Sátt um leikreglur Mörður Árnason skrifar 31. október 2012 08:00 Við höfum nú deilt um stóriðju, náttúruvernd og umhverfisspjöll í rúma fjóra áratugi í síðari hálfleik – miðað við að hinn fyrri hafi byrjað upp úr aldamótum með Milljónafélögunum og Sigríði í Brattholti. Það er sannarlega kominn tími til að komast fram úr þessum illvígu deilum, ekki síst vegna þess að virkjanlegt vatnsafl og jarðvarmi er takmörkuð auðlind. Niðurstöður verkefnahóps um rammaáætlun sýna að aðeins er eftir að virkja um tvær og hálfa Kárahnjúkavirkjun þegar allt er talið. Við megum ekki spilla náttúrugæðum í fljótfærni – vegna þess að þau eru verðmæti í sjálfu sér, og vegna þess að þau eru grundvöllur annarra atvinnugreina en stóriðju. Við verðum líka að fá gott verð fyrir orkuna á 21. öld. Tímar kynningarbæklingsins „Cheapest Energy Prices" eru liðnir. Merkilegt mál með langt nafn – rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða – er nú til umræðu og afgreiðslu á Alþingi. Með samþykkt fyrstu ályktunarinnar um þetta verða straumhvörf í þessum viðkvæmu deilumálum. Landsvæðum þar sem hugsanlegt er að virkja verður skipt í þrjá flokka. Sum fara í verndarflokk sem merkir að það land verður helgað öðru en orkunýtingu, svo sem útivist og ferðamennsku. Önnur fara í orkunýtingarflokk, sem merkir að engin sérstök hindrun er í vegi fyrir virkjunarrannsóknum, leyfisumsóknum, umhverfismatsgerð o.s.frv. Enn önnur fara í biðflokk, þau sem ekki hafa verið rannsökuð nægilega eða menn vilja hinkra með að ákveða vegna „almannahagsmuna" eins og segir í áliti frá iðnaðarnefnd þingsins vorið 2011. Margir hafa að vonum fagnað rammaáætluninni sem merki nýrrar sáttar. Tímar umræðu og átaka um einstakar virkjanir eða náttúrusvæði eru hins vegar ekki liðnir. Slíkur ágreiningur verður ekki leystur með lögum og þingsályktunum, allra síst fyrirfram. Sú sátt sem næst með rammaáætlunarskipulaginu ef vel gengur er umfram allt sátt um leikreglur. Samkomulag um að taka ákvarðanir um dýrmæt náttúrugæði í ljósi allra bestu upplýsinga og með fulla yfirsýn um afleiðingarnar, bæði á staðnum sjálfum og úti um allt land. Hávaði um biðtillöguÍ tillögunni sem nú liggur fyrir eru ein 67 landsvæði undir. Gert er ráð fyrir að 20 þeirra verði undanskilin orkunýtingu og vernduð með einhverjum hætti. Þetta eru merkileg svæði og fyrirhuguð verndun markar mikinn áfanga í sögu okkar með landinu: Þjórsárver tryggð, Torfajökulssvæðið, Gjástykki, Brennisteinsalda, Grendalur, Jökulsá á Fjöllum, Kerlingarfjöll… Áfram verða 16 kostir opnir fyrir virkjunarathugunum og -framkvæmdum, en í bið fer 31 landsvæði þar til allar upplýsingar liggja fyrir. Frá stjórnarandstöðuflokkunum hefur verið mikill hávaði kringum þessa tillögu en í raun virðist helst deilt á samtals 6 virkjunarkosti af 67, á tveimur svæðum, í Þjórsá neðanverðri og á hálendinu austan Vatnajökuls, sem ætlunin er að fari í biðflokkinn meðan aflað er frekari upplýsinga. Fulltrúar gömlu sovésku stóriðjustefnunnar í Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki fullyrða að vondir pólitíkusar hafi sett puttana í faglega niðurstöðu, og hóta að snúa öllu við ef þeir komast í ríkisstjórn. Þó hefur það eitt gerst frá tillögu fagmannanna að þessir nokkrir kostir voru settir í biðflokk. Viðsnúningurinn hjá þeim getur þá varla falist í öðru en að fjölga enn í biðflokknum. Ég hef verið tilnefndur framsögumaður þessa máls í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins, og er ánægður með ábyrgð og traust sem í því felst. Þetta er eitt allra mikilvægasta þingmál kjörtímabilsins, og við verðum að vanda okkur við það – en sómi okkar liggur líka við að afgreiða áætlunina og koma á þeim nýju siðlegu vinnubrögðum í umgengni við landið okkar sem í henni felst. Við það verk þurfum við ekki síst að muna að við sem nú erum á dögum eigum ekki Ísland – heldur fengum það að láni frá foreldrum okkar, til að afhenda það börnum okkar, þannig að staðfærð séu fleyg orð sunnan frá Afríku um mannkynið og jörðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum nú deilt um stóriðju, náttúruvernd og umhverfisspjöll í rúma fjóra áratugi í síðari hálfleik – miðað við að hinn fyrri hafi byrjað upp úr aldamótum með Milljónafélögunum og Sigríði í Brattholti. Það er sannarlega kominn tími til að komast fram úr þessum illvígu deilum, ekki síst vegna þess að virkjanlegt vatnsafl og jarðvarmi er takmörkuð auðlind. Niðurstöður verkefnahóps um rammaáætlun sýna að aðeins er eftir að virkja um tvær og hálfa Kárahnjúkavirkjun þegar allt er talið. Við megum ekki spilla náttúrugæðum í fljótfærni – vegna þess að þau eru verðmæti í sjálfu sér, og vegna þess að þau eru grundvöllur annarra atvinnugreina en stóriðju. Við verðum líka að fá gott verð fyrir orkuna á 21. öld. Tímar kynningarbæklingsins „Cheapest Energy Prices" eru liðnir. Merkilegt mál með langt nafn – rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða – er nú til umræðu og afgreiðslu á Alþingi. Með samþykkt fyrstu ályktunarinnar um þetta verða straumhvörf í þessum viðkvæmu deilumálum. Landsvæðum þar sem hugsanlegt er að virkja verður skipt í þrjá flokka. Sum fara í verndarflokk sem merkir að það land verður helgað öðru en orkunýtingu, svo sem útivist og ferðamennsku. Önnur fara í orkunýtingarflokk, sem merkir að engin sérstök hindrun er í vegi fyrir virkjunarrannsóknum, leyfisumsóknum, umhverfismatsgerð o.s.frv. Enn önnur fara í biðflokk, þau sem ekki hafa verið rannsökuð nægilega eða menn vilja hinkra með að ákveða vegna „almannahagsmuna" eins og segir í áliti frá iðnaðarnefnd þingsins vorið 2011. Margir hafa að vonum fagnað rammaáætluninni sem merki nýrrar sáttar. Tímar umræðu og átaka um einstakar virkjanir eða náttúrusvæði eru hins vegar ekki liðnir. Slíkur ágreiningur verður ekki leystur með lögum og þingsályktunum, allra síst fyrirfram. Sú sátt sem næst með rammaáætlunarskipulaginu ef vel gengur er umfram allt sátt um leikreglur. Samkomulag um að taka ákvarðanir um dýrmæt náttúrugæði í ljósi allra bestu upplýsinga og með fulla yfirsýn um afleiðingarnar, bæði á staðnum sjálfum og úti um allt land. Hávaði um biðtillöguÍ tillögunni sem nú liggur fyrir eru ein 67 landsvæði undir. Gert er ráð fyrir að 20 þeirra verði undanskilin orkunýtingu og vernduð með einhverjum hætti. Þetta eru merkileg svæði og fyrirhuguð verndun markar mikinn áfanga í sögu okkar með landinu: Þjórsárver tryggð, Torfajökulssvæðið, Gjástykki, Brennisteinsalda, Grendalur, Jökulsá á Fjöllum, Kerlingarfjöll… Áfram verða 16 kostir opnir fyrir virkjunarathugunum og -framkvæmdum, en í bið fer 31 landsvæði þar til allar upplýsingar liggja fyrir. Frá stjórnarandstöðuflokkunum hefur verið mikill hávaði kringum þessa tillögu en í raun virðist helst deilt á samtals 6 virkjunarkosti af 67, á tveimur svæðum, í Þjórsá neðanverðri og á hálendinu austan Vatnajökuls, sem ætlunin er að fari í biðflokkinn meðan aflað er frekari upplýsinga. Fulltrúar gömlu sovésku stóriðjustefnunnar í Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki fullyrða að vondir pólitíkusar hafi sett puttana í faglega niðurstöðu, og hóta að snúa öllu við ef þeir komast í ríkisstjórn. Þó hefur það eitt gerst frá tillögu fagmannanna að þessir nokkrir kostir voru settir í biðflokk. Viðsnúningurinn hjá þeim getur þá varla falist í öðru en að fjölga enn í biðflokknum. Ég hef verið tilnefndur framsögumaður þessa máls í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins, og er ánægður með ábyrgð og traust sem í því felst. Þetta er eitt allra mikilvægasta þingmál kjörtímabilsins, og við verðum að vanda okkur við það – en sómi okkar liggur líka við að afgreiða áætlunina og koma á þeim nýju siðlegu vinnubrögðum í umgengni við landið okkar sem í henni felst. Við það verk þurfum við ekki síst að muna að við sem nú erum á dögum eigum ekki Ísland – heldur fengum það að láni frá foreldrum okkar, til að afhenda það börnum okkar, þannig að staðfærð séu fleyg orð sunnan frá Afríku um mannkynið og jörðina.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun