Vandinn við að vera fatlaður á nóttunni Dóra S. Bjarnason skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Opið bréf til Bjarkar Vilhelmsdóttur og Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Jóns Gnarr borgarstjóra og Dags Eggertssonar, forseta borgarstjórnar. Getur verið að yfirfærsla málefna fatlaðra hafi verið í hálfgerðu frosti frá janúar 2011? Getur verið að þekking á málum fólks með fötlun og fjölskyldum þess sé lítil hjá velferðarráði og starfsfólki á velferðarsviði Reykjavíkur? Hvernig dugar hún í þjónustu við fatlaða Reykvíkinga? Er næg samleiðni í þekkingu starfsfólksins? Er sú þekking í einhverjum tilfellum úrelt? Getur verið að það sé einkennandi fyrir velferðarráð og þjónustukerfi Reykjavíkur að fólk fái engin svör við spurningum eða útúrsnúninga? Er starfsfólk velferðarsviðs valdalaust og án verkfæra til að annast lögbundnar skyldur við að tryggja mannréttindi fatlaðra Reykvíkinga? Þessar og fleiri spurningar leita á mig, nú eftir nær tveggja ára kafkaísk samskipti okkar sonar míns, lögfræðings okkar og vina við ykkur, Vesturgarð og velferðarsvið. Málið snýst um að ég hef óskað eftir því í tæp tvö ár að fatlaður sonur minn fái fjármuni til að greiða fyrir næturvaktir. Benedikt Hákon Bjarnason er farsæll og víðförull Reykvíkingur og tónlistarunnandi á fertugsaldri. Hann hefur búið með reisn á eigin heimili í 12 ár, enda þótt hann geti aldrei verið einn sökum fötlunar sinnar og flogaveiki. Við komum á fót því sem nú nefnist í lögum „notendastýrð persónuleg aðstoð" (NPA) og Benedikt fékk fyrstur fjölfatlaðra manna hér á landi (2001-2011) slíkan stuðning. Greiðslurnar hafa aldrei staðið fyllilega undir kostnaði við aðstoð við Benedikt og vorum við árlega sett í betlarastöðu gagnvart Svæðisskrifstofu Reykjavíkur. Ég og vinir Benedikts sáum um þann stuðning sem á vantaði. Benedikt deilir heimili sínu með þremur aðstoðarmönnum, erlendu námsfólki á líku reki og hann. Hann á líf sitt og lífsgæði undir árvekni þess. Starfsmennirnir aðstoða hann til skiptis á daginn og á ólaunuðum næturvöktum. Þegar Reykjavíkurborg tók við málaflokknum varð Benedikt þjónustuþegi Vesturgarðs. Ég sótti strax í janúar 2011 um næturvaktir svo Benedikt þyrfti ekki lengur að vera upp á mig og góðvild starfsfólksins kominn. Á þeim tíma þurfti Benedikt að skipta út flogaveikilyfjum sem hann hefur notað frá 1995 og gerir enn. Slíkar breytingar geta kallað fram flogaköst sem ég vil ekki leggja á Benedikt og aðstoðarfólk í sjálfboðavinnu. Vesturgarður tók okkur upphaflega vel. Hófst nú mikil fundaröð um þetta einfalda mál. Á vordögum 2011 var syni mínum boðin hálf næturvakt (greiðsla fyrir fjórar stundir), sem við vorum þá tilbúin að þiggja í ljósi 11 ára reynslu af því að taka það sem býðst hverju sinni og semja betur næst. Þetta tilboð var hins vegar afturkallað án raka og syni mínum bent á að sækja um „notendastýrða, persónulega aðstoð" (NPA) í tilraunaskyni. Í haust 2012 stóð honum þetta skyndilega aftur til boða. Við höfnuðum því enda er Benedikt fatlaður 24 tíma sólarhrings. Ég er ekki tilbúin til að sitja fleiri baráttufundi vegna málsins. Í stuttu máli hefur umsókn Benedikts verið hafnað tvívegis og án haldbærra raka. Ítrekaðar fyrirspurnir mínar, lögfræðibréf, vönduð skýrsla fötlunarfræðings og skorinort bréf frá sérfræðilækni sem staðfestir að „Benedikt er flogaveikur og fjölfatlaður og þarf aðstoð allan sólarhringinn", hafa fallið í grýttan jarðveg, ekki verið svarað eða svarað með útúrsnúningum. Læknabréfið þótti til dæmis ekki nægilega nákvæmt. Borgarstjórinn úr Besta flokknum, Jón Gnarr, þáði teboð heima hjá syni mínum í sumar ásamt tveimur öðrum gestum úr forystu Samfylkingarinnar og embættiskerfinu. Þetta var ánægjulegt heimboð sem lauk með því að Benedikt og borgarstjóri tóku höndum saman í léttum dans. Gestum mátti vera ljós þörf Benedikts og umhyggja starfsfólksins hans. Ég er 65 ára og er að gefast upp á því að þurfa að taka svona slag. Ég er ekki lengur fær um að stökkva til ef eitthvað bilar í þjónustu við son minn. Allir foreldrar eiga rétt á að eldast og deyja. Ég kaus Samfylkinguna fyrir Reykjavík, því ég treysti þeim flokki til að standa vörð um mannréttindi á þessum erfiðu tímum. Var það dómgreindarbrestur? Nú get ég fátt annað gert en að bjóða ykkur, forystufólki borgarinnar, heim til Benedikts nokkur kvöld. Dagur, þú ert velkominn fyrstur, því þér treysti ég best í krafti menntunar þinnar. Þér er hér með boðið að koma 4. nóvember kl. 22 og gista á Reynimelnum. Málið er að öðru leyti í höndum lögfræðings enda varðar það mannréttindi. Með vinsemd og virðingu Dóra S. Bjarnason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Bjarkar Vilhelmsdóttur og Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Jóns Gnarr borgarstjóra og Dags Eggertssonar, forseta borgarstjórnar. Getur verið að yfirfærsla málefna fatlaðra hafi verið í hálfgerðu frosti frá janúar 2011? Getur verið að þekking á málum fólks með fötlun og fjölskyldum þess sé lítil hjá velferðarráði og starfsfólki á velferðarsviði Reykjavíkur? Hvernig dugar hún í þjónustu við fatlaða Reykvíkinga? Er næg samleiðni í þekkingu starfsfólksins? Er sú þekking í einhverjum tilfellum úrelt? Getur verið að það sé einkennandi fyrir velferðarráð og þjónustukerfi Reykjavíkur að fólk fái engin svör við spurningum eða útúrsnúninga? Er starfsfólk velferðarsviðs valdalaust og án verkfæra til að annast lögbundnar skyldur við að tryggja mannréttindi fatlaðra Reykvíkinga? Þessar og fleiri spurningar leita á mig, nú eftir nær tveggja ára kafkaísk samskipti okkar sonar míns, lögfræðings okkar og vina við ykkur, Vesturgarð og velferðarsvið. Málið snýst um að ég hef óskað eftir því í tæp tvö ár að fatlaður sonur minn fái fjármuni til að greiða fyrir næturvaktir. Benedikt Hákon Bjarnason er farsæll og víðförull Reykvíkingur og tónlistarunnandi á fertugsaldri. Hann hefur búið með reisn á eigin heimili í 12 ár, enda þótt hann geti aldrei verið einn sökum fötlunar sinnar og flogaveiki. Við komum á fót því sem nú nefnist í lögum „notendastýrð persónuleg aðstoð" (NPA) og Benedikt fékk fyrstur fjölfatlaðra manna hér á landi (2001-2011) slíkan stuðning. Greiðslurnar hafa aldrei staðið fyllilega undir kostnaði við aðstoð við Benedikt og vorum við árlega sett í betlarastöðu gagnvart Svæðisskrifstofu Reykjavíkur. Ég og vinir Benedikts sáum um þann stuðning sem á vantaði. Benedikt deilir heimili sínu með þremur aðstoðarmönnum, erlendu námsfólki á líku reki og hann. Hann á líf sitt og lífsgæði undir árvekni þess. Starfsmennirnir aðstoða hann til skiptis á daginn og á ólaunuðum næturvöktum. Þegar Reykjavíkurborg tók við málaflokknum varð Benedikt þjónustuþegi Vesturgarðs. Ég sótti strax í janúar 2011 um næturvaktir svo Benedikt þyrfti ekki lengur að vera upp á mig og góðvild starfsfólksins kominn. Á þeim tíma þurfti Benedikt að skipta út flogaveikilyfjum sem hann hefur notað frá 1995 og gerir enn. Slíkar breytingar geta kallað fram flogaköst sem ég vil ekki leggja á Benedikt og aðstoðarfólk í sjálfboðavinnu. Vesturgarður tók okkur upphaflega vel. Hófst nú mikil fundaröð um þetta einfalda mál. Á vordögum 2011 var syni mínum boðin hálf næturvakt (greiðsla fyrir fjórar stundir), sem við vorum þá tilbúin að þiggja í ljósi 11 ára reynslu af því að taka það sem býðst hverju sinni og semja betur næst. Þetta tilboð var hins vegar afturkallað án raka og syni mínum bent á að sækja um „notendastýrða, persónulega aðstoð" (NPA) í tilraunaskyni. Í haust 2012 stóð honum þetta skyndilega aftur til boða. Við höfnuðum því enda er Benedikt fatlaður 24 tíma sólarhrings. Ég er ekki tilbúin til að sitja fleiri baráttufundi vegna málsins. Í stuttu máli hefur umsókn Benedikts verið hafnað tvívegis og án haldbærra raka. Ítrekaðar fyrirspurnir mínar, lögfræðibréf, vönduð skýrsla fötlunarfræðings og skorinort bréf frá sérfræðilækni sem staðfestir að „Benedikt er flogaveikur og fjölfatlaður og þarf aðstoð allan sólarhringinn", hafa fallið í grýttan jarðveg, ekki verið svarað eða svarað með útúrsnúningum. Læknabréfið þótti til dæmis ekki nægilega nákvæmt. Borgarstjórinn úr Besta flokknum, Jón Gnarr, þáði teboð heima hjá syni mínum í sumar ásamt tveimur öðrum gestum úr forystu Samfylkingarinnar og embættiskerfinu. Þetta var ánægjulegt heimboð sem lauk með því að Benedikt og borgarstjóri tóku höndum saman í léttum dans. Gestum mátti vera ljós þörf Benedikts og umhyggja starfsfólksins hans. Ég er 65 ára og er að gefast upp á því að þurfa að taka svona slag. Ég er ekki lengur fær um að stökkva til ef eitthvað bilar í þjónustu við son minn. Allir foreldrar eiga rétt á að eldast og deyja. Ég kaus Samfylkinguna fyrir Reykjavík, því ég treysti þeim flokki til að standa vörð um mannréttindi á þessum erfiðu tímum. Var það dómgreindarbrestur? Nú get ég fátt annað gert en að bjóða ykkur, forystufólki borgarinnar, heim til Benedikts nokkur kvöld. Dagur, þú ert velkominn fyrstur, því þér treysti ég best í krafti menntunar þinnar. Þér er hér með boðið að koma 4. nóvember kl. 22 og gista á Reynimelnum. Málið er að öðru leyti í höndum lögfræðings enda varðar það mannréttindi. Með vinsemd og virðingu Dóra S. Bjarnason
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun