum sé „afgjald" af jörðum sem ríkið tók yfir. Þetta er einfaldlega sitt hvor hluturinn, jafnvel þeir sem samþykkja þennan sameiginlega (mis)skilning með jarðirnar geta hæglega litið á heildarpakkann sem ríkisrekstur. Sigurður segir að mér verði hált á svellinu þegar ég vísi til fréttar blaðsins um hlunnindi presta. Ég vísa hvergi í þessa frétt, enda sendi ég greinina inn daginn áður en fréttin birtist. Ég var að vísa í deilur prests um hlunnindi af jörð sem kirkjan átti og á víst sennilega enn. Minn misskilningur og sjálfsagt að leiðrétta. Það er hins vegar fróðlegt að sjá presta hafa hlunnindi af kirkjujörðum á sama tíma og þeir tala um mikil verðmæti og mikinn arð þeirra jarða sem ríkið yfirtók. Getur verið að kirkjan hafi haldið bestu bitunum og látið ríkið hirða afganginn? En ég læt þetta nægja hér í Fréttablaðinu. Kannski er óhjákvæmilegt að safna liði og fara með þetta mál til Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Stutt svar til Sigurðar Pálssonar vegna greinar hér 23. október. Ég sagði í Silfri Egils að þetta tal um að íslenska þjóðkirkjan stæðist Mannréttindasáttmála Evrópu líktist flökkusögu – þetta væri sífellt endurtekið en enginn gæti bent á haldbær rök eða upplýsingar málinu til stuðnings. Það stendur enn, þau dæmi sem nefnd hafa verið síðan hafa ekkert með íslensku þjóðkirkjuna að gera og virðast styrkja þá skoðun að hún standist ekki sáttmálann, ef eitthvað er. Sigurður segir að einfalt sé að láta reyna á þetta. Það er auðvitað ekki rétt. Það kostar vinnu, tíma og peninga – nokkuð sem við sem ekki erum á ríkisspenanum með trúar- eða lífsskoðanir höfum í takmörkuðum mæli. Þetta er reyndar algeng aðferð kirkjunnar og í takt við barnalega hundalógíkina hjá einum þjóðkirkjuprestinum sem notar gjarnan „þið getið ekki sannað að guð sé ekki til" rökleysuna þegar hann er kominn út í horn. Þegar kirkjan heldur því fram í umræðum um fyrirkomulag þjóðkirkju á Íslandi að það fyrirkomulag standist mannréttindaákvæði samkvæmt úrskurði mannréttindadómstólsins…þá stendur upp á kirkjuna að sýna fram á að þessi fullyrðing standist. Það er ekki hlutverk okkar hinna að leggja í vinnu við að afsanna. Á meðan kirkjan getur þetta ekki, þá lít ég á þetta sem flökkusögu. Ég er búinn að svara þessu um sóknargjöldin, þau standast ekki skoðun sem félagsgjöld hversu oft sem þær rangfærslur eru endurteknar og hvað sem nefnd innanríkisráðuneytisins segir. Ef þetta er sú nefnd sem ég held, þá var hún að miklu leyti skipuð prestum. Þá breytir engu þó Siðmennt fái hugsanlega skráningu sem trúfélag, eftir standa þeir sem vilja vera utan félaga og þurfa samt að greiða sinn skatt. Sigurður segir að það sé við ríkið en ekki trúfélög að sakast ef ríkið innheimtir skatt af öllum. Það er rétt, en það er jafn mikið óréttlæti fyrir því. Kirkjan er á fjárlögum íslenska ríkisins, blaðsíðu 89 fyrir 2012, liður „06-701 Þjóðkirkjan", með öðrum ríkisstofnunum. Og um presta gilda lög og reglur um opinbera starfsmenn. Þetta er því ríkiskirkja. Svo því sé haldið til haga þá var ég alls ekki að saka Sigurð um að styðja mannréttindabrot, skil ekki hvernig hann fær það út og staðfesti hér að það var ekki ætlunin. Dómurinn sem hann vísar til fjallar einfaldlega um allt annað mál en þjóðkirkju og nefnir það nánast í framhjáhlaupi. Sigurður hélt því fram í fyrri grein sinni að það væri sameiginlegur skilningur ríkis og kirkju að kirkjan væri ekki ríkisrekin og styður þá fullyrðingu í þeirri seinni að hluti af greiðslum sé „afgjald" af jörðum sem ríkið tók yfir. Þetta er einfaldlega sitt hvor hluturinn, jafnvel þeir sem samþykkja þennan sameiginlega (mis)skilning með jarðirnar geta hæglega litið á heildarpakkann sem ríkisrekstur. Sigurður segir að mér verði hált á svellinu þegar ég vísi til fréttar blaðsins um hlunnindi presta. Ég vísa hvergi í þessa frétt, enda sendi ég greinina inn daginn áður en fréttin birtist. Ég var að vísa í deilur prests um hlunnindi af jörð sem kirkjan átti og á víst sennilega enn. Minn misskilningur og sjálfsagt að leiðrétta. Það er hins vegar fróðlegt að sjá presta hafa hlunnindi af kirkjujörðum á sama tíma og þeir tala um mikil verðmæti og mikinn arð þeirra jarða sem ríkið yfirtók. Getur verið að kirkjan hafi haldið bestu bitunum og látið ríkið hirða afganginn? En ég læt þetta nægja hér í Fréttablaðinu. Kannski er óhjákvæmilegt að safna liði og fara með þetta mál til Evrópu.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun