Fær barnið þitt hollan og góðan skólamat? Bryndís Jónsdóttir og Rósa Steingrímsdóttir skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Á fundi skóla- og frístundaráðs miðvikudaginn 24. október síðastliðinn var kynnt skýrsla starfshóps sem skoðaði meðal annars rekstur mötuneyta í grunnskólum og leikskólum Reykjavíkurborgar. Margt er gott í þessari skýrslu. Til dæmis má nefna nokkuð nákvæma greiningu á matarkostnaði og samanburð á ýmsum valkostum í rekstri mötuneyta. Auk þess var útbúinn þjónustustaðall þar sem meðal annars kemur fram hvernig ber að fara eftir ráðleggingum Landlæknisembættis um máltíðir í skólum og leikskólum. Fjármagnið dugar ekki fyrir rétt samsettum skólamáltíðumNokkrar áhugaverðar upplýsingar koma fram í skýrslunni sem ástæða er til að skoða nánar. Í skýrslu starfshópsins er tekinn saman matseðill sem uppfyllir manneldismarkmið og hráefniskostnaður reiknaður út frá honum. Kostnaður við máltíð á hvert barn á dag er þar áætlaður á verðbilinu 315–388 krónur. Hins vegar gerði fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2012, ráð fyrir mun lægri upphæð eða kr. 221 á dag fyrir grunnskólabarn og kr. 274 á dag fyrir leikskólabarn. Í leikskólum þarf upphæðin að duga fyrir þremur máltíðum á dag auk ávaxtastundar en einni máltíð í grunnskólum. Það er verulegt áhyggjuefni hve miklu munar á úthlutuðu fjármagni til matarkaupa og útreiknuðum hráefniskostnaði samkvæmt viðmiðunarmatseðli sem uppfyllir ráðleggingar Landlæknisembættis. Sé tekið tillit til að ekki hefur verið veitt sérstaklega fjármagn til hráefniskaupa fyrir leikskólastarfsfólk, sem matast með börnunum og að mögulega á eftir að verðbæta áætlaðan kostnað frá þeim tölum sem fram koma í skýrslunni, þá vantar jafnvel enn meira upp á að fjárhagsúthlutun dugi fyrir rétt samsettum matseðli á báðum skólastigum. Lögin tryggja réttindi barnaÍ grunnskólalögum er kveðið á um að matur í skólum skuli vera í samræmi við manneldismarkmið. Landlæknisembættið, fyrrum Lýðheilsustöð, hefur tekið saman ráðleggingar um mataræði með það að markmiði að koma í veg fyrir skort á næringarefnum, stuðla að jafnvægi á milli næringarefna, heilbrigðri líkamsþyngd og heilsusamlegu líferni. Úrræði skólanna eru takmörkuð Þessi munur á kostnaði vegna rétt samsettra máltíða og raunverulegu framlagi til hráefniskaupa býður upp á vangaveltur um það hvort börn séu annaðhvort ekki að fá nóg að borða eða verið sé að bjóða þeim í of miklum mæli upp á máltíðir sem innihalda til dæmis ódýr kolvetni (pasta, spaghettí og hrísgrjón), fisk- og kjötbollur sem innihalda að mestu mjöl, innmat og svo framvegis á kostnað dýrari valkosta á borð við kjöt, fisk, grænmeti og ávexti. Sé það ekki raunin, er þá það sem upp á vantar tekið af öðrum rekstrarliðum? Er þá verið að rýra þjónustu við börn á öðrum sviðum? Eða fara skólar fram úr fjárhagsáætlun til að fjármagna matarinnkaup? Ljóst er að þetta reikningsdæmi gengur að minnsta kosti ekki upp. Tryggja þarf fé fyrir rétt samsettum skólamáltíðumÍ ljósi þess að flest leikskólabörn og yngstu grunnskólabörnin eru a.m.k. 8 tíma á dag í skólanum, þá þurfa þau að fá 70% af orku- og næringarefnaþörf líkamans í gegnum máltíðir sem skólinn veitir samkvæmt ráðleggingum Landlæknisembættisins. Sömu ráðleggingar kveða á um að skólamáltíð í grunnskóla ásamt morgunbita á nestistíma ætti að veita um þriðjung orku- og næringarefnaþarfar barna og unglinga. Það er sérstaklega mikilvægt að skólum og leikskólum sé tryggt nægt fjármagn til þess að geta boðið upp á heilsusamlegar og rétt samsettar máltíðir sem uppfylla næringarþarfir barna og unglinga. Við hvetjum Reykjavíkurborg til að tryggja næga fjármuni til hráefniskaupa og foreldra til að fylgjast með hvort þeirra leik- eða grunnskóli hafi nægt fjármagn til að bjóða upp á rétt samsettar máltíðir. Umrædda skýrslu má finna á heimasíðum samtaka leik- og grunnskólaforeldra, www.bornin okkar.is og www.samfok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Á fundi skóla- og frístundaráðs miðvikudaginn 24. október síðastliðinn var kynnt skýrsla starfshóps sem skoðaði meðal annars rekstur mötuneyta í grunnskólum og leikskólum Reykjavíkurborgar. Margt er gott í þessari skýrslu. Til dæmis má nefna nokkuð nákvæma greiningu á matarkostnaði og samanburð á ýmsum valkostum í rekstri mötuneyta. Auk þess var útbúinn þjónustustaðall þar sem meðal annars kemur fram hvernig ber að fara eftir ráðleggingum Landlæknisembættis um máltíðir í skólum og leikskólum. Fjármagnið dugar ekki fyrir rétt samsettum skólamáltíðumNokkrar áhugaverðar upplýsingar koma fram í skýrslunni sem ástæða er til að skoða nánar. Í skýrslu starfshópsins er tekinn saman matseðill sem uppfyllir manneldismarkmið og hráefniskostnaður reiknaður út frá honum. Kostnaður við máltíð á hvert barn á dag er þar áætlaður á verðbilinu 315–388 krónur. Hins vegar gerði fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2012, ráð fyrir mun lægri upphæð eða kr. 221 á dag fyrir grunnskólabarn og kr. 274 á dag fyrir leikskólabarn. Í leikskólum þarf upphæðin að duga fyrir þremur máltíðum á dag auk ávaxtastundar en einni máltíð í grunnskólum. Það er verulegt áhyggjuefni hve miklu munar á úthlutuðu fjármagni til matarkaupa og útreiknuðum hráefniskostnaði samkvæmt viðmiðunarmatseðli sem uppfyllir ráðleggingar Landlæknisembættis. Sé tekið tillit til að ekki hefur verið veitt sérstaklega fjármagn til hráefniskaupa fyrir leikskólastarfsfólk, sem matast með börnunum og að mögulega á eftir að verðbæta áætlaðan kostnað frá þeim tölum sem fram koma í skýrslunni, þá vantar jafnvel enn meira upp á að fjárhagsúthlutun dugi fyrir rétt samsettum matseðli á báðum skólastigum. Lögin tryggja réttindi barnaÍ grunnskólalögum er kveðið á um að matur í skólum skuli vera í samræmi við manneldismarkmið. Landlæknisembættið, fyrrum Lýðheilsustöð, hefur tekið saman ráðleggingar um mataræði með það að markmiði að koma í veg fyrir skort á næringarefnum, stuðla að jafnvægi á milli næringarefna, heilbrigðri líkamsþyngd og heilsusamlegu líferni. Úrræði skólanna eru takmörkuð Þessi munur á kostnaði vegna rétt samsettra máltíða og raunverulegu framlagi til hráefniskaupa býður upp á vangaveltur um það hvort börn séu annaðhvort ekki að fá nóg að borða eða verið sé að bjóða þeim í of miklum mæli upp á máltíðir sem innihalda til dæmis ódýr kolvetni (pasta, spaghettí og hrísgrjón), fisk- og kjötbollur sem innihalda að mestu mjöl, innmat og svo framvegis á kostnað dýrari valkosta á borð við kjöt, fisk, grænmeti og ávexti. Sé það ekki raunin, er þá það sem upp á vantar tekið af öðrum rekstrarliðum? Er þá verið að rýra þjónustu við börn á öðrum sviðum? Eða fara skólar fram úr fjárhagsáætlun til að fjármagna matarinnkaup? Ljóst er að þetta reikningsdæmi gengur að minnsta kosti ekki upp. Tryggja þarf fé fyrir rétt samsettum skólamáltíðumÍ ljósi þess að flest leikskólabörn og yngstu grunnskólabörnin eru a.m.k. 8 tíma á dag í skólanum, þá þurfa þau að fá 70% af orku- og næringarefnaþörf líkamans í gegnum máltíðir sem skólinn veitir samkvæmt ráðleggingum Landlæknisembættisins. Sömu ráðleggingar kveða á um að skólamáltíð í grunnskóla ásamt morgunbita á nestistíma ætti að veita um þriðjung orku- og næringarefnaþarfar barna og unglinga. Það er sérstaklega mikilvægt að skólum og leikskólum sé tryggt nægt fjármagn til þess að geta boðið upp á heilsusamlegar og rétt samsettar máltíðir sem uppfylla næringarþarfir barna og unglinga. Við hvetjum Reykjavíkurborg til að tryggja næga fjármuni til hráefniskaupa og foreldra til að fylgjast með hvort þeirra leik- eða grunnskóli hafi nægt fjármagn til að bjóða upp á rétt samsettar máltíðir. Umrædda skýrslu má finna á heimasíðum samtaka leik- og grunnskólaforeldra, www.bornin okkar.is og www.samfok.is.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun