Sátt um leikreglur Mörður Árnason skrifar 31. október 2012 08:00 Við höfum nú deilt um stóriðju, náttúruvernd og umhverfisspjöll í rúma fjóra áratugi í síðari hálfleik – miðað við að hinn fyrri hafi byrjað upp úr aldamótum með Milljónafélögunum og Sigríði í Brattholti. Það er sannarlega kominn tími til að komast fram úr þessum illvígu deilum, ekki síst vegna þess að virkjanlegt vatnsafl og jarðvarmi er takmörkuð auðlind. Niðurstöður verkefnahóps um rammaáætlun sýna að aðeins er eftir að virkja um tvær og hálfa Kárahnjúkavirkjun þegar allt er talið. Við megum ekki spilla náttúrugæðum í fljótfærni – vegna þess að þau eru verðmæti í sjálfu sér, og vegna þess að þau eru grundvöllur annarra atvinnugreina en stóriðju. Við verðum líka að fá gott verð fyrir orkuna á 21. öld. Tímar kynningarbæklingsins „Cheapest Energy Prices" eru liðnir. Merkilegt mál með langt nafn – rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða – er nú til umræðu og afgreiðslu á Alþingi. Með samþykkt fyrstu ályktunarinnar um þetta verða straumhvörf í þessum viðkvæmu deilumálum. Landsvæðum þar sem hugsanlegt er að virkja verður skipt í þrjá flokka. Sum fara í verndarflokk sem merkir að það land verður helgað öðru en orkunýtingu, svo sem útivist og ferðamennsku. Önnur fara í orkunýtingarflokk, sem merkir að engin sérstök hindrun er í vegi fyrir virkjunarrannsóknum, leyfisumsóknum, umhverfismatsgerð o.s.frv. Enn önnur fara í biðflokk, þau sem ekki hafa verið rannsökuð nægilega eða menn vilja hinkra með að ákveða vegna „almannahagsmuna" eins og segir í áliti frá iðnaðarnefnd þingsins vorið 2011. Margir hafa að vonum fagnað rammaáætluninni sem merki nýrrar sáttar. Tímar umræðu og átaka um einstakar virkjanir eða náttúrusvæði eru hins vegar ekki liðnir. Slíkur ágreiningur verður ekki leystur með lögum og þingsályktunum, allra síst fyrirfram. Sú sátt sem næst með rammaáætlunarskipulaginu ef vel gengur er umfram allt sátt um leikreglur. Samkomulag um að taka ákvarðanir um dýrmæt náttúrugæði í ljósi allra bestu upplýsinga og með fulla yfirsýn um afleiðingarnar, bæði á staðnum sjálfum og úti um allt land. Hávaði um biðtillöguÍ tillögunni sem nú liggur fyrir eru ein 67 landsvæði undir. Gert er ráð fyrir að 20 þeirra verði undanskilin orkunýtingu og vernduð með einhverjum hætti. Þetta eru merkileg svæði og fyrirhuguð verndun markar mikinn áfanga í sögu okkar með landinu: Þjórsárver tryggð, Torfajökulssvæðið, Gjástykki, Brennisteinsalda, Grendalur, Jökulsá á Fjöllum, Kerlingarfjöll… Áfram verða 16 kostir opnir fyrir virkjunarathugunum og -framkvæmdum, en í bið fer 31 landsvæði þar til allar upplýsingar liggja fyrir. Frá stjórnarandstöðuflokkunum hefur verið mikill hávaði kringum þessa tillögu en í raun virðist helst deilt á samtals 6 virkjunarkosti af 67, á tveimur svæðum, í Þjórsá neðanverðri og á hálendinu austan Vatnajökuls, sem ætlunin er að fari í biðflokkinn meðan aflað er frekari upplýsinga. Fulltrúar gömlu sovésku stóriðjustefnunnar í Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki fullyrða að vondir pólitíkusar hafi sett puttana í faglega niðurstöðu, og hóta að snúa öllu við ef þeir komast í ríkisstjórn. Þó hefur það eitt gerst frá tillögu fagmannanna að þessir nokkrir kostir voru settir í biðflokk. Viðsnúningurinn hjá þeim getur þá varla falist í öðru en að fjölga enn í biðflokknum. Ég hef verið tilnefndur framsögumaður þessa máls í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins, og er ánægður með ábyrgð og traust sem í því felst. Þetta er eitt allra mikilvægasta þingmál kjörtímabilsins, og við verðum að vanda okkur við það – en sómi okkar liggur líka við að afgreiða áætlunina og koma á þeim nýju siðlegu vinnubrögðum í umgengni við landið okkar sem í henni felst. Við það verk þurfum við ekki síst að muna að við sem nú erum á dögum eigum ekki Ísland – heldur fengum það að láni frá foreldrum okkar, til að afhenda það börnum okkar, þannig að staðfærð séu fleyg orð sunnan frá Afríku um mannkynið og jörðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við höfum nú deilt um stóriðju, náttúruvernd og umhverfisspjöll í rúma fjóra áratugi í síðari hálfleik – miðað við að hinn fyrri hafi byrjað upp úr aldamótum með Milljónafélögunum og Sigríði í Brattholti. Það er sannarlega kominn tími til að komast fram úr þessum illvígu deilum, ekki síst vegna þess að virkjanlegt vatnsafl og jarðvarmi er takmörkuð auðlind. Niðurstöður verkefnahóps um rammaáætlun sýna að aðeins er eftir að virkja um tvær og hálfa Kárahnjúkavirkjun þegar allt er talið. Við megum ekki spilla náttúrugæðum í fljótfærni – vegna þess að þau eru verðmæti í sjálfu sér, og vegna þess að þau eru grundvöllur annarra atvinnugreina en stóriðju. Við verðum líka að fá gott verð fyrir orkuna á 21. öld. Tímar kynningarbæklingsins „Cheapest Energy Prices" eru liðnir. Merkilegt mál með langt nafn – rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða – er nú til umræðu og afgreiðslu á Alþingi. Með samþykkt fyrstu ályktunarinnar um þetta verða straumhvörf í þessum viðkvæmu deilumálum. Landsvæðum þar sem hugsanlegt er að virkja verður skipt í þrjá flokka. Sum fara í verndarflokk sem merkir að það land verður helgað öðru en orkunýtingu, svo sem útivist og ferðamennsku. Önnur fara í orkunýtingarflokk, sem merkir að engin sérstök hindrun er í vegi fyrir virkjunarrannsóknum, leyfisumsóknum, umhverfismatsgerð o.s.frv. Enn önnur fara í biðflokk, þau sem ekki hafa verið rannsökuð nægilega eða menn vilja hinkra með að ákveða vegna „almannahagsmuna" eins og segir í áliti frá iðnaðarnefnd þingsins vorið 2011. Margir hafa að vonum fagnað rammaáætluninni sem merki nýrrar sáttar. Tímar umræðu og átaka um einstakar virkjanir eða náttúrusvæði eru hins vegar ekki liðnir. Slíkur ágreiningur verður ekki leystur með lögum og þingsályktunum, allra síst fyrirfram. Sú sátt sem næst með rammaáætlunarskipulaginu ef vel gengur er umfram allt sátt um leikreglur. Samkomulag um að taka ákvarðanir um dýrmæt náttúrugæði í ljósi allra bestu upplýsinga og með fulla yfirsýn um afleiðingarnar, bæði á staðnum sjálfum og úti um allt land. Hávaði um biðtillöguÍ tillögunni sem nú liggur fyrir eru ein 67 landsvæði undir. Gert er ráð fyrir að 20 þeirra verði undanskilin orkunýtingu og vernduð með einhverjum hætti. Þetta eru merkileg svæði og fyrirhuguð verndun markar mikinn áfanga í sögu okkar með landinu: Þjórsárver tryggð, Torfajökulssvæðið, Gjástykki, Brennisteinsalda, Grendalur, Jökulsá á Fjöllum, Kerlingarfjöll… Áfram verða 16 kostir opnir fyrir virkjunarathugunum og -framkvæmdum, en í bið fer 31 landsvæði þar til allar upplýsingar liggja fyrir. Frá stjórnarandstöðuflokkunum hefur verið mikill hávaði kringum þessa tillögu en í raun virðist helst deilt á samtals 6 virkjunarkosti af 67, á tveimur svæðum, í Þjórsá neðanverðri og á hálendinu austan Vatnajökuls, sem ætlunin er að fari í biðflokkinn meðan aflað er frekari upplýsinga. Fulltrúar gömlu sovésku stóriðjustefnunnar í Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki fullyrða að vondir pólitíkusar hafi sett puttana í faglega niðurstöðu, og hóta að snúa öllu við ef þeir komast í ríkisstjórn. Þó hefur það eitt gerst frá tillögu fagmannanna að þessir nokkrir kostir voru settir í biðflokk. Viðsnúningurinn hjá þeim getur þá varla falist í öðru en að fjölga enn í biðflokknum. Ég hef verið tilnefndur framsögumaður þessa máls í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins, og er ánægður með ábyrgð og traust sem í því felst. Þetta er eitt allra mikilvægasta þingmál kjörtímabilsins, og við verðum að vanda okkur við það – en sómi okkar liggur líka við að afgreiða áætlunina og koma á þeim nýju siðlegu vinnubrögðum í umgengni við landið okkar sem í henni felst. Við það verk þurfum við ekki síst að muna að við sem nú erum á dögum eigum ekki Ísland – heldur fengum það að láni frá foreldrum okkar, til að afhenda það börnum okkar, þannig að staðfærð séu fleyg orð sunnan frá Afríku um mannkynið og jörðina.
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar