Ekki flökkusaga? 27. október 2012 06:00 Stutt svar til Sigurðar Pálssonar vegna greinar hér 23. október. Ég sagði í Silfri Egils að þetta tal um að íslenska þjóðkirkjan stæðist Mannréttindasáttmála Evrópu líktist flökkusögu – þetta væri sífellt endurtekið en enginn gæti bent á haldbær rök eða upplýsingar málinu til stuðnings. Það stendur enn, þau dæmi sem nefnd hafa verið síðan hafa ekkert með íslensku þjóðkirkjuna að gera og virðast styrkja þá skoðun að hún standist ekki sáttmálann, ef eitthvað er. Sigurður segir að einfalt sé að láta reyna á þetta. Það er auðvitað ekki rétt. Það kostar vinnu, tíma og peninga – nokkuð sem við sem ekki erum á ríkisspenanum með trúar- eða lífsskoðanir höfum í takmörkuðum mæli. Þetta er reyndar algeng aðferð kirkjunnar og í takt við barnalega hundalógíkina hjá einum þjóðkirkjuprestinum sem notar gjarnan „þið getið ekki sannað að guð sé ekki til" rökleysuna þegar hann er kominn út í horn. Þegar kirkjan heldur því fram í umræðum um fyrirkomulag þjóðkirkju á Íslandi að það fyrirkomulag standist mannréttindaákvæði samkvæmt úrskurði mannréttindadómstólsins…þá stendur upp á kirkjuna að sýna fram á að þessi fullyrðing standist. Það er ekki hlutverk okkar hinna að leggja í vinnu við að afsanna. Á meðan kirkjan getur þetta ekki, þá lít ég á þetta sem flökkusögu. Ég er búinn að svara þessu um sóknargjöldin, þau standast ekki skoðun sem félagsgjöld hversu oft sem þær rangfærslur eru endurteknar og hvað sem nefnd innanríkisráðuneytisins segir. Ef þetta er sú nefnd sem ég held, þá var hún að miklu leyti skipuð prestum. Þá breytir engu þó Siðmennt fái hugsanlega skráningu sem trúfélag, eftir standa þeir sem vilja vera utan félaga og þurfa samt að greiða sinn skatt. Sigurður segir að það sé við ríkið en ekki trúfélög að sakast ef ríkið innheimtir skatt af öllum. Það er rétt, en það er jafn mikið óréttlæti fyrir því. Kirkjan er á fjárlögum íslenska ríkisins, blaðsíðu 89 fyrir 2012, liður „06-701 Þjóðkirkjan", með öðrum ríkisstofnunum. Og um presta gilda lög og reglur um opinbera starfsmenn. Þetta er því ríkiskirkja. Svo því sé haldið til haga þá var ég alls ekki að saka Sigurð um að styðja mannréttindabrot, skil ekki hvernig hann fær það út og staðfesti hér að það var ekki ætlunin. Dómurinn sem hann vísar til fjallar einfaldlega um allt annað mál en þjóðkirkju og nefnir það nánast í framhjáhlaupi. Sigurður hélt því fram í fyrri grein sinni að það væri sameiginlegur skilningur ríkis og kirkju að kirkjan væri ekki ríkisrekin og styður þá fullyrðingu í þeirri seinni að hluti af greiðslum sé „afgjald" af jörðum sem ríkið tók yfir. Þetta er einfaldlega sitt hvor hluturinn, jafnvel þeir sem samþykkja þennan sameiginlega (mis)skilning með jarðirnar geta hæglega litið á heildarpakkann sem ríkisrekstur. Sigurður segir að mér verði hált á svellinu þegar ég vísi til fréttar blaðsins um hlunnindi presta. Ég vísa hvergi í þessa frétt, enda sendi ég greinina inn daginn áður en fréttin birtist. Ég var að vísa í deilur prests um hlunnindi af jörð sem kirkjan átti og á víst sennilega enn. Minn misskilningur og sjálfsagt að leiðrétta. Það er hins vegar fróðlegt að sjá presta hafa hlunnindi af kirkjujörðum á sama tíma og þeir tala um mikil verðmæti og mikinn arð þeirra jarða sem ríkið yfirtók. Getur verið að kirkjan hafi haldið bestu bitunum og látið ríkið hirða afganginn? En ég læt þetta nægja hér í Fréttablaðinu. Kannski er óhjákvæmilegt að safna liði og fara með þetta mál til Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stutt svar til Sigurðar Pálssonar vegna greinar hér 23. október. Ég sagði í Silfri Egils að þetta tal um að íslenska þjóðkirkjan stæðist Mannréttindasáttmála Evrópu líktist flökkusögu – þetta væri sífellt endurtekið en enginn gæti bent á haldbær rök eða upplýsingar málinu til stuðnings. Það stendur enn, þau dæmi sem nefnd hafa verið síðan hafa ekkert með íslensku þjóðkirkjuna að gera og virðast styrkja þá skoðun að hún standist ekki sáttmálann, ef eitthvað er. Sigurður segir að einfalt sé að láta reyna á þetta. Það er auðvitað ekki rétt. Það kostar vinnu, tíma og peninga – nokkuð sem við sem ekki erum á ríkisspenanum með trúar- eða lífsskoðanir höfum í takmörkuðum mæli. Þetta er reyndar algeng aðferð kirkjunnar og í takt við barnalega hundalógíkina hjá einum þjóðkirkjuprestinum sem notar gjarnan „þið getið ekki sannað að guð sé ekki til" rökleysuna þegar hann er kominn út í horn. Þegar kirkjan heldur því fram í umræðum um fyrirkomulag þjóðkirkju á Íslandi að það fyrirkomulag standist mannréttindaákvæði samkvæmt úrskurði mannréttindadómstólsins…þá stendur upp á kirkjuna að sýna fram á að þessi fullyrðing standist. Það er ekki hlutverk okkar hinna að leggja í vinnu við að afsanna. Á meðan kirkjan getur þetta ekki, þá lít ég á þetta sem flökkusögu. Ég er búinn að svara þessu um sóknargjöldin, þau standast ekki skoðun sem félagsgjöld hversu oft sem þær rangfærslur eru endurteknar og hvað sem nefnd innanríkisráðuneytisins segir. Ef þetta er sú nefnd sem ég held, þá var hún að miklu leyti skipuð prestum. Þá breytir engu þó Siðmennt fái hugsanlega skráningu sem trúfélag, eftir standa þeir sem vilja vera utan félaga og þurfa samt að greiða sinn skatt. Sigurður segir að það sé við ríkið en ekki trúfélög að sakast ef ríkið innheimtir skatt af öllum. Það er rétt, en það er jafn mikið óréttlæti fyrir því. Kirkjan er á fjárlögum íslenska ríkisins, blaðsíðu 89 fyrir 2012, liður „06-701 Þjóðkirkjan", með öðrum ríkisstofnunum. Og um presta gilda lög og reglur um opinbera starfsmenn. Þetta er því ríkiskirkja. Svo því sé haldið til haga þá var ég alls ekki að saka Sigurð um að styðja mannréttindabrot, skil ekki hvernig hann fær það út og staðfesti hér að það var ekki ætlunin. Dómurinn sem hann vísar til fjallar einfaldlega um allt annað mál en þjóðkirkju og nefnir það nánast í framhjáhlaupi. Sigurður hélt því fram í fyrri grein sinni að það væri sameiginlegur skilningur ríkis og kirkju að kirkjan væri ekki ríkisrekin og styður þá fullyrðingu í þeirri seinni að hluti af greiðslum sé „afgjald" af jörðum sem ríkið tók yfir. Þetta er einfaldlega sitt hvor hluturinn, jafnvel þeir sem samþykkja þennan sameiginlega (mis)skilning með jarðirnar geta hæglega litið á heildarpakkann sem ríkisrekstur. Sigurður segir að mér verði hált á svellinu þegar ég vísi til fréttar blaðsins um hlunnindi presta. Ég vísa hvergi í þessa frétt, enda sendi ég greinina inn daginn áður en fréttin birtist. Ég var að vísa í deilur prests um hlunnindi af jörð sem kirkjan átti og á víst sennilega enn. Minn misskilningur og sjálfsagt að leiðrétta. Það er hins vegar fróðlegt að sjá presta hafa hlunnindi af kirkjujörðum á sama tíma og þeir tala um mikil verðmæti og mikinn arð þeirra jarða sem ríkið yfirtók. Getur verið að kirkjan hafi haldið bestu bitunum og látið ríkið hirða afganginn? En ég læt þetta nægja hér í Fréttablaðinu. Kannski er óhjákvæmilegt að safna liði og fara með þetta mál til Evrópu.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun